Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Engin leið við losun hafta verður sársaukalaus,“ segir Svanbjörn Thoroddsen, meðeigandi á ráðgjaf- arsviði KPMG. Auk þess sé ekki nóg að horfa á aðstæður hér á landi, held- ur hafi það mikið að segja með hvaða hætti afnám hafta geti átt sér stað, hvernig ári hjá helstu viðskiptalönd- um. KPMG hefur teiknað upp fjórar sviðsmyndir fyrir efnahag Íslands miðað við hve hratt losað verði um fjármagnshöft og hvernig ári í helstu viðskiptalöndum. Svanbjörn áréttar að rætt sé um losun hafta en ekki af- nám hafta. Svo bjartsýnir séu menn ekki. Sviðmyndirnar voru kynntar á fundi hjá KPMG í gær. Sævar Kristinsson, verkefnastjóri hjá KPMG, sagði að sviðsmyndir væru 60 ára gömul aðferðafræði sem starfsmönnum Royal Dutch olíufyr- irtækisins hugkvæmdist þegar olíu- verð var í hæstu hæðum og þeir veltu vöngum yfir hvað myndi gerast ef það myndi falla. Sviðsmyndir væru ekki framtíðarsýn eða spá heldur aðferð til að skilja umhverfið. Þær aðstoðuðu því við að átta sig á hvað þyrfti að gera til að mæta óvissri framtíð. Hætta á brotthvarfi fyrirtækja Samkvæmt sviðsmyndagreiningu KPMG sem kynnt var í gær, myndi með hægu losunarferli ríkja stöðug- leiki til skemmri tíma en hætta væri á brotthvarfi fyrirtækja og minni ný- liðun fyrirtækja myndi aukast til lengri tíma. Hröð losun hafta myndi hins vegar losa um þrýsting snjó- hengjunnar með tilheyrandi gengis- falli krónunnar í fyrstu og óstöðug- leika í efnahagslífinu. Við hraða losun yrði umhverfið mjög krefjandi fyrir innflutningsgreinar, að minnsta kosti tímabundið og afkoma mundi versna verulega. Útflutnings- greinar myndu hins vegar sjá fram á mikil tækifæri á tímabilinu. Hagstætt efnahagsumhverfi helstu viðskiptalanda með tilheyr- andi viðskiptaafgangi, sterkari krónu og aukinni áhættusækni fjár- festa myndi létta undir, hvort sem losun haftanna væri hröð eða hæg. Efnahagsumhverfið væri þó mun næmara fyrir hraða við losun haft- anna. Þá gæti skapast aukin hætta á brotthvarfi og minnkandi nýliðun þegar hagvöxtur er erlendis og hæg losun hafta, þar sem fyrirtækin sæju meiri tækifæri erlendis. „Hæg losun hefur í för með sér stöðugleika til skemmri tíma sem er á kostnað framtíðarmöguleika við- skiptalífsins vegna brotthvarfs fyr- irtækja og minnkandi nýliðunar. Hröð losun fjármagnshafta mun hafa í för með sér krefjandi umhverfi innflutningsaðila, á meðan staða út- flutningsgreina verður sterk. Til lengri tíma litið styður hröð losun hins vegar við umhverfi viðskipta- lífsins með minna brotthvarfi fyrir- tækja, aukinni nýliðun og auknu trausti á viðskiptaumhverfinu,“ seg- ir í skýrslu KPMG. Hér fyrir ofan fylgir mynd af sviðsmyndunum fjórum. Svanbjörn segir að um þessar mundir sé Ísland í sviðsmyndinni „fallbaráttan“, þar sem losað sé hægt um fjármagnshöft en hagvöxtur sé í helstu viðskipta- löndum okkar, þótt hann sé ekki mikill. Losun hafta aldrei sársaukalaus  Efnahagslíf viðskiptalanda mun hafa áhrif á hvernig gengur að losa fjármagnshöft hér á landi  „Engin leið við losun hafta er sársaukalaus,“ segir Svanbjörn Thoroddsen, meðeigandi í KPMG Sviðsmyndagreining KPMG til fimm ára á losun fjármagnshafta Fallbaráttan Hæglosun hafta Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Ísland hefur þróast út í að verða vettvangur starfsstöðva erlendra fyrirtækja þar sem þau sækja ódýrt vinnuafl. Plásturinn rifinn af Hröð losun hafta Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Erlendar fjárfestingar jukust umtalsvert sökum hás vaxtamunar og veikrar krónu. Fjárfestingar voru knúnar af aukinni tiltrú erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptaumhverfi og aukinni áhættusækni þeirra. Djúpa laugin Hröð losun hafta Samdráttur í helstu viðskiptalöndum Kaupmáttur veikist umtalsvert samhliða verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Þrennt hefur að heimilunum, sem komið hefur niður á einkaneyslu. Pytturinn Hæg losun hafta Samdráttur í helstu viðskiptalöndum Brotthvarf fyrirtækja frá landinu hefur verið verulegt vegna óbreytts ástands varðandi fjármagnhöft og hagstæðs viðskiptaumhverfis erlendis. Þróun krónu Verðbólga Vaxtastig Kaupmáttur 60 ára gömul aðferð » Sviðsmyndir eru 60 ára gömul aðferðafræði sem starfsmönnum olíufyrirtækis- ins Royal Dutch hugkvæmdist. » Þær eru ekki spá heldur að- ferð til að skilja umhverfið. 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 UNFURL kr. 109.000 Svefnbreidd 120x200 UNFURL deluxe kr. 129.900 Svefnbreidd 120x200 RECAST kr. 129.900 Svefnbreidd 140x200 TRYM Svefnsófi kr. 198.900 I Svefnbreidd 140x200 SVEFNSÓFAR Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.