Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014
Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006
www.ullarkistan.is
Ullarfatnaður á góðu verði
fyrir alla fjölskylduna
Hlýr og notalegur í útivistina
Gæða ullarföt frá
Þjóðverjinn Tobias Björn Weisenber-
ger er doktor í jarðvísindum og held-
ur úti áhugaverðri síðu sem gagnlegt
getur verið að skoða. Weisenberger
hefur mikinn áhuga á Íslandi og hefur
meðal annars gert rannsóknir á
steindum í Hvalfirði. Á síðunni hans
er eitt og annað að finna um jarð-
fræði Íslands og jarðsögu svæðisins.
Þó að þessi vísindamaður sé ungur
að árum virðist hann hafa komið
miklu í verk og má lesa útgefið efni
eftir hann á síðunni og þar á meðal
rannsóknina Multi-stage zeolite fa-
cies mineralization in the Hvalfjördur
area, Iceland sem gerð var árið 2009.
Rannsóknirnar og umfjöllunin á
síðunni teygir anga sína víða um Evr-
ópu og má lesa um uppbyggingu jarð-
efna í svissnesku Ölpunum, Þýska-
landi og næsti áfangastaður þessa
unga vísindamanns virðist vera Fær-
eyjar. Meira um það á síðunni.
Vefsíðan www.tobias-weisenberger.de
AFP
Jarðfræði Skrautsteinar, holufyllingar, gull og fleira er á meðal efnis á síðunni.
Eitt og annað um jarðfræði
Tungaréttir hafa staðið við fossinn
Faxa í Tungufljóti frá árinu 1955. Síð-
an þá hefur margsinnis verið réttað
þar, bæði sauðfé og hrossum, jafnvel
eintómu fólki. Síðast liðin tvö sumur
hafa Tungnamenn endurbyggt rétt-
irnar, þær voru orðnar ónýtar og ekki
dugði lengur að lappa upp á þær. Til
að standa að endurbyggingunni og
afla fjár til framkvæmdanna stofn-
uðu bændur félagið Vini Tungnarétta
með þátttöku allra þeirra sem bera
hag Tungnarétta fyrir brjósti. Vinir
Tungnarétta hafa haft allar klær úti
til að aura saman fyrir efninu og unn-
ið takmarkalausa sjálfboðavinnu við
bygginguna sjálfa. Oft er sagt að
margar hendur vinni létt verk. Það
hefur sannast við endurbyggingu
réttanna, en einnig má segja að hér
hafi samhentur hópur manna lyft
grettistaki með góðri aðstoð fjöl-
margra sem komu að verkinu á einn
eða annan hátt.
Næstkomandi laugardag 21. júní
verða nýju réttirnar vígðar við hátíð-
lega athöfn og hefst samkoman kl.
14. Tungnamenn bjóða öllum vinum
Tungnarétta, formlegum sem óform-
legum, að koma í réttirnar þennan
dag til að fagna verklokunum í sam-
einingu og til að afhenda sveitarfé-
laginu Bláskógabyggð hið nýja mann-
virki.
Tungnamenn bjóða til hátíðar næsta laugardag
Tungnaréttir vígðar á sumar-
sólstöðum eftir endurbyggingu
Ljósmynd/Ingimundur
Tungnaréttir Þar hefur verið líf og fjör í gegnum tíðina þegar réttað er að
hausti og mikið sungið enda eru Tungnamenn frægir fyrir sönggleði.
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
Endurbygging Bragi Þorsteinsson, Rúnar Guðmundsson og Ólafur Jónasson
að störfum í Tungnaréttum í fyrrasumar. Allt unnið í sjálfboðavinnu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Hringsjá Skyggnst til suðurs frá Sjónarskeri, sem er góður útsýnisstaður.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ánæstunni verður hafisthanda við umfangsmiklarframkvæmdir í þjóðgarð-inum í Skaftafelli sem
miða að því að bæta aðgengi ferða-
fólks þar og jafnframt draga úr álagi
á umhverfið. Þetta þykir nauðsyn-
legt, enda hefur ferðamönnum sem
staðinn sækja fjölgað mikið síðustu
ár. Því til marks nefnir Guðmundur
Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóð-
garðsvarðar, að síðastliðið sumar hafi
á bilinu 1.500–2.600 manns komið í
Skaftafell á hverjum degi. Það sem af
er sumri í ár séu þeir um 20% fleiri og
búast megi við að fjöldi gesta á einum
degi geti farið í 3.000 manns. Séu
þessar tölur settar í stærra samhengi
voru Skaftafellsgestir í fyrra um 260
þúsund, en spár gera ráð fyrir að í ár
verði þeir um 300 þúsund.
Yfir stuðlabergshvelfingu
Meðal verkefna fram undan í
Skaftafelli er að stækka veitingasal
við þjónustumiðstöð. Aðstaðan þar
þjónar ekki lengur gestafjölda, fólk-
inu sem meðal annars kemur í ís-
lenska kjötsúpu. Í þetta verður farið
þegar sumarönnum lýkur og einnig
við að reisa útsýnispall og bæta
göngustíga við Svartafoss. Fossinn,
sem er í hæðunum ofan við tjald-
svæðin í Skaftafelli, er þrátt fyrir að
vera hvorki hár né vatnsmikill, einn
þekktasti foss landsins. Er tilkomu-
mikill þar sem hann fellur fram og yf-
ir stuðlabergshvelfingu. Til þessa
hafa fengist fjármunir úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða.
„Yfir sumrið leggja margir leið
sína upp að Svartafossi, oft hundruð
Hundruð upp að
Svartafossi daglega
Gestum sem koma í Skaftafell í Öræfasveitinni fjölgar jafnt og þétt og er
áætlað að í ár verði þeir um 300 þúsund. Margvíslegar framkvæmdir eru
í bígerð til þess að mæta álagi sem þessu fylgir. Þá stendur til að gera fleiri
staði á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs ferðafólki betur aðgengilega.
Fjallamaður Guðmundur Ögmundsson er aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar.