Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Tillögur að súpumáltíð: Settu í súpuna smátt skorinn fisk og berðu frammeð nýbökuðu brauði & hummus Settu í súpuna grænmeti og þurristuð sólkjarna- og graskersfræ og toppaðu með skeið af sýrðum rjóma Settu í súpuna steikta kjúklingabita, nachos, cayenne pipar og toppaðu með skeið af sýrðum rjóma KRAFTMIKIL SÚPA Á KÖLDUM DEGI Ítalska súpan er með maukuðum tómat & basil Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 - laugardaga frá 11.00 - 14.00 (Kópavogur) Bjóðum einnig fjölbreytt úrval af girnilegum fiskréttum, ferskum fiski og ómótstæðilegumeðlæti Sjá nánar á fylgifiskar.is afsláttur af súpunum okkar20% Gildir 3. og 4. nóvember Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðar- son, annar höfunda óperunnar Ragnheiðar, er byrjaður að viða að sér efni fyrir aðra óperu. Ragnheiður, sem Gunnar samdi ásamt Friðriki Erlingssyni, sló rækilega í gegn. Ríflega 12 þúsund manns sáu níu sýningar fyrir full- um Eldborgarsal í Hörpu sl. vor. Gunnar segir að vegna fjölda áskorana verði bætt við aukasýn- ingum 27. og 28. desember, eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við óperusöngkonuna Þóru Einars- dóttur, sem fer með hlutverk Ragn- heiðar, hinn 20. október sl. Gunnar segist aðspurður vera byrjaður að undirbúa nýja íslenska óperu. Umfjöllunarefnið verður ekki gefið upp að sinni. „Ég er að lesa mér til og er aðeins byrjaður að fikta í einum hlut. En það er varla tímabært að segja frá því,“ segir Gunnar sem vill koma á fram- færi þakklæti fyrir góðar viðtökur á Ragnheiði. Miðasalan á sýning- arnar hefst í dag. b aldura@mbl.is Ný íslensk ópera er í smíðum  Gunnar Þórðarson viðar að sér efnivið Morgunblaðið/Ómar Óperan Ragnheiður Tónlistin úr verkinu kemur út á diski fyrir jól. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki hefur verið nógu mikið lagt í rannsóknir á súrnun sjávar miðað við að það er líklega helsta umhverf- isvá sem steðjar að Íslandi. Þetta segir Hrönn Egilsdóttir, dokt- orsnemi við jarðvísindadeild Há- skóla Íslands. Hún hlaut hvatning- arverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á föstudag fyrir rannsóknir sínar á áhrifun súrn- unarinnar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland. Áætlað er að höfin hafi tekið upp um fjórðung af því koltvíoxíði sem menn hafa dælt út í lofthjúp jarðar frá iðnbyltingunni. Þetta hefur leitt til þess að höfin hafa súrnað sem hefur áhrif á lífríkið. „Allar lífverur sem mynda kalk, kórallar, ígulker, kræklingar og kalkþörungar til dæmis, eru í mest- um áhættuhóp,“ segir Hrönn. Ef þessum stofnum hnignar hefur það aftur áhrif á alla fæðukeðjuna í hafinu, þar á meðal fiskteg- undir sem veidd- ar eru hér við land. Hafið súrnar hins vegar ekki í sama mæli alls staðar. Þannig segir Hrönn að pH-gildi eða sýru- stig sjávarins við Ísland lækki 50% hraðar við Ísland en sunnar í Atl- antshafi. Ástæða þess að hafið súrn- ar hraðar hér er sú að kaldari sjór tekur upp meira af koltvísýringi en hlýrri. „Hafið við Ísland er viðkvæmara út af því hvað það er kaldur sjór við landið,“ segir hún. Efla rannsóknir til framtíðar Rannsóknir Hrannar fyrir háskól- ann og Hafrannsóknastofnun bein- ast fyrst og fremst að kalkmyndandi lífverum en hún gerir einnig beinar mælingar á sýrustigi hafsins. Hún telur að miðað við hættuna sem steðjar að Íslandi af völdum súrn- unar sjávar þá sé ekki lögð nógu mikil áhersla á rannsóknir á henni. „Með þessum hvatning- arverðlaunum SFS eru hags- munaaðilar núna farnir að kalla eft- ir rannsóknum á þessu. Mér finnst líklegt að það hjálpi til við að efla þær á Íslandi til framtíðar,“ segir Hrönn. Súrnun sjávar helsta umhverfisógnin  Doktorsnemi í líffræði hlaut hvatningarverðlaun SFS  Hagsmunaaðilar kalla eftir rannsóknum Hrönn Egilsdóttir Haförninn sem rjúpnaskytt- urnar Ingvar Helgason og Hafþór Óskar Gestsson björg- uðu við veiðar á Skógarströnd við Breiðafjörð á föstudaginn er nú í Húsdýra- garðinum í Reykjavík þar sem hann nýtur að- hlynningar. Fyrsta verk starfsfólks- ins var að fá örninn til að éta og heilsast honum vel að sögn Jóns Gíslasonar, yfirdýrahirðis Hús- dýragarðarins. Gæðir örninn sér á ýmsu kjötmeti en hann er hrifnastur af geita- og lambakjöti. Örninn var grútarblautur þegar hann fannst og átti þess vegna erfitt með flug. Ef þörf er á frekari að- hlynningu gæti verið að örninn yrði til sýnis í garðinum en honum verður sleppt þegar hann verður hraustari. Verður mögu- lega til sýnis Haförn Örninn er farinn að éta vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.