Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.06.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 SVIÐSLJÓS Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Meira en 50.000 börn í Suður-Súdan þjást af vannæringu og eiga á hættu að láta lífið á næstu vikum og mán- uðum fái þau ekki hjálp án tafar. Stef- án Ingi Stefánsson, framkvæmda- stjóri UNICEF á Íslandi, heldur af stað til Suður-Súdan á laugardaginn, en hann segir ástandið þar vera graf- alvarlegt. „Það eru mörg börn sem standa frammi fyrir hungri og það er alvarleg vannæring í landinu. Helsta forgangsatriði okkar er því að tryggja öllum þessum börnum nær- ingu svo að þau verði ekki hungrinu að bráð,“ segir Stefán, en hann segir vannærð börn í meiri hættu en önnur börn á að fá sýkingar og sjúkdóma á borð við malaríu, lungnabólgu og kól- eru. „Sjúkdómar og farsóttir hafa verið alvarlegt at- riði svo að næring og heilsugæsla er það sem við höf- um verið að kljást við. Við höfum t.d. reynt að tryggja aðgang fólks að hreinu vatni og bólusett börn,“ segir Stefán. Blóðug borg- arastyrjöld hefur staðið yfir í Suður- Súdan undanfarið hálft ár og hefur meira en hálf milljón barna neyðst til að leggja á flótta. Mörg þeirra hafa misst eða orðið viðskila við fjöl- skyldur sínar, en 80% barna yngri en fimm ára búa á verstu átakasvæð- unum. „Stríðið hefur nú geisað linnu- laust með smá vopnahléum frá því í lok síðasta árs. Þetta er mjög fátækt ríki og það er ekki mikið til skiptanna. Slík ríki eru ekki í góðri stöðu til að standa af sér hörmungar og því er mjög mikilvægt að koma landinu til hjálpar,“ segir Stefán. Um þriðjungur safnast UNICEF á Íslandi hóf neyðar- söfnun fyrir börnin í landinu fyrir tæpum tveimur vikum og hefur nú að sögn Stefáns safnast um þriðjungur þeirrar upphæðar sem samtökin á Ís- landi settu sér markmið um að ná. „Við erum með mjög skýrar leiðir til þess að ná árangri og vitum hvað þarf til að meðhöndla ástandið. Nú þurf- um við bara að komast á staðinn svo við getum brugðist við af krafti,“ seg- ir Stefán, sem mun dveljast í tvo mánuði í landinu. „Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvernig dagurinn verður hjá mér en í grunninn verða mín verkefni að hjálpa til við samhæf- ingu hjálparstarfs og aðstoðarinnar í heild,“ segir Stefán. Þeim sem vilja styrkja neyðarsöfnunina er bent á að senda smáskilaboðin UNICEF í símanúmerið 1900. Fer til hjálparstarfa í S-Súdan  Alvarleg vannæring ríkir í landinu  Börn flýja blóðuga borgarastyrjöld Ljósmynd/UNICEF Suður-Súdan Móðir heldur um barn sitt í rústum heimilis þeirra, sem eyði- lagðist í átökum milli stríðandi fylkinga sem hófust í fyrra. Stefán Ingi Stefánsson Hungursneyð yfirvofandi » 12 milljónir manna búa í Suður-Súdan og er helmingur þeirra börn. » Að meðaltalti deyja fjögur börn af hverjum þúsund á dag í Suður-Súdan vegna ástands- ins. » Að óbreyttu mun hungurs- neyð ríkja í Suður-Súdan, en hungursneyð hefur einungis verið lýst yfir þrisvar sinnum í Afríku á síðustu tíu árum. – Samkvæmt mínum upplýsingum tilkynnti Seðlabankinn ykkur 2011 að gjaldeyrisviðskipti ykkar skilgreind- ust ekki sem þjónustuviðskipti og væru því ekki undanþegin reglum um fjármagnshöft. Síðan hafið þið unnið af krafti við að afla nýrra viðskipta. Gaf tilkynning Seðlabankans tilefni til breyttra viðskiptahátta hjá ykkur? „Alls ekki. Gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans bendir okkur á það í bréfi að það sé rökstuddur grunur um gjald- BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eyjólfur Lárusson, framkvæmda- stjóri Allianz á Íslandi, segir bæði við- skiptaráðherra og aðstoðarseðla- bankastjóra hafa sannfært erlenda fulltrúa tryggingarisans um það árið 2011 að starfsemi Allianz á Íslandi stangaðist ekki á við lög um gjaldeyrismál. Arnór Sighvatsson að- stoðarseðlabankastjóri segir svör bankans hins vegar ekki hafa falið í sér viðurkenningu á viðskiptunum. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hyggst Seðlabankinn gefa út nýj- ar reglur um gjaldeyrismál til að stöðva söfnun sparnaðar erlendis vegna samninga við erlend trygg- ingafélög. Seðlabankinn mun veita fjögurra mánaða aðlögunartíma. Einstaklingum verður gert kleift að viðhalda samningssambandi við erlend tryggingafélög, í stað þess að stöðva greiðslur. Samningar skulu vera í krónum og sparnaður að eiga sér stað hér á landi. Þá vísar SÍ á þjónustuaðila tryggingafélaganna. Hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabank- ans fengust þær upplýsingar að taki einstaklingur ákvörðun um að segja upp erlendum reikningi og taka út sparnað verði fjármunirnir skila- skyldir. Það þýðir að millifæra þarf hina erlendu upphæð á gjaldeyris- reikning á Íslandi. Veittur er þriggja vikna frestur til þessa. Varðandi notk- un gjaldeyrisins er vísað til laga um gjaldeyrismál. Eiganda reikningsins ber engin skylda til að umbreyta fjár- hæðinni í íslenskar krónur. Hafi unnið náið með SÍ og FME Í tilefni breytinganna var leitað við- bragða hjá fyrirtækjunum Sparnaði, Tryggingamiðlun Íslands og Allianz á Íslandi, sem öll hafa milligöngu um slík viðskipti. Svaraði aðeins fulltrúi þess síðastnefnda, Allianz á Íslandi. Eyjólfur Lárusson sagði Allianz hafa farið að tilmælum SÍ og FME. „Þegar gjaldeyrishöftin voru sett unnum við með Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu að því hvernig við gætum hagað okkar starfsemi. Við lögðum fram alla okkar samninga til skoðunar og þeir gáfu okkur leyfi eft- ir höftin til þess að vera með þessa samninga áfram. Við höfum algjör- lega unnið í einu og öllu eftir leiðbein- andi tilmælum sem við höfum fengið vegna okkar viðskipta frá Seðlabank- anum og Fjármálaeftirlitinu.“ eyrisbrot. Þá voru þeir ekki búnir að rannsaka neitt eða skoða. Þeir óska eftir gögnum frá okkur um það hvernig viðskiptin eru. Þeir fengu öll gögn í hendur strax, m.a. þeirra eigin samþykki fyrir starfsemi okkar sem við fengum eftir að höftin voru sett 2008. Við lögðum fram gögn um allt sem við gerðum og hvernig við gerð- um það. Þá lögðum við líka fram niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sem hafði skoðað okkar viðskipti, einhvern tímann á árinu 2009. Það komu hér fulltrúar frá Allianz í Þýskalandi og hittu Árna Pál Árnason viðskiptaráð- herra á þeim tíma og Arnór Sighvats- son aðstoðarseðlabankastjóra til að fara yfir málið og spyrja hvort það gæti verið að um gjaldeyrisbrot væri að ræða og hvort þeir ættu þá að hætta starfsemi. Niðurstaðan varð sú eftir að hafa rætt við æðstu menn að við ættum ekki að hætta starfsemi. Þannig að við höfum í einu og öllu fylgt eftir leiðbeiningum stjórnvalda, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins.“ Tóku rannsóknina alvarlega – Hefði verið eðlilegt að gera við- skiptavinum ykkar grein fyrir því að uppi væru þessi sjónarmið um að þessi viðskipti kynnu að brjóta í bága við lög um gjaldeyrishöft. Og að það gæti hugsanlega verið gripið til að- gerða þar af leiðandi einhvern tímann á viðskiptatímabilinu? „Við höfum aldrei farið í launkofa með að þessi mál hafi verið í skoðun, enda birtist um það umfjöllun í fjölmiðlun. Við tókum það mjög alvarlega. Það komu hingað fulltrúar Allianz í Þýskalandi og hittu hérna æðstu menn. Ef það hefði verið niðurstaðan að þetta væri ólög- legt hefði Allianz aldrei haldið áfram sínum viðskiptum,“ seg- ir Eyjólfur sem tekur fram að ákvörðun SÍ hafi engin áhrif á þá við- skiptavini Allianz á Íslandi sem fá nú þegar lífeyrisgreiðslur úr sínum tryggingasamningum. Hafði ekki verið rannsakað Spurður um ummæli Eyjólfs segir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri að í svörum Seðlabanka Íslands á sínum tíma hafi ekki falist viðurkenning á starfsemi félagsins. „Það er rétt að fulltrúar Allianz komu og áttu fundi með mér og fleir- um. Það er hins vegar ekki rétt að í því hafi falist viðurkenning á þeirri starfsemi sem þeir væru að stunda hér á landi, eða hvort hún félli að lög- um og reglum um gjaldeyrismál. Það hafði einfaldlega ekki verið rannsak- að á þeim tíma. Vandinn felst í því að þarna er um þjónustusamninga að ræða sem eru beggja blands, þ.e.a.s. að hluta til er þetta þjónusta, að hluta til er þetta sparnaður. Í öllum sam- skiptum Seðlabankans hefur alltaf verið mjög skýrt tekið fram að fyrir- tækin verða að gæta að því sjálf að ekki sé um sparnað að ræða, með er- lendri gjaldeyrissöfnun. Ef að því sé gætt sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti starfað hér áfram. Á þeim tíma var auðvitað ekki hægt að svara því hvort um erlenda gjaldeyrissöfn- un væri að ræða í einstökum tilvikum. Hins vegar var fulltrúum Allianz boðið að bera undir Seðlabankann einstaka samninga til að fá úr því skorið. Þetta eru staðreyndir málsins. Þá var ekki búið að rannsaka til hlítar alla þá flóru samninga sem voru í boði hjá þessum tryggingafélögum. Fulltrúar Allianz vissu það og höfðu áhyggjur af því að verið væri að taka starfsemi þeirra til skoðunar. Þeir vissu að sú vinna væri á byrjunar- stigi,“ segir Arnór en með þjónustu- samningum vísar hann til samninga um líftryggingar og aðrar tryggingar. Slíkir samningar fari ekki gegn lög- um um fjármagnshöft. Arnór segir öðru máli gegna um söfnun á erlenda reikninga. Hún sé flokkuð undir fjár- magnshreyfingar. „Árið 2011 var ekki ljóst hversu margir samningar er- lendu tryggingafélaganna myndu falla undir síðarnefnda flokkinn.“ Samþykkti ekki öll viðskiptin Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Íslands Athugun SÍ leiddi í ljós að ýmsar tegundir samninga við erlend tryggingafélög fólu í sér óheimilan sparnað eða söfnun erlendis. Slíkir samningar eru sagðir varða fjölda innlendra einstaklinga.  Aðstoðarseðlabankastjóri telur Allianz oftúlka svör SÍ vegna samninga erlendra tryggingafélaga  Seðlabankinn hafi tekið fram að söfnun sparnaðar erlendis bryti í bága við lög um gjaldeyrismál Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er áætlað að útflæði vegna greiðslna iðgjalda vegna samninga einstaklinga við tryggingafélögin verði um 10 milljarðar í ár. Til að setja þá upphæð í sam- hengi áætlar Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, að fjárfesting lífeyrissjóða verði nærri 130 milljörðum í ár. Magnús Árni Skúlason, sérfræð- ingur hjá Reykjavík Economics, segir vísbendingar um að skaðleg áhrif fjármagnshafta á íslenskt efnahagslíf séu að koma fram núna á fasteignamarkaði. Þannig séu blikur á lofti um frekari hækk- un fasteignaverðs, sem geti valdið því að markaðurinn fari úr jafn- vægi. Fari hluti þeirra 10 millj- arða sem erlendu trygginga- félögin hafa safnað í iðgjöld á ári í fjárfestingar í hús- næði geti það því tímabund- ið haft áhrif á eignaverð þangað til höftin eru af- numin, ásamt öðrum þeim fjármunum sem eru fastir inni í íslenska efnahags- kerfinu. Getur þrýst á eignaverð ÁHRIF 10 MILLJARÐA VIÐBÓTARFJÁRFESTINGAR Skannaðu kóðann til að nálgast upp- lýsingar um málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.