Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 29
Horfðu á konuna sem bendir fingri á myndinni. Und- anfarið hálft ár hefur hún vakið athygli á því að 85 auðugustu menn heimsins ráða yfir jafn miklum auði og fátækari helm- ingur jarðarbúa – 3.500.000.000 manns. Hún fullyrðir að mikill ójöfnuður hamli hagvexti. Hún fullyrðir þvert á viðurkenndar hagfræðikenningar að auknar op- inberar tilfærslur dragi ekki úr hagvexti. Hún telur að ójöfnuður sé hagfræðilegt viðfangsefni en ekki aðeins siðferðilegt mál. Þegar þessar fullyrðingar eru skoðaðar í samhengi við hve reiðileg hún bendir fingri álykta einhverjir að hún sé kommúnisti. Því fer hins vegar fjarri að svo sé. Konan á myndinni er Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins og fyrrum fjármálaráðherra hægri stjórnar Sarkozy í Frakklandi. Hún berst ekki gegn frjálsu hagkerfi eða al- þjóðaviðskiptum. Þvert á móti er hún ákafur talsmaður markaðs- kerfis og viðskiptafrelsis. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins hefur hún fylgst með rannsóknum starfs- manna stofnunarinnar. Fullyrð- ingar hennar byggjast á nið- urstöðum þeirra. Rannsakendurnir ganga reyndar svo langt að segjast hvergi sjá merki þess að tilfærslur til jöfnunar ráðstöfunartekna dragi úr hagvexti. Christine Lagarde er hægri maður sem hefur lyft sér upp úr slagorðakeppninni, horfir raunsætt á sitt umhverfi og hvetur stjórn- völd til að bregðast við ójöfnuði, ekki bara vegna þess að þannig fáum við aukna samtöðu og betri líðan í samfélaginu heldur vegna þess að þannig treystum við hag- vöxt. Ójöfnuður er óæskileg afleið- ing af ótrufluðu markaðskerfi rétt eins og mengun. Til að markaðs- kerfið skili sínu þarf hið opinbera að styrkja stoðir velferðarkerf- isins. Afstaðan til ójafnaðar hefur ver- ið til endurskoðunar víðar en hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðinum. Þann- ig sendi OECD frá sér skýrslu á liðnu vori þar sem dregið er fram að tekjuaukning samfélagsins síðustu áratugi hefur ekki skipst jafnt milli þegn- anna í löndum OECD. Við kynningu skýrsl- unnar sagði Ángel Gurría, fram- kvæmdastjóri OECD: „Ef ekki verður gripið til samræmdra að- gerða er líklegt að bil- ið á milli fátækra og ríkra muni vaxa enn meira á komandi árum. Þess vegna er knýjandi að tryggja að þeir tekjuhæstu leggi fram rétt- mætan hlut af sköttunum.“ Ángel Gurría er ekki öfgafullur vinstrimaður frekar en Lagarde. Sem ráðherra í Mexíkó bar hann ábyrgð á fríverslunarsamningnum við Bandaríkin og var sem fjár- málaráðherra þekktur fyrir ítrek- aðan niðurskurð opinberra út- gjalda. Hann horfir hins vegar á kaldan raunveruleikann og dregur ályktanir af því sem hann sér í gögnum OECD. Þann raunveruleika sjáum við á myndinni sem hér fylgir og sýnir hlut tekjuhópa í tekjuaukningunni í nokkrum OECD-löndum á þrem- ur áratugum eða frá 1976 til 2007. Sýnd er hlutdeild tekjuhæsta 1% framteljenda, næstu 9% og loks hlut þeirra 90% sem þá eru eftir. Myndin sýnir að tekjuskipting hef- ur haldist nánast óbreytt í Dan- mörku og það sama á raunar við um Frakkland þar sem tekjuhæsta 1% hafði 10% teknanna árið 1976 og fékk 10% aukningarinnar á tímabilinu í sinn hlut. Það sama á ekki við um Bandaríkin þar sem tekjuhæsta 1% hafði 8% teknanna árið 1976 en fékk nærri helming tekjuaukans 1976-2007 í sinn hlut. Tekjulægstu 90% framteljenda í Bandaríkjunum höfðu árið 1976 tvo þriðju heildarteknanna en fengu á tímabilinu 1976-2007 innan við fimmtung tekjuauka samfélags- ins í sinn hlut. Tölurnar sýna að þróunin er misjöfn eftir löndum. Utanaðkomandi áhrif skipta auð- vitað máli en í meginatriðum get- um við sagt að þróunin sé pólitísk ákvörðun í hverju landi fyrir sig. Ég bætti inn á myndina til- tækum tölum ríkisskattstjóra fyrir Ísland. Því miður eru ekki til tölur sem ná aftur fyrir árið 1992 og í íslensku tölunum er söluhagnaður talinn með sem ekki er í hinum löndunum. Rannsóknir OECD staðfesta að ójöfnuður knýr ekki hagvöxtinn áfram. Það er ekki að sjá sam- hengi milli ójafnaðar og hagvaxtar. OECD hefur aftur á móti sýnt fram á að það er sterk fylgni milli jaðarskatts og tekjuhlutdeildar tekjuhæsta 1% framteljenda í tekjum samfélagsins. Það gleymist stundum að það er ekki aðeins lág- tekjufólk sem semur um sín kjör. Það gerir hátekjufólk líka. Þar er hins vegar um að ræða beina samninga við atvinnurekanda frek- ar en kjarasamninga. Ef jað- arskatturinn er hár fær há- tekjufólkið lítið af hækkuninni í sinn hlut. Ef horft er úr hinni átt- inna kostar það atvinnurekandann mikið að auka tekjur hátekjufólks- ins. Með lækkun jaðarskatts batn- ar samningsstaða þeirra tekju- hæstu. Lækkun jaðarskatts er því ekki leið til hagvaxtar heldur ójafnaðar. Þá hafa áhrif breytinga jaðar- skatts verið könnuð sérstaklega og niðurstaðan er skýr. Lækkun jaðarskatta er ekki leið til aukins hagvaxtar. Emmanuel Saez, pró- fessor við Berkley, hefur ásamt fleirum leitað að samhengi skatta- breytinga og hagvaxtar. Í Arrow- fyrirlestri sínum við Stanford á síðasta ári dregur hann fram tölur um tímabilið frá 1960. Þær tölur sýna skýrt að þau lönd sem hafa lækkað hæstu jaðarskatta hafa ekki uppskorið hagvöxt umfram þau lönd sem hafa lækkað jað- arskatta minna eða hækkað þá. Lækkun jaðarskatta er því ekki leið til hagvaxtar heldur misskipt- ingar. Hin ráðsetta Janet Yellen, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, verður ekki frekar en aðrir sem hér hafa verið nefndir með réttu ásökuð fyrir að vera öfgafull vinstrikona. Hún lét þau orð falla í ræðu nú í október að áratuga stöðnun í lífs- kjörum almennings í Bandaríkj- unum samræmdist ekki þeim grunngildum bandarísks samfélags að allir eigi sömu tækifæri í lífinu. Hún vakti athygli á því að mis- skiptingin aftrar því að allir fái notið sömu tækifæra og þannig magnast ójöfnuðurinn. Það er skýrt tákn um þessa stöðnun að rauntekjur fullvinnandi karls sem hefur helming karla fyr- ir neðan sig í tekjum og helming fyrir ofan, náðu hámarki árið 1973. Tekjurnar hafa að raunvirði verið lægri öll ár síðan. Við þetta bætist að alþjóðalegar samanburðartölur sýna að hreyf- anleiki milli tekjuhópa í Bandaríkj- unum er mun minni en gerist á Norðurlöndum. Í skýrslu OECD frá árinu 2012 kom þannig fram að líkurnar á að sonur sitji kyrr í tekjubili föður síns eru þrisvar sinnum meiri í Bandaríkjunum en í Danmörku. Með öðrum orðum, vilji bandarísk fjölskylda upplifa ameríska drauminn er rétt að ráð- leggja henni að flytja til Danmerk- ur. Jöfnuður er meiri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum OECD- ríkjum. Þeirri stöðu eigum við ekki að fórna á altari þess misskilnings að ójöfnuður auki hagvöxt, tekju- aukning hátekjufólks sé forsenda tekjuaukningar almennings og að hagvöxtur muni aukast með lækk- un jaðarskatta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Alþjóðastofnanirnar virða staðreyndirnar. Við hljótum að gera það líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa þegar Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn telur til- færslur hins opinbera vera til góðs og OECD hvetur lönd til að draga úr frádráttarmöguleikum há- tekjufólks og endurmeta eigna- skatta og erfðaskatta. Það er al- mennt hollt að taka mark á staðreyndum. Það á ekki síður við okkur Íslendinga en aðra. Verjum jöfnuð og velferð Eftir Ásmund Stefánsson »Hafa áhrif breytinga jaðarskatts verið könnuð sér- staklega og niðurstaðan er skýr. Lækkun jaðarskatta er ekki leið til auk- ins hagvaxtar. Christine Lagarde, framkvæmdastjóriAlþjóða gjaldeyrissjóðsins. Höfundur er hagfræðingur. Ásmundur Stefánsson Hlutur tekjuhópa í tekjaukningu samfélagsins 1976 — 2007 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0 Da nm ör k Po rtú ga l Sv íþj óð Sp án n Fra kk lan d Íta lía No reg ur N- Sjá lan d Ás tra lía Br etl an d Ka na da Ba nd arí kin Ísl . ‘9 2-’ 02 Ísl . ‘9 2-’ 11 Neðstu 90% Efstu 10-1% Efsta 1% 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Á komandi ári verður ríkissjóður rekinn án halla annað árið röð og gott bet- ur. Okkur hefur því tekist að stöðva skuldasöfnun ríkisins. Vandinn er hins veg- ar sá að við munum að óbreyttu ekki hefja niðurgreiðslu skulda fyrr en árið 2017. Skuldasöfnun hefur leitt til þess að vaxtagreiðslur eru þriðji stærsti útgjaldapóstur ríkisins, á eftir heilbrigðismálum og al- mannatryggingum. Á komandi ári verður fjármagnskostnaður hærri en samanlagður rekstrarkostnaður Landspítala og öll útgjöld Sjúkra- trygginga Íslands. Auk skulda hvíla nær 1.300 milljarða króna ábyrgðir á ríkissjóði og munar þar mest um 900 milljarða vegna Íbúðalánasjóðs og nær 400 millj- arða vegna A-deildar Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Á sama tíma og glímt er við þungar skuldir verðum við Íslendingar að ráðast í verulegar fjárfest- ingar í innviðum og þá ekki síst í heil- brigðiskerfinu enda eldist þjóðin hratt. Á næstu tíu árum mun Íslendingum sem eru 67 ára og eldri fjölga um 50%. Öfundarefni Fjölgun eldri borg- ara er ánægjuleg og er staðfesting á því hversu góðum árangri við höfum náð í bættum lífskjörum alls almennings. Þar standa fáar þjóðir okkur framar. Og á margan hátt erum við betur í stakk búin en aðrar þjóðir. Lífeyriskerfi okk- ar og staða þess er öfundarefni flestra þjóða sem þurfa á næstu árum að kljást við gríðarlegan vanda vegna lífeyrisskuldbindinga. Fyrirhyggjuleysi þessara þjóða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf og lífskjör allra aldurshópa. En fjölgun aldraðra felur engu að síður í sér miklar áskoranir fyrir okkur Íslendinga, ekki síst í heilbrigðismálum. Við þurfum ekki aðeins að ráðast í uppbyggingu Landspítalans heldur ekki síður í umfangsmikla fjárfestingu á sviði þjónustu við þá sem lokið hafa góðri starfsævi. Um leið verður að hækka lífeyrisaldur, tryggja sveigjanleika í starfslokum og jafna áunnin réttindi. Ég hef áður lagt áherslu á nauðsyn þess að ráðist verði í heildarstefnumótun í málefnum aldraðra, þar sem tekið er mið af fjölgun, breyttum þörfum og sann- gjörnum kröfum um lífsgæði og sjálfstæði. Samhliða því að gera áætlun um byggingu hjúkr- unarheimila verður að móta fleiri valkosti með áherslu á heimaþjón- ustu og heimahjúkrun þannig að sómi sé að Við munum engum árangri ná, hvorki við að lækka skuldir (sem er forsenda bættra lífskjara í framtíðinni) eða við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, án aga í rík- isfjármálum og forgangsröðunar í útgjöldum. Við getum ekki leyft okkur að ákveða útgjöld í ný verk- efni fyrir 7,2 milljarða á nokkrum árum en skera á sama tíma niður framlög til rekstrar Landspítala. Það mun ekki ganga að ákveða að auka útgjöld eftirlitsstofnana og safna um 50- 200% en halda að sér höndum í viðhaldi þjóðvega. Á sama tíma og lítið svigrúm er til að draga úr tekjuskerðingu eldri borgara og öryrkja er sér- kennilegt að ákveða að margfalda útgjöld vegna ýmissa verkefna ut- anríkisráðuneytisins. Ef við ætlum að vera í stakk bú- in til að takast á við fjölgun eldri borgara á næstu árum þannig að sómi sé að verður að forgangsraða þegar kemur að ákvörðun um rík- isútgjöld. Á yfirstandandi kjör- tímabili hefur okkur tekist hægt og bítandi að innleiða ný vinnu- brögð eins og sést með auknum framlögum til heilbrigðismála og hækkun ellilífeyris. En verkið er rétt hafið. Sem varaformaður fjár- laganefndar mun ég vinna með það að leiðarljósi að láta fjár- mögnun grunnþjónustu ganga fyr- ir öllu öðru. Við verðum að forgangs- raða í þágu grunnþjónustu Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »En fjölgun aldraðra felur engu að síður í sér miklar áskoranir fyrir okkur Íslendinga. Guðlaugur Þór Þórðarson alþm Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Almannatryggingarogvelferðarmál Vaxtagjöld ríkissjóðs Fræðslumál Önnur útgjöld ríkissjóðs Almenn opinber þjónusta Húsnæðis- og skipulags- og skipulags- og hreinsunarmál Samgöngumál Löggæsla og öryggismál Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál Menningarmál Önnur útgjöld vegna ríkissjóðs Iðnaðarmál Eldsneytis- og orkumál 0,00 50.000 100.000 150.000 Málaflokkar gjalda í A-hluta fjárlagafrumvarps 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.