Morgunblaðið - 18.06.2014, Side 20

Morgunblaðið - 18.06.2014, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 ✝ ErlendurBjörnsson fæddist í Reykja- vík 27. mars 1935. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 5. júní 2014. Foreldrar hans voru þau Björn Erlendson, fæddur á Breiðabólstöðum á Álftanesi 11. febrúar 1898, dá- inn 23. apríl 1989, og Ingibjörg Þ. Dagbjartsdóttir, fædd í Gröf á Rauðasandi 16. maí 1905, dá- inn 24. apríl 1970. Erlendur átti tvö systkini, þau eru Vig- dís Björnsdóttir fædd 11. júlí 1933 og Dagbjartur Björnsson fæddur 26. febrúar 1944. Hinn 29. nóvember 1958 kvæntist hann Auði Aðalsteinsdóttur, f. 22. apríl 1937. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn Teitsson, f. 20. febrúar 1909, d. 14. janúar 1957, og Guðný Ingibjörg Björnsdóttir, f. 6. mars 1906, d. 28. nóvember 1990. Börn Erlendar og Auðar eru. 1) Guðný Steina, f. 27. september 1958. Hennar börn eru a) Jó- nokkrum rollum og varð frístundabóndi í nokkur ár. Eftir barnaskóla var Erlendur tvo vetur í íþróttaskólanum í Haukadal. Þá lærði Erlendur bifvélavirkjun hjá Agli Vil- hjálmssyni og vann þar 1954 – 1975. Árið 1975 keypti hann sína fyrstu rútu og hóf að keyra skólabílinn á Álftanesi. Hann var einn af stofnendum Hópferðarmiðstöðvarinnar ár- ið 1978 sem í dag heitir Hóp- ferðamiðstöðin Trex. Í gegnum tíðina hefur Erlendur átt margar rútur og keyrt mikið af fólki bæði innlendu og er- lendu. Erlendur hafði mjög gaman af því að keyra rút- urnar og keyrði allt fram á daginn sem hann veiktist. Þau hjónin, Erlendur og Auður, höfðu gaman af að ferðast og fóru víða um allt land með börnin sín tvö meðan þau voru ung. Eftir að börnin uxu úr grasi fóru þau meira að ferðast erlendis. Þau hafa m.a. farið til Kína, Tíbet, í Kletta- fjöllin, til Egyptalands auk flestra landa í Evrópu. Oftast fóru þau með Bændaferðum en einnig margar ferðir með Hóp- ferðamiðstöðinni sem og á eig- in vegum. Útför Erlends fer fram frá Bessastaðakirkju í dag, 18. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 13. hannes Marteinn Jóhannesson, f. 3. september 1983, sambýliskona hans er Björg Jóns- dóttir, f. 11. febr- úar 1989. b) Ingi- björg Þóranna Jóhannesdóttir, f. 3. september 1983, sambýlismaður hennar er Einar Hlöðver Erlings- son, f. 11. des. 1982, dóttir þeirra er Auður Linda, f. 13. nóv. 2013. 2) Björn Erlendsson, f. 31. október 1960, eiginkona hans er Steinunn Guðbjörns- dóttir, f. 2. maí 1964. Börn þeirra eru Erlendur Auðunn, f. 31. maí 1993, og Margrét Lóa, f. 15 apríl 1999. Sonur Stein- unnar er Andri Freyr Ólason, f. 11. desember 1983. Erlendur, eða Lindi eins og hann var alltaf kallaður, bjó alla sína ævi á Álftanesinu, fyrst á Breiðabólstöðum og frá árinu 1963 á Hvoli í húsinu sem hann og Auður byggðu saman. Eftir að foreldrar hans hættu búskap hélt hann eftir Þegar ég sest niður og skrifa þessar línur um tengdaföður minn til 25 ára, Erlend Björns- son, koma þessi orð í hugann; stríðinn, stór, sterkur, þrjóskur, dýravinur, hjálpsamur og greið- vikinn. Eflaust hefur honum ekkert litist á þegar einkasonurinn kom heim með fordekraða skipstjór- adóttur úr Reykjavík, og með barn í eftirdragi þar að auki. En okkur varð fljótlega vel til vina þrátt fyrir ólíkar skoðanir og höfðum gaman af að stríða og ögra hvort öðru í gegnum tíðina. Ein ögrunin hjá honum var t.d. sú að gefa hundunum mínum að éta við matarborðið, en það hafði ég sérstaklega beðið hann um að gera ekki. Það hafa margir mat- arbitar dottið „óvart“ niður á gólf og stundum óskiljanlegt hvað ís, rjómi og súkkulaðisósa runnu af disknum beint í gin hundanna. Því fleiri sem skömmuðu Linda fyrir „óþekktina“ við matarborð- ið, þeim mun skemmtilegra þótti honum og glottið leyndi sér ekki. Þegar ég var ólétt af nafna hans tók hann hestana mína á úti- gang heim við Hvol. Þetta var fyrir tíma rúllubaggana svo það þurfti að gefa út daglega. Það var ekki liðin vika af gjafatímanum þegar hrossin mín máttu ekki af Linda sjá. Hann þurfti ekki ann- að en að reka nefið út um gluggann, þá komu þeir hlaup- andi og hneggjandi að girðing- unni. Feitari hesta eftir útigang höfðu bændur ekki séð um vorið! Síðastliðin ár hafa hins vegar kanínur fengið að njóta gestrisni og gjafmildi Linda, enda eru þær sem búa við skúrinn hans orðnar feitar og pattaralegar eftir vet- urinn. Og heimiliskötturinn fær rjóma og kæfu á Hvoli. Lindi var ekki bara hjálpsam- ur við dýrin á svæðinu, það var alltaf hægt að leita til hans þegar hjálp þurfti, hvort sem það var varðandi bílaviðgerðir, húsbygg- ingu, niðurrif, heyskap, barna- pössun, gróðursetningu og síðast en ekki síst, skutl hingað og þangað á rútunni fyrir barnaaf- mæli, Sótaferðir og aðrar uppá- komur. Það voru aldrei nein vandamál, það var bara vaðið í verkið og helst gert með trukki. Ég minnist þess þegar við flutt- um úr Ásulundi mætti Lindi á svæðið og hreinsaði allt út á tveim dögum. Allt dót, húsgögn og heill sumarbústaður var flutt í einni ferð og í næstu ferð var Ásulundur rifinn niður í öreindir, og allt hirt, því Lindi var jú af þeirri kynslóð sem nýtti alla hluti. Tengdafaðir minn var einstak- lega heppinn með lífsförunaut en það er varla hægt að minnast á Linda án þess að Auðar sé getið líka. Auður hefur verið stoð hans og stytta í gegnum lífið en hún hefur svo sannarlega verið klett- urinn í hafinu í öllu sem á fjöl- skylduna hefur dunið. Hún sat við sjúkrabeð Linda daga og næt- ur og ég er sannfærð um að hún var ljósið í lífi hans. Það hafa mörg börn verið skírð eftir þeim hjónum og má þar nefna Erlend Auðun, Auði Lind og Auði Lindu. Meðan Lindi lá banaleguna fæddist mér fal- legt folald í haganum við Hvol. Ég er að hugsa um að nefna fol- ann Linda og vona að hann eigi eftir að veita okkur margar ánægjustundir. Ég votta Auði og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Linda verður sárt saknað. Steinunn Guðbjörnsdóttir. Elsku besti afi. Mikið óskap- lega tekur það mig sárt að vera búin að missa þig úr mínu lífi. Síðan þú fórst er ég búin að eyða miklum tíma í að rifja upp góðar minningar um þig sem eru fjöl- margar. Við Jói voru svo heppin að fá að eyða miklum tíma hjá ykkur ömmu á Álftanesinu og sniglast í kringum ykkur. Mér fannst alltaf svo gaman að fá að keyra um með þér á rútunni fram eftir öllum aldri og ekki skemmdi fyrir að fá að syngja í hátalarann. Það var bara núna síðast um dag- inn að við vorum að tala um að ég gat endalaust sungið Atti katti nóa og þá skipti engu máli hvort rútan var full af fólki eða bara við tvö. Þú hlakkaðir til að leyfa henni Auði Lindu minni að fá að syngja í rútunni hjá langafa eins og mamma hennar hafði gert. Vonandi fær hún tækifæri til þess einhvern daginn; þótt þú verðir ekki til staðar til að keyra rútuna veit ég að þú munt njóta þess að hlusta. Á okkar ferðum um landið, sama hvort það var á rútunni eða einkabílnum, varstu alltaf dug- legur að segja mér frá hinum og þessum örnefnum og hlýða mér svo yfir í næstu ferð. Ég hugsa til dæmis alltaf til þín þegar ég keyri fram hjá Kögunarhóli. Ég veit ekki hvað það tók mörg skipti fyrir mig að muna nafnið á þessum hól en núna mun ég aldr- ei gleyma því aftur. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda og ég vissi þá og veit enn að þú getur allt. Þegar ég var á þeim aldri að krakkar eru sífellt að metast um hver á sterkasta pabbann þá tilkynnti ég sko öll- um að afi minn væri sterkari en pabbi þeirra. Þú hafðir alltaf svo gaman af að taka myndir og taka upp myndbönd. Ég minnist skemmti- legra fjölskyldustunda að skoða gamlar slides-myndir frá því þeg- ar þið amma voru ung og af mömmu og Birni litlum. Svo eig- um við Jói núna fleiri klukku- stundir af myndböndum síðan við vorum lítil sem er alveg ómetan- legt. Þó að Auður mín sé aðeins nokkurra mánaða varstu búinn að taka þó nokkrar myndir og myndbönd af henni. Ég mun leggja mig alla fram um að vera jafndugleg að vera með mynda- vélina á lofti og þú varst. Betri fyrirmynd er vart hægt að hafa í uppvextinum. Þú lést þína drauma rætast og gerðir áhugamálið að atvinnu þinni. Þú fylgdir alltaf þinni eigin sannfær- ingu og kærðir þig kollóttan um hvað öðrum fannst. Þannig vil ég líka lifa mínu lífi. Takk fyrir allt elsku afi minn. Ingibjörg Þ. Jóhannesdóttir. Afi minn var góður maður. Ég man að einu sinni þegar ég var lítil vildi ég búa til snjóhús. Ég spurði afa hvort hann nennti að búa til snjóhús með mér. Hann náði í skóflu og við byrjuðum að moka. Síðan var það loksins tilbú- ið eftir mikinn mokstur (en ég held að afi hafi nú mokað töluvert meira en ég). Ég skreið inn í snjóhúsið en þá vantaði eitthvað, hugsaði ég. Stuttu síðar fór afi inn en mér var orðið pínu kalt í snjóhúsinu. Ég ætlaði að fara inn en þá kom afi með kertaljós og heitt kakó. Ég sagði við hann „ Komdu inn“ og hann skreið inn með heita kakóið og kertaljósið. Þá sagði ég; „Þetta er besta snjó- hús sem við höfum byggt“ og þarna sátum við í smástund. En núna verð ég að byggja snjóhús, ein með kakó og kerta- ljós. En ég mun alltaf hugsa að það vanti afa og án hans er snjó- húsið ekki fullkomið. Þú munt alltaf eiga mjög stór- an hlut í hjarta mér, vonandi líð- ur þér vel þarna uppi og vonandi brosirðu til okkar því við munum brosa til þín. Elska þig af öllu hjarta. Margrét Lóa Björnsdóttir. Mín fyrsta bernskuminning var fyrir 67 árum þegar ég var þriggja ára og Erlendur bróðir minn hafði útbúið mitt fyrsta far- artæki og ekki það síðasta, þetta var pappakassi sem hann hafði útbúið og sett í snærisspotta, hann dró mig síðan í kassanum yfir þröskulda í íbúðinni á efri hæðinni á Breiðabólstöðum eins og við værum í torfærum eins og við fórum síðan oft í á lífsleiðinni, önnur minning er frá ca. um 1950 þegar krakkarnir á Breiðaból- stöðum fóru til berjatínslu þar sem nú er verið að leggja nýja Álftanesveginn, einhver vand- ræði voru með hvernig við ætl- uðum að komast þangað því ekki var nægt pláss í bílnum. Erlend- ur var ekkert að tvínóna við hlut- ina heldur náði í dráttarklárinn Krumma og þeysti á honum inn allan Álftanesveginn. Einnig er í huga mér minning þegar bróðir minn fór til mennta hjá Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar hjá Geysi og lærði þar áreiðanlega glímutökin og gekk síðan til liðs við glímufélag í Reykjavík. Hann fór síðan með þessu félagi til Noregs til að sýna íslenska glímu, ég man alltaf hvað við vorum hreykin af honum þegar hann kom til baka. Erlendur lærði bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálmssyni í Reykja- vík og eignuðumst við saman okkar fyrsta bíl sem við keyptum af Sölunefnd varnaliðseigna. Þessi bíll var kannski óttalegur skrjóður en þegar Erlendur var búinn að fara höndum um hann var þetta hinn fínasti bíll og ég unglingurinn, ekki kominn með bílpróf, fékk alltaf að vera með sem fullgildur. Við eignuðumst síðan báðir okkar Willys-jeppa og fórum margar ferðir á þeim í torfærur og óbyggðir, þar á með- al fórum við með fjölskyldur okk- ar Gæsavatnaleið sem er á miðhálendinu og komum niður í Herðubreiðarlindir. Þegar ég var unglingur eign- aðist Erlendur bát til að stunda sjóróðra og grásleppuveiðar, allt- af var unglingurinn tekinn með sem fullgildur og seldum við bæði hrogn og fisk, þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Ég man það eins og það hafi gerst í gær að ég, unglingurinn, vildi ólmur fá bátinn lánaðan og fara í róður með kunningja mín- um en foreldrar mínir vildu ekki leyfa mér að fara vegna reynslu- leysis. Þá sagði Erlendur „ef hann prófar aldrei neitt þá verð- ur aldrei neitt“ og í róðurinn fór ég, oft hef ég notað þessa speki hans í mínu lífi. Með árunum hafa samskipti okkar eitthvað minnkað, báðir komnir með stórar fjölskyldur og barnabörn en það var eitt sem mátti aldrei bregðast og það var að fara út á Hvol á gamlárskvöld og hitta Erlend og Auði. Elsku Auður, Steina og Björn og fjölskyldur ykkar, öll mín hjartans samúð er með ykkur. Dagbjartur. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast vinar míns, Er- lendar Björnssonar. Þann dag sem Erlendur veikt- ist sat ég heima í stofu og horfði á sjónvarpið, allt í einu skaut sú hugsun upp kollinum: Hvernig skyldi Lindi hafa það? Skrítið en samt satt. Ég var svo heppinn að kynnast Erlendi þegar ég var 16 ára og fór að læra bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálmssyni. Vakti Lindi strax athygli mína vegna þess hve stór og sterkur hann var en samt ljúfmenni í umgengni. Hjá honum lærði ég mörg hand- tök og góðar aðferðir við vinnu og leik. Oft var kátt á kaffistofunni og stundum tókumst við á en allt- af í góðu. Þegar ég var í vandræðum með húsnæði til að gera upp gamlan Weapon var Erlendur mér mjög hjálpsamur og fékk ég aðstöðu í bílskúrnum hjá honum. Var mér þá oft boðið í mat og kaffi hjá Auði og Linda og var alltaf vel veitt. Síðar fórum við Lindi að vinna saman í margs- konar viðgerðum í gamalli hlöðu sem hann hafði aðstöðu í. Ég, Lindi og fleiri starfsmenn Egils Vilhjálmssonar fórum í margar fjallaferðir inn á hálendið og er margs að minnast því mörg voru ævintýrin. Lindi eignaðist nýjan vélsleða trúlega 1975, eftir það fórum við í margar ógleym- anlegar sleðaferðir, t.d. í Land- mannalaugar og Hveravelli. Það var gott að ferðast með Linda, aldrei neitt vesen og Lindi tilbú- inn að leysa öll vandamál á róleg- an og yfirvegaðan máta. Síðustu 30 árin höfum við, gamlir starfsfélagar hjá Agli Vil- hjálmssyni, hist hver hjá öðrum einu sinni á ári. Þá borðum við góðan mat, segjum sögur og skoðum gamlar ferðamyndir. Já það eru margar minningar sem ég á af þeim heiðurshjónum Linda og Auði. Ég kveð Linda með söknuði og þakka honum fyrir það sem hann gaf mér á sinni lífsgöngu. Elsku Auður, hugur minn er hjá þér og börnunum á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur. Engelhart Björnsson. Nokkrar línur til minningar um gamlan æskufélaga, Erlend Björnsson, Hvoli, sem við kveðj- um hér í dag 18. júní. Þó að eitt ár hafi skilið okkur Linda að í aldri gengum við saman hér í barna- skólanum að Bjarnastöðum. Það er nú kannski ekki mikils að minnast frá þeim sokkabandsár- um, en því meir er að tánings- árum kom. Einhverra hluta vegna varð okkur Linda vel til vina, með árunum sem nú fóru í hönd. Eitt dimmt vetrarkvöld var knúið dyra í gömlu Gesthúsum. Var kunninginn þar mættur og í þeim erindagjörðum að athuga hvort ég væri ekki til í að koma með honum til vetrardvalar að Íþróttaskólanum Geysi í Hauka- dal. Lengi var þrefað en ein- hverra hluta vegna var ég ekki tilbúinn, hvað það var sem ég setti fyrir mig man ég ekki. En Lindi fór austur og var þar um veturinn, hef ég alltaf séð eftir því síðan að hafa ekki flotið með. Ekkert breyttist vinskapurinn við þessa tregðu mína og styrkt- ust nú enn vináttuböndin með til- komu táningsáranna. Kvenþjóðin hafði nú fengið aukið rými hjá okkur piltum og fyrr en varði voru nú báðir komnir á fast, eins og sagt er. Góður samhljómur skapaðist nú með þessum litla fjögurra manna hópi, hefi ég ekki tölu á öllum þeim bíóferðum og öðrum uppákomum sem við stunduðum á þessum árum. Síð- an kom að því að rembihnúturinn var endanlega knýttur, er við sameiginlega gengum fyrir sókn- arprestinn okkar séra Garðar Þorsteinsson, sem pússaði okkur saman síðla árs 1958. Ég minnist þessa dags sérstaklega vegna þess að fyrr um daginn stóð hér yfir sauðfjárböðun þar sem við piltarnir vorum báðir að störfum í roki og rigningu. Ég sem átti talsvert lengra heim að loknu verki rétt slapp tímanlega til at- hafnarinnar, sem hófst kl. 18.00. Ég held að hvorki „steggjapartí- in“ né annað umstang við svona athafnir hafi verið almennt kom- in í tísku á þessum árum, né ann- að prjál sem nú tíðkast. Nú liðu ár og Lindi hafði um nokkurra ára hríð starfað sem bifvélavirki hjá Agli Vilhjálmssyni, en ég hóf einnig störf í höfuðstaðnum. Margan matartímann nýttum við sameiginlega og skruppum þá saman í Sundlaug Vesturbæjar, svo það er margs að minnast frá þessum árum. Sem bifvélavirki rétti Lindi mér marga hjálpar- höndina við Land Roverinn minn á sínum tíma. Eiginkona Linda, Auður Aðalsteinsdóttir, hefur staðið dyggan vörð við hlið eig- inmannsins og í jafn ríkum mæli sýnt af sér sömu tryggð og vin- áttu og við áttum að venjast hjá Linda. Við sveitungarnir könn- umst vel við setninguna „Auður og Lindi sjá um aksturinn“, en þau hjón hafa um langt skeið rek- ið svonefnda hópferðaþjónustu með miklum myndarskap og trú- lega verða hér aðrir sem rekja þá sögu. Að leiðarlokum þakka ég vini mínum hér tíundaðar og miklu fleiri góðar stundir um leið og ég votta Auði, börnum, barna- börnum og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Einar Ólafsson. Nú er Lindi farinn heim. Þannig tökum við skátar til orða þegar einhver kveður þennan heim. Lindi reyndist skátafélaginu Svönum traustur ferðafélagi gegnum árin. Þegar stóð til að halda eitthvert var alltaf hringt í Linda og hann beðinn um að koma okkur á leiðarenda. Hann sinnti því ávallt með brosi á vör og mikilli þolinmæði og flutti okkur víðs vegar um landið. Allt- af fann hann lausnir á öllum okk- ar flutningum og minnist ég þess þegar ógerningur var að koma öllum farangri okkar fyrir, þá hringdi hann í Auði sína sem setti kerru aftan í heimilisbílinn og keyrði á eftir rútunni. Þegar haldið var í lengri ferðir kom Auður oft með og aðstoðaði. Skátafélagið Svanir þakkar Linda kærlega fyrir samfylgd gegnum árin og sendir innilegar samúðarkveðjur til Auðar og fjöl- skyldunnar allrar. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur kvenskáta) Fyrir hönd skátafélagsins Svana, Jóhanna Aradóttir. Starfsfólk, nemendur og for- eldrar Álftanesskóla vilja við leiðarlok Linda, sem ávallt var boðinn og búinn fyrir okkur í Álftanesskóla og keyrði okkur ávallt hringinn ef með þurfti, senda þér, elsku Auður, og fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ríkidæmi, frægð og gáfur eru ekki nóg til að gera okkur hamingjusöm. Ef Erlendur Björnsson Elskulegi maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, SVEINN ANTONÍUSSON rafvirki, Skálanesgötu 10, Vopnafirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 15. júní. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 21. júní kl. 11.00. Ásrún Jörgensdóttir, Örvar Sveinsson, Halldóra Hallgrímsdóttir, Andrea Örvarsdóttir, Hildur Örvarsdóttir, Anna Sveinsdóttir, Jón Kr. Antoníusson, Björg Stefa Sigurðardóttir, Ragnhildur Antoníusdóttir, Alexander Árnason, Kristbjörg Antoníusdóttir, Jón Áskelsson, Guðjón Antoníusson, Magnea Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.