Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 49
10.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Sýning á þrettán nýjum olíu- málverkum eftir Eddu Heiðrúnu Backman, sem kallast „Gengilbeinur há- loftanna“, hefur verið opnuð á annarri hæð Austurstætis 12. Sýningin er opin milli kl. 14-18 fram á miðvikudag. 2 Útvarpsleikhúsið á Rás 1 á sér trygga hlustendur um land allt og á sunnudag kl. 13 býður þetta leikhús allra landsmanna upp á þáttinn „Um- breytingar sólstjarnanna“, um lykkjur og völundarhús tímans. Þátt- urinn var hljóðritaður á Seyðisfirði meðan á Listahátíðinni LungA stóð. 4 R.Benedikta er listamaður ágústmánaðar hjá Fríðu skartgripahönnuði, Strand- götu 43. Sýning hennar nefn- ist „Náttúra náttúrunnar“. R.Bene- dikta hefur tekið þátt í sýningum víða um lönd. 5 Gleðigangan hefur um ára- bil verið hápunktur Hinsegin daga, en í göngunni staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi í dag, laug- ardag, kl. 14 og gengið er eftir Sól- eyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækj- argötu og að Arnarhóli þar sem fram fer útiskemmtun með söng og gleði. 3 Prófessor Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) heldur á sunnudag kl. 15 fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri um starfsferil Gísla B. Björnssonar í grafískri hönnun síð- astliðna fimm áratugi. Yfirlitssýningu á verkum Gísla lýkur þar á sunnudag. MÆLT MEÐ 1 Siegfried Wagner var afar stoltur af persónusköpun sinni á Sigurði Fáfnisbana. Þar af leiðandi var freistandi fyrir Castorf að breyta þeirri per- sónu eins mikið og hægt var. Og til viðbótar er björninn sem Siegfried sigar á dverginn Mími í upphafi verksins ekki bara björn held- ur líklega einkavinur Castorfs því hann fær að leika nánast lausum hala, þó að hann sé í bandi, blaða í byltingarbókum og gera helst allt til að draga athyglina að sér en frá verki Wagners. Fyrir suma er þetta afskaplega pirrandi en svo eru nokkrir sem dást að dirfskunni og fluginu á hugmyndunum. Þegar Siegfried, í útgáfu Castorfs, finnur Brynhildi sína, þarf hann ekki að vaða í gegn- um neinn vafurloga, heldur fletta ofan af henni á einhvers konar ruslahaug. Það skýtur nokkuð skökku við þegar hann segir: Das ist kein Mann! (Þetta er ekki karlmaður), því Sigurður er þá nýbúinn að sofa hjá hinum undurfríða Waldfogel, sem er með sex metra breitt vænghaf í páfuglalitum. Wagner hugs- aði sér lítinn fugl með fallega háa rödd, en ekki kynferðislegt viðfang. En hvað leyfist ekki leikstjórum dagsins í dag: Feitir Ham- letar, þó týpufræði Shakespeares vildu hafa gáfumennina með „lean and hungry look“ (sbr. leikrit hans um Júlíus Sesar) eða Lorca með hálfan Lorca og hinn helminginn verk eftir leikstjórann. Eða Júlíu í svalasenunni á gólfinu, en Rómeó fyrir ofan, þrátt fyrir að svalirnar þar sem atburðurinn átti að gerast séu fræg túristafreisting í Verónsborg. Þegar þetta sást í Þjóðleikhúsi Íslendinga var leik- stjórinn verðlaunaður með leikhússtöðu. Ragnarök Nornirnar þrjár í upphafi Ragnaraka fást ekki mikið við að vefa örlagaþræði, en ata hins vegar blóði á veggi og varir sínar. Og hvar skyldi nú þessi hluti verksins gerast í huga Castorfs? Að sjálfsögðu á mestu óvina- stað róttækra framúrstefnumanna: Í New York-borg, nánar tiltekið í kauphöllinni á Wall Street. Þá gerir maður sér grein fyrir að nautið sem er tákn fyrir þetta fyrirbæri er tákn fyrir orðið „nautheimskur“. Þegar verk Castorfs var frumsýnt í fyrra dundi við 15 mínútna stanslaust baul, þegar leikstjórnn kom fram með sköpunarliði sínu, eftir að söngvararnir voru búnir að fá sitt lofsverða klapp og þá ekki síst hljómsveit- arsjórinn Kirill Petrenko (f. 1972) sem er af rússnesku bergi brotinn. Einhverjir höfðu fyr- ir því að tímamæla baulið eftir fyrsta snúning Hringsins í sumar, en ég hafði ekki geð í mér að horfa upp á brjálaðan ungan mann sem hoppaði upp og niður og vísaði þumlunum nið- ur. Þetta tók svo á hann að hann varð að setj- ast aftur og aftur áður en hann gat haldið at- hæfinu áfram. Castorf og sjálfsgagnrýnin Einum söngvara vorkenndi ég svolítið í sýn- ingunni, það var Kanadamaðurinn Lance Ryan (f. 1971) sem Castorf hafði greinilega beðið að nota ekki „Voice beautiful“ heldur „voice ugly“ í anda fræðimannsins Artaud. Þegar hann þurfti síðan að leika Sigfried meira og meira drukkinn undir lokin kom í ljós hversu góður leikari hann er. Sú sem söng fyrir Brynhildi, breska sópransöngkonan Caherine Foster, er hetja Hringsins í Bayreuth. Hún þurfti ekki að af- baka rödd sína, enda er hún bæði hetja Wag- ners og Castorfs. Castorf má þó eiga það að meðferð hans á Siegfried sem óstöðvandi graðnagla og drykkjurúts rímar vel við nafla- skoðun Castorfs sjálfs, sem á sex börn með fimm konum. Undurfríður Waldvogel með sex metra vænghaf, Mirella Hagen, freistar Siegfried. Bayreuther Festspiele/Enrico Nawath Óðinn, Wolfgang Koch, til hægri, og félagar hans af guðakyni við Route 66 í Rínargullinu. Brynhildur: Catherine Foster, hetja Hringsins. Siegfried: Ryan sem útlifaður drykkjubolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.