Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 23
þar síðustu árin með tilliti til af-
urðasemi. Árið 2010 byrjuðu þau
hjónin í samtökunum Beint frá býli,
félagi heimavinnsluaðila. Sama ár
var hafist handa við að endurnýja
og innrétta gamalt fjós í vottaða
kjötvinnslu sem er á bænum. Kjöt-
vinnslan á Skarðaborg hefur leyfi til
að vinna úr öllum matvörum. Sig-
urður og Helga hafa þó aðallega
unnið afurðir úr lamba- og ærkjöti
og búið til hangikjöt fyrir jólin,
lundir, file, hakk og bjúgu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Ábúendur á Skarða-
borg hlutu Landbúnaðarverðlaunin
árið 2012 ásamt bændunum í
Reykjahlíð á Skeiðum í Árnessýslu.
Verðlaunin eru veitt árlega þeim að-
ilum í bændastétt sem þykja skara
fram úr á ýmsum sviðum íslensks
landbúnaðar. Þau hjónin hafa verið
dugleg að taka á móti bændahópum
sem vilja koma og skoða starfsem-
ina. „Það er alltaf gott að hitta
bændur úr öðrum sveitum og miðla
af reynslu sinni og læra af öðrum.“
Söng einsöng í afmælinu sínu
Sigurður hefur sungið með Karla-
kórnum Hreimi í meira en 30 ár.
„Ég byrjaði 1981, 17 ára gamall, og
náði að fara í fyrstu söngferð kórs-
ins sem var til Færeyja,“ en kórinn
hefur farið margar söngferðir síðan
þá. Karlakórinn Hreimur hefur ver-
ið duglegur að ferðast um landið og
halda tónleika og mun hann verða
með tónleika á Akranesi og í Lang-
holtskirkju í byrjun nóvember
næstkomandi. Það er orðið fastur
liður hjá kórnum að fara á haust-
mánuðum suður með dagskrá frá
árlegum vorfagnaði sínum og halda
tónleika þar.
Ásamt því að syngja með kórnum
hefur Sigurður sungið einsöng en
hann var í söngnámi tvo vetrar-
parta, 1981-1982 í Tónlistarskóla
Húsavíkur. Síðast söng Sigurður
einsöng í afmæli þeirra hjóna en
þau Helga héldu upp á 50 ára af-
mæli sín og einnig 25 ára brúð-
kaupsafmæli í Ýdölum um liðna
helgi. Sigurður hefur setið í stjórn
kórsins og einnig í ýmsum nefndum
í héraði, t.d. Ungmennafélagi Reyk-
hverfunga, Búnaðarfélaginu Ófeigi
og Fjárræktarfélagi
Reykhverfinga.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Helga
Guðrún Helgadóttir, 8.1. 1964,
sauðfjárbóndi. Foreldrar hennar:
Helgi Héðinsson, f. 31.12. 1928 á
Húsavík, sjómaður, og María Marta
Guðmundsdóttir, f. 9.7. 1934 á
Tálknafirði, d. 23.8. 1992, vann síð-
ast á pósthúsinu á Húsavík.
Börn Sigurðar og Helgu eru 1)
Jón Ágúst Sigurðsson, f. 26.2. 1986,
mastersnemi við HR, sambýliskona
hans er Sigríður Elín Þórðardóttir,
f. 30.4. 1985, hjúkrunarfræðingur.
Barn þeirra: Jana Kristín, f. 23.3.
2013, þau búa í Garðabæ. 2) Sigþór
Sigurðsson, f. 10.4. 1990, er í kjöt-
iðnaðarnámi með vinnu í Norð-
lenska, sambýliskona hans er Ás-
gerður Heba Aðalsteinsdóttir, f. 6.2.
1986. Börn þeirra eru Sara Rut, f.
23.5. 2012, og Hulda María, f. 9.7.
2014, þau búa á Skarðaborg. 3)
Bjarki Sigurðsson, f. 15.9. 1993,
smiður og búfræðingur, býr á
Skarðaborg. 4) Helgi Maríus Sig-
urðsson, f. 16.4. 1999, er í 10. bekk í
Þingeyjarskóla í Aðaldal, býr á
Skarðaborg.
Systkini Sigurðar eru Jón Þór-
arinsson, f. 28.3. 1949, stúlka f. 6.9.
1950, d. 6.9. 1950, Kristín Þuríður, f.
17.5. 1954, og Kristján Þórarinsson,
f. 10.4. 1957.
Foreldrar Sigurðar: Þórarinn
Ragnar Jónsson, f. 6.8. 1926, fv.
bóndi á Skarðaborg, og kona hans
Sigurveig Kristjánsdóttir, f. 26.11.
1928, húsmóðir og bóndi, d.
23.11.2000.
Úr frændgarði Sigurðar Ágústs Þórarinssonar
Sigurður Ágúst
Þórarinsson
Sigurveig Jónína Jónatansdóttir
húsfreyja á Litlulaugum
Þorbergur Davíðsson
bóndi á Litlulaugum
Kristín Þuríður Þorbergsdóttir
húsfreyja í Aðaldal
Kristján Jóhannesson
bóndi í Aðaldal
Sigurveig Kristjánsdóttir
húsmóðir og bóndi á
Skarðaborg
Kristín Eyjólfsdóttir
húsfreyja í Klambraseli
Jóhannes Jónatansson
bóndi í Klambraseli
Ragnheiður Þuríður Sigurðardóttir
húsfreyja í Skörðum
Jón Ágúst Árnason
bóndi í Skörðum
Sólveig Unnur Jónsdóttir
húsmóðir í Skörðum
Jón Þórarinsson
bóndi í Skörðum
Þórarinn Þórarinsson
skólastjóri Alþýðuskólans
á Eiðum
Bryndís Þórarinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ragnheiður
Árnadóttir
fv. deildarstjóri
í landbúnaðar-
ráðuneytinu
Árni
Ísaksson
fv. veiðimála-
stjóri í
Reykjavík
Þórarinn Ragnar Jónsson
bóndi og kjötmatsmaður á
Skarðaborg
Ragnheiður Jónsdóttir
prestsfrú á Valþjólfsstað
Þórarinn Þórarinsson
prestur á Valþjófsstað
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Guðmundur Böðvarsson skáldfæddist 1. september 1904 áKirkjubóli í Hvítársíðu í
Borgarfirði. Foreldrar hans voru
Böðvar Jónsson, bóndi þar, og fyrri
kona hans, Kristín Jónsdóttir. Guð-
mundur var bóndi á Kirkjubóli frá
1931 til 1959 og bókavörður við Bæj-
arbókasafn Hafnarfjarðar frá 1959
til 1962. Þá byggði Guðmundur nýtt
íbúðarhús á Kirkjubóli og flutti
þangað 1963 ásamt konu sinni.
Guðmundur vakti athygli með
fyrstu ljóðabók sinni, Kyssti mig sól,
árið 1936. Fékk hún undantekn-
ingalaust góða dóma og var Guð-
mundur síðan meðal kunnustu
skálda þjóðarinnar. Alls gaf hann út
tíu frumsamdar ljóðabækur og
þýddi auk þess tólf kviður úr Gleði-
leiknum guðdómlega eftir Dante
Alighieri. Auk þess gaf hann út eina
skáldsögu, þrjú sagnasöfn og skrif-
aði ótal greinar, enda var hann virk-
ur í pólitískri baráttu, einkum gegn
bandarískri hersetu á Íslandi.
Reyndar var Guðmundur lengi
hlynntur Framsóknarflokknum en
þegar einn vina hans, Kristinn E.
Andrésson, bauð honum í sendi-
nefnd rithöfunda og menntamanna
til Sovétríkjanna, raunar alla leið til
Kasakstan, sneri Guðmundur til
baka þaðan sanntrúaður kommún-
isti.
Guðmundur sat mörg ár í hrepps-
nefnd í Hvítársíðu og var í nokkur ár
formaður skólanefndar Reykholts-
skóla.
Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði bók
um Guðmund sem nefnist Skáldið
sem sólin kyssti. Sú bók hlaut Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin árið
1994 í flokki fræðirita.
Guðmundur giftist Ingibjörgu
Sigurðardóttur frá Hvammi í Hvít-
ársíðu, f. 20.4. 1911, d. 21.5. 1971.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Helgason og Helga Jónsdóttir. Guð-
mundur og Ingibjörg eignuðust þrjú
börn: Kristínu Guðmundsdóttur,
dagmömmu í Keflavík, f. 1932, d.
2005, Sigurð Guðmundsson, bónda á
Kirkjubóli, f. 1937, d. 2002, og Böðv-
ar Guðmundsson, rithöfund í Dan-
mörku, f. 1939.
Guðmundur lést 3. apríl 1974.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Böðvarsson
85 ára
Alma Stefánsdóttir
Áslaug Guðmundsdóttir
Gissur Þorvaldsson
Ingibjörg Halldórsdóttir
Ragnar Stefán Halldórsson
80 ára
Anna María Franksdóttir
Ketill A. Larsen
Sigríður Bachmann
Skarphéðinn Lýðsson
75 ára
Dagbjört Jóna
Guðnadóttir
Guðmundur Þorsteinsson
Hrönn Jóhannsdóttir
Sverrir Sigfússon
70 ára
Ásta Konráðsdóttir
Ingibjörg Pétursdóttir
Katrín Óskarsdóttir
Margrét Hjaltadóttir
Stefán Óskarsson
Þórólfur Kristján Beck
60 ára
Elvi Baldursdóttir
Erla Björk Ólafsdóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Guðríður Vilbertsdóttir
Jenný G. Sigurbjörnsdóttir
Leifur Helgason
Magnús Haukur
Kristjánsson
Ragnheiður H.
Halldórsdóttir
Sigrún Erla Pálmadóttir
Sigurveig H. Sigurðardóttir
Sveinn Ingi Ólafsson
Særún Helgadóttir
Tadeusz Kozminski
Valtýr Friðgeir Valtýsson
Ægir Vopni Ármannsson
50 ára
Björn Björnsson
Gils Jóhannsson
Júlía Gunnarsdóttir
Magnús Arngrímsson
Ramunas Daniulevicius
Sesselja Vilborg
Arnarsdóttir
Sigurður Ágúst
Þórarinsson
Sverrir Möller
40 ára
Áslaug Einarsdóttir
David Gavin Anthony
Prince
Haukur Ingason
Hoa Thi Lé
Jóna Fanney
Svavarsdóttir
Óli Kárason Tran
Þorbjörn Ólafsson
30 ára
Anthony Tómas Herman
Emilia Agata Górecka
Erla Dögg
Gunnlaugsdóttir
Guðjón Örn Magnússon
Halldór Hreinsson
Hjörtur Birgir
Jóhönnuson
Ingimar Helgason
Raivo Kepulis
Wendy Adames Santos
Til hamingju með daginn
40 ára Eva er Akureyr-
ingur en býr í Reykjavík
og er fæðinga- og kven-
sjúkdómalæknir.
Maki: Ómar Guðnason, f.
1974, flugmaður.
Börn: Daði, f. 1999, Silja,
f. 2004, og Emma, f.
2008.
Foreldrar: Jónas Sigur-
björnsson, f. 1950, d.
1989, byggingatæknifr.,
og Guðrún Frímanns-
dóttir, f. 1956, félags-
málastj. á Fljótsdalsh.
Eva
Jónasdóttir
40 ára Rakel er frá Akra-
nesi, býr í Reykjavík, er
þroskaþjálfi og starfar á
sérnámsbraut Fjölbrauta-
skólans við Ármúla.
Maki: Sigurður Brynjar
Pálsson, f. 1974, forstjóri
BYKO.
Börn: Sindri Páll, f. 1995,
Sölvi Steinn, f. 2001, Sól-
on Ingi, f. 2008, og Sal-
var Máni, f. 2012.
Foreldrar: Ágúst Ólafs-
son, f. 1954, og Katrín
Theodórsdóttir, f. 1954.
Rakel Hrund
Ágústsdóttir
30 ára Lilja er uppalin í
Garðabæ en býr í Reykja-
vík. Hún er sölu- og mark-
aðsráðgjafi hjá 365 og er
einnig ÍAK einkaþjálfari.
Maki: Björn Viðar Ás-
björnsson, f. 1981, sölu-
stjóri DHL Express.
Börn: Aníta, f. 2010, og
Rakel, f. 2012.
Foreldrar: Sigurgeir
Bóasson, f. 1948, löggilt-
ur endurskoðandi, og
Þórdís Bára Hannesdóttir,
f. 1952, félagsráðgjafi.
Lilja
Sigurgeirsdóttir
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Fáðu þér sæti í Tiger
Skemmtu þér á skemli
Komdu inn í Tiger og skutlaðu
þrífóta skemli undir handlegginn.
Prjónaða áklæðið fæst í vínrauðu
og svörtu og verðið er 4500 kr.