Morgunblaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Elmar Gilbertsson
tenór kemur fram
á hádegistónleik-
um í Hafnarborg á
morgun kl. 12 með
Antoníu Hevesi pí-
anóleikara og eru
tónleikarnir þeir
fyrstu í vetur í
hadegistónleika-
röðinni sem er nú
haldin í tólfta sinn.
Elmar nam söng við Söngskóla
Sigurðar Demetz, Tónlistarháskól-
ann í Amsterdam og Konunglega
tónlistarháskólann í Haag og hefur
sungið fjölda óperuhlutverka við
helstu óperuhús Hollands, komið
fram á tónleikum og sungið við
óperuhús víða um Evrópu og einnig
sungið við Íslensku óperuna. Nú í vet-
ur söng hann hlutverk Daða Hall-
dórssonar í óperunni Ragnheiði eftir
Gunnar Þórðarson og Friðrik Erl-
ingsson og hlaut mikið lof fyrir.
Antonía hefur verið listrænn
stjórnandi hádegistónleika í Hafn-
arborg frá upphafi og fengið marga
af fremstu söngvurum landsins til liðs
við sig. Hádegistónleikar eru haldnir
fyrsta þriðjudag í mánuði, hefjast kl.
12 og eru um hálftími að lengd.
Elmar
Gilbertsson
Elmar í hádeginu
í Hafnarborg
AF DANSI
Margrét Áskelsdóttir
margret@crymogea.is
Choreography Reykjavíkstóð fyrir viðburðinumSecond Hand T-Shirto-
logy sem fór fram í Mengi hinn
28. ágúst. Skipuleggjendur tóku
hlýlega á móti gestum og buðu
þeim að velja sér bol sér að
kostnaðarlausu með því skilyrði
að þeir klæddust honum á hátíð-
inni. Uppsetningin minnti á opn-
un myndlistarsýningar. Boðið
var upp á veigar, atburðurinn
var öllum opinn og ekkert kost-
aði inn.
Hópurinn hafði búið til stíl-
hreina innsetningu í hvítu rým-
inu. Hvítir bolir með svartri
áletrun héngu á veggjunum og
biðu nýrra eigenda. Viðburð-
urinn endurspeglaði hug-
myndafræði Reykjavík Dance
Festival 2014, sem er að horfa
inn á við, skoða hvaðan vitn-
eskjan er fengin, finna leiðir til
þess að vinna með tólin á nýjan
hátt og hjálpa fleirum að nýta
sér verkfæri danslistarinnar í
hugsun eða jafnvel eigin sköp-
unarverki. Á bolina voru letruð
nöfn listamanna sem hafa haft
áhrif á söguna og þróun dansins
– með yfirskriftinni NOW WE
REMEMBER, nú minnumst við.
Líklega hafa fæstir þeirra
gesta sem mættu þekkt mörg
þessara nafna en einmitt það
gerir verknaðinn áhugaverðan.
Líta má á gjörninginn sem eins
konar þakkargjörð til þeirra sem
færðu þátttakendum og skipu-
leggjendum hátíðarinnar þekk-
inguna sem þeir vinna með og
áhorfendur fá að njóta.
Eftir opnunina í Mengi varferðinni haldið í Kling og
Bang, þar sem danslistamað-
Hvað býr
að baki?
Ljósmynd/Jeaneen Lund
Okkar á milli Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir dönsuðu dúett við hljóðmynd.
urinn Margrét Bjarnadóttir opn-
aði sína fyrstu myndlistarsýn-
ingu; LIFE – EFI. Þrátt fyrir að
vinna í aðra miðla heldur Mar-
grét áfram með sama þemað og
hún hefur gert í dansverkum
sínum. Hún veltir upp spurn-
ingum um raunveruleikann og
það sem er handan þess sem við
sjáum í fyrstu, því ekkert auga
er alsjáandi. Hún sýndi mynd-
bandsverk, ljósmyndir og teikn-
ingar. Í ljósmyndunum notaðist
hún við líkama og spegla, því
spegillinn varpar nýrri sýn á það
sem er.
Ljósmyndirnar kölluðust vel
á við teikningarnar þar sem rit-
uð voru nöfn þekktra ein-
staklinga, bæði listamanna og
stjórnmálamanna, og stafirnir í
nöfnunum látnir mynda önnur
orð, sem á skondinn hátt mátti
tengja við persónuna sem á nafn-
ið.
Í fimm rása myndbandsverki
sem bar yfirskriftina „Hreyf-
ingar annarra“ gera fimm ein-
staklingar tilraun til þess að
kalla fram og endurskapa hreyf-
ingar og háttalag látinnar mann-
eskju. Myndbandsverkið var
skemmtileg tilraun til þess að
bæta þriðju víddinni inn í hug-
myndafræði sýningarinnar en
verkið var þó frekar eitt á báti
og vantaði sterkari samhljóm við
önnur verk sýningarinnar sem
stóðu sem sterk, velútfærð heild.
Útfærslan og uppsetningin
var mjög stílhrein og falleg og
verður spennandi að fylgjast
með þróun listamannsins á ný
mið.
Menningarfélagið sýndiverkið „Okkar á milli“ í
fjölnotasal Hafnarhússins. Dans-
ararnir Ásgeir Helgi Magnússon
og Inga Maren Rúnarsdóttir
dönsuðu fallegan dúett við mini-
malíska hljóðmynd Lydíu Grét- Bolir Gestir gátu fengið boli að gjöf. Sýning Spurningum um raunveruleikann velt upp í sýningunni LIFE - EFI.
Tónlistarmenn leggjast gjarnan í skot-
grafirnar og berjast um höfundarrétt ým-
issa lagastúfa en nú síðast kærði tónlistar-
maðurinn Joel McDonald þá Jay-Z, Kanye
West og Frank Ocean fyrir að stela af sér
laginu „Made in America“ sem hann gaf út
árið 2009 en samnefnt lag kom út á plötu
Jay-Z og Kanye West, Watch the Throne, ár-
ið 2011. McDonald fer fram á þrjár milljónir
bandaríkjadala í skaðabætur en það jafn-
gildir um 350 milljónum íslenskra króna.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tvíeykið
er kært fyrir brot á höfundarrétti en söngv-
arinn Syl Johnson kærði félagana árið 2011
fyrir að sampla lag hans „Different Strok-
es“ í lagi þeirra, „The Joy“.
Ákæra Joel McDonald hefur
kært rapparana fyrir stuld á lagi.
Jay-Z, Kanye West og Frank Ocean kærðir