Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Hraðamyndavélar myndu halda hraðanum niðri á Þingvöllum,“ segir Eiríkur Bjarnason, forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðarinnar. Að setja upp hraðamyndavélar í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur verið skoðað en engin ákvörðun hef- ur verið tekin um hvort af því verði. Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður Þingvalla, lýsti áhyggj- um sínum af auknum umferðaþunga og hraðakstri í þjóðgarðinum í Morgunblaðinu í gær. Hraði langt yfir mörkum Hámarkshraði í þjóðgarðinum er 50 km/klst. Vegagerðin hefur mælt hraðann þar og er hann að jafnaði 20-25 km/klst meiri en löglegt er. „Umferðin sættir sig greinilega ekki við þennan hámarkshraða,“ segir Eiríkur og bendir á að ein leiðin sé að koma upp hraðamyndavélum en einnig sé hægt að fara aðra leiðir á Þingvöllum en þá sem flestir fara. Ein leið er til dæmis um Nesja- velli en sá vegur er ekki með bundið slitlag alla leið og því kjósa færri að aka þá leið. „Þingvellir eru aðdrátt- araflið í sjálfu sér sem ferðamenn vilja skoða en ferðunum þangað fylgir aukinn umferðaþungi,“ segir Eiríkur og bætir við að umferðar- öryggið sé ekki lakara en víðast hvar annars staðar. Umferðarþungi einnig við Gullfoss og Geysi Annar fjölsóttur ferðamanna- staður á Suðurlandi er Gullfoss og Geysir í Haukadal. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur umferðin þar verið nokkuð þung en engin stórvægileg óhöpp hafa orðið. Eiríkur segir að vegurinn um Gullfoss og Geysi á Biskupstungna- braut sé heilt yfir nokkuð góður en efsti hlutinn þyrfti lagfæringar við. Verið er að vinna að breikkun hluta vegarins, slitlagið endurgert, eftir því sem fjármagn leyfir. Aka yfir hámarkshraða Ljósmynd/Einar Á. E. Sæmundsen Hraði Jafnan er ekið 20-25 km/klst yfir hámarkshraða á Þingvöllum.  Skoðað að setja upp hraðamynda- vél á Þingvöllum Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Árgangur barna fæddra 2014 virðist ætla að verða stór á Íslandi ef fram fer sem horfir. Fjöldi fæðinga hefur verið yfir meðaltali á flestum fæð- ingardeildum á landinu og allt lítur út fyrir sumarsprengju nýbura. „Þetta er svolítið fjörugt ár. Það eru komnar talsvert fleiri fæðingar þetta árið en var á sama tíma í fyrra. Ef fer sem horfir verður þetta ár talsvert stærra í fæðingum en 2013,“ segir Kristín Gunnarsdóttir ljós- móðir á Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi, sumarið stefni sér- staklega í að verða fjörugt, margar fæðingar séu bókaðar í ágúst og enn fleiri í september. „Það virðist eitthvað vera í loft- inu,“ segir Hulda Magnadóttir ljós- móðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar lítur út fyrir líflegt sumar þó veturinn hafi verið í meðallagi. „Júní virðist ætla að verða frekar stór, jafnvel ágúst líka,“ segir Hulda. Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa verið 123 fæðingar það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra voru þær 103. „Í júní 2013 fæddist 21 barn en núna eru skráðar 27 fæðingar og þær gætu orðið fleiri, því það bætist yfirleitt við þann fjölda sem er skrifaður hjá okkur. Þá eru skráðar 24 konur í júlí,“ segir Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir. „Það er búið að vera mun meira að gera hjá okkur á þessu ári en í fyrra, enda fæddust 224 börn hjá okkur þá en stefnir í að þau verði um 270 á þessu ári sem er reyndar svipaður fjöldi og var 2012. Það dró úr fæðingum á öllu landinu í fyrra.“ Fimmtíu konur fæddu börn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrstu fimm mánuði ársins, það er óvenjulega mikið að sögn Steinu Þóreyju Ragnarsdóttur ljósmóður á HSS, þar sé búist við töluvert fleiri fæðingum en í fyrra. Flest börn fæðast á Landspítal- anum í Reykjavík en þar fæddust 215 börn í apríl og 250 börn í maí, sem er aðeins yfir meðallagi. Sum- arið lítur vel út en toppinum verður líklega náð í ágúst þegar um 300 fæðingar eru áætlaðar. Ljósmæðurnar segja enga skýr- ingu hægt að gefa á barnafjölgun- inni, um eðlilega sveiflu sé líklega að ræða, kannski sé hægt að kenna veð- urfarinu í fyrra um og þá gefi þetta vonandi vísbendingu um gleði Ís- lendinga. Sprengja í barneignum í sumar  Fæðingar með mesta móti  20 fleiri fæðingar á Akranesi það sem af er 2014 en á sama tímabili í fyrra  „Það virðist eitthvað vera í loftinu,“ segir ljósmóðir Morgunblaðið/Kristinn Nýfædd Árgangur Íslendinga fæddra árið 2014 verður líklega stór. Þeir sem leita á Landspítalann vegna minniháttar meiðsla eða veik- inda sem ekki teljast alvarleg eða bráð geta átt von á langri bið, því mikið álag er á bráðamóttökunni. Á föstudaginn fyrir viku var að- sóknin á bráðavaktina 40% yfir með- allagi. Svipað var uppi á teningnum í gær því á Facebook-síðu spítalans var varað sérstaklega við því að for- gangsraða verði málum og biðin geti verið löng fyrir önnur en bráða- tilfelli. Sjúklingum sé forgangsraðað eftir alvarleika meina sinna á bráða- móttöku, en ekki raðað eftir komu- tíma. Mikið álag á bráðadeild Icelandair hefur ákveðið að fella niður 65 flug- ferðir á mánudag, 16. júní, vegna boðaðs sólar- hringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands. Aðgerðin hefur áhrif á um tólf þúsund far- þega, aðallega er- lenda ferðamenn skv. tilkynningu Icelandair. Deiluaðilar komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær en fundurinn stóð aðeins í um tvo tíma, að sögn Marí- usar Sigurjónssonar, formanns samninganefndar flugvirkja. „Þetta var ákvörðun Icelandair. Þeir vildu fá tíma til að undirbúa nið- urfellingu á ferðum. Ég skil það svo- sem en ég skil ekki af hverju má ekki tala saman þó það sé,“ segir Maríus sem taldi grundvöll til að halda viðræðunum áfram. Fundur hefur verið boðaður kl. 14 á morgun. Samninganefndir leikskólakenn- ara og sveitarfélaganna funduðu einnig í gær. Fundi þeirra var slitið kl. 17 og hefur annar fundur ekki verið boðaður fyrr en kl. 10 á mánu- dagsmorgun. Náist samningar ekki áður munu leikskólakennarar leggja niður störf fimmtudaginn 19. júní. Fella niður 65 flugferðir Flug gæti raskast enn hjá Icelandair.  Deiluaðilar hittast næst á morgun Bátar Hvals hf, Hvalur 8 og Hval- ur 9, hafa undanfarna daga verið gerðir klárir fyrir komandi ver- tíð. Samkvæmt ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar má veiða 154 langreyðar á þessu fiskveiðiári. Í fyrra veiddu skip fyrirtækisins 134 dýr, en vertíðinni lauk í seinni hluta september. Veiðarnar gengu erfiðlega í fyrra vegna þrálátrar brælu á miðunum. Hvalur hf. gerði einnig út tvö skip til veiðanna í fyrra. Alls unnu þá 150 manns við veiðarnar og vinnslu hjá fyrirtækinu. Afurð- irnar voru unnar í hvalstöðinni í Hvalfirði, í frystihúsi félagsins í Hafnarfirði og á Akranesi. Hval- veiðar voru ekki stundaðar árin 2011 og 2012. Hvalveiðar voru heimilaðar aft- ur árið 2009 til fimm ára og í lok síðasta árs ákvað sjávarútvegs- ráðherra að heimila hvalveiðar áfram næstu fimm árin. Hvalbát- ar gerðir klárir Morgunblaðið/Þórður Hvalur hf má veiða 154 langreyðar á þessu ári Lagt af stað Hvalur 8 lagði úr Reykjavíkurhöfn um hádegisbilið í gær. Allt er til reiðu fyrir vertíðina. 30. MAÍ - 6. JÚLÍ 2014 ALLT AÐ 60% AFVÖLDUMVÖRUM Í VERSLUN ÚTSALA ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.