Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.08.2014, Qupperneq 22
SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bæst hefur í flóru Surts-eyjar, fuglalíf er þar íblóma og þar eru nú yfir300 tegundir skor- og smádýra. Eyjan minnkar stöðugt vegna ágangs sjávar og rofs og er nú um helm- ingur þess sem hún var. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmanna- eyjaklasanum og varð til í eldgosi sem hófst 14. nóv- ember 1963 um 18 km suðvestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyjan hafði þegar myndast daginn eftir, litlar eyjar mynduðust í kjöl- farið sem allar hurfu síðan sjónum. Surtseyjareldar stóðu í rúm þrjú og hálft ár og lauk í júní 1967. Fyrir nokkru hélt árlegur rann- sóknarleiðangur líffræðinga Nátt- úrufræðistofnunar Íslands út í Surtsey. Leiðangursstjóri var Borg- þór Magnússon, forstöðumaður Vistfræðideildar Náttúrufræðistofn- unar. „Það sem helst bar til tíðinda er að tvær nýjar plöntutegundir hafa numið land, skriðsóley og heiðadúnurt, sem báðar fundust í fuglabyggðum. Þetta er nokkuð merkilegt, því það er langt síðan við höfum fundið tvær nýjar tegundir í einu,“ segir Borgþór. Hann spáir skriðsóleynni áframhaldandi búsetu í Surtsey, en telur skilyrði ekki hag- stæð heiðadúnurtinni. Fyrsta plant- an nam land í Surtsey árið 1965 og nú eru þar um 70 plöntur. Krummi, sniglar og bobbar Fyrsti fuglinn sem settist að í Surtsey var svartbakur. Fýll og teista fylgdu í kjölfarið og síðan bættust við síla- og silfurmávar. Þegar gróður fór að þéttast og skor- dýralíf að eflast mynduðust skilyrði fyrir spörfugla, snjótittling, maríu- erlu og þúfutittling sem fæða unga sína á skordýrum. Fyrir nokkrum árum bættist hrafninn við í hóp eyj- arskeggja. Borgþór segir vel hafa árað hjá þeim fuglum sem eyjuna byggja. Varpið hafi farið snemma af stað í vor og mávaungar hafi verið orðnir stálpaðir og margir fleygir er rannsóknarmenn bar að garði. Yfir 300 tegundir skor- og smá- dýra byggja nú eyjuna. Sum koma á eigin vængjum, önnur berast með vindi eða fugli. Um helmingur þeirra er ílendur sem þýðir að þau hafa fest rætur. Meðal nýjustu landnemanna eru brekkusniglar og bobbar sem hafa að öllum líkindum borist með fuglum. Talsverðar breytingar hafa orðið á landslagi í eyjunni. Hún hefur minnkað um rúman helming frá því að gosi lauk vegna sjógangs og segir Borgþór þetta ferli hafa hafist strax. „Rofið gekk hraðast fyrstu árin, það hefur aðeins dregið úr því, en það heldur þó stöðugt áfram.“ Borgþór segir Surtsey hafa mælst 1,3 hekt- arar að stærð fyrir tveimur árum. „Þá var liðlega helmingur horfinn í hafið, hún var 2,7 ha. þegar gosinu lauk. Það hefur líklega heflst enn meira af henni, en við erum ekki komin með niðurstöðurnar úr síð- ustu ferð. Hraunið mun halda áfram að molna, en miðkjarninn sem er úr móbergi mun standa um þúsundir ára.“ Borgþór kom fyrst út í Surtsey árið 1975 og skipta ferðir hans þang- að síðan tugum. Hann segir alltaf eitthvað nýtt að sjá þar og læra. „Surtsey sýnir okkur fyrstu skref- in, það sem við höfum aldrei séð áð- ur. Þetta er algjörlega einstakt tæki- færi.“ Eyjan minnkar og plöntum fjölgar Morgunblaðið/Árni Sæberg Surtsey Myndin er tekin fyrir fimm árum, ekki er ólíklegt að eyjan hafi minnkað að flatarmáli síðan þá, en rof er mikið vegna ágangs sjávar. Borgþór Magnússon 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dauðarefs-ingar eruómann- úðlegar og hafa verið bannaðar víðast hvar í heiminum. Meg- inforsendan fyrir því að banna dauðarefsingar er að þær samræmist ekki hugmyndum um mannrétt- indi og siðferði, en vitaskuld mælir einnig á móti þeim að þær eru endanlegar og dómstólar eru ekki óskeik- ulir. Dagblaðið Washington Post birti í gær umfjöllun um mál Camerons Todds Willinhams, sem var dæmd- ur til dauða fyrir að hafa myrt þrjár dætur sínar og tekinn af lífi árið 2006. Í málinu gegn honum réð úr- slitum vitnisburður Johnny Webb, klefanautar hans í fangelsinu. Webb hefur síð- an ýmist dregið framburð sinn til baka eða staðfest, eftir því sem segir í blaðinu. Saksóknarinn í málinu hefur í tvo áratugi neitað því að hafa boðið Webb fyr- irgreiðslu gegn því að bera vitni gegn Willingham. Nú er komið í ljós að það var gert. Bæði hefði fangels- isvist hans verið stytt og honum útvegaðar þúsundir dollara. Hefði það verið vit- að fyrir aftökuna hefði það nægt til þess að málið yrði tekið upp aftur. Washington Post greinir einnig frá því að vafi leiki á að gögnin, sem notuð voru til að sýna fram á að Will- ingham hefði vísvitandi lagt eld að húsinu þar sem dæt- ur hans sváfu, standist skoðun. Ef Willingham hefði játað hefði hann verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, en hann hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Aftökum hefur fækkað í Bandaríkjunum og tilfelli á borð við mál Willinghams eru líkleg til að hafa áhrif á þá þróun. Hrikalegar frá- sagnir af misheppnuðum af- tökum þar sem hinn dæmdi hefur þjáðst jafnvel klukku- stunum saman eftir að hafa fengið eitur í æð hafa einnig vakið óhug. Dauðarefsingin er enn bitbein í bandarísk- um stjórnmálum og stjórn- málamenn þar eru tregir til að styggja stuðningsmenn hennar. Þegar Bill Clinton, þá ríkisstjóri í Arkansas, sóttist eftir kjöri til forseta lét hann taka af lífi fatlaðan ein- stakling, sem gerði sér svo litla grein fyrir því sem var að ger- ast að hann bað fangaverði sína um að geyma afganginn fyr- ir sig þegar hann stóð upp frá sinni síðustu máltíð. Þótt dauðarefsingar séu ekki við lýði í mörgum lönd- um eru þær algengar. Um helgina var nepölsk barn- fóstra hálshöggvin í Sádi- Arabíu fyrir að hafa myrt ungabarn og þrír íslamskir vígamenn voru sendir fyrir aftökusveit í Sómalíu fyrir morð. Í fyrra voru dæmdir menn teknir af lífi í 22 lönd- um, samkvæmt gögnum samtakanna Amnesty Inter- national. Samtökin höfðu staðfestar heimildir fyrir 778 aftökum, 14% fleiri en árið áður. Í aðeins níu lönd- um hafa aftökur átt sér stað árlega undanfarin fimm ár. Kína kemur ekki fram í töl- um samtakanna, en þar nema aftökur þúsundum. Þeim hefur þó fækkað. Talið er að 12.000 manns hafi ver- ið teknir af lífi árið 2002, en á milli þrjú og fjögur þús- und 2012. 80% af þeim af- tökum, sem samtökin skráðu 2013, voru í Íran, Írak og Sádi-Arabíu. Mun fleiri voru dæmdir til dauða en teknir af lífi í fyrra. Vitað var að 1.925 manns voru dæmdir til dauða í 57 löndum 2013. Alls biðu 23.392 manns þess að dauðadómi yrði fullnægt í lok árs 2013. Oft falla dauðadómar fyr- ir litlar sakir. Í Egyptalandi hlutu mörg hundruð manns dauðadóm í mars fyrir allt frá morði til óspekta. Dóm- arinn nennti ekki einu sinni að lesa upp nöfn allra þeirra, sem voru dæmdir. Afnám dauðarefsingar hefur iðulega fylgt lýðræði og er skilyrði fyrir inntöku í Evrópusambandið. „Að taka líf þegar líf hefur glatast er ekki réttlæti heldur hefnd,“ sagði Desmond Tutu biskup í Suður Afríku. Ríki sem bannar morð með lögum og refsar með lífláti er komið í mótsögn við sjálft sig. Þar við bætist að dómstólar eru ekki óskeikulir. Hvern á að taka af lífi fyrir að dæma saklausan mann til að verða tekinn af lífi? Hvern á að taka af lífi fyrir að dæma saklausan mann til að verða tekinn af lífi?} Líflátinn saklaus? T il of mikils var vænst að Íslend- ingar myndu til lengri tíma draga afgerandi lærdóm af falli bankanna. Haustið 2008 var sjálfu sér ekki annað í boði en að brölta á lappir, dusta rykið af fötunum og skrölta aftur af stað vitandi að lífið heldur alltaf áfram. Þó hefði verið æskilegt að fleiri hefðu tekið upp nýja siði eftir byltuna. Fólk þarf að kunna sér hóf og láta duga að fá sér minna á diskinn, svo brugðið sé upp einföldu líkingamáli. Önnur er þó raunin. Græðgin er óseðjandi púki og nú er allt komið aftur á fullt, sem er fagnaðarefni svo langt sem það nær. Að vísu er bankabísness ekki neitt bor- ið saman við það sem áður var, en í staðinn er kominn sá vöxtur í ferðaþjónustu og upp- byggingu þar að ætla mætti að enginn væri morgundagurinn. Í athyglisverðum greinum hér í Morgunblaðinu að undanförnu hefur verið sagt frá miklum áformum um hótelbyggingar og að fjölmörg hús, sem færð eru til bók- ar sem íbúðir, séu nú nýtt sem gististaðir ferðafólks. Um stundarsakir verða skipulagsyfirvöld og aðrir að líta á þetta sem tímabundna vaxtarverki í atvinnugreininni og sýna umburðarlyndi í ákveðinn tíma. Innan tíðar verður þó að fara í aðgerðir til þess að vinda ofan af ástandinu, m.a. sakir þess ójafnvægis á fasteignamarkaði sem þetta ástand hefur skapað. Áform sveitarfélaga og annarra um byggingu fjölda nýrra leiguíbúða ógna stöðu braskara, sem stýra framboði leigueigna og þar með verði, eins og lögmálið segir til um. Sagan um kökusneiðina í Mývatnssveit sem kostaði 1.290 kr. ætlar að verða frétt sumars- ins. Mynd sem ferðamaður tók á símann sinn við kaffiborð birtist á samfélagsmiðlum og fiskisagan flaug. Eftir þetta hafa fleiri samtóna sögur komið fram; um kjötsúpuskammt sem kostar 2.500 kr., næturgistingu á sveitahótelum fyrir tugi þúsunda, okur í skoðunarferðum og svo framvegis. Tímabundið kann þessi verð- lagning að ganga upp en innan tíðar verður þol- mörkum náð. Sömuleiðis er þekkt að ákveðnir ferðamannastaðir eru fjölsóttir um ákveðinn tíma en detta svo úr tísku. Allt er duttlungum og ytri aðstæðum háð; einu sinni var Siglu- fjörður höfuðborg síldveiða í heiminum en svo hrundi sú spilaborg. Akureyri var iðnaðarbær, Suðurnesin lifðu á Varnarliðinu og svo framvegis. Sann- arlega kemur oft eitthvað nýtt í stað þess sem fellur en rétt er að spyrja hvort forsjá fylgi endilega því kappi sem nú einkennir ferðaþjónustuna og uppbyggingu hennar. Sagan um gullgrafarabæinn Klondike í Alaska hefur oft verið rifjuð upp. Um aldamótin 1900 flykktist fólk þangað og ætlaði að græða ósköpin öll á gulli, sem reynd- ist óveran ein. Þetta var sýnd veiði en ekki gefin enda fór margur gullgrafarinn sneypuför. Og íslenskir ferðaþjón- ar mættu að meinalausu hafa söguna frá Klondike bak við eyrað, sem og hin almennu sannindi að gullgröftur verður stundum að skítmokstri. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Mun ferðaþjónustan moka skít? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nýjar plöntur berast til Surtseyjar með þremur leiðum, að sögn Borg- þórs. „Þær eru sjórinn, fuglarnir og vindurinn. Fræin þurfa fyrst að ber- ast til eyjarinnar og þegar þangað er komið þurfa þau að geta fengið tækifæri til að spíra og ungplatan þarf að koma sér vel fyrir.“ Fyrstu plönturnar sem námu land í Surtsey voru svokallaðar strand- plöntur eins og t.d. fjörukál, melgresi og blálilja sem vaxa á sjávar- ströndum. Fræ þeirra eru fremur stór og fljóta því sjóleiðina. Ungplöntur þeirra eru harðgerar og þrífast í sendnum jarðvegi. „Eftir það gekk þetta heldur hægt fyrir sig, jarðvegurinn var svo næringarsnauður. En þegar fuglum fór að fjölga jókst frjósemi jarðvegsins m.a. með driti og þeir bera líka með sér fræ. Eftir að eyjan fór að gróa upp komu fleiri plöntur sem berast með vindi, eins og t.d. túnfífill,“ segir Borgþór. Þegar planta nemur land SJÓRINN, FUGLARNIR OG VINDURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.