Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 ✝ FriðbjörgBergþóra Bjarnadóttir fædd- ist í Tungu á Norð- firði hinn 10. júlí 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík hinn 23. októ- ber 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Bjarni Sveinsson frá Viðfirði, bátasmiður á Norð- firði, f. 5. ágúst 1894, látinn 24. febrúar 1978 og Guðrún Frið- björnsdóttir frá Þingmúla í Skriðdal, f. 11. maí 1893, látin 9. júní 1989. Bergþóra var sjötta barn í hópi átta systkina. Systkini hennar í aldursröð: Guðlaug Ólöf, f. 7.7. 1916 (lát- in), Guðrún Aðalbjörg, f. 14.6. 1918, Jónína Stefanía, f. 13.12. 1919 (látin), Anna Sigríður, f. 1.6. 1921 (látin), Ingibjörg f. 2.12. 1922, Sveinn, f. 30.5. 1927 (látinn) og Unnur Ólafía, f. 29.05. 1933. Hinn 25.12. 1942 giftist Bergþóra Agli Aðalgeir Sigurgeirssyni, f. 1.10. 1920, látnum 24.6. 1997, hann var sonur hjónanna Bjargar Jóns- fiskvinnslu. Árið 1940 fluttist hún til Húsavíkur þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Framan af búskaparárunum vann hún nokkuð utan heimilis, einkum við að stokka upp línu. Þegar kísilgúrvinnsla hófst við Mývatn vann hún mikið við út- skipun á kísilgúr, síðan vann hún í Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur í nokkur ár og loks í Hvammi, þar sem hún vann í 10 ár, eða þar til hún varð 67 ára gömul. Þegar eiginmaður henn- ar hóf vöruflutninga milli Húsa- víkur og Reykjavíkur vann hún mikið með honum við losun og lestun bílsins og tók virkan þátt í þeirri starfsemi. Bergþóra var virk í starfsemi Kvenfélags Húsavíkur allt frá fyrstu búskaparárum sínum, og er hún nú ein af heiðurs- félögum Kvenfélagsins. Hennar aðal-tómstundagaman var spila- mennska og spilaði hún bridds í mörg ár og var lengi félagi í Briddsfélagi Húsavíkur. Einnig var Bergþóra mikil hannyrða- kona. Bergþóra var mikil fjöl- skyldumanneskja og lét sér mjög annt um velgengni barna sinna og afkomenda allra og var fram á síðasta dag nokkuð klár á afmælisdegi og aldri allra sinna afkomenda. Útför Bergþóru fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 1. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 14. dóttur, f. 31.1. 1890, látinnar 18.9. 1978 og Sigurgeirs Péturssonar, f. 18.4. 1874, látins 9.4. 1950. Börn Bergþóru og Að- algeirs. Óskírð, f. 21.8. 1942, látin sama dag, Bjarni, f. 25.11. 1943, kv. Þórhöllu Sigurðar- dóttur, f. 1947, Sig- urður, f. 19.12. 1945, kv. Sigur- hönnu Jónu Salómonsdóttur, f. 1946, Sigrún, f. 14. 9. 1948, gift Baldri Baldvinssyni, f. 1948, Guðrún Björg Zeller, f. 3.12. 1949, látin, Sigurgeir, f. 10.9. 1953, kv. Erlu Kristínu Bjarna- dótur, f. 1953, Sigríður, f. 22. 4. 1958, Sveinn Viðfjörð, f. 6.12. 1964, kv. Unni Ingibjörgu Gísla- dóttur, f. 1970. Barnabörnin eru orðin 21, langömmubörnin 52 og langa-langömmubörnin 11, og eru því afkomendur Bergþóru og Aðalgeirs orðnir 92. Bergþóra dvaldi í foreldra- húsum til 16 ára aldurs, hún byrjaði snemma að vinna og var mikið við barnapössun og síðar Kveðja frá börnunum þínum. Elsku mamma. Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Okkur langar með nokkrum orðum að þakka þér samferðina, þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst góð og ástrík móðir og sagðir allt- af að það dýrmætasta sem þið pabbi ættuð væru börnin ykkar. Þetta voru ekki bara orð, þetta sýndir þú okkur í öllu þínu við- móti og umhyggju fyrir velferð okkar. Mamma er fædd í Tungu á Norðfirði og minntist ætíð æsku- stöðvanna með mikilli hlýju. Hún hafi átt góða æsku á góðu heimili, þar sem henni leið alltaf vel í faðmi góðrar fjölskyldu og vina í skjóli fjallanna, sem hún talaði svo oft um. Í þessari umgjörð góðrar fjölskyldu og vina og stór- brotinnar náttúru mótaðist lífs- sýn mömmu. 16 ára gömul hleypti hún heimdraganum og fluttist til Húsavíkur, þar sem hún kynnist pabba og þau gifta sig 25. desember 1942. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, fyrsta barnið ykkar fæddist andvana og bæði áttuð þið pabbi við veikindi að stríða sem þið yfirunnuð bæði sem betur fer. Gleðistundirnar voru þó miklu fleiri, þar sem þú naust þín vel í góðra vina hópi. Gamlárskvöldin verða lengi í minnum höfð, þar sem þú fram- reiddir höfðinglegar veitingar og mikið var sungið. Það þurfti mikla áræðni til, þegar pabbi hóf vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur um miðjan sjötta áratuginn, þar stóðst þú eins og kletturinn að baki honum og hjálpaðir honum mikið og tókst virkan þátt í flutn- ingastarfseminni. Það voru mikil tímamót og gleði hjá þér, þegar þið keyptuð Björkina árið 1960 og fjölskyldan komin í eigið húsnæði, en þar var síðan heimili þitt í 52 ár, eða þar til þú fluttist í Hvamm í árslok 2012, 88 ára gömul. Mamma var virk félagskona í Kvenfélagi Húsavíkur og ein af heiðursfélögum Kvenfélagsins. Hennar aðaltómstundagaman var spilamennska og spilaði hún bridds í fjölda ára og var félagi í Briddsfélagi Húsavíkur. Síðustu árin var það einkum félagsvistin í Hvammi og svo Ótuktin, sem hún hafði mjög gaman af að spila. Hinn 24. júní 1997 missti mamma eiginmanninn eftir 56 ára farsæla sambúð. Þetta varð mömmu mikill missir, en hún brotnaði ekki, heldur hélt sínu striki og ákvað að búa áfram á Björkinni og halda uppi reisn fjölskyldunnar og hefðum, má þar nefna grjónagrautinn á laug- ardögum, en þar var skyldumæt- ing. Mamma var mikil fjölskyldu- manneskja og helst vildi hún hafa allan hópinn, alltaf í kringum sig, þetta er nú orðinn stór hópur, en afkomendurnir eru orðnir 92. Mamma var til síðasta dags nokkuð klár á afmælisdegi og aldri allra sinna afkomenda og hélt utan um þetta allt saman, hún vissi nákvæmlega hvernig hver og einn hafði það, enda vildi allur hópurinn alltaf heimsækja ömmu Beggu. Það var því mikill gleðidagur í lífi mömmu þegar hún hélt upp á 90 ára afmælið í sumar og fékk mestallan hópinn sinn til að fagna með sér merkum tímamótum. Elsku mamma, það er svo margs að minnast á þessari kveðjustund, minningin um ást- ríka móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu mun lifa í huga okkar allra. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Einar E. Sæmundsson.) Vertu sæl, elsku mamma. Börnin þín, Bjarni, Sigurður, Sigrún, Sigurgeir, Sigríður og Sveinn. Mig langar að skrifa örlítið um kynni mín af Beggu, fyrrverandi tengdamóður minni. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir það að hafa kynnst þessari yndislegu konu og var svo lánsöm að hún var hluti af lífi mínu meira en hálfa mína ævi. Alveg frá því að ég settist feimin við eldhús- borðið fyrsta laugardagsmorgun- inn (rétt áður en öll fjölskyldan mætti í grjónagrautinn) og hún spurði mig „Hverra manna ert þú, vinan?“ með brosi á vör, þá fann ég hvernig mér var hlýlega tekið. Jafnvel þó að hún ruglaði mig aldeilis í ríminu þegar hún því næst spurði hvort hún ætti að strauja leistana mína. Ég vissi ekki hvað leistar voru, ég hafði aldrei heyrt á svoleiðis minnst í Reykjavík. Hún Begga var kletturinn í fjölskyldunni, það var alltaf hægt að leita til hennar og hún vildi alltaf fylgjast með og vita hvað var í gangi hjá sínu fólki. Ég var mjög ung þegar ég var tekin inn í þessa fjölskyldu og langt í burtu frá minni eigin, svo Begga varð mér sterk fyrirmynd. Hún var mér álíka fyrirmynd og mín eigin móðir, báðar ástríkar, sterkar, brosandi konur. Mér fannst ég aldrei ná því að vera jafn dugleg og hún Begga í heimilisverkun- um, en ég reyndi að verða þeim ekki til skammar. Hún kenndi mér afskaplega margt, m.a. að búa til kleinur, pönnukökur og laufabrauð, sem ég á til að baka enn þann dag í dag. Einnig lærði ég af þeim hjónunum ýmsar aðr- ar fjölskylduhefðir sem urðu þessum rótlausa unglingi mjög mikilvægar, sérstaklega í kring- um jól og áramót. Þó að ég hafi tekið upp nýjar hefðir eftir að mínar leiðir skildu við þessa góðu fjölskyldu, þá á ég enn góðar minningar frá þessum tíma. Alltaf tóku Begga og Alli höfð- inglega á móti öllum gestum og það var engin undantekning þó að þau gætu ekki talað við gest- ina. Pabbi minn og stjúpa tala enn hlýlega um heimsóknirnar á Björkina þegar ég túlkaði í gríð og erg á milli þeirra, og borðin svignuðu undan glæsilegum kaffiveitingum. Einnig er ég þakklát fyrir þær stundir sem hún, og þau bæði, vörðu með Danna mínum. Elsku Begga, þú varst alltaf svo glaðlynd og góð. Þú munt ætíð eiga stóran sess í hjarta mínu. Hvíl í friði, mín kæra. Daníel Friðgeir, Svenni og Unn- ur, ásamt öllum öðrum aðstand- endum, þið eigið mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Martha Dís Brandt. Kveðja til ömmu Beggu. Nú er hún elsku amma mín dá- in. Amma með skápinn eins og við mörg kölluðum hana. Á gang- inum á Björkinni var skápur sem var fullur af gulli af manni fannst, þar var svo mikið af dóti. Þegar ég var lítil og heimsótti ömmu og afa á Björkina hafði þessi skápur alveg ótrúlegt aðdráttarafl. Þar gat ég alveg gleymt mér í leik. Svo þegar ég varð fullorðin og var sjálf komin með börn fengu börnin mín að njóta þess að skoða í skápinn. Ég minnist þess einnig að þegar maður var að koma í heimsókn til ömmu, þegar hún bjó enn á Björkinni, þá sat hún í horninu sínu við eldhúsborðið eða í stólnum sínum inni í stofu og var alltaf með einhverja handa- vinnu. Við nutum nú oft góðs af því hvað amma var dugleg. Hún átti það til að gauka einhverju fallegu að manni sem hún hafði verið að prjóna eða hekla, þó svo að maður ætti ekki afmæli. En af- mælisdagar var eitt af því sem amma mundi alltaf eftir. Hún hringdi alltaf í okkur á afmælum. Hún mundi afmælisdaga allra af- komenda sinna. Hún amma hafði alveg ótrúlega gott minni, alveg þar til viku áður en hún kvaddi. Ég var fyrir stuttu að rifja upp með henni atvik sem átti sér stað þegar ég var unglingur, ég var að keyra Helga frænda minn í vagni og velti vagninum og Helgi ætlaði aldrei að hætta að gráta, þá fór ég með hann til ömmu og hún komst þá að því að Helgi var með mikinn hita. Hún mundi vel eftir þessu. Amma kallaði mig alltaf nöfnu sína, enda heiti ég í höfuðið á henni, Þóra. Mér fannst alltaf eins og ég ætti stærri stað í hjarta hennar en aðrir og vil halda það áfram þó svo að ég sé orðin fullorðin. Haustið 2011 ákváðum við litla fjölskyldan að flytja til Húsavík- ur og leigðum við Haganes (Ás- garðsveg 4), sem er rétt hjá Björkinni. Þetta var hæfilegur göngutúr fyrir ömmu að rölta til okkar og fá sér kaffisopa og rölta svo aftur heim, yfirleitt rölti ég nú með henni til baka. Ég vildi vera viss um að amma kæmist heilu og höldnu heim. Amma hafði líka dálæti á handbolta, sér- staklega ef „Strákarnir okkar“ voru að spila og ef maður óvart droppaði inn þegar amma var að horfa, var engin leið að ná sam- andi við hana fyrr en leikurinn var búinn eða það var hálfleikur. Amma var alveg frábær og það er mikill missir fyrir okkur öll að hún sé nú fallin frá. En minningin um yndislega ömmu og lang- ömmu lifir í hjarta okkar og nú vitum við að hún er komin á góð- an stað, þar sem afi Alli hefur tekið á móti henni með bros á vör, prúðbúinn með hattinn. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín, nafna. Þóra Björg. Nú þegar amma Begga er dáin langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Það er sárt að kveðja ömmu sem kallaði mig aldrei annað en nafna sinn, en all- ar ljúfu og góðu minningarnar um yndislega konu munu fylgja mér alla tíð. Það var gott að koma á Björk- ina og setjast í kaffi við eldhús- borðið hjá ömmu, það var einhver óútskýrð ró, sem létti af manni öllum áhyggjum. Ömmu var mjög annt um fjöl- skyldu sína, hagi hennar og heilsufar. Hún mætti helst á öll tímamót í fjölskyldunni og var með alla afmælisdaga á hreinu, hún þurfti ekki facebook til að muna þá. Þegar amma varð 90 ára í sumar voru afkomendurnir orðnir 92 og hún vissi nákvæm- lega hvar allir störfuðu eða voru að læra. Amma hélt alla tíð í þær hefðir sem þau afi höfðu skapað í gegn- um árin. Ógleymanleg eru gaml- árskvöldin á Björkinni, oft var glatt á hjalla og engum leið betur en þeim gömlu með allt fólkið sitt hjá sér. Oftast þegar kíkt var inn hjá ömmu sat hún með prjónana sína, hún framleiddi mikið og gerði það vel. Ég held að óhætt sé að segja að allir ættingjar eigi eitthvað prjónað eða heklað frá henni. Amma hafði mjög gaman af að spila bridds, hún og Anna systir hennar, á meðan hún lifði, gátu diskúterað sagnir og hvern- ig hefði farið ef hinn eða þessi hefði sett eitthvað annað út, dög- um saman eftir spilakvöldin. Ég var stundum hjá ömmu og afa sem strákur. Ein ferð sem ég fór með þeim, líklega 1979, suður í Borgarfjörð er mér í fersku minni, á þessum árum var tölu- vert mál að fara til Reykjavíkur og þangað hafði ég ekki komið. Anna og Sigtryggur voru í sum- arleyfi á Bifröst og ekkert þótti sjálfsagðara en að kíkja á þau, farið var suður á laugardags- morgni og tilbaka á sunnudegin- um. Afi reykti Camel með litlum hléum alla leiðina og amma gaf mér reglulega súkkulaði, Brag- ðauka frá Mónu. Eftir því sem leið á ferðina og svarti Bensinn fór fram úr fleiri bílum, fór bíl- veikin að segja til sín og ég fór að lauma súkkulaðinu sem amma rétti mér í vasana á gallabuxun- um. Ekki litu buxurnar vel út þegar komið var suður í Borg- arfjörð en amma tók því af sinni alkunnu stóísku ró. Ég er viss um að afi Alli tekur vel á móti þér og blístrar fallegan lagstúf til þín. Fjölskylda mín færir þér kærar þakkir fyrir alla umhyggjusemina og hlýjuna sem þú sýndir okkur. Guð blessi minningu ömmu Beggu. Bergþór Bjarnason. Mörg hús á Húsavík bera enn ákveðin nöfn og er Björk eitt þeirra. Þar bjó hún Begga meiri- hluta ævi sinnar eða í 52 ár. Bergþóra Bjarnadóttir eða Begga eins og hún var ætíð köll- uð var fædd í Neskaupstað 10. júlí 1924 og var því rétt orðin ní- ræð þegar hún lést. Haldið var upp á afmælið á Dvalarheimilinu Hvammi og naut hún þess að eiga þar stund með vinum og ættingj- um þó að aldurinn væri farinn að segja til sín. Hún flutti til Húsa- víkur og gekk að eiga frænda minn Aðalgeir Sigurgeirsson að- eins 18 ára gömul, hinn 25. des. 1942. Alli Geira eins og hann var alltaf kallaður lést 1997, 76 ára. Þau Begga og Alli þurftu að tak- ast á við lífið á margvíslegan hátt. Þau eignuðust 8 börn en fyrsta barnið þeirra lést í fæðingu. Guð- rún Björg sem lengi bjó í Sviss lést á síðasta ári. Það var mikill missir fyrir aldraða móður því milli þeirra mæðgna var sterkur þráður. Begga fékk berkla, dvaldi um tíma á Kristneshæli, og Alli lömunarveiki. Þessa erf- iðleika tókst þeim að komast yfir og byggja sér og sínum fallegt heimili sem alltaf stóð öllum opið. Alli hóf vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur 1956 sem síðan þróuðust og urðu að stóru flutningafyrirtæki. Fyrstu árin var það ekki auðvelt starf en Begga stóð þétt að baki bónda sínum og hélt stóru heimili gang- andi. Við Bjarni, elsti sonur þeirra hjóna, urðum miklir mátar þó að eitt ár skildi á milli í aldri og um tíma vann ég við flutninga- fyrirtæki þeirra Beggu og Alla. Margar kvöldstundir átti ég því við eldhúsborðið hjá Beggu sem alltaf var hlaðið veitingum og margt var spjallað um félags- og þjóðmálin. Alli var forystumaður í félagsmálum vöruflutningabíl- stjóra en Begga sinnti félagsmál- um á heimaslóð. Hún starfaði mikið með Kvenfélagi Húsavíkur og var gerð að heiðursfélaga. Hún var mikil hannyrðakona og bridge-spilari og lét tækifæri til að slá í spil sér sjaldan úr greip- um ganga. Begga vann utan heimilis við fiskvinnslu og útskipun á kísilgúr sem margar húsmæður á Húsa- vík tóku þátt í og síðar vann hún við Dvalarheimilið Hvamm í tíu ár allt til 67 ára aldurs. Begga hafði þann góða sið að alla laugardaga sauð hún mjólk- urgraut og bar á borð ásamt slátri og þar var síðan „opið hús“ fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem þiggja vildu. Hún var svo heppin að flest börnin hennar búa með fjölskyldum sínum á Húsavík og því var oft mannmargt á Björk- inni. Ekki er hægt að skilja svo við Bergþóru Bjarnadóttur að nefna ekki gamlárskvöldin á heimili hennar. Áratugum saman hélst sú venja að á Björkinni var opið hús það kvöld. Þar safnaðist sam- an fjölskyldan öll, ættingjar og vinir og átti gleðistund yfir hrok- uðu borði kræsinga s.s. sviða, hangikjöts, laufabrauðs, hákarls og annars þess sem talist gat til „þjóðlegs“ matar og þar var spjallað, sungið og glaðst í góðra vina hópi. Ég vil þakka Beggu á Björk fyrir vináttuna, samfylgdina og allar ánægjulegu samverustund- irnar. Blessuð sé minning henn- ar. Við Vigga sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra svo og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau öll. Guðmundur Bjarnason. Friðbjörg Berg- þóra Bjarnadóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Sími: 565-9775 www.uth.is. uth@simnet.is. Við sjáum um alla þætti útfararinnar. Seljum kistur,krossa og duftker hvert á land sem er. Persónuleg þjónusta. Stapahrauni 5 Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.