Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Þ
að er ljóst, eftir tiltölu-
lega stutt spjall, að tón-
listarkonan Brynhildur
Oddsdóttir hefur fjöl-
margt fyrir stafni og
býr yfir ótakmarkaðri lífsorku auk
smitandi lífsgleði sem er sannar-
lega mikill kostur hvar sem er í líf-
inu sjálfu. Hún er rúmlega þrítug
og hefur gert býsna margt þrátt
fyrir ungan aldur. „Ég er menntuð
tamningakona og hef verið að
temja í mörg ár,“ segir Brynhildur
sem lærði tamningar á Hólum í
Hjaltadal og lauk náminu þar fyrir
um áratug.
Söngnám með tamningunum
Tónlistin hefur alltaf ómað
innra með Brynhildi og lærði hún á
fiðlu sem barn og var grunnurinn
því lagður snemma. „Ég hafði samt
lítið gert af því að syngja og það
var ekki fyrr en ég fór að læra
söng eftir að ég kláraði Hóla sem
ég fór alveg út í tónlistina,“ segir
hún. Samhliða tamningunum
stundaði hún söngnámið af kappi.
Hún er enn í hestamennskunni en
ekki leið á löngu þar til tónlistin
varð aðalatriðið og hestarnir þurftu
að víkja. „Tónlistin hefur tekið yfir
og það hefur verið nóg að gera,“
segir Brynhildur og það skýrir sig
sjálft þegar tónlistarferillinn er
skoðaður nánar. „Tónsmíðaáhuginn
kviknaði í söngnáminu í Nýja tón-
listarskólanum og ákvað að sækja
um í Listaháskólanum, í tónsmíða-
nám. Ég komst inn þar og það
voru alveg frábær ár sem ég átti
Úr tamningunum
yfir í tónlistina
Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir sendi fyrir skemmstu frá sér plötuna Burn-
ing Heart. Brynhildur er í fararbroddi Beebee and the bluebirds og leikur á raf-
magnsgítar, syngur og semur tónlistina. Hún er vel menntuð í tónlist og hefur lok-
ið tónsmíðanámi, söngnámi og er komin langt í námi í rafgítarleik við FÍH. Það
kann því að koma á óvart að þessi stelpa sé menntuð tamningakona líka.
Ljósmynd/Eva Rut Hjaltadóttir
Afköst Nýlega kom út platan Burning Heart með Beebee and the bluebird.
Menningarhátíðin Vökudagar stendur
nú sem hæst á Akranesi og af því til-
efni kemur fjöldi listamanna fram. Á
meðal viðburða er höfundakvöld í
Bókasafni Akraness, sem orðið er að
árlegum viðburði. Yfirskriftin að
þessu sinni er „Viltu hjálpa mér að
lifa þessa kátu stund?“ og lesa fimm
höfundar þar úr nýjum bókum sínum
á bókasafninu klukkan 20 í kvöld.
Þeir eru: Ari Jóhannesson,
Kristín Steinsdóttir,
Orri Harðarson,
Sigurbjörg Þrastardóttir og
Þorgrímur Þráinsson.
Auk þess mun Karl Hallgrímsson,
söngvaskáld, flytja tónlist við eigin
texta, en hann er m.a. meðlimur í
hljómsveitunum Karl og mennirnir og
danssveitinni Blek og byttur.
Bókasafn Akraness fagnar 150 ára
afmæli sínu í vikunni og er höfunda-
kvöldið liður í hátíðarhöldum.
Vefsíðan www.bokasafn.akranes.is
Morgunblaðið/Kristinn
Afmæli Í næstu viku fagnar Bókasafnið 150 ára afmæli og er margt um að vera.
Að lifa þessa kátu stund
Í tilefni af útgáfu Eddukvæða I-II
býður Hið íslenzka fornritafélag til
kynningar í dag, mánudag á Litla
torgi í Háskólatorgi. Hún hefst kl.
16.30.
Vésteinn Ólason spjallar um út-
gáfuna og Svanhildur Óskarsdóttir
les upp úr Eddukvæðum.
Útgefendurnir, Jónas Krist-
jánsson og Vésteinn Ólason, voru
samanlagt í röska þrjá áratugi for-
stöðumenn Árnastofnunar. Verkið
nýtur reynslu þeirra af rannsóknum
og útgáfum fornra texta og áhuga-
vert að kynna sér það sem fram
kemur í dag.
Endilega …
… lesið
Eddukvæði
Morgunblaðið/Ómar
Kynning Ný útgáfa Eddukvæða kynnt.
Opinn fundur verður í hádeginu í dag
á vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands í samstarfi við Evrópu-
stofu. Að því er fram kemur í kynn-
ingu fundarins á vef Háskóla Íslands
hafa það sem af er þessu ári yfir 160
þúsund hælisleitendur og farand-
verkamenn lagt í hættuför yfir hafið
frá Norður-Afríku til Evrópu, fyrir ut-
an þá 3.000 sem aldrei náðu landi.
„Mikil aukning á alvarlegum vopn-
uðum átökum allt frá Malí í Vestur-
Afríku yfir til Gaza, Sýrlands, Íraks og
víðar, hefur verið sannkölluð gull-
náma fyrir þá sem stunda smygl á
fólki. Flestir, í það minnsta 4.000
manns, leggja í hann frá eftirlits-
lausum höfnum Líbíu, aðallega á leið
til Ítalíu,“ segir ennfremur í kynning-
unni. Á fundinum mun
Hugo Brady, sérfræðingur hjá Ör-
yggismálastofnun Evrópusambands-
ins, leitast við að útskýra hvað liggur
að baki þessum miklu fólksflutn-
ingum yfir Miðjarðarhafið og vanda
þeirra sem móta stefnuna í glímunni
við þennan mannlega harmleik.
Fundarstjóri: Pia Hansson, for-
stöðumaður Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á
ensku og eru allir velkomnir í stofu
201 í Odda þar sem fundurinn er frá
klukkan 12 til 13.
Nánar á www.ams.hi.is.
Hryllingsárið til umræðu í hádeginu
Schengen og landamæri
þess við Miðjarðarhafið
Reuters
Hví? Rætt verður um ástæður hættulegra fólksflutninga yfir Miðjarðarhafið.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
TÖLVUDEILD - ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568 1581
www.thor.is
EPSON WORKFORCE PRO WF-5620
Þráðlaus fjölnota skrifstofuprentari
(Fax, skanni, ljósritun og prentun)
Þægilegur snertiskjár, 30 bls á mínútu,
prentar báðumeginn, auðvelt að skipta um blek,
hægt að prenta á umslög og þykkari pappír,
minni rekstrarkostnaður en af laser prenturum.
EPSON WORKFORCE PRO WF-5110W
Þráðlaus skrifstofuprentari
Prentar báðumeginn, auðvelt að skipta um blek,
hægt að prenta á umslög og þykkari pappír,
minni rekstrarkostnaður en af laser prenturum
42.00
0
EPSO
NWo
rkFor
ce
ProW
F-511
0W
,-
Einfaldur og þægilegur heimilisprentari.
- Hentar vel fyrir skólafólk
- Prentar út ljósmyndir
- Skannar og ljósritar
- Með AirPrint (beinn stuðningur við iPhone/iPad)
- Hægt að fá App fyrir bæði Iphone og Android tæki
- Allar skipanir á skjá
- Þráðlaus
14.00
0
EPSO
N Exp
ressio
n
Home
XP-32
2
,-
EPSON EXPRESSION HOME XP-322
Prentarar fyrir skrifstofuna, heimilið og ljósmyndara
64.00
0
EPSO
NWo
rkFor
ce
ProW
F-562
0DWF
,-
ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR