Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 MaríaSoffíaJúlíus- dóttir spilar knattspyrnu með meistaraflokk Val og er á náttúru- fræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem hún var að ljúka þriðja ári. Hún vinnur á fæðingardeild Landspítalans í sumar. „Mér líkar vel hjá Landspít- alanum. Þetta er mjög spennandi starf,“ segir María. Óskaafmælis- gjöfin hennar Maríu er að fara í utanlandsferð og njóta sólarinnar. Hún ætlar að njóta afmælis- dagsins vel. „Ég náði að redda mér fríi í vinn- unni þannig að ég fæ að sofa út. Síðan ætla ég að gæða mér á sushi, sem er uppá- haldsmaturinn minn. Annars ætla ég að skemmta mér með góðum vinum um kvöldið.“ María hefur æft af hörku í vetur og ætlar að einbeita sér að fót- boltanum í sumar. Hún er efnilegur knattspyrnumaður og spilar bæði fyrir meistaraflokk og 2. flokk Vals. Jafnframt vill hún ferðast innanlands. „Ég vil fara í útilegur í sumar, t.d. í Þórsmörk. Einnig finnst mér skemmtilegt að fara í sumarbústaðinn og grilla í góða veðrinu.“ María ætlar að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu. „Ég vona að Spánn vinni HM. Þeir spila mjög skemmti- legan fótbolta.“ Aðspurð um hvor henni finnist betri knatt- spyrnumaður, Messi eða Ronaldo, svarar hún snöggt: „Messi“. isb@mbl.is María Soffía Júlíusdóttir er 19 ára í dag Fótboltakempa María Soffía spilar fótbolta fyrir Val og er í Menntaskólanum í Reykjavík. Ætlar að einbeita sér að boltanum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Halldór Kristinn Jónsson varð fimmtugur þann 9. júní sl. og útskrif- ast með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann heldur upp á þessa tvo áfanga í faðmi fjölskyldu og vina á heimili sínu í dag og í kvöld. Árnað heilla 50 ára Hella Aron Ingi fæddist 10. október kl. 17.21. Hann vó 3.426 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Rakel Ósk- arsdóttir og Kristinn Ingi Austmar Guðnason. Nýir borgarar Hafnarfjörður Emma Þórunn fæddist 23. apríl kl. 5.05. Hún vó 3.840 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Eva Dögg Hrundardóttir og Sean McGinley. G uðmundur Þór Kárason fæddist 14.6. 1974 í Reykjavík. „Ég ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og var mikið hjá ömmu minni, Guðrúnu, á Sóleyjargötu ásamt frændsystkinum mínum. Þar fékk ég útrás fyrir sköpunarkraftinn enda amma dugleg að hvetja mig áfram og aðstoða við allskyns hugðar- efni mín, allt frá módelsmíði, útskurði og legókubbum til saumaskapar ým- iss konar og leiklistar. Synir mínir hafa síðan notið góðs af því að maður kann að taka í saumavél enda höfum við fjölskyldan lagt mikinn metnað í öskudagsbúninga hvert ár. Kjallarinn hjá ömmu var uppspretta ævintýra því þar var nóg af dóti og fötum. Það er líklega ömmu að þakka að ég fór að smíða leikbrúður enda lagði ég undir mig kjallarann hennar þegar áhuginn kviknaði. Á sumrin fór ég mikið með föður- afa mínum og ömmu, Þór og Elsu, í bústað þeirra við Þingvallavatn ásamt frænkum mínum. Þar kynntist maður náttúrunni og ég tók mín fyrstu skref í veiðimennsku undir handleiðslu afa míns sem var veiði- málastjóri á þessum tíma. Fyrir strákpjakk eins og mig gat lífið eigin- lega ekki orðið betra.“ Eftir að hafa búið stuttlega í Finn- landi og Svíþjóð meðan foreldrar Guðmundar voru við nám hófst skóla- ganga hans í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi, síðan í Vesturbæjarskóla og þaðan í Austurbæjarskóla þar sem hann lauk grunnskólaprófi. „Ég var slakur námsmaður framan af enda hafði ég meiri áhuga á skapandi vinnu Guðmundur Þór Kárason kvikmyndagerðarmaður – 40 ára Í rússíbana „Við erum samrýnd fjölskylda sem ferðast saman, erum í hestamennsku og lifum lífinu til fulls.“ Hefur gengið í nánast öll störf í Latabæ Siggi sæti Með vinum sínum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Opið: 8 :00 - 1 8:00 mánud . til fim mtud. 8:00 - 17:00 föstud aga Er bílrúðan brotinn eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.