Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 26
Þ egar ég innrétta heimilið mitt huga ég að því að heimilið mitt er samverustaður fjöl- skyldunnar minnar og inni á heimilinu má leika sér, dansa, hafa gaman og fíflast og jafnframt má hafa það huggulegt og hrikalega nota- legt,“ segir Hrefna og bætir við að henni þyki vænt um flesta hluti heim- ilisins. Hrefna segir heimilisstílinn ein- kennast af gömlum munum í bland við nýja með örlítið rómantískum áhrifum og klassískri hönnun hér og þar. „Ég hef með árunum lært að meta fallega hönnun og finnst gaman að skreyta heimilið mitt með henni.“ Hrefna sækir innblástur aðallega í sitt nánasta umhverfi, inni á heimilum hjá öðrum, á bloggsíðum, í tímaritum og á Instagram. „Húsgögnin okkar eru flest frá Ikea, eitthvað hef ég svo fundið á nytjamörkuðum og einnig hafa okkur áskotnast antíkmunir frá vinum og fjölskyldu. En þegar kemur að því að skreyta heimilið með fallegum hlutum versla ég í Hrími, Epal og @home á Akranesi. Mér finnst líka mjög gaman að vafra á netinu og versla og er því mjög þakklát fyrir aukninguna í ís- lenskri vefverslun. Má þar nefna mjolkurbuid.is, petit.is og snuran.is.“ Uppáhaldsstaður Hrefnu á heim- ilinu er hornið hennar í stofunni. „Þar er drottningarstóllinn minn, antíkstóll sem frændi minn gaf mér fyrir nokkrum árum, og tímaritin mín. Mér leiðist ekki að sitja þar á kvöldin við kertaljós með tímarit í hönd og ef til vill smá gotterí til að læða upp í mig á milli þess sem ég fletti blaðinu.“ Fallegir smáhlutir í eldhúsi. Iittala- vasinn hentar vel undir eldhúsáhöld. Rómantík og klassísk hönnun HJÓNIN HREFNA DANÍELSDÓTTIR OG PÁLL GÍSLI JÓNSSON BÚA ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM VIKTORÍU, SÖRU OG TINNA, Í BJARTRI OG SKEMMTILEGA INNRÉTTAÐRI ÍBÚÐ Á AKRANESI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Fjölskyldunni finnst notalegt að liggja saman í þægilega sófanum og eiga saman kósíkvöld. „Þá er horft á mynd saman, poppað eða borðað nammi og haft mjög kósí.“ SAMVERUSTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR Litríkt múmín- bollasafn heimilisins. Efst á óskalistanum er Copper Shade-ljósið frá Tom Dixon sem Hrefnu dreymir um að hengja upp fyrir ofan eldhúsborðið. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.8. 2014 Heimili og hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.