Morgunblaðið - 03.11.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Haldinn var bangsadagur á Barnaspítala
Hringsins í gær en þá gafst börnum færi á að
láta læknanema annast veika bangsa sína. Syst-
kinin Jón Andri, 8 ára, og Sigrún Eva, 5 ára,
Arnarsbörn komu með hryssuna Fjólu sem hafði
fótbrotnað og ísbjörninn Kúda sem var bæði með
hálsbólgu og hafði fótbrotnað í áhorfendastúku
þar sem þau höfðu verið að horfa á handbolta-
leik.
Morgunblaðið/Ómar
Lappað upp á hryssuna Fjólu og ísbjörninn Kúda
Bangsadagur Barnaspítala Hringsins var haldinn hátíðlegur í gær
Jarðskjálfti upp
á 5,3 stig reið yf-
ir klukkan rúm-
lega fjögur síð-
degis í gær en
upptök hans
voru 9,3 km suðs-
uðvestur af
Kistufelli. Kl.
rúmlega hálfsex
reið yfir annar
skjálfti upp á 3,7
stig og voru upptök hans 6,5 km
austsuðaustur af Bárðarbungu. Á
milli kl. 11 og 12 í gærmorgun voru
einnig tveir skjálftar sem reyndust
báðir yfir 4 stig í Bárðarbunguöskj-
unni. Allt í allt mældust níu jarð-
skjálftar, 3,7 stig eða stærri, á þess-
um slóðum í gær. Virknin er því
enn mikil og Bárðarbunga heldur
áfram að síga.
Mikil skjálftavirkni
við Bárðarbungu
Nötur Jörð skelfur
við gossvæðið.
Rjúpnaveiði hef-
ur verið fremur
dræm í ár eftir
því sem Kristinn
Gísli Guðmunds-
son, einn með-
stjórnenda
Skotvís, veit best.
Segist hann sjálf-
ur aðeins hafa
veitt einn fugl á
tímabilinu. Að-
stæðurnar hafi ekki verið þær bestu
fyrir rjúpnaveiðimenn og vantar
snjó til þess að hægt sé að koma
auga á fuglana. Veiðitímabilið er
fjórar helgar og er það nú hálfnað.
Eru því tvær helgar eftir af rjúpna-
veiðitímabilinu og hafa þeir sem
vilja rjúpu í jólasteikina enn tæki-
færi til þess að veiða sér til matar.
Snjóinn vantar
til að veiða rjúpuna
Veiði Lítið hefur
borið á rjúpunni í ár
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtals hafa 213 einstaklingar
fengið réttarstöðu sakbornings hjá
sérstökum saksóknara án þess að
rannsókn viðkomandi máls hafi leitt
til ákæru á hendur þeim. Þetta
kemur fram í svari Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar forsætis- og
dómsmálaráðherra við fyrirspurn
Össurar Skarphéðinssonar, þing-
manns Samfylkingar. Hvorki náðist
í Sigmund Davíð né Össur við
vinnslu fréttarinnar í gær.
Varðaði fyrirspurnin stöðu
manna sem eru grunaðir um refsi-
verða háttsemi í skilningi 1. gr. laga
um embætti sérstaks saksóknara. Í
svari dómsmálaráðherra segir að
alls hafi 72 einstaklingar nú rétt-
arstöðu sakbornings hjá embætt-
inu. Viðkomandi einstaklingar eru
flokkaðir án þess að nöfnin komi
fram eftir því hversu lengi þeir hafa
haft þessa réttarstöðu. Tímalengd-
in er frá 2 og upp í 63 mánuði.
Tengjast allt að tíu málum
Í þriðja lagi segir í svarinu að alls
33 einstaklingar hafi nú réttarstöðu
sakbornings í tveimur málum eða
fleiri hjá embættinu. Þeir eru flokk-
aðir eftir fjölda mála, sem er frá
tveimur málum og upp í tíu.
Í síðasta lið fyrirspurnarinnar er
spurt hvort Ísland hafi „undirgeng-
ist einhverja þjóðréttarsamninga
sem kveða á um takmörk við því
hve lengi menn geta haft stöðu
grunaðra manna án þess að þeir
sæti ákæru“. Óskaði fyrirspyrjandi,
þ.e. Össur, þess að svarið yrði sund-
urliðað eftir samningum og ákvæð-
um þeirra.
Í svarinu segir að Ísland hafi
„ekki undirgengist þjóðréttarsamn-
inga sem með beinum hætti kveða á
um takmörk við því hve lengi menn
geta haft stöðu grunaðra manna án
þess að sæta ákæru“. Hins vegar er
tekið fram að Ísland hafi undir-
gengist þjóðréttarsamninga á borð
við t.d. mannréttindasáttmála Evr-
ópu. Bent er á að í 6. gr. sáttmálans
megi finna hliðstæða reglu og í 70.
gr. stjórnarskrár Íslands, „þar sem
kveðið er á um að öllum beri réttur
til að fá úrlausn um ákæru á hendur
sér um refsiverða háttsemi innan
hæfilegs tíma fyrir óháðum og
óhlutdrægum dómstóli“. Vísað er til
þess að þessari reglu hafi verið
beitt og hún skilgreind sem svo að
hún taki einnig til mála á rannsókn-
arstigi.
Hraða skuli meðferð mála
Þá er vísað til alþjóðasamnings-
ins um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi þar sem kveðið er á um að
mál skuli rannsökuð án óhæfilegrar
tafar. Loks er vísað til 53. gr. laga
um meðferð sakamála þar sem
„kveðið [er] á um skyldu þeirra sem
rannsaka sakamál að hraða með-
ferð mála eftir því sem kostur er“.
Hundruð verið til rannsóknar
Á þriðja hundrað manns hafa fengið réttarstöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara án þess að
rannsókn viðkomandi máls hafi leitt til ákæru á hendur þeim 72 hafa nú réttarstöðu sakbornings
Morgunblaðið/Ómar
Sérstakur saksóknari Skrifstofur
embættisins eru á Skúlagötu.
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Á miðnætti hófust verkfallsaðgerðir
Læknafélags Íslands og í fyrramálið
hefst verkfall Skurðlæknafélags Ís-
lands. Ljóst er að mikil röskun verð-
ur vegna verkfallanna enda um
lækna beggja félaganna að ræða.
Bráðatilvikum verður sinnt að venju
en gera má ráð fyrir áhrifum á alla
aðra starfsemi, samkvæmt upplýs-
ingum frá Landspítala.
Enn fleiri aðgerðum frestað
Í vikunni ná verkfallsaðgerðir til
flæðisviðs, aðgerðasviðs og geðsviðs.
Óljóst er hversu mörgum aðgerðum
verður frestað sökum verkfallsins en
gera má ráð fyrir enn fleiri en í síð-
ustu viku þegar 500 dag- og göngu-
deildarkomum, 56 skurðaðgerðum og
tugum rannsókna og meðferða var
frestað. Er það að hluta til vegna
verkfallsaðgerða svæfingalækna í
vikunni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum fer fjöldi aflýstra að-
gerða eftir fjölda bókana en um 60 að-
gerðir eru bókaðar á dag, þar af 40
valaðgerðir eða aðgerðir sem fram-
kvæmdar eru fram í tímann. Í vik-
unni falla bókaðar endurkomur á
bráða- og göngudeild niður á flæði-
deild, öll starfsemi á aðgerða- og
svæðingadeild miðast við bráðastarf-
semi og verða t.d. göngudeildir að-
gerða- og skurðlækningasviðs og
augnlæknasviðs lokaðar einhverja
daga. Einhverjar aðgerðir tannlækna
falla niður, auk valrannsókna sem
þarfnast svæfingar. Á geðdeild falla
allir bókaðir tímar á göngudeildum
geðlækna niður.
Ljóst er að framundan er mikil
vinna við að vinda ofan af áhrifum
verkfallsins og eru langtímaáhrifin
óljós. Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum hefur starfsemi
spítalans gengið vel þrátt fyrir rask-
anir og hafa engin stór áföll átt sér
stað.
Ekkert þokast í kjaradeilum
Ekkert þokast í viðræðum Lækna-
félags Íslands og samninganefndar
ríkisins en samningafundur er á dag-
skrá í dag.
Þorbjörn Jónsson, formaður LÍ,
bíður eftir að samninganefnd ríkisins
fái víðtækara umboð til þess að ræða
við fulltrúa félagsins. Hingað til hefur
nefndin ekki hvikað frá þeirri launa-
stefnu að bjóða 3-4% launahækkanir,
sem Þorbjörn segir óviðunandi.
Aflýstum aðgerðum fjölgar
Ekkert þokast í kjaradeilum lækna Gera má ráð fyrir enn fleiri aflýstum að-
gerðum í vikunni er læknar LÍ og Skurðlæknafélags Íslands fara í verkfall
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verkfall Miklar raskanir verða á
starfsemi sjúkrahússins í vikunni.
Maðurinn sem handtekinn var sl.
laugardag á Þórshöfn eftir að hafa
gengið um vopnaður haglabyssu
var látinn laus úr haldi lögreglu í
gær eftir skýrslutöku. Sex lög-
reglumenn tóku þátt í að handtaka
manninn, þrír þeirra úr sérsveit
lögreglunnar á Akureyri, tveir frá
Húsavík og einn frá Þórshöfn.
Tilkynning þess efnis að vopn-
aður maður væri á ferð á Þórshöfn
barst lögreglunni um hálfsjöleytið
um morguninn og var götum í ná-
grenni heimilis mannsins lokað
meðan á aðgerðum stóð en hann
hafði sýnt ógnandi tilburði á ferð
sinni um bæinn. Ekki verður farið
fram á gæsluvarðhald yfir mann-
inum, sem er á fertugsaldri, þar
sem rannsóknarhagsmunir krefjast
þess ekki. davidmar@mbl.is
Byssumaður á Þórs-
höfn laus úr haldi