Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 141. tölublað 102. árgangur
ENGINN
ER ALLTAF
Í GÓÐU SKAPI NÝ ÓPERA Í SMÍÐUM
GESTUM FJÖLGAR
STÖÐUGT
Í SKAFTAFELLI
GUNNAR BORGARLISTAMAÐUR 30 FRAMKVÆMDIR 10HAFDÍS HULD 32
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Blendingshvalur Synt um Skjálfandaflóa.
Ekki er vitað hvers vegna hvalir
ólíkra tegunda sækja hverjir í aðra
og eignast saman afkvæmi. Nýverið
varð vart við hval á Skjálfandaflóa
sem talinn er vera svokallaður
blendingur, afkvæmi steypireyðar
og langreyðar.
Með því að skjóta að hvalnum
sýnatökuör úr til þess gerðri byssu
tókst vísindamönnum Hafró að ná
úr honum sýni. Ef grunur þeirra
reynist á rökum reistur er þar um
að ræða sjötta blendingshvalinn
sem finnst við Íslandsstrendur.
Slíkir blendingar eru afar líkir
langreyðum ofan frá séð í sjónum
og hafa því verið veiddir í mis-
gripum. Komið hefur í ljós að
blendingshvalir geta getið af-
kvæmi. »12
Gæti verið sjötti
blendingshvalurinn
við Íslandsstrendur
Réttarstaðan skýrð
» Seðlabankinn hefur stöðvað
ólögleg gjaldeyrisviðskipti er-
lendra tryggingafélaga.
» Seðlabankinn hyggst veita
frekari upplýsingar um réttar-
stöðu viðskiptavina erlendu
tryggingafélaganna í dag.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Einstaklingum sem eiga sparnað hjá
erlendum tryggingafélögum ber
ekki skylda til að skila honum og fá í
staðinn krónur, eftir að Seðlabank-
inn stöðvaði slíka söfnun sparnaðar.
Rætt var við viðskiptavin Friends
Provident á Íslandi sem hefur í 10 ár
greitt inn á erlendan reikning sem er
í pundum. Fyrirtækið Tryggingar &
ráðgjöf hefur milligöngu um við-
skiptin. Reikningurinn er óbundinn.
Sérfræðingur hjá gjaldeyriseftir-
liti Seðlabankans sagði að umrædd-
um viðskiptavini bæri ekki skylda til
að skila pundunum og fá í staðinn
krónur á íslenskum sparireikningi.
Viðkomandi geti haldið sparnaði
áfram svo lengi sem upphaflegur
samningur sé í gildi, enda hafi inn-
borganir hafist fyrir setningu hafta.
Veittur verður fjögurra mánaða
aðlögunartími fyrir þjónustufyrir-
tæki og viðskiptavini þeirra til þess
að laga greiðslur að fyrirkomulagi
sem samræmist lögum um gjald-
eyrismál. Taki einstaklingur ákvörð-
un um að segja upp reikningnum og
taka út sparnaðinn verði fjármunirn-
ir hins vegar skilaskyldir. Það þýðir
að millifæra þarf hina erlendu upp-
hæð á gjaldeyrisreikning á Íslandi.
Getur orðið skilaskyldur
Ekki verður skylt að breyta erlendum sparnaði hjá tryggingafélögum í krónur
Sé erlendum sparireikningi sagt upp verða fjármunirnir hins vegar skilaskyldir
MSamþykkti ekki »4
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Hvítbók Illuga Gunnarssonar
menntamálaráðherra er komin út,
en þar kemur fram umbótaáætlun
hans í menntamálum. Ráðherra set-
ur fram tvö meginmarkmið fyrir árið
2018 til þess að ná þessu fram. Í
fyrsta lagi að 90% grunnskólanema
nái lágmarksviðmiðum í lestri, en
hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu
markmiði er lagt til að hlutur móður-
málskennslu verði aukinn og að mót-
uð verði viðmið um þá lestrarkunn-
áttu sem nemendur eiga að búa yfir á
hverju stigi grunnskólans. Í öðru
lagi er sett það markmið að hlutfall
nemenda sem ljúka námi úr fram-
haldsskóla á tilsettum tíma hækki úr
44% og upp í 60%. Því verður náð
með því að endurskipuleggja náms-
tíma, stytta nám til lokaprófa og
draga þannig úr brotthvarfi.
Hafist verður handa strax í haust
þegar verkefnastjórar verða ráðnir
og samráðshópur verður settur sam-
an með Samtökum atvinnulífsins,
Kennarasambandinu, Sambandi
sveitarfélaga, Heimili og skóla ásamt
fleiri aðilum. Í kjölfarið verður farið í
ferðalag í kringum landið þar sem
efni Hvítbókarinnar verður kynnt og
reynt verður að ná samstöðu um þau
markmið sem sett eru fram.
Illugi greindi stuttlega frá Hvít-
bókinni í hátíðarræðu sinni á
Hrafnseyri við Arnarfjörð í gær.
Hvítbók Illuga komin út
Umbótaáætlun ráðherra í menntamálum Sett eru fram tvö meginmarkmið
fyrir árið 2018 Hafist verður handa strax í haust Vill stórefla lestrarfærni
M Illugi telur... »2
Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess
að fagna þjóðhátíðardeginum. Stemningin var góð og létu gestir rign-
inguna ekki á sig fá, en margir klæddust þjóðbúningum af ýmsum gerð-
um.
Valgerður G. Guðnadóttir var fjallkonan í ár og flutti hún ávarp eftir
Valgeir Guðjónsson tónlistarmann. Að lokinni athöfn á Austurvelli var
farið í skrúðgöngu í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem Sóley Tómas-
dóttir, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar.
Mikil hátíðarhöld vegna sjötíu ára afmælis lýðveldisins
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur um allt land
Hamborgara-
búlla Tómasar
opnaði nýjan
stað í Kaup-
mannahöfn í
gær. Starfsfólk
frá Íslandi kom á
staðinn til að
hjálpa til við und-
irbúninginn og í
tilefni opnunar-
innar var boðið
upp á fría hamborgara.
Undir kvöld í gær sagði rekstrar-
stjóri staðarins að 900 hamborg-
arar hefðu verið gefnir gestum og
gangandi og biðu um 450 til við-
bótar í röð fyrir utan staðinn. Dan-
mörk er nú fjórða landið þar sem fá
má Búlluborgara. »8
Tómas fjölgar ham-
borgarastöðum
Hamborgarabúllan í
Kaupmannahöfn.
Mikil neyð rík-
ir í Suður-Súdan
en hungursneyð
getur skollið á ef
ekki verður grip-
ið í taumana.
Sjúkdómar og
farsóttir herja á
íbúa landsins og
hefur mikill
fjöldi neyðst til
að flýja heimili
sín vegna átaka í landinu. Stefán
Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi, heldur til Suður-
Súdans næstkomandi laugardag en
þar mun hann sinna hjálparstarfi á
vegum stofnunarinnar. »4
Fjöldi fólks neyðist
til að flýja átök
Hungursneyð gæti
skollið á í landinu.