Morgunblaðið - 05.08.2014, Síða 18
AFP
Framtíðin Máski að aðferðafræði stefnumótavefsíða geti gert atvinnuleit-
ina ánægjulegri og áreynslulausari. Fólk skoðar laus störf í Flórída.
Á netinu má finna ótalmargar vef-
síður sem reyna að hjálpa fólki að
finna hinn eina sanna eða hina
einu sönnu. Stefnumótavefirnir
hafa ýmsar áherslur, í samræmi
við breytilegar óskir og þarfir
ólíks fólks. Bandaríski vefurinn
vinsæli eHarmony hefur þannig
reynt að para fólk saman byggt á
persónuleika, og lætur notendur
svara löngum lista spurninga sem
eiga – fræðilega séð – að varða
leiðina að gefandi og ánægjulegu
langtímasambandi.
Nú virðast aðstandendur eHar-
mony hafa áttað sig á að margt er
líkt með leitinni að rétta makanum
og leitinni að rétta starfinu.
Í desember stendur til að hleypa
af stokkunum Elevated Careers,
þar sem ætlunin er að nálgast at-
vinnuleitina með sama hætti og
eHarmony hefur reynt að para
saman fólk í ástarhugleiðingum.
Talsmenn fyrirtækisins segja að
síðustu þrjú ár hafi teymi fólks
unnið að gerð þessarar nýstárlegu
vinnumiðlunar.
Ekki hefur fengist uppgefið
nákvæmlega hvernig tilvonandi
starfsmenn og vinnuveitendur
verða paraðir saman en í umfjöllun
MarketWatch um framtakið er því
slegið föstu að persónuleikapróf og
úthugsuð algrími, svipuð þeim sem
reynst hafa svo vel við stefnumóta-
pörunina, muni spila stórt hlut-
verk.
Í Bandaríkjunum stöðvar dæmi-
gerður starfsmaður að jafnaði í 4,6
ár hjá hverjum vinnuveitanda.
Kannanir hafa sýnt að allstór hluti
Bandaríkjamanna er ekki ánægður
í starfi. Nýjustu tölur sýna að allt
að 21% launþega langar að finna
sér nýja vinnu.
Hafa rannsóknir leitt í ljós að
ýmsir félagslegir þættir og and-
legir hafa áhrif á ánægju starfs-
manna, og hafa jafnvel meira að
segja en sjálf launin. „Okkar
markmið er að hjálpa fólki að
finna vinnustaðinn þar sem það á
best heima,“ segir Neil Clark
Warren, stjórnandi eHarmony.
ai@mbl.is
Stefnumótasíðan
sér um að finna
draumastarfið
Óvenjuleg nýjung handa bandarísk-
um atvinnuleitendum í loftið í desember
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Súpur í Fylgifiskum
Við seljum þrjár gerðir af súpum; austurlenska fiskisúpu, kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða humarsúpu.
Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur hrár á hvern súpudisk og
rjúkandi súpan sér um eldunina. Humarinn þarf að snöggsteikja áður en hann er settur í humarsúpuna.
Fiskisúpur 1.590 kr/ltr
Humarsúpa 2.900 kr/ltr
Fiskur og humar seldur sér
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
Hótelið Radisson Blu 1919 í miðborg
Reykjavíkur hlaut um helgina við-
urkenningu World Travel Awards
2014 sem leiðandi hótel á Íslandi.
Viðurkenningin var veitt á verð-
launahátíð sem haldin var í Aþenu.
Í tilkynningu frá hótelinu segir að
þetta sé í sjöunda sinn sem Radisson
Blu 1919 fær þessa nafnbót og um-
rædd verðlaun kölluð „Óskarinn í
ferðaþjónustu“.
Radisson Blu 1919 er 88 herbergja
hótel, stýrt af Frode Jansson. Hót-
elið er hluti af alþjóðlegri keðju sem
rekur 230 hótel um allan heim undir
merkjum Radisson Blu. ai@mbl.is
Kennileiti Radisson Blu 1919, þar
sem áður voru skrifstofur Eimskipa.
Radisson Blu
1919 valið
leiðandi hótel
Svo virðist sem jafnvel þeir sem
eiga ógrynni fjár geti freistast til að
brjóta lögin ef það getur sparað
þeim frekar smáar fjárhæðir.
Stjórnandi hjá fjárfestingabank-
anum BlackRock í Bretlandi borg-
aði minna en hann átti að gera fyrir
daglegt lestarferðalag frá heimili
sínu í suðurhluta Englands til fjár-
málahverfisins í Lundúnum, og hef-
ur núna misst starfið vegna máls-
ins.
The Guardian segir bankamann-
inn hafa nýtt sér veikleika í korta-
kerfinu sem notað er til að greiða
fyrir lestarfargjaldið. Ferðin frá
Austur-Sussex hefði átt að kosta
21,50 pund, um 4.170 kr., en í reynd
greiddi maðurinn aðeins 7,20 pund
eða 1.400 kr. Þetta gerði hann í
fimm ár og tókst þannig að snuða
lestarfyrirtækið um 43.000 pund,
eða rúmlega 8.340.000 kr. miðað
við núverandi gengi.
Gerir upphæðin stjórnandann að
stærsta farmiðasvindlara Bretlands
fyrr og síðar. Þykir það gera
svindlið enn ósvífnara að árstekjur
mannsins nema allt að milljón
punda og heimili hans tvö eru met-
in á fjórar milljónir punda, tæpar
800 miljónir króna.
Svindlið hefur haft víðtækar af-
leiðingar því stjórnvöld settu af
stað rannsókn á hæfi miðasvindl-
arans til að starfa í fjármálageir-
anum og eins hefur hann misst
starf sitt hjá BlackRock. ai@mbl.is
Bankamaður missir starfið
vegna farmiðasvindls
AFP
Brellur Fjármálahverfið í Lundúnum. Bankastarfsmaðurinn vildi greiða
minna fyrir lestina til vinnu en fékk að súpa seyðið á endanum.