Morgunblaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Þegar Alan Greenspan, fyrrver-andi aðalseðlabankastjóri
Bandaríkjanna, ók í lestinni til
vinnu sinnar hafði hann fyrir venju
að telja vöruflutningavagnana sem
hann mætti á leiðinni. Honum
fannst þessi talning gefa sér vís-
bendingu um sveifluna í efnahags-
lífinu. Þetta var svo sem ekki hávís-
indaleg mæling en sagði sína sögu.
Ekki eru heldur mikil vísindi íþví að gjóa augunum af og til
út á sundin blá við Reykjavík og
telja gámana sem fluttir eru til
landsins. Þó er tilfinningin þegar
fylgst er með skipakomunum óneit-
anlega sú að umsvifin fari vaxandi.
Raunar staðfesta nýjustu tölur
Hagstofunnar þetta, því að þær
benda til vaxandi innflutnings.
Þetta hefur einkum þann kost aðgefa til kynna að hagur land-
ans fari batnandi, sem sést til að
mynda af aukinni bílasölu. Um leið
hefur vöruskiptajöfnuður versnað
mikið og er orðinn neikvæður, sem
er mikið áhyggjuefni.
Í umhverfi hafta er erfitt aðleggja mat á stöðu hagkerfisins,
ekki síst utanríkisviðskipta, en ým-
islegt bendir þó til að tíðin batni.
Mikilvægt er að batinn verðiskynsamlega nýttur og fari í
að bæta fjárhagsstöðu heimila og
fyrirtækja en hverfi ekki í
skammtímaneyslu.
Þetta er ágætt að hafa í huga, núþegar lokað hefur verið fyrir
umsóknir um þátttöku í leiðrétt-
ingu ríkisstjórnarinnar.
Til umhugsunar við
lok leiðréttingar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 31.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 rigning
Bolungarvík 15 alskýjað
Akureyri 16 alskýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 13 skýjað
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 20 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 21 heiðskírt
París 20 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 20 þrumuveður
Moskva 12 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 16 skúrir
Montreal 23 alskýjað
New York 28 léttskýjað
Chicago 27 skýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:11 20:46
ÍSAFJÖRÐUR 6:09 20:58
SIGLUFJÖRÐUR 5:51 20:41
DJÚPIVOGUR 5:39 20:17
Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Trjáfelling
og stubba-
tæting
FJARLÆGJUM LÍTIL SEM
STÓR TRÉ OG TÆTUM
TRJÁSTOFNA.
Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum
tækjakosti þegar kemur að því að fella
stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo
frábær lausn til þess að losna við
trjástofna sem standa eftir í garðinum.
„Nú er það sem sagt forgangsverkefni nýrr-
ar borgarstjórnar sem kemur saman á
þriðjudaginn að búa til nýtt ráð fyrir Pírata.
Auðvitað er það óskiljanlegt að borgar-
fulltrúar meirihlutaflokkanna skuli telja það
í lagi að grauta í stjórnkerfi borgarinnar í
þeim tilgangi að fjölga valdastöðum svo allir
í meirihlutanum fái sitt,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Tilefni ummæla hans er að á fundi borg-
arstjórnar á morgun verður formlega geng-
ið frá stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræð-
isráðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt
málefnasáttmála meirihlutaflokkanna fellur
formennska í ráðinu í hlut borgarfulltrúa Pí-
rata.
„Það er verið að auka á flækjustig borg-
arkerfisins með því að bæta við nýju ráði
sem hefur óljósan tilgang og sem sett er á
bekk með stærstu og umfangsmestu ráðum
borgarinnar launalega. Við viljum fá að vita
hvaða kostnaður er áætlaður í stofnun og
rekstur þessa nýja ráðs. Það er ljóst að þess-
ar tilfæringar munu kosta borgarbúa tugi
milljóna á ári og það er þá kostnaðurinn við
að fá Pírata í meirihlutann. Mér finnst það
ekki í lagi,“ segir Júlíus Vífill.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa
harðlega gagnrýnt áformin og segja í bókun
að mikilvægt sé að stjórnkerfi borgarinnar
sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa
stöður fyrir stjórnmálamenn.
„Verið að grauta í stjórnkerfinu“
Júlíus Vífill segir nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð kosta tugi milljóna króna
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Ný öryggismyndavél hefur verið
tekin í notkun á Selfossi og er hún
staðsett við Biskupstungnabraut.
Vélin sýnir þjóðveg eitt sem liggur
til og frá Selfossi og er ætlað að
vera hjálpartæki fyrir lögregluna
til að þekkja bíla sem gæti m.a. hafa
sést til við innbrot.
Ásta Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri sveitarfélagsins Ár-
borgar, og Ólafur Helgi Kjartans-
son sýslumaður tóku vélina form-
lega í notkun en myndir úr henni
sjást einungis í tölvu sem staðsett er
á lögreglustöðinni á Selfossi. Ætl-
unin er að setja upp fleiri mynda-
vélar í sveitarfélaginu á næstu mán-
uðum en þær verða allar staðsettar
við innkomur í þéttbýliskjarnana.
„Þetta er allt gert í samráði við
Persónuvernd og þess vegna er
þetta gert í gegnum lögreglustöð-
ina, en aðeins er hægt að nálgast
upptökuna úr varðstjóraherberg-
inu. Upptökurnar eyðileggjast
sjálfkrafa innan skamms tíma.
Þetta er fyrst og fremst ákveðið ör-
yggisatriði,“ segir Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
„Þetta er fyrsta vélin á Selfossi
en síðan er stefnan sett á að setja
upp aðra við innkeyrsluna austan
frá. Síðan er meiningin þegar fram
sækir að setja þær upp í þéttbýlis-
staðina innan sveitarfélagsins Ár-
borgar.“ isb@mbl.is
Fyrsta örygg-
ismyndavélin
á Selfossi