Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 H ollywood-myndin Dracula Untold, þar sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með hlutverk, verður frumsýnd í október en ekki er enn ákveðið hvort frumsýningin verður í Los Angeles eða London. Leikstjóri myndarinnar er Gary Shore og með aðalhlutverk fara Luke Evans, Dominic Cooper, Sam- antha Barks og Sarah Gadon. Myndin fjallar um manninn sem varð Drakúla og Þorvaldur Davíð leikur yfirmann í herdeild soldáns- ins í Tyrklandi sem fer í stríð við Transylvaníu, heimaland Drakúla. Þrjú ár eru síðan Þorvaldur Dav- íð útskrifaðist úr Juilliard- listaháskólanum í New York, en hann er fyrsti Íslendingurinn sem útskrifast hefur af leiklistarbraut skólans. Leikferill hans hófst með glæsibrag, hann lék í íslenskum kvikmyndum, Svartur á leik og Vonarstræti, sem vakið hafa hrifn- ingu og fór nýlega með aðal- hlutverkið í leiksýningu Borgar- leikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt. Og nú líður að frumsýningu á fyrstu Hollywood- mynd hans. Þorvaldur Davíð er bú- settur hér á landi ásamt eiginkonu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur og ungri dóttur þeirra. „Ég bý á Ís- landi og fer út að vinna þegar kallið kemur. Að sumu leyti er ég eins og nútímasjómaður: með annan fótinn á landi og hinn fljótandi í óviss- unni,“ segir hann. Stefnirðu á búsetu í Hollywood? „Nei, ég myndi frekar búa í New York ef ég þyrfti að búa einhvers staðar í Ameríku. Þar er meiri sál og kúltúr að mínu skapi. En ég fer oft á vesturströndina til að funda og það er alltaf fínt að skreppa út í sólina. Annars er búseta nokkuð af- stæð í þessum bransa því ef maður er duglegur og lánsamur getur maður unnið úti um víða veröld. Ég var til að mynda rúma fjóra mánuði í Belfast á síðasta ári við tökur á Dracula Untold. Það er einn þriðji af árinu 2013. Annars snýst þetta allt um hvar hjartað er – svo ég leyfi mér nú að vera smá væminn.“ Spennandi verkefni fram undan Fyrsta Hollywood-mynd þín verður frumsýnd fljótlega. Hvernig var að koma fram í Hollywood-mynd? „Það var frábær upplifun að fá að taka þátt í þessu verkefni. Í svona stórum verkefnum eru miklir pen- ingar í spilunum og myndin kostaði um það bil 13 milljarða í fram- leiðslu. Það var allt til alls á töku- stað og allur aðbúnaður til fyrir- myndar: einkabílstjórar, topp hótel og fagfólk á öllum vígstöðvum. Ég kynntist fullt af fínu fólki, þótt auð- vitað væru ekki allir skemmtilegir, en þannig er það nú líklega alltaf á stórum vinnustöðum. Ég gerði í það minnsta mitt besta og lagði mikið á mig fyrir öll bardagatriðin. Ég svaf með æfingasverðin mín í rúminu á hótelinu – ég er ekki að grínast með það. Ég hef reyndar ekki séð myndina svo ég veit ekki hversu mikið sést af mér í henni. Ég var alls ekkert með stórt hlutverk enda er þetta fyrsta stóra myndin mín í útlöndum og því ekki við öðru að búast. Það má vel vera að stór hluti af atriðum mínum hafi verið klipptur út. Hver veit. Það er einfaldlega ekki í mín- um höndum og það vita allir leik- arar sem taka þátt í svona verk- efnum. En sama hvernig fer var þetta skemmtilegur tími og mikil upplifun fyrir mig persónulega. Það að hafa tekið þátt í verkefni af þess- ari stærðargráðu hefur þegar haft jákvæð áhrif á feril minn. Nú standa mér til boða nokkur spenn- andi verkefni bæði hér heima og er- lendis. En þar sem þessi bransi er svo óútreiknanlegur kýs ég að segja sem minnst.“ Ertu mikill kvikmyndaáhugamað- ur? „Já, svo sannarlega. Ég var límd- ur við sjónvarpsskjáinn heima í Sundunum þegar ég var krakki og fór ótal ferðir í vídóleiguna hjá Kalla til að leigja VHS-spólur. Ég lifði mig svo sannarlega inn í kvik- myndirnar, hermdi eftir leikurunum og fannst að ég væri hluti af leik- araliðinu. Mér fannst eitthvað svo eðlilegt að vera hluti af hópnum sem sást á skjánum. Í dag er ég orðinn eilítið meðvitaðari, enda orð- inn einn af þeim sem sjást á skján- um, og horfi því á kvikmyndir til að læra af þeim. Ég á til að hrista hausinn yfir lélegum senum eða heimskulegum söguþræði. Ætli ég hafi því ekki orðið aðeins leiðinlegri með aldrinum.“ Áttu þér uppáhaldsleikara? „Það er enginn einn sem stendur upp úr hjá mér. Ég held þó mikið upp á þessa gömlu góðu eins og Christopher Plummer og Marlon Brando. Ég var mikið hjá afa og ömmu sem barn og afi var mikill séntilmaður. Ég hef alltaf verið hrifinn af gömlum séntilmönnum og hinum gamla klassíska tíma í kvik- myndum og horfi mikið til eldri leikara. Allir góðir leikarar hafa sína sérstöku eiginleika, sumir eru hvatvísir og skemmtilegir, aðrir búa yfir ákveðnu áreynsluleysi og glæsi- leika.“ Á ákveðnum tímamótum Þú lékst nýlega í Vonarstræti, kvik- mynd sem fékk afar góða dóma og mikla aðsókn. Þú hlýtur að fagna því hversu vel tókst þar til? „Það eru þrjú ár síðan ég útskrif- aðist úr leiklistarskóla og frá þeim tíma hef ég verið svo lánsamur að taka þátt í tveimur verkefnum hér heima sem hafa að mínu mati mark- að ákveðin þáttaskil í íslenskri kvik- myndagerð, sem eru Svartur á leik og Vonarstræti. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að vera verk ungra íslenskra kvikmyndagerð- armanna sem eru hluti af kynslóð sem ólst upp við að horfa á kvik- myndir og þekkja myndmálið því mjög vel. Það er ákveðinn næmni fyrir díalóg, takti og myndmáls- uppbyggingu sem þessir leikstjórar hafa. Og það var einstaklega gef- andi fyrir mig að fá að taka þátt í verkefnum með fólki sem er á svip- uðum stað og ég, nýkomið úr námi, er að marka sér spor og hefur metnað og orku til að framkvæma.“ Hvenær vissirðu að þú vildir verða leikari? „Tíu ára gamall rambaði ég inn á braut leiklistarinnar og þá varð ekki aftur snúið. Í kjölfarið komu símtöl héðan og þaðan þar sem mér var boðin vinna innan leiklistargeirans. Það má því segja að bernskuár mín hafi verið fremur óeðlileg miðað við bernskuár flestra jafnaldra minna. Ég vann í leikhúsinu meðan aðrir fóru út í flöskustút eða eina krónu. Ég veit í rauninni ekki ennþá hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ég er ennþá í stöðugri sjálfsskoðun og mótun. Ágætur maður, Nathan Myhrvold, fyrrver- andi tæknistjóri hjá Microsoft, sagði einu sinni við son sinn og mig: „Einbeitið ykkur að ákveðnu verk- efni og spyrjið eins margra spurn- inga og þið getið um þetta tiltekna verkefni og glímið við það eins lengi og þið getið. Eftir það getið þið yfirfært þann þankagang og það þol sem þið hafið skapað yfir á önnur svið.“ Ég hef eytt miklum tíma í að aga mig í leiklistinni og starf leikarans á það til að vera skemmtilegt og er oft á tíðum afar krefjandi. Hvað ég geri í framtíðinni veit ég ekki ennþá. Ég er á ákveðnum tímamót- um.“ Geturðu hugsað þér að starfa við eitthvað annað en leiklist? „Já, hugurinn er ekki farinn frá leiklistinni en ég get vel hugsað mér að vinna við ýmislegt annað og þá í tengslum við fólk og samskipti. Mér finnst hið mannlega afar heillandi, er forvitinn að eðlisfari og framkvæmdaglaður. Mig hefur allt- af langað til að prófa að kenna og í haust kenni ég námskeið í Versl- unarskólanum fyrir fimmtu- og sjöttubekkinga um leiklist þar sem ég varpa fram spurningunni: Hvað er leiklist? og mun ásamt nemend- unum leitast við að svara því. Ég mun einnig takast á við fyrsta leik- stjórnarverkefnið mitt í vetur og er afar spenntur fyrir því. Það verk- efni verður kynnt síðar. Og svo var verið að kjósa mig formann SÍNE - Samtaka íslenskra námsmanna er- lendis. Þannig að það verður nóg að gera næsta vetur.“ Efaðist stundum um sjálfan mig Þú lærðir í hinum virta Juilliard- leiklistarskóla í New York. Þar hlýtur að hafa verið samkeppni á milli nemenda. „Ég hef aldrei keppt við neinn annan en sjálfan mig. Ég veit að að- ferðarfræði sumra er að stilla ein- hverjum upp sem andstæðingi sem markmiðið sé að vinna. Ég hef aldr- ei hugsað þannig, en hef þess í stað reynt að læra af þeim sem eru góð- ir í faginu. Námið í Juilliard var mjög krefandi því að kröfurnar voru miklar og nemendur allir mjög hæfileikaríkir og góðir. Þar af leið- andi efaðist ég stundum um sjálfan mig og hugsaði: „Ég er ekki svona góður, ég get þetta ekki, en samt Svaf með æfingasverðin í rúminu SENN LÍÐUR AÐ ÞVÍ AÐ FYRSTA HOLLYWOOD-MYNDIN SEM ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON LEIKUR Í VERÐI FRUMSÝND OG ÝMIS VERKEFNI ERU FRAM UNDAN. ÞORVALDUR DAVÍÐ RÆÐIR UM HOLLYWOOD-MYNDINA, FERILINN OG FRAMTÍÐINA, EN HANN SEGIST VERA Á ÁKVEÐNUM TÍMAMÓTUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Það var frábær upplifun að fá aðtaka þátt í þessu verkefni. Í svonastórum verkefnum eru miklir peningar í spilunum og myndin kostaði um það bil 13 milljarða í framleiðslu. Það var allt til alls á tökustað og allur aðbúnaður til fyrirmyndar: einkabílstjórar, topp hótel og fagfólk á öllum vígstöðvum. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.