Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Kabúl. AFP. | Ný forsetafrú Afganist- ans, Rula Ghani, hefur lýst yfir stuðn- ingi við umdeilt slæðubann í Frakk- landi og er staðráðin í því að beita sér fyrir aukinni virðingu fyrir konum í afganska karlaveldinu. Rula Ghani er 66 ára heimsborgari og olli miklu uppnámi í Afganistan með því að koma fram á framboðs- fundum eiginmanns síns fyrir kosn- ingar 21. september þegar hann var kjörinn forseti landsins. Mjög sjald- gæft er að eiginkonur afganskra stjórnmálamanna séu með þeim í sviðsljósinu og Ghani er fyrsta for- setafrúin í Afganistan sem lætur mik- ið að sér kveða í þjóðmálunum. Rula Ghani er komin af kristnu fólki í Líbanon og Bandaríkjunum, talar fimm tungumál og stundaði m.a. nám í háskólanum Sciences Po í París seint á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. Ghani segist hafa stutt umdeild lög sem sett voru í Frakklandi árið 2011 um bann við því að hylja andlit sitt með slæðu. Margir múslímar mót- mæltu banninu og lýstu því sem at- lögu að trúfrelsi. „Ég styð ríkis- stjórnina í Frakklandi heils hugar hvað varðar lögin um bann við niqab [blæju sem hylur andlitið upp að aug- um] og búrkum [flíkum sem hylja all- an líkamann nema augun] sem tor- velda konum að hreyfa sig frjálst og óhindrað og byrgja þeim sýn,“ sagði Ghani í viðtali við fréttaveituna AFP. Konur njóti meiri virðingar Ghani er með sterkar skoðanir og óhrædd við að láta þær í ljósi opin- berlega. Hún hefur þegar látið meira að sér kveða en Zeenat Karzai, fyrr- verandi forsetafrú, sem var nánast ósýnileg á þrettán ára valdatíma eiginmanns síns, Hamids. Hamid Karzai komst til valda eftir að fjölþjóðaher undir forystu Banda- ríkjanna steypti íslamskri stjórn tal- ibana af stóli. Talibanar voru al- ræmdir fyrir kúgun á konum, bönnuðu þeim til að mynda að vera úti við án þess að vera í fylgd karl- manns. Ghani segist ekki enn hafa gert það upp við sig hvaða hlutverki hún ætli að gegna sem forsetafrú, en kveðst vona að þegar kjörtímabili eigin- mannsins lýkur verði „karlmenn í Afganistan fúsari til að viðurkenna það hlutverk sem eiginkonur þeirra vilja gegna“. „Í stuttu máli vil ég að konur njóti meiri virðingar,“ segir Ghani. Eiginmaður hennar hefur stutt hana í þessari viðleitni og fór lofsam- legum orðum um starf hennar í þágu flóttafólks, kvenna og barna í ræðu sem hann flutti 29. september þegar hann tók við forsetaembættinu. Mikill Frakklandsvinur Ghani nam við háskóla í Líbanon og Bandaríkjunum, auk Frakklands. Hún kynntist eiginmanni sínum í Líb- anon og þau dvöldu hjá foreldrum hans í Kabúl í þrjú ár á áttunda ára- tugnum þegar eiginmaður hennar var háskólakennari í afgönsku höfuð- borginni. Þau héldu síðan til Banda- ríkjanna þar sem eiginmaður hennar lauk doktorsnámi við Columbia- háskóla og varð seinna hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum. Á þeim tíma gerði her Sovétríkjanna innrás í heimaland þeirra. Ghani segist njóta góðs af þessum fjölbreytilega bakgrunni sínum þótt andstæðingar forsetans hafi gagn- rýnt hana í kosningabaráttunni, eink- um fyrir að vera kristin í landi þar sem múslímar eru í miklum meiri- hluta. Ghani sneri aftur til Kabúl með eiginmanni sínum árið 2002 þegar hann varð fjármálaráðherra Afgan- istans. Hún segist vera mikill Frakk- landsvinur eftir margra ára dvöl sína þar. Hún var í París þegar náms- mannamótmælin hófust þar árið 1968 og segist þá hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að standa fast á skoð- unum sínum. Hún var einnig frétta- ritari frönsku fréttastofunnar Agence France-Presse í Beirút í tvö ár. Hún fylgdist þá grannt með pólitísku ólg- unni í arabalöndum í byrjun áttunda áratugarins. „Það var mjög lær- dæmsríkt að vera fréttaritari, ég lærði að vinna hratt en á sama tíma tamdi ég mér nákvæm vinnubrögð.“ Ný forsetafrú Afgana styður slæðubannið af heilum hug  Óhrædd við að bjóða afganska karlaveldinu birginn AFP Atkvæðamikil Rula Ghani berst fyrir því að konur njóti meiri virðingar. Íslamskir öfgamenn flykkjast nú til Sýrlands og Íraks til að taka þátt í heilögu stríði með Ríki íslams. Talið er að 15 þúsund íslamistar frá 80 löndum hafi svarað kallinu, að því er fram kemur í skýrslu sem gerð var á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Skýrsluhöfundarnir segja að fjöldi erlendra liðsmanna íslamskra öfga- samtaka í Mið-Austurlöndum hafi margfaldast á síðustu árum og þeir komi meðal annars frá löndum sem hafi aldrei áður tengst starfsemi hryðjuverkasamtaka á borð við al- Qaeda. Breska dagblaðið The Guardian, sem er með skýrsluna undir hönd- um, segir að erlendu íslamistarnir sem hafi gengið til liðs við öfgasam- tökin í Írak og Sýrlandi frá árinu 2011 séu „mörgum sinnum fleiri“ en þeir sem gengu til liðs við íslömsk hryðjuverkasamtök samanlagt á ár- unum 1990 til 2010. Í skýrslunni kemur ekki fram frá hvaða 80 löndum íslamistarnir komu. Berard Hogan-Howe, æðsti lög- reglustjóri Bretlands, sagði í vikunni sem leið að talið væri að að meðaltali færu fimm menn á hverri viku frá Bretlandi til að berjast með Ríki ísl- ams. Talið er að um 500 breskir ríkisborgar hafi farið til Sýrlands eða Íraks til að berjast með öfga- samtökunum, að sögn The Guardian. „Dæmi eru um að hryðjuverka- menn frá Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi hafi unnið saman,“ hefur blaðið eftir skýrsluhöfundunum. Al-Qaeda veikist Skýrslan kemur frá nefnd sem hefur fylgst með al-Qaeda síðustu árin og hún kemst að þeirri niður- stöðu að hryðjuverkasamtökin eigi undir högg að sækja vegna upp- gangs Ríkis íslams eftir að síðar- nefndu samtökunum var vikið úr al- Qaeda. Liðsmenn Ríkis íslams eru taldir beita mun árangursríkari að- ferðum til að vinna ungt fólk á sitt band, meðal annars á samfélagsmiðl- um. Þrátt fyrir klofninginn telja skýrsluhöfundarnir að al-Qaeda og Ríki íslams séu greinar af sama meiði, samtökin hafi sömu markmið þótt þau beiti ólíkum aðferðum. AFP Átök Sýrlendingar á götu í Aleppo eftir loftárás stjórnarhers Sýrlands. Borgin hefur verið skipt í tvennt í rúm tvö ár. Vesturhluti hennar er á valdi stuðningsmanna stjórnarinnar en austurhlutinn á valdi uppreisnarmanna. Um 15.000 íslam- istar frá 80 löndum  Öfgamenn streyma til Sýrlands SVÍÞJÓÐ ÞÝSKAL. HOLLAND BÚLGARÍA AUSTURRÍKI SVISS SERBÍA* DANMÖRK BRETLAND FRAKKL. TYRKLAND BELGÍA UNGVERJALAND NOREGUR ÍTALÍA SÝRL. Heimild: Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna *Með Kósóvó Fjöldi umsókna eftir löndum frá því að átökin í Sýrlandi hófust árið 2011 Heildarfjöldi umsókna Evrópa: 165.228 ESB-lönd: 144.632 Sýrlendingar sækja um hæli í Evrópu 47.071 38.808 10.322 8.239 6.768 6.573 6.427 6.267 4.873 4.328 3.929 3.379 3.108 2.005 1.826 Tugir flóttamanna biðu bana í sprengjuárás stjórnarhersins í Sýrlandi á flóttamannabúðir í Hama-héraði fyrr í vikunni. Um 9,5 milljónir manna – tæpur helm- ingur allra íbúanna – hafa flúið heimkynni sín vegna átakanna í Sýrlandi og árásin sýndi að flótta- fólkið er hvergi óhult um líf sitt í heimalandinu. Talið er að um þrjár milljónir Sýrlendinga hafi flúið til grannríkja frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur árum. Um 1,5 milljónir eru í Tyrklandi, rúm millj- ón í Líbanon og hundruð þúsunda í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Stærstu búðirnar eru nú fjórða fjölmennasta byggð landsins. Flóttafólkið hvergi óhult 9,5 MILLJÓNIR SÝRLENDINGA HAFA FLÚIÐ Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Betina skenkur kr. 144.700 Tray Bakkaborð kr. 23.900 Stack motta 60x90 kr. 5.900 Gina stóll kr. 19.900 Vasi 30x15 kr. 9.600 Dixie 90x45 kr. 48.900 Yumi borð 2 saman kr. 28.700 Smile sófi 217 cm kr. 217.000 Dixie 55x35 kr. 29.900 Kertastjaki kr. 5.800 Vasi 30x15 kr. 9.600 Pax 21x15 kr. 22.900 Dana 35x47 kr. 45.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.