Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.08.2014, Blaðsíða 47
Samkeppni í skemmtanaheiminum Oundjian hefur unnið að því að auka aðdrátt- arafl hljómsveitarinnar, meðal annars með sérstakri dagskrá fyrir ungt fólk, síðkvölds- tónleikum og uppákomum fyrir og eftir tónleika. „Ég held að í Evrópu sé enn að finna að- eins meiri vitund í menntakerfinu og kannski jafnvel almennt í samfélaginu um stórfeng- leika þessa listforms, hvað sem við köllum það – klassíska tónlist – en hún á ekki eftir að efl- ast, sérstaklega ekki ef við höldum áfram að klæðast kjólfötum, ganga fram stíf af form- legheitum, hneigja okkur og snúa okkur síðan við til að stjórna,“ segir hann. „Fólk er með mun meiri væntingar þegar það fer út að skemmta sér nú á dögum. Sú var tíðin að ég kunni ekki við að líta á sjálfan mig sem skemmtikraft, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að við eigum í samkeppni. Ef við ætlum að lifa af þurfum við að standa okk- ur í skemmtanaheiminum. Almenningur eyðir ekki ótakmörkuðu fé í að fara á hokkíleik, í leikhús, á ballett eða í bíó þannig að það er eins gott að þegar fólk kemur á klassíska tón- leika líði því þannig að það vilji koma aftur. Fólki þarf að líða vel í þessu umhverfi. Vissu- lega sækir enn nokkuð stór áhorfendahópur sinfóníutónleika, en hann er ekki að stækka, hann er að minnka. Auk þess minnkar þekk- ing á tónlist Beethovens, Brahms, Mahlers, Bruckners og Sibeliusar með hverri kynslóð. Ég tel því að við, hljómsveitin, verðum að taka að okkur hlutverk aflvakans sem veitir þessari tónlist líf með því að flytja hana við aðstæður, sem laða að ungt fólk.“ Hann segir að þess vegna þurfi stundum að fara út fyrir form hinna hefðbundnu, form- föstu tónleika og þess vegna ávarpi hann iðulega tónleikagesti á tónleikum. „Mig langar að ganga lengra í að leika mér að tónleikaforminu, gera það hreinlega skemmtilegra, án þess þó að slá af kröfum um gæði, sem þurfa að vera í hæsta flokki,“ segir hann. „Möguleikarnir eru margir, þetta snýst um lýsingu, notkun á skjá og mun meiri sam- skipti, miðlun upplýsinga. Ég sé fyrir mér að við reynum að fá viðbrögð og endurgjöf frá áhorfendum. Ég vil ekki fara út í þetta ein- göngu, en fimm til sex sinnum á ári. Þannig gætum við náð til annars áhorfendahóps. Síð- an vil ég vera viss um að alltaf sé á dagskrá tónlist svo mögnuð að hún hreyfi við áhorf- endum, hvort sem það eru þrjár mínútur eða fimm mínútur, segjum adagietto-kaflinn í fimmtu sinfóníu Mahlers eða Nimrod úr Enigma-tilbrigðum Elgars.“ Ætli ég sé ekki bara Íslendingur? Oundjian kom til Íslands 2012 og var þá gestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var frábært,“ segir hann. „Þau spila mjög vel. Hljómsveitin var frábær, Harpa stórkostleg og hljómburðurinn sömuleiðis, í heimsklassa.“ Efnisskrá hljómsveitarinnar er fjölbreytt og er það kannski í takt við borgina. Toronto er suðupottur fólks af öllum þjóðernum. Oundji- an fæddist í borginni, en rætur hans liggja víða og því er kannski ekki að furða að honum líði vel þar. „Faðir minn fæddist í Istanbúl,“ segir hann. „Foreldrar hans voru Armenar og hann var heppinn að komast burtu ásamt foreldrum sínum á meðan þjóðarmorðið á Armenum stóð yfir. Móðir mín var að hálfu leyti frönsk og hálfu leyti skosk, fædd í Newcastle. Þau hitt- ust í London í stríðinu.“ Og hvernig lítur hann á sjálfan sig? „Ég veit það ekki, Kanadamaður, Breti, hvort tveggja?“ spyr hann á móti. „Ég er af armenskum, frönskum og skoskum uppruna, fæddist í Toronto, en ólst upp á Englandi og er með breskt vegabréf. Mér er sama hvað ég er, en ef við tökum alla staðina, sem ég hef komið til og setjum punkt í miðjuna – ætli ég sé ekki bara Íslendingur?“ Ljósmynd/TSO Johnathan Crow, konsertmeistari TSO, vill draga úr formlegheitum til að auka aðsókn. Ljósmynd/Sian Richards * Síðan vil ég veraviss um að alltaf séá dagskrá tónlist svo mögnuð að hún hreyfi við áhorfendum … Sinfóníuhljómsveit Toronto lék tónlist frá Norður-, Mið- og Suður-Ameríku á úti- tónleikum í lok Luminato-menningarhátíð- arinnar. Fyrstu gestirnir komu sér fyrir mörgum tímum áður en þeir hófust. 10.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Langt er síðan Sinfóníuhljómsveit Toronto fór í tónleikaferðalag fyrir utan Norður- Ameríku og í spjalli við fjóra hljóðfæraleik- ara hennar kom fram að mikil eftirvænting ríkti hjá hljómsveitinni. „Við erum spennt fyrir allri ferðinni,“ segir Johnathan Crow, konsertmeistari hljómsveitarinnar. „Við viljum kynnast öðr- um tónleikahúsum og nýjum áheyrendum. Það er líka gott að hlustendur okkar hér sjái að hljómsveitin er á heimsmælikvarða og ferðist um heiminn.“ Hljómsveitin leikur í Vín, Amsterdam, Wiesbaden, Helsinki og Reykjavík. „Margir ætla að nýta sér að Reykjavík er síðust á dagskrá í tónleikaferðinni og vera áfram á Íslandi í nokkra daga,“ segir Jeffrey Beecher kontrabassaleikari. „Mörg okkar ætla að koma fram á menningarnótt og síð- an langar okkur að skoða landið.“ Crow er spenntur fyrir að hljóðfæraleik- ararnir láti ljós sitt skína á menningarnótt. „Á tónleikaferðalögum sér maður venju- lega flugvöllinn, hótelið og tónleikasalinn og síðan næsta flugvöll, hótel og tónleikasal. Maður fær ekki oft tækifæri til að kynnast menningarlífinu þannig að það er frábært að koma á menningarnótt og fá smá innsýn í ís- lenska menningu.“ Andrew McCandless trompetleikari er gamall í hettunni. Hann lék hjá Sinfóníunni í Toronto, en leist svo illa á ástandið að hann réð sig til Sinfóníuhljómsveitarinnar í Dallas. Þegar Peter Oundjian tók við stjórn Sin- fóníunnar í Toronto fyrir áratug laðaði hann McCandless aftur í hljómsveitina. „Peter var að stjórna í Dallas og hann spurði mig hvort ég vildi koma aftur. Mér fannst frábært að vera beðinn um að snúa aftur, fann mig ekki alveg í Texas.“ McCandless fór frá hljómsveitinni 2001 þegar framtíð hennar var í hvað mestri óvissu og segir að lýsingarnar á ástandinu þá séu engar ýkjur. Camille Watts flautuleikari hefur verið hjá hljómsveitinni í 25 ár. „Ég var einn þriggja hljóðfæraleikara, sem í tíu mánuði settust niður með einum af leiðandi stjórn- málamönnum borgarinnar til að koma hljómsveitinni aftur á skrið og vonandi gera hana betri en áður,“ segir hún. Watts segir að margt hafi verið látið reka á reiðanum áður en kom til neyðar- ástandsins hjá hljómsveitinni í byrjun ald- arinnar. „Stundum festast menn í viðjum eigin vana,“ segir hún. „Menn verða að líta í kringum sig. Tónleikaferðin núna er hluti af því, við munum hafa margt fram að færa, en ætlum líka að taka eitthvað með okkur heim. Mér finnst líka gott að við ætlum til landa utan alfaraleiðar, Finnlands og Íslands, sem kannski eru lík Kanada á ákveðin hátt og njóta virðingar í heiminum fyrir fé- lagslegt réttlæti og mannúðleg stjórnmál.“ Áhersla hefur verið lögð á að stækka áheyrendahóp Sinfóníunnar í Toronto. Crow segir að andrúmsloftið eigi til að vera allt of alvarlegt á tónleikum. „Ég veit ekki hvað oft ég hef orðið vitni að því að einhver klappar eftir fyrsta kafla í sinfóníu og allir snúa sér við, hvessa augun, hasta á hann og sá sem klappaði sígur niður í sætið. Alltaf þegar þetta gerist hugsa ég með mér að þessi maður eigi aldrei eftir að koma aft- ur. En raunin er að þegar þessi verk voru skrifuð klappaði fólk þegar því sýndist. Það er bara á seinni tímum sem allt varð svo upphafið að það mátti ekki trufla.“ McCandless telur að það hafi orðið rof á milli klassískrar tónlistar og almennings, tónlistin og hljómsveitirnar virki ósnertan- legar. Eitthvað þurfi að gera til að komast út úr formlegheitunum, formlegum klæðn- aðinum og uppstilltu andrúmsloftinu. „Fólk þarf að geta brugðist við eins og það vill, hvort sem það er með því að klappa milli kafla, eða baula á okkur,“ segir hann. „Við erum öll að reyna að ryðja nýjar brautir,“ segir Watts. „Við trúum að tónlist sé alþjóðlegur samskiptamáti.“ „Einhver þarf að finna leið til að brjótast út úr formlegheitunum,“ segir Beecher. „Ég vona að það verðum við.“ Öll fjögur vilja miðla list sinni. Þau kenna og koma fram með ýmsum hætti utan hljómsveitarinnar. „Ég hef spilað með mörgum hljómsveitum,“ segir McCandless. „Ég hef aldrei spilað með jafn einstökum hópi hljóðfæraleikara og nú, þeir gefa sig alla í starfið.“ „Við lítum á okkur sem menningarlega frumkvöðla,“ segir Bleecher. HLJÓÐFÆRALEIKARAR TSO VILJA BREIÐA ÚT TÓNLIST Menningarfrumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.