Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. VERTU VAKANDI! blattafram.is 54% þolenda kynferðislegs ofbeldis verða fyrir misnotkun oftar en einu sinni. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Sparikjólar og jakkar í úrvali St. 36-52 Flottir bolir Verð kr. 7.900 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Str. M - XXXL ÚTSALA Gamlar plöntur, tré, runnar, rósir, skrauttré og sumarblóm Veljum sterkar íslenskar plöntur Blómsturvellir við Reykjalund Mosfellsbæ Opið 13-18 alla daga nema sunnudaga - Sími 864 12 02 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is BUXUR-BUXUR PERFECT FIT SUPER STRETCH MARGIR LITIR Skoðið laxdal.is/buxur 20% afsláttur af sumarbuxum mbl.is alltaf - allstaðar – með morgunkaffinu Þriðjungur ökutækjatjóna hjá tryggingafélaginu VÍS stafar af því að bílstjórar bakka á. Frá þessu greinir í frétt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir að ungir ökumenn séu líklegri til þess að bakka á en hinir eldri og reyndari. Tæplega 13% þessara tjóna verða hjá allra yngstu ökumönnunum. Algengast er að óhöppin verði á stórum bílastæðum þar sem er mikil umferð, t.d. við verslunarmiðstöðvar og á fjölförnum ferðamannastöðum. Á ferðamannastöðum verður um þriðjungur slíkra tjóna á bílaleigu- bílum. Í fréttinni segir að úrbætur verði ekki framkvæmdar í einu vetfangi en með einföldum aðgerðum megi koma í veg fyrir tjón og slys. Það sé t.d. ómaksins virði að fá ferðafélaga til að fara út úr bílnum og segja til þeg- ar verið sé að bakka og góð venja sé að bakka inn í stæði þegar aðstæður leyfi; af því sé minni hætta en að bakka út úr stæði og inn í umferð. Flest tjón vegna þess að bakkað er á Hvalur 9, bátur Hvals hf. kom í Hval- stöðina í Hvalfirði í gær með fyrstu langreyðina sem veiðist á þessari ver- tíð. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Skessuhorns, fréttaveitu Vesturlands, var langreyðurin 62 feta kýr sem veiddist vestur af landinu. Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hval- ur 9 fóru til veiða á sunnudagskvöldið og í gær hafði Hvalur 8 einnig veitt hval. Starfsmenn voru kallaðir á vakt á hvalstöðina, en um hundrað starfs- menn voru þar við störf í gær. Auk starfsmanna í Hvalfirði og á hval- veiðibátunum tveimur voru um 30 starfsmenn á Akranesi. Ýmsar afurðir koma af hvalnum. Bein og innyfli fara í mjölvinnslu, spik er brætt í lýsi og kjötið fer til vinnslu. Sumt af kjötinu er fryst í hvalstöðinni en annað fer til Akraness þar sem það er unnið í Heimaskagahúsinu til frystingar. Veiða má 154 langreyðar á þessu fiskveiðiári en í fyrra veiddu skip Hvals hf. alls 134 dýr. pfe@mbl.is Fyrsta langreyðurin  Hvalur 9 veiddi hval í gær  Ýmsar afurðir hægt að vinna Morgunblaðið/Lára Halla Sigurðardóttir Hvalveiðar Starfsmenn skera lang- reyði í Hvalstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.