Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 30

Morgunblaðið - 18.06.2014, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2014 Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin í fimmta skipti 19.–22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og verða þrennir tónleikar haldnir með tónverkum sem spanna vítt lit- róf, allt frá djúpum þönkum Jo- hannesar Brahms til skemmti- tónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagna- heimi, París aldamótanna og ís- lenskri sumarnæturkyrrð, að því er segir í tilkynningu. Á opnunartónleikunum annað kvöld kl. 20 hljóma verk gamalla meistara úr ýmsum áttum, m.a. Fiðlusónata Mozarts í e-moll, og á laugardaginn hljómar tónlist um fugla og náttúru. Lokatónleikar Bergmáls bera yfirskriftina „Aríur og fingraflugeldar“ og á þeim mun m.a. hljóma virtúósísk hljóðfæra- tónlist eftir jafnólíka höfunda og Richard Strauss, Taffanel og Poulenc. Tónlistarmenn á hátíðinni í ár eru Margrét Hrafnsdóttir sópr- an, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari, Ella Vala Ár- mannsdóttir hornleikari, Caro Aguilera básúnuleikari og píanó- leikararnir Ástríður Alda Sigurðardóttir og Kristján Karl Bragason. Hátíð Tónlistarmennirnir á Bergmáli uppstilltir að hætti Dalton-bræðra. Bergmál í fimmta sinn á Dalvík Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er náttúrulega viðurkenning sem ég er afskaplega þakklátur fyrir. Í lífi mínu og starfi er þetta einstaklega ánægjulegt. Verðlaunin koma mér þar að auki svo sann- arlega á óvart,“ segir Gunnar Þórð- arson, sem í gær hlaut þann heiður að vera valinn borgarlistamaður Reykjavíkurborgar árið 2014. Það var borgarstjóri Reykjavíkur, Dag- ur B. Eggertsson, sem útnefndi Gunnar, en athöfnin fór fram í Höfða og gerði Einar Örn Benediktsson, fráfarandi formaður menningar- og ferðamálaráðs, grein fyrir vali ráðsins á borgar- listamanni. Ekki unnið frá átján ára aldri Gunnar ættu flestir að þekkja, en hann hefur verið eitt helsta tón- skáld þjóðarinnar allt frá því að Hljómar voru stofnaðir árið 1963. Gunnar hefur auk þess verið iðinn við að útsetja og taka upp lög, en alls liggja eftir hann rúmlega 650 lög sem gefin hafa verið út á hljóm- plötum. Auk þess hefur hann samið tónverk fyrir kvikmyndir, söngleiki og leikverk. Hann segir ekkert eitt standa upp úr frá tónlistarferli sín- um en hann segir árin hafa verið nokkuð jöfn hvað atorkusemi varð- ar. „Þetta hefur nú bara verið nokk- uð jafnt í gegnum árum. Maður hefur bara verið í því að spila, taka upp lög og útsetja þau. Eins og ég segi, ég hef eiginlega ekkert unnið frá því að ég var átján ára,“ segir Gunnar sposkur, en hann varð þess heiðurs aðnjótandi árið 1975 að verða fyrstur íslenskra tónlistar- manna til að fá listamannalaun. Þykir vænt um Reykjavík Þrátt fyrir að vera borgar- listamaður Reykjavíkur hefur Gunnar ekki búið í höfuðborginni alla sína tíð. „Ég bjó í átta ár á Hólmavík, mín fyrstu ár. Svo var ég í fjórtán ár í Keflavík en ég hef búið í rúmlega fjörutíu ár í Reykjavík. Ég flutti frá Keflavík árið 1967 þannig ég myndi nú segja að ég væri orðinn Reyk- víkingur,“ segir Gunnar, sem kveðst þykja aftar vænt um borg- ina. „Það kom nokkuð fljótt. Ég flutti nú til Reykjavíkur á sínum tíma vegna þess að Hljómarnir voru að spila svo mikið í Reykjavík og mað- ur var orðinn leiður á því að keyra Keflavíkurveginn, hann var ekki einu sinni malbikaður á þeim tíma,“ segir hann. Ekki er nóg með að Gunnar hafi komið að stofnun Hljóma heldur var hann einnig einn forsprakka Trúbrots og Ðe lónlí blú bojs sem og Guitar Islancio. Á ár- unum 1982 til 2002 var Gunnar síð- an hljómsveitarstjóri á Broadway og setti þar upp fjölmargar vinsæl- ar sýningar ásamt Agli Eðvarðs- syni. Óperuverk í bígerð Á síðari árum hefur Gunnar aðal- lega verið að braska í tónsmíðum, en nýjasta verk hans, óperan Ragn- heiður, hefur heillað þjóðina og vann í fyrradag til þriggja Grímu- verðlauna, meðal annars fyrir sýn- ingu ársins og tónlist. Gunnar kveðst ekki vita hvort hafi vegið þyngra við útnefningu borgarlista- manns Reykjavíkur, ævistarfið eða Ragnheiður, en hann segir óperuna í það minnsta ekki hafa skemmt fyrir. „Óperan kom nú bara eiginlega til vegna þess að ég hef verið í þessum geira svo lengi og mig lang- aði til að læra meira og prófa eitt- hvað nýtt. Ég fór líka svolítið út í þetta til að ögra sjálfum mér. Ég vildi bara hafa gaman af og víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Gunnar og kveðst hafa lært geysilega mikið á því að setja upp óperuna. „Nú langar mig bara að setja upp aðra því ég lærði svo mikið af þess- ari. Ég er því byrjaður að smíða nýja óperu en það er ekki komin nein dagsetning á hana, menn eru bara að lesa sér til. Það verður mögulega farið aftur í gamlar ís- lenskar sögur eins og var gert með Ragnheiði en það er samt ekkert víst. Hver veit nema þetta verði nú- tímasaga, en það sem skiptir að- allega máli er að sagan sé góð. Hún þarf auk þess að falla inn í þetta óperuform,“ segir hann að lokum. Þess má geta að Ragnheiður verður sýnd aftur eftir sumarfrí nú í haust og verður auk þess tekin upp í október í Norðurljósum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Byrjaður að smíða nýja óperu“  Gunnar Þórðarson borgarlistamaður Reykjavíkur í ár Morgunblaðið/Eggert Hátíðleg athöfn Gunnar Þórðarson tekur hér við viðurkenningu úr hendi Dags borgarstjóra í Höfða í gær. Ljósmynd/Kristinn Svanur Jónsson Lofsöngur Ópera Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, Ragn- heiður, hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hér sést Gunnar með Friðriki og Þóru Einarsdóttur að lokinni frumsýningu í Eldborg 1. mars síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.