Morgunblaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
93% þolenda þekkja þann
sem beitir þá kynferðislegu
ofbeldi!
F
A
S
TU
S
_H
_3
2.
06
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
Resource Senior Active
Sérhannaður drykkur fyrir aldraða sem þurfa næringarviðbót
og fá ekki uppfyllt orku- og næringarþörf sinni úr fæðunni
Heildstæður næringardrykkur sem er ríkur af:
• Hitaeiningum (orkuefnum)
• Kalsíum
• Próteinum
• D-vítamínum
• Omega3 fitusýrum
Notist samkvæmt ráðleggingum læknis og/ eða næringarfræðings
Jarðarber Karamella Vanilla
200ml
300
kcal
3g
trefjar
1000 IU
D3
vítamín
20g
prótín
Næringarvörur
eru í samningi við
Sjúkratryggingar
Íslands
Þessar vörur
fást í verslun Fastus
og í flestum
apótekum
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Rangt haft eftir
Í frétt um lögreglurannsókn á
lekamáli var rangt farið með lýs-
ingu á stöðu innanríkisráðherra í
tilvitnun til Bjargar Thorarensen.
Ráðherra er að sjálfsögðu ekki
æðsti handhafi dómsvalds heldur
æðsti yfirmaður stjórnkerfisins í
málefnum dómstóla, lögreglu og
ákæruvalds. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTTING
Gunnar Finnsson,
rekstrarhagfræðingur
og stofnandi Hollvina-
samtaka Grensáss, er
látinn. Gunnar fæddist
í Reykjavík 1. nóv-
ember 1940.
Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1960.
Cand. oecon frá Há-
skóla Íslands 1964 og
MBA í rekstrarhag-
fræði frá Indiana Uni-
versity, Graduate
School of Business, í
Bloomingon í Indiana í
Bandaríkjunum, 1966.
Gunnar starfaði hjá Flugfélagi Ís-
lands sem fulltrúi hjá forstjóra frá
1964 til 1969 er hann flutti til Mont-
real í Kanada þar sem
hann starfaði hjá Al-
þjóðaflugmálastofn-
uninni (ICAO) sem
deildarstjóri og sér-
fræðingur í rekstri
flugvalla og flugmála-
stjórna. Hann flutti til
Íslands árið 2001 og
starfaði sem sérfræð-
ingur og ráðgjafi í flug-
málum.
Gunnar lét málefni
Endurhæfingardeildar
Landspítala við Grens-
ás sig miklu varða og
var meðal stofnenda og
formaður Hollvinasamtaka Grens-
áss frá upphafi.
Eftirlifandi eiginkona Gunnars er
Kristín Erla Albertsdóttir.
Andlát
Gunnar Finnsson
Sæbjörg, skólaskip Slysavarna-
skóla sjómanna, kom til Reykja-
víkur í fyrradag eftir hringferð
um landið sem hófst fyrir um
tveimur mánuðum, en eftir helgi
hefjast námskeið að nýju í skip-
inu.
Í ferðinni voru haldin samtals
14 mismunandi eins til tveggja
daga námskeið í Vestmannaeyjum
(2), Neskaupstað (3), á Seyðisfirði
(3) og Akureyri (6), þar sem skipið
fór í slipp. Hilmar Snorrason,
skólastjóri Slysavarnaskóla sjó-
manna, segir að fyrir tilstuðlan og
með styrk frá Samherja hafi þessi
ferð verið möguleg. 193 manns
hafi sótt námskeiðin og á Ak-
ureyri hafi áhafnir skipa Samherja
auk annarra sjómanna sótt þau.
Haldið var frá Reykjavík 25.
júní en á meðan skipið var í slipp
fór áhöfnin í sumarfrí. Níu manns
sáu um kennsluna og tveir til við-
bótar voru í áhöfninni.
Alþjóðakröfur
Skipulögð hafa verið námskeið í
Reykjavík fram í júlí auk þess
sem farið verður út á land og
haldin námskeið fyrir áhafnir
skipa um borð í skipum þeirra á
viðkomandi stöðum.
Hilmar segir að öll námskeiðin
séu í samræmi við alþjóðakröfur
og menn sem þau sæki séu því
gjaldgengir nánast hvar sem er.
steinthor@mbl.is
Námskeið hefjast
aftur í Sæbjörgu
Morgunblaðið/Þórður
Sæbjörg Skip Landsbjargar er nýkomið úr slipp á Akureyri.
Tveir heppnir lottóspilarar voru með allar töl-
urnar réttar í útdrætti laugardagsins og skiptu
með sér fyrsta vinningnum. Fengu þeir rúmar
53 milljónir króna hvor í sinn hlut. Báðir mið-
arnir voru keyptir á heimasíðunni www.lotto-
.is.
Þrettán voru með bónusvinninginn og hljóta
þeir 100.290 kr. í vinning. Einn var með allar
Jókertölurnar réttar og fær hann í sinn hlut
tvær milljónir.
Tveir heppnir lottóspilarar
fengu 53 milljónir króna