Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 23

Morgunblaðið - 05.08.2014, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2014 Regnhlífar Rigningin gerir ekki upp á milli manna og því rignir á alla varnarlausa. Þeir sem vilja halda sér þurrum gera ráðstafanir eins og þessar stúlkur gerðu í Reykjavík um helgina. Styrmir Kári New York. | Nú þegar Ísraelsher hefur gert stórfelldar sprengju- árásir á Gaza og meira en 1.400 manns hafa látið lífið – um þriðj- ungurinn börn – hefur heimsbyggðin klofnað í tvær andstæðar fylk- ingar. Stuðningsmenn hernaðar Ísraela skír- skota til réttar þeirra til að verja borgarana gegn árásum hryðjuverkamanna. Andstæðingar hernaðarins segja aftur á móti að ekkert réttlæti fjöldadráp á óbreyttum borgurum og eyðileggingu nauðsynlegra inn- viða samfélagsins. Það ætti ekki að koma á óvart að Ísraelar skiptast einnig í andstæðar fylkingar. Á sama tíma og stjórn Benjamins Netanyahu forsætisráð- herra hefur beitt hasbara (hebreskt orð sem notað hefur verið yfir „ríkiserindrekstur“ Ísraela til að útskýra málstað þeirra en sumir kalla „spuna“) og hert afstöðu sína hafa baráttumenn fyrir friði farið út á göturnar til að mótmæla. Ísr- aelar úr öllum stéttum þjóðfélags- ins og sífellt fleiri gyðingar sem búa í öðrum löndum hafa mótmælt hernaðinum, hafnað tíðum brotum Ísraels á alþjóðalögum og því sem þeir lýsa sem óréttlátu tveggja laga kerfi borgararéttinda og laga. Reyndar hafa komið fram viðhorf sem voru áður óhugsandi. Nýlega undirrituðu til að mynda yfir 50 manns í varaliði hersins yfirlýsingu þar sem þeir sögðust neita að gegna herþjónustu. Þeir skírskot- uðu til kúgunar í ýms- um myndum en nefndu sérstaklega tvíþætta lagakerfið, þar sem Palest- ínumenn eru beittir misrétti, og „grimmd- ina“ sem þeir sögðu einkenna hernaðinn. Þeir bætast við stækk- andi hóp annarra fyrr- verandi hermanna sem hafa lýst óréttlæti og auðmýkingu sem Pal- estínumenn hafa mátt sæta á hverjum degi. Á öðrum vettvangi, ráðstefnu sem verður haldin í nóvember í London’s School of Oriental and African Studies, undir yfirskriftinni „Landamærin skoruð á hólm: eitt ríki í Ísrael/Palestínu“, verður fjallað um hugmyndina um verald- legt, lýðræðislegt og marg- breytilegt þjóðfélag í líkingu við Suður-Afríku eftir afnám aðskiln- aðarstefnunnar. Þetta er hugmynd sem ungir framsæknir Ísraelar, gyðingar utan Ísraels, og Palest- ínumenn hafa sýnt áhuga og bundið auknar vonir við. Ef hún telst ekki enn vera lausn á vandanum felur hún að minnsta kosti í sér nýja samræðu – og beint mótvægi við hin ráðandi hægriöfl í Ísrael og stuðningsmenn þeirra í öðrum löndum. Þetta er mótvægi sem hægri- sinnaða valdakerfið myndi vilja hunsa. Eftir eina af blóðugustu nóttunum í hernaði Ísraels á Gaza – og það sem margir baráttumenn fyrir mannréttindum kalla fjölda- morð – reyndi lögreglan, og bar við „öryggissjónarmiðum“, að koma í veg fyrir að um það bil 20.000 manns gætu safnast saman á göt- um Tel Avív til að mótmæla því sem skipuleggjendurnir lýsa sem ólöglegu hernámi og hernaði gegn Palestínumönnum. Mótmælin fóru þó fram, án þess að ofbeldi væri beitt. Palestínumenn sem efndu til mótmæla á Vesturbakkanum á sama tíma voru ekki jafnlánsamir. Mótmælendurnir þar sögðu að lög- reglu- og hermenn hefðu hleypt af byssum; þegar mótmælunum lauk lágu fimm Palestínumenn í valnum. Þrátt fyrir hindranirnar sem bar- áttumenn fyrir friði standa frammi fyrir í Ísrael – meðal annars hót- anir og ofbeldi hægrisinnaðra þjóðernissinna – hefur hreyfing þeirra haldið velli. Samt sem áður er oft auðveldara fyrir fólk, sem hefur fengið þjálfun í því að hata hvert annað, að tengjast á netinu frekar en að safnast saman á göt- unum. Á Facebook hefur síðan IsraelLovesPalestine, sem hefur fengið nær 26.000 „læk“, skráð mótmælagöngur, fundi og aðrar að- gerðir til stuðnings Palestínu- mönnum og til að mótmæla órétt- lætinu sem Ísraelar eru álitnir beita. Síðan PalestineLovesIsrael – með yfirskriftinni „Nú er nóg kom- ið! Stöðvum stríðið“ – hefur fengið næstum jafnmörg „læk“. En virk friðarhreyfing, þar sem Ísraelar og Palestínumenn viður- kenna sameiginlega hagsmuni og hefja nýjar samræður til að binda enda áratugalöng átök, dugir ef til vill ekki til að stemma stigu við vaxandi ofstæki, einkum af hálfu Ísraela. Samkvæmt skoðanakönnun sem Lýðræðisstofnunin í Ísrael og Tel Avív-háskóli gerðu í júlí, telja yfir 95% gyðinga í Ísrael að hern- aðurinn á Gaza sé réttlætanlegur, en tæp 4% telja að Ísraelsher hafi farið offari í árásunum. Reyndar sögðust nær 50% þátttakendanna telja að Ísraelar hefðu ekki beitt nægjanlegu hervaldi. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að benda á óhugnanlega breytingu á því hvaða orð sumir Ísraelar og gyðingar í öðrum löndum nota til að réttlæta hernaðinn á Gaza og dæm- in um það eru fjölmörg. Hægrimað- ur á þingi Ísraels sagði nýlega að nauðsynlegt væri „þurrka út“ íbúa Gaza-svæðisins á þeirri forsendu að enginn þeirra gæti talist saklaus borgari. Bandaríska gam- anleikkonan Joan Rivers varði sprengjuárásir á óbreytta borgara á Gaza með grófum hætti. Tomer Siyonov, vinur ísraelsks hermanns sem féll, sagði nýlega í The Guardi- an að drepa þyrfti alla Gaza-búa. Hversu hættuleg er slíkt tal? Ísr- aelski sagnfræðingurinn Michael Oren, fyrrverandi sendiherra Ísr- aels í Bandaríkjunum, segir að „við dæmigerðar afmennskunar- aðstæður, t.a.m. í Þýskalandi á valdatíma nasista og í Rúanda fyrir hópmorðin þar, var talað um óvin- inn sem rottur eða kakkalakka, og það gerði mönnum kleift að fremja fjöldamorð“. Hann bætir við: „Við köllum ekki Palestínumenn kakka- lakka.“ Það er þó ekki valið á uppnefnum sem getur fengið fólk til að styðja fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Það sem skiptir máli er hvort orða- laginu, sem stjórnmálaleiðtogarnir og fjölmiðlarnir nota, er ætlað að ýta undir þann ótta að lífi þjóð- arinnar stafi hættu af „hinum“. Hútúar myrtu nær milljón tútsa ár- ið 1994, ekki vegna þess að þeir litu á tútsa sem „kakkalakka“, heldur vegna þess að þeir héldu að annars myndu tútsar drepa hútúa. Slíkar breytingar á umræðunni endurspegla og auðvelda réttlæt- ingu á stórfelldum sprengjuárásum á íbúðahverfi, sjúkrahús og skóla. Einhvern tíma verður hernaðurinn rannsakaður til hlítar og sagan skrifuð. En áður en það gerist þarf Ísrael að velja á milli tveggja sið- ferðilegra leiða. Önnur þeirra, farin með öllum þeim sem vilja réttlátan frið, leiðir til betra samfélags; hin leiðir okkur á mjög dimman stað. Sál þjóðarinnar er í veði. Eftir Naomi Wolf »Einhvern tíma verð- ur hernaðurinn rannsakaður til hlítar og sagan skrifuð. En áður en það gerist þarf Ísrael að velja á milli tveggja siðferðilegra leiða. Önn- ur þeirra, farin með öll- um þeim sem vilja rétt- látan frið, leiðir til betra samfélags; hin leiðir okkur á mjög dimman stað. Naomi Wolf Höfundur er pólitískur aðgerðasinni og samfélagsrýnir. Nýjasta bók henn- ar er Vagina: A New Biography. © Project Syndicate, 2008. Vanheilagt stríð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.