Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 16
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Áreitið í samfélaginu er mikið og
fyrir börn og unglinga er kúnst að
komast af. Tölvur, símar og önnur
slík tæki eru ágæt en notkun þeirra
getur orðið að fíkn. Vítahringur sem
þarf að brjóta upp,“ segir Unnur
Arna Jónsdóttir. Þær Hrafnhildur
Sigurðardóttir standa saman að fyr-
irtækinu Hugarfrelsi en í byrjun
þessa árs fóru þær af stað með nám-
skeið í slökun og hugleiðslu bæði fyr-
ir börn og fullorðna. Aðsetur Hug-
arfrelsis er í Jafnvægi - heilsurækt í
Garðabæ, en nú er verið að færa út
kvíar með fræðslu í grunnskólum.
Þurfa andrými og slökun
Nútíminn er skrýtið fyrirbæri.
Fólk sem er áfram um árangur í líf-
inu skipuleggur hverja einustu mín-
útu í lífi sínu og hefur marga bolta á
lofti í einu. Þetta smitast yfir til
barnanna sem stundum finna sig af-
skipt eða rata í öngstræti.
„Frá morgni og fram á miðjan dag
er skólinn og svo tekur tómstunda-
starf við, eftir það heimalærdómur.
Og alltaf pípir síminn, skilaboðin
koma inn á Facebook, Instagram,
Snapchat og fleiri miðla sem truflar
einbeitingu krakkanna,“ segir Unn-
ur Arna. „Einnig er til staðar sú
krafa af hálfu samfélagsins að þau
eigi að vera í fremstu röð til dæmis í
liststarfi eða íþróttum, jafnvel þótt
hæfileikar og áhugasvið sumra séu
annars staðar. Þetta reynir á börn og
sum standa ekki undir kröfunum.
Þau þurfa andrými og slökun, en
vantar hjálp til þess.“
Læra einfaldar leiðir
Inntak námskeiða Hugarfrelsis
fyrir 9 til 14 ára er að krakkarnir
læri einfaldar leiðir til að slaka á, lifa
í núinu og læri að sigrast á kvíða og
óöryggi. Nái tökum á vöðvaspennu,
pirringi, óyndi og vanmáttarkennd.
Og aðferðin er svo sem ekki flókin;
eftir fræðslu, öndunar- og jógaæf-
ingar koma krakkarnir sér fyrir í
þægilegri stellingu, draga andann
djúpt, fara í gegnum leidda slökun
og hlusta svo á lestur hugleiðslusögu
sem ber þau inn á svið ímyndunar-
aflsins: út í skóg, niður í fjöru eða
annað þar sem finna má friðinn. Með
hverri sögu er tilgangur, hann getur
m.a. verið að skilja eftir tilfinningar
eða upplifanir sem barninu líður illa
með.
Skólastjórnendur áhugasamir
Í vetur verða þær stöllur með
fræðslu og kennslu í Hofsstaðaskóla
í Garðabæ og Vatnsendaskóla í
Kópavogi. Kennarar skólanna fá
fræðslu um námsefnið og farið verð-
ur inn í nokkra bekki á yngsta stigi,
miðstigi og unglingastigi. Hugmynd-
in er að kennararnir geti síðan nýtt
sér þessar aðferðir til að auka vellíð-
an hjá nemendunum, ná betri ró og
kyrrð og efla einbeitingu þeirra þeg-
ar staðið er frammi fyrir krefjandi
verkefnum eins og prófum.
„Skólastjórnendur voru strax
mjög áhugasamir þegar við kynntum
þeim hugmyndina. Nemendur eru
oft undir gríðarlegu álagi og ekki í
jafnvægi eins og kennarar finna fyr-
ir. Einn þeirra lýsti starfi sínu fyrir
mér sem svo að meiri tími færi í að
ná kyrrð og ró hjá nemendum en
færi í sjálft námsefnið. Við fáum
reglulega fréttir af alþjóðlegum
rannsóknum á námsárangri ís-
lenskra krakka og að hann sé ekki
viðunandi. Sjálfsagt kemur margt
inn í og ein ástæðan er að mínu mati
hraði, álag, agaleysi og óhóflegar
kröfur. Þetta verður að breytast,“
segir Unnur Arna og heldur áfram.
Hlustaði á innri rödd
,,Við Hrafnhildur teljum að börn
sem læra slökun og að hugleiða séu
betur í stakk búin til að takast á við
þau verkefni sem skólinn leggur fyr-
ir þau. Rannsóknir sýna að þeir sem
tileinka sér slökunar- og hugleiðslu-
tækni séu almennt einbeittari, sjálfs-
öruggari, finni síður fyrir kvíða og
eigi auðveldara með að takast á við
lífið og tilveruna,“ segir Unnur Arna.
Sem ung kona segist Unnur Arna
hafa verið upptekin við að skapa sinn
eigin frama. Var að ljúka námi í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands þeg-
ar eiginmaður hennar slasaðist al-
varlega og var frá vinnu um nokkurt
skeið. „Þetta atvik leiddi til þess að
ég stokkaði upp mín spil. Lauk við-
skiptafræðináminu en komst fljót-
lega að því að starf á þeim vettvangi
nærði mig ekki. Ég fylgdi því hjart-
anu og fór að hlusta betur á mína
innri rödd sem leiddi til þess að ég
starfa sem heilari,“ segir Unnur
Arna – og nú hefur Hugarfrelsið
bæst við.
„Sú tilfinning að starfið hjálpi fólki
við að finna sig í lífinu; ná jafnvægi
og áttum er góð. Við þurfum öll rými
til þess að geta notið okkar – og
tæknin með öllum sínum kostum má
aldrei yfirtaka manneskjulegt líf.“
Tæknin má ekki yfirtaka okkur
Notkun tölva og síma getur orðið fíkn og vítahringur Krakkarnir þurfa andrými og slökun Hug-
arfrelsi með námskeið í grunnskólunum í vetur Ná tökum á vöðvaspennu og vanmáttarkennd
Ljósm/Tinna Stefánsdóttir
Leiðbeinendur Hrafnhildur Sigurðardóttir, t.v., og Unnur Arna Jónsdóttir.
Unnur segir að þeir sem tileinka sér slökunartækni séu öruggari.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Opið: 8
:00 - 1
8:00
mánud
. til fim
mtud.
8:00 -
17:00
föstud
aga
Er bílrúðan
brotin eða
skemmd?
Við erum sérfræðingar í
bílrúðuskiptum og viðgerðum
á minni rúðutjónum.
Erum í samvinnu við öll
tryggingafélög landsins.
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Þær Unnur Arna Jónsdóttir
og Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir eru þessa dagana að
leggja lokahönd á bók fyrir
börn þar sem slökun og hug-
leiðsla er kennd á aðgengi-
legan hátt. Bókinni fylgir
diskur með slökunartónlist
Friðriks Karlssonar. Nú þegar
hafa þær stöllur gefið út heil-
ræðaspjöld sem hafa notið
mikilla vinsælda. Í haust
verða þær með í boði ýmis
námskeið bæði fyrir börn og
fullorðna. Meðal annarra sjö
vikna námskeið þar sem hver
orkustöð líkamans er tekin
fyrir með það fyrir augum að
fólk nái auknu jafnvægi, jafnt
á líkama sem sál. Sjá nánar
um starfsemi þeirra á
www.hugarfrelsi.is.
Orkustöðvar
teknar fyrir
SLÖKUN Á GEISLADISKI
Nýverið var Byggingafélagið Nes
ehf. stofnað í Neskaupstað. Fram
kemur í fréttatilkynningu félagsins
að tilgangur þess sé að standa fyrir
byggingu íbúðarhúsnæðis en hús-
næðisskortur hefur verið viðvarandi
í Neskaupstað að undanförnu og
mikil þörf er á nýju íbúðarhúsnæði.
Fyrsta verkefni félagsins felst í að
byggja fjögur raðhús við Sæbakka
25. Íbúðirnar verða 97 fermetrar að
stærð auk 26 fermetra bílskúrs.
Framkvæmdir við byggingu hússins
munu hefjast síðar í sumar en gert
er ráð fyrir að þeim ljúki á næsta ári.
Þegar er farið að hyggja að áfram-
haldandi byggingaframkvæmdum á
vegum félagsins.
Magnús Jóhannsson, stjórnar-
formaður félagsins, segir fast-
eignamat í Neskaupstað vanmetið.
„Við teljum að fasteignamat ríkisins
sé of lágt á svæðinu. Ég tók saman
yfirlit yfir seldar eignir í Norðfirði
og bar saman við fasteignamatið og
það leiddi í ljós að söluverð eigna var
að meðaltali 26% yfir fasteignamati,
sem gefur til kynna að tækifæri eru
til staðar á húsnæðismarkaðinum
hérna,“ isb@mbl.is
Heimili Þetta er fyrsta húsnæðið sem hið nýstofnaða byggingafélag reisir.
Þegar er farið að huga að áframhaldandi framkvæmdum á vegum félagsins.
Hús rísa í Norðfirði
Telur Fasteignamat ríkisins van-
meta húsnæðisverð í Neskaupstað