Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Malín Brand Fjölhæfur Rithöfundurinn og grúskarinn Bjarni Harðarson rekur fornbókabúð og bókaútgáfu á Selfossi. námsmennina sem settust að á Ein- hyrningsstöðum, svonefnda Ein- hyrninga. „Saga þessara manna, eins og þeir birtast okkur í örfáum orðum í Landnámu og aðeins í Njálu, er mjög mögnuð og einkenn- ist af átökum þessarar norrænu ætt- ar Einhyrninganna, afkomenda Sig- mundar rauða, við írskar ættir eins og ætt Gunnars Baugssonar, afa Gunnars á Hlíðarenda, og ég held að Njála sé öðrum þræði að segja okk- ur frá átökum þjóða. Það sé dulin saga á bak við söguna,“ segir Bjarni, sem heillaðist af ráðgátunni sem hann sá þarna. Þess vegna fór hann að skrifa um Mörð. „Af hverju gerir maðurinn það sem hann gerir? Af hverju etur hann öllum saman? Hann er valdur að því að Njáll er brenndur inni og að vissu leyti að því að Gunnar á Hlíðarenda er drepinn, en af hverju? Er þetta svona einfalt eins og Njála segir, að hann hafi bara verið illmenni?“ Hvorki fantur né fúlmenni Sjálfur hallast Bjarni að því að Mörður hafi hreint ekki verið ill- menni. „Við sjáum það að sá Mörður sem Njála segir frá elskar konuna sína eins og augun í sér og það er ekki sjálfgefið í þessu samfélagi þar sem margir af þessum höfðingjum elskuðu konur sínar ekki meira en svo að þeir héldu frillur á fjölda bæja. Þegar maður fer að fletta ofan af þessu öllu saman, það er að segja samkvæmt minni túlkun, þá er Mörður bara að verja ákveðna hags- muni og ákveðna þjóð. Hann er að verja yfirstéttina og er í raun varð- maður þessa norræna aðals sem hefur lagt undir sig landið og telur sig eiga það. Við verðum svolítið að sjá Mörð út frá því,“ segir rithöf- undurinn og bókaútgefandinn Bjarni Harðarson um nýjasta verk sitt um hinn margræða Mörð Val- garðsson, sem ef til vill hefur verið hafður fyrir rangri sök í túlkun manna gegnum tíðina. Hvernig sem það nú er má sannarlega velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum sögunnar og er bók Bjarna býsna gott og vandað verk um þessa eftirminnilegu per- sónu, Mörð. „Margir af þessum höfðingjum elskuðu konur sínar ekki meira en svo að þeir héldu frillur á fjölda bæja.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Njála er saga sem er afar mörg- um Íslendingum kær sem og áhugafólki um Íslendingasög- urnar. Flestir sem hana hafa les- ið hafa á henni skoðun og sitt sýnist hverjum. Það skemmti- legasta er þó að hana má lesa með nýju hugarfari aftur og aft- ur. Til dæmis er ekki annað hægt eftir lestur bókar Bjarna um Mörð en að lesa hana með öðru hugarfari. Lesin með opnum huga NJÁLA STÖÐUGT Í SKOÐUN Í dag klukkan 16 stendur Fuglavernd fyrir fuglaskoðun sem er sú fjórða í röðinni í sumar. Gengið verður frá frið- landinu í Vatnsmýri að Tjörninni og eru allir velkomnir. Nöfnin á tjörnunum á leiðinni eru mörg og gefst þátttak- endum gott tækifæri til að auka við þekkinguna, bæði á staðháttum og fuglalífinu. Elma Rún Benediktsdóttir leiðir gönguna en skoðað verður fugla- lífið á Hústjörn, Vatnsmýrartjörn, Þor- finnstjörn, Suðurtjörn og Norðurtjörn. Þeir sem vilja skoða fuglalífið í mið- borginni þurfa að klæða sig eftir veðri og gott er að hafa með sér sjónauka og jafnvel skrifblokk og penna til að punkta niður hjá sér þær tegundir sem sjást. Síðastliðinn laugardag var sambæri- leg ferð farin og sáust þá fjölmargar tegundir: Grágæs, heiðagæs, æðarfugl, stokkönd, skúfönd, dugg- önd, hettumáfur, kría, spói, hrossa- gaukur, tjaldur, stelkur, sandlóa, mar- íuerla, skógarþröstur og stari. Fuglavernd heldur fræðslufundi yfir vetrarmánuðina og ýmislegt er gert til að vekja athygli fólks á þessum fiðruðu vinum okkar, fuglunum. Fuglaskoð- unarferðirnar eru nokkrar yfir sumar- tímann auk þess sem garðfuglaskoðun og garðfuglakönnun njóta vaxandi vin- sælda hjá landsmönnum. Þá eru lands- menn hvattir til að gefa því gaum hvaða fuglar eru í garðinum á einni klukkustund. Garðfuglahelgin er yfir- leitt í lok janúar eða byrjun febrúar. Fuglaskoðun í dag Fuglalífið í Vatnsmýrinni Fjölskrúðugt Stelkurinn er á meðal þeirra tegunda sem eru í Vatnsmýrinni. heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐUVERÐ- SAMANBURÐ Snorralaug Gvendarlaug Grettislaug Unnarlaug Geirslaug ÍSLENSK FRAMLE IÐSLA Í MEIRA EN 30 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.