Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 257. tölublað 102. árgangur
ALDREI HÆGT
AÐ REIKNA MEÐ
AUÐVELDUM LEIK
LJÓÐHEIMAR EINARS BEN. TAMNINGAKONA
SYNGUR, SEMUR
OG SPILAR
SVALA OG ARTHÚR Í HÖRPU 26 BRYNHILDUR ODDSDÓTTIR 10SÓLVEIG LÁRA ÍÞRÓTTIR
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Kostnaður viðbragðsaðila og ýmissa
stofnana í samfélaginu vegna eldgoss-
ins í Holuhrauni stefnir að óbreyttu í
rúman milljarð króna á þessu ári. Að
sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra
almannavarnadeildar ríkisreglu-
stjóra, má gera ráð fyrir að kostnað-
urinn sé nú þegar 700-800 milljónir
króna þegar allt er saman tekið.
Aðilar sem um ræðir eru einkum
Almannavarnir, Umhverfisstofnun,
lögreglan, Raunvísindastofnun HÍ,
Veðurstofan, Landhelgisgæslan,
Vatnajökulsþjóðgarður, sóttvarna-
læknir, Vegagerðin, björgunarsveitir
og fleiri. Sérstakur samráðshópur
fimm ráðuneytisstjóra kemur saman
reglulega til að fara yfir stöðu mála.
Lengsta mönnun til þessa
Mönnun Almannavarna í stjórn-
stöðinni í Skógarhlíð vegna eldgos-
anna í Fimmvörðuhálsi og Eyjafjalla-
jökli stóð yfir í 75 daga en gosið í
Holuhrauni hefur staðið lengur en
það. Mönnunin í Skógarhlíð hefur í
dag staðið yfir í 80 daga.
„Eyjafjallajökulsgosið kallaði þá á
lengstu mönnun í sögu almannavarna
hér á landi þannig að við erum komin
vel fram yfir það,“ segir Víðir en dags
daglega vinna hundruð manna með
einum eða öðrum hætti við að fylgjast
með gosinu, stunda eftirlit og mæl-
ingar og aðrar rannsóknir. Víðir áætl-
ar að 50-70 stöðugildi standi að baki
störfum sem snúast eingöngu um gos-
ið og til viðbótar séu stöðugildin um
150 við að sinna gosinu og öðrum
verkefnum því samfara, til dæmis
hafa lögreglumenn víða um land tekið
að sér mælingar á gasmenguninni.
Þannig eru hátt í 40 handmælar í um-
ferð um allt land til að fylgjast með
menguninni.
Aðstoð erlendis frá
Eldgosið í Holuhrauni er orðið
mesta hraungos síðan í Skaftáreldum
og alþjóðlegir vísindamenn fylgjast
einnig náið með framvindunni. Að
sögn Víðis væri kostnaður stjórn-
valda enn meiri ef ekki kæmi stuðn-
ingur erlendis frá í formi búnaðar og
mannskapar.
MViðbúnaður miðast við … »16
Gosið kostar yfir milljarð
Kostnaður vegna eldgossins í Holuhrauni nú þegar kominn í 700-800 milljónir
Stefnir að óbreyttu yfir milljarð um áramót Um 200 stöðugildi við vöktunina
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ákært hefur verið í einu máli af
þremur sem verið hafa eða eru til
rannsóknar hjá lögreglu vegna
meintra mistaka eða vanrækslu í
starfi í heilbrigðiskerfinu frá árinu
2011.
Á árunum 2011-2013 voru tilkynnt
23 atvik sem geta talist óvænt eða al-
varleg. Slík atvik eru skilgreind í
lögum „sem atvik sem valdið hefur
eða hefði getað valdið sjúklingi al-
varlegu tjóni, svo sem dauða eða var-
anlegri örkumlun“.
Þau atvik sem falla undir þessa
skilgreiningu fara til rannsóknar
hjá landlækni. Samkvæmt upplýs-
ingum frá embættinu var það mat
þess að gera þurfti úrbætur í fjór-
um tilvikum, eitt var sent til yfir-
stjórnar en rannsókn var ekki lokið
í tveimur málum. Ekki þótti þörf á
úrbótum í 16 tilvikum. Mikil um-
ræða hefur farið fram um það í heil-
brigðiskerfinu hvort ekki sé rétt að
rannasaka slík atvik sem sakamál.
Starfsumhverfi þykir flókið og hætt
er við truflunum vegna utanaðkom-
andi áreitis. Í heild bárust 537
kvartanir eða skyld erindi til land-
læknis á árunum 2011-2013. »12
Þrjú mál í lögreglurannsókn
Ein ákæra vegna atviks úr heilbrigðiskerfinu Þykja umdeild sakamál
Bráðamóttakan Erill er á bráðamóttöku.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisstjórnir heims þurfa að
grípa til róttækra aðgerða svo að
hægt verði að draga verulega úr
notkun jarðefnaeldsneytis á næstu
áratugum og hætta henni alveg fyr-
ir lok aldarinnar. Ella gætu þær
loftslagsbreytingar sem þegar eru
hafnar af völdum losunar manna á
gróðurhúsalofttegundum orðið
verri og átt sér stað of hratt til að
menn og vistkerfi jarðar nái að að-
lagast þeim.
Þetta kemur fram í skýrslu lofts-
lagsnefndar Sameinuðu þjóðanna
sem er sú afdráttarlausasta hingað
til. John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, segir þá sem kjósa
að hunsa eða véfengja vísindin að
baki stefni öllum í hættu, börnum
þeirra og barnabörnum. »15
Afdráttarlaus um
nauðsyn aðgerða
AFP
Vá Skýrslan var kynnt í Kaupmannahöfn.
„Vinna við
leiðréttinguna
er á lokastigi.
Það er verið að
hnýta síðustu
lausu endana.
Gert er ráð fyr-
ir að leiðrétt-
ingin verði
kynnt opin-
berlega mánudaginn 10. nóv-
ember og niðurstaðan birtist um-
sækjendum daginn eftir, 11.
nóvember,“ segir Sigurður Már
Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, um gang vinnunn-
ar hjá stjórnvöldum við skulda-
leiðréttingu. Alls bárust um 69
þúsund umsóknir um leiðréttingu
húsnæðislána frá um 105 þúsund
kennitölum. Nota þarf rafræn
skilríki til undirritunar á ráð-
stöfun leiðréttingarfjárhæðar.
Leiðréttingin verður
kynnt 10. nóvember
Gestir sem heimsóttu menningarhúsið Skúrinn á
Laugarnestanga um helgina, gátu guðað á
gluggann og fylgst með Ragnari Kjartanssyni
myndlistarmanni mála myndir af félaga sínum
Bjarna bömmer. Á fóninum hljómaði „Take it
easy“ með Eagles, aftur og aftur. »29
Morgunblaðið/Ómar
Myndlistarsköpun í skúr á Laugarnestanga
Íslenska
sprotafyrirtækið
MURE VR vinn-
ur að þróun
sýndarveruleika-
vinnustöðva sem
byggjast á tækni
Oculus Rift.
Bandaríski
tæknirisinn
Google hyggst
gera prófanir á hugbúnaði MURE
VR á eigin starfsmönnum þegar
varan er tilbúin.
Diðrik Steinsson er einn stofn-
enda MURE VR og segir hann fjár-
festa hafa sýnt fyrirtækinu vaxandi
áhuga. »14
Google hyggst nota
íslenska tölvutækni
Diðrik Steinsson