Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Yfirvöld í Brasilíu taka enga áhættu þegar kemur að öryggismálum í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hafa hermenn þar í landi m.a. aðstoðað löggæslusveitir við að hafa hemil á mótmælendum auk þess sem æfð hafa verið viðbrögð við efnavopna- og sýklaárásum. Til mótmæla kom í São Paulo í tengslum við opnunarhátíð mótsins og þurftu öryggissveitir að beita táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum. Yfir 170.000 manns sinna öryggismálum á heimsmeistaramótinu AFP Mótmælendur teknir föstum tökum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á sjötta tug manna slasaðist þegar farþegaferja skall utan í brimbrjót nærri kínverska sjálfstjórnarhér- aðinu Macau í gærmorgun. AFP-fréttaveitan greinir frá því að slysið hafi átt sér stað um klukkan hálftíu að staðartíma þegar ferjan var í þann mund að sigla inn í hafn- armynnið. Rakst hún þá skyndilega utan í steinsteyptan brimbrjótinn með fyrrgreindum afleiðingum. „Alls voru um 220 farþegar og 13 skipverjar um borð í ferjunni. Fimm- tíu og sjö farþegar hlutu minniháttar meiðsl, þar af voru tveir þeirra með ríkisfang í Kóreu og einn í Japan,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir tals- manni Shun Tak skipafélagsins sem sér um rekstur farþegaferjunnar. Ferjan var á leið frá Hong Kong til Macau en sú siglingaleið er mjög fjölfarin og tekur siglingin um eina klukkustund. Orsök slyssins er sem stendur óljós en yfirvöld vinna nú að rannsókn málsins. Ferjuslys tíð á svæðinu Þetta er í þriðja skipti á átta mán- uðum sem farþegaferja lendir í óhappi á siglingaleiðinni milli Hong Kong og Macau. Í nóvember síðast- liðnum sigldi ferja á óþekktan hlut með þeim afleiðingum að 87 manns slösuðust. Þá slösuðust samtals 33 manns, þar af tveir alvarlega, í síðasta mán- uði þegar farþegaferja og flutninga- skip skullu harkalega saman. Voru þá 162 farþegar um borð í ferjunni. Fjölmargir eru uggandi yfir tíðum óhöppum tengdum mikilli skipaum- ferð á hafsvæðinu í grennd við Hong Kong. Velta margir fyrir sér hvort öryggi sjófarenda sé ábótavant. Þrátt fyrir tíð óhöpp að undanförnu er fremur sjaldgæft að sjófarendur láti lífið vegna þeirra. Seinast gerðist það í október árið 2012 en þá létust 39 manns þegar farþegaferja og skemmtibátur, með um 120 innan- borðs, rákust saman undan strönd- um Hong Kong. Slysið leiddi til umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda á öryggi sjó- farenda. Leiddi hún m.a. í ljós að finna má „raðir mistaka“ í þeim ör- yggisstöðlum og -reglum sem gjarn- an er miðað við þegar kemur að ör- yggismálum á hafsvæðinu. Hátt í 60 slasað- ir eftir ferjuslys  Rakst skyndilega utan í brimbrjót AFP Hafið Árið 2012 létust 39 í ferjuslysi úti fyrir ströndum Hong Kong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.