Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.06.2014, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is Marineraðir þorskhnakkar 1999kr/kg Laxasteik í sítrónu, hvítlauk og rósmarin Glæný Klausturbleikja Stór humar á grillið VIRKA DAGA 10.00 - 18.15 LAUGARDAGA 11.00 - 15.00 OPIÐ Á undangengnum árum hefur sífærst í aukana að halda inn- tökupróf í hinar ýmsu deildir Háskóla Ís- lands. Á nýliðnum dögum bættist laga- deild sama skóla við og það gefið í skyn að von sé á inntöku- prófum í fleiri deildir skólans. Menn koma fram og segja sitt álit á þessum gjörningi. Nemendur sem þreyttu þetta svokallaða inn- tökupróf inn í lagadeildina voru spurðir um hvaða þýðingu slík próf hefðu. Sumir þeirra vilja meina að inntökuprófin varpi betra ljósi á stöðu þeirra … vænt- anlega þá sem „námsmanna“… þ.e. fólks sem líklegt er að geti numið við deildina og lokið þaðan prófi. Starfsmenn lagadeildar há- skólans eru líka spurðir álits og visir.is hefur eftir Eyvindi G. Gunnarssyni forseta lagadeild- arinnar „að það sé stórt gæðamál fyrir lagadeild Háskóla Íslands að stíga þetta skref“. Ennfremur segir í frétt á visir.is: „Deildin hefur verið gagnrýnd fyrir of stóra hópa nemenda og hátt brott- fall þar sem slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum gæðastöðlum. Um 100 manns þreyttu prófið en ráð- gert hafði verið að hleypa 150 nemendum inn í lögfræðina að prófi loknu. Það komast því allir inn sem tóku prófið eins og Vísir greindi frá í dag.“ Fengust við inn- tökupróf þessi nið- urstöður sem ekki lágu þegar fyrir? Var þetta allt saman ókeypis? Gildi stúdents- prófsins Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar að- göngumiði inn í há- skóla. Nemendur framhaldsskólanna hafa fengið skírteini í hendur, stúdentsveislur hafa verið haldnar, hátíð hefur verið í bæ. Menn koma saman og gleðjast. Það er vissulega fagnaðarefni ef einhverjum fjölskyldumeðlimi okk- ar, vini eða samferðamanni gengur vel og hann uppsker vel. En eru þessi hátíðarhöld þá kannski bara vina- og fjölskyldumót undir fölsk- um formerkjum? Er stúdentspróf- sskírteinið þá ónýtt plagg ef sann- gildi þess skal véfengt með þessum inntökuprófum? Af hverju inntökupróf og út á hvað ganga þau? Það er nokkuð ljóst að með inn- tökuprófum háskólanna er fram- haldsskólastiginu ekki treyst fyrir að meta nemendur upp í háskóla. Hvað ganga annars þessi inntöku- próf út á? Eru þau til að kanna hvort nemendur eru t.a.m. í þessu síðasta tilfelli betur búnir undir laganám? Eru þau til að kanna al- menna þekkingu í stærðfræði, ís- lensku og fleiri greinum? Hafði framhaldsskólinn ekki kveðið upp sinn dóm um það? Eru þau til að kanna vitneskju manna um hvaða stofnanir eru staðsettar við ákveð- in númer við ákveðnar götur á höfuðborgarsvæðinu? Hvaða skila- boð er hér verið að senda út í samfélagið? Ábyrgðin Mikil er ábyrgð þeirra sem breyttu áður ágætu kerfi sem ríkti í menntamálum þjóðarinnar allt fram á áttunda áratug síðustu ald- ar. Leiðir inn í framhaldsskólann opnuðust skyndilega upp á gátt, framhaldsskólum fjölgaði og allir skyldu verða stúdentar. Umræðan og virðingin fyrir verknámi þvarr og enginn var maður með mönn- um nema að hann hefði stúdents- skírteini upp á vasann. Inntöku- prófin eru vísast afsprengi þeirra afleiðinga. Dómurinn Þeim sem hafa unnið við kennslu á framhaldsskólastiginu árum saman hlýtur að svíða undan því að pappírar þeir sem afhentir eru við hver skólaslit framhalds- skólanna, sjálf útskriftarskírteinin, séu metin sem einskis nýt plögg af aðilum næsta skólastigs fyrir ofan. Hvað annað er í raun verið að segja okkur starfsfólki framhalds- skólanna? Hver stjórnar þessari þróun? Er kannski stjórnleysi þessara mála í frjálsu falli eins og margt annað á Ísalandinu góða? Hvernig væri að fara að gera hvert skólastig ábyrgt fyrir sínum þætti, herða kröfur í efri bekkjum grunnskólanna í stað fljótandi flæðis á milli bekkja? Gera meiri kröfur til framhaldsskólanna til að útgefnir pappírar, skírteinin sjálf, séu hvorki véfengd né dregin í efa? Til að svo megi verða verður yfirstjórn menntamála í landinu að koma sterk inn og ráðgjafar úr röðum þaulreyndra kennara að koma að málum. Til að koma þess- um málum á réttan kjöl þarf fyrst og fremst vilja til að laga laskað menntakerfi, framsýni, þolinmæði, rökhyggju og góða yfirsýn þessara mála. Með því drögum við úr brottfalli á öllum skólastigum og sköpum auk þess traust á milli skólastiga. Hvenær var stúdentsprófið formlega gjaldfellt? Eftir Sumarrós Sigurðardóttur » Í áraraðir hefur stúdentspróf verið nokkurskonar aðgöngu- miði inn í háskóla. Sumarrós Sigurðardóttir Höfundur er framhaldsskóla- kennari í sumarfríi. Fyrir um tveimur árum sendu Samtök meðlagsgreiðenda kvörtun til umboðs- manns Alþingis fyrir hönd félagsmanns vegna tvírukkunar meðlaga. Samtökin hafa fengið mýmargar ábendingar um slíkar tvírukkanir í gegnum tíðina og nema kröf- urnar milljónum í hvert skipti. Tvírukkanir eiga sér stað þegar Innheimtustofnun myndar kröfu- samband við atvinnuveitanda með- lagsskuldara, þannig að í stað þess að meðlagsgreiðandinn greiði sjálfur meðlagsskuldirnar eru þær dregnar af útborguðum launum, án samráðs við meðlagsskuldarann sjálfan. Sam- tökin hafa túlkað gerninginn sem svo að Innheimtustofnun eigi þar með frumkvæði að því að stofna til kröfusambands við þriðja aðila. Í mörgum tilfellum sem samtökin vita um hafa atvinnurekendur dregið meðlög frá en ekki greitt til Inn- heimtustofnunar eins og þeim er skylt lögum samkvæmt. Hafa verið rekin sakamál vegna slíkra mála þar sem atvinnurekendur sem svo gera hafa hlotið refsidóma. Umboðsmaður Alþingis hefur gef- ið út álit í máli nr. 7453/2013 um tví- rukkun meðlaga. Ekki er annað hægt að lesa úr álitinu en að um- boðsmaður telji að meðlagsskuldari sé ábyrgur fyrir kröfusambandi milli Innheimtustofnunar og atvinnurek- anda, og ef hann geti ekki sýnt fram á margra ára launaseðla sem sýna frádrátt meðlaga frá launum verði hann að greiða sömu meðlög tvisvar, jafnvel þótt upphæðirnar velti á mörgum milljónum. Verður þessi nið- urstaða umboðsmanns undarleg, þar sem í fyrri álitum sínum full- yrðir hann að frádrátt- ur frá launum sé íþyngjandi stjórnvalds- ákvarðanir og lúti þar með efnis- og form- reglum stjórnsýslulaga. Þær reglur eru í þessum málum þverbrotnar við hvert fótmál. Varðar slíkt ógildingu fyrir dómstólum og jafnvel skaða- bótum. Ástæða er til að hvetja meðlags- greiðendur til að halda upp á launa- seðla sína vegna framgöngu þessa. Verðum við að horfast í augu við það að opinberar stofnanir virðast hafa lagalega heimild til þjófnaðar skv. áliti umboðsmanns. Jafnframt hvetj- um við alla þá sem sætt hafa tví- rukkun meðlaga að leita réttar síns fyrir dómstólum og stefna hinu op- inbera til greiðslu fjárhæðar þeirrar sem tvírukkuð hefur verið ásamt dráttarvöxtum auk skaða- og miska- bóta. Lagaheimild til þjófnaðar Eftir Gunnar Kristin Þórðarson Gunnar Kristinn Þórðarson »Umboðsmaður Al- þingis staðfestir heimild stjórnvalda til þjófnaðar Höfundur er formaður Samtaka með- lagsgreiðenda og nemi í opinberri stjórnsýslu. Erum við Íslendingar ekki minni- hlutahópur meðal þjóða heims? Hver ætlar að vernda land og þjóð? Ég sé ekki að neitt af stjórnmálafólkinu þori að stíga fram og taka af skarið. Illa er komið fyrir okkur. Barna- skapur er að halda og trúa því að við Íslendingar getum ekki orðið minnihlutahópur í okkar eigin landi, eða glatað sjálf- stæði okkar, en þangað stefnum við. Unga fólkið í dag virðist ekki skilja né vita hvers virði það er að eiga land og haf til að ráða yfir. Þau eru auðtrúa og tala bara einhverja innihaldslausa frasa. Það má ekki mismuna, segja þau, en svo þið vitið, þá erum við öll mennsk, en langt í frá bræður og systur. Það er staðreynd. Spyrjið múslima, hann mun ekki gerast bróðir þinn. Þrátt fyrir fordómana sem múslimar hafa um okkur, þá koma þeir hingað samt, þeir nefnilega vita að dropinn holar steininn og svo fara þeir gjarna í fórnarlambaleik til þess að ná sínu fram. Með tilkomu mosku fjölgar múslimum og þeirra siðum, það er staðreynd, því hjá þeim eru trúarlög æðri landslögum. Hugsið til fram- tíðar, hvort munu þeir eða við ráða hér ferð? Þeir eiga eftir að koma hér í stjórnmálin og ekki endilega öruggt að við Íslendingar stýrum landi og þjóð. Þeir munu mismuna okkur. Mikið er að í þjóðfélagi okkar að hér sé til fólk sem er að hvetja til stuðnings við múslima. Þeir hinir sömu vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir okk- ur. Þið sem neitið að horfast í augu við fordóma þeirra í okkar garð minnið á barinn hund, sem kemur í sífellu aftur og aftur eftir meiri bar- smíðum. Hvar er lýðræðið? Því má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vill mosku eða ekki? Ég mótmæli harðlega getu- og andvaraleysi stjórnvalda. Ef þið sjáið ekki hætt- una sem steðjar að smáþjóð, í guðs bænum segið þá af ykkur. Ég vil fá eldri kynslóð stjórnmálamanna aft- ur til valda, kynslóð sem vill vera Ís- lendingar, það er nóg komið af bjánahætti. Svo í lokin, fólk sem vill höggva niður 109 ára gamalt tré, auglýsir sig tilfinningaskert, hrokafullt og sýnir valdníðslu og á ekki að stjórna öðrum. Munið að „sá sem sáir með tárum mun uppskera gleðisöng“. Út á hvað gengur ykkar stutta líf? Svari hver fyrir sig. Megi landvættir mínir varðveita land mitt og þjóð, ekki veitir af í öllu þessu rugli. Þjóðin á í vanda. Við er- um smáþjóð, það skiptir öllu. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki Þjóð í vanda Frá Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.