Morgunblaðið - 03.11.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Við bjóðum spennandi matseðil
Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við
gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna.
Þitt er valið!
SKELLTU ÞÉR
ÚT AÐ BORÐA.
565 6000 / somi.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dekk Nú þurfa ökumenn að huga
betur að dekkjunum en áður.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Um helgina gekk í gildi ný reglu-
gerð um leyfða lágmarksmynstur-
dýpt á hjólbörðum. Þann 1. nóv-
ember rann jafnframt úr gildi bann
við notkun nagladekkja en heimilt
er að nota þau frá þeim tíma til 14.
apríl ár hvert.
Lágmarksmynsturdýpt er nú 3
mm yfir veturinn en 1,6 mm yfir
sumarið. Hún var áður 1,6 mm sum-
ar sem vetur ef undan eru skildir
vörubílar en lágmarkið var 1 mm.
Eigendur bera ábyrgð
Dagur Benónýsson, rekstrar-
stjóri verkstæðis N1, segir að fólk
sé sjálft ábyrgt fyrir því að hafa
nægjanlega mynsturdýpt á dekkj-
unum.
„Að sjálfsögðu bendum við fólki á
það ef dekkin eru orðin léleg og í
sumum tilvikum neitum við að setja
þau undir. Sem betur fer hafa orðið
umskipti í hugsun fólks á undan-
förnum árum varðandi það. Fólk er
orðið mun meðvitaðra um að vera á
góðum hjólbörðum en var. Ég hef
starfað við þetta í 30 ár og þetta
hefur breyst mikið.“
Mörg dekk ansi slitin
Hann segir að mikið hafi verið að
gera undanfarnar vikur. „Það kom
smáhret um daginn og þá er í raun
kominn tími á að skipta um dekk,“
segir Dagur.
Ásgeir Gíslason, eigandi Hjól-
barðaverkstæðis Sigurjóns, tekur í
sama streng.
„Fólk hendir allavega dekkjum
sem eru alveg galin. Þessi reglu-
gerðarbreyting hjálpar fólki að
komast á betri dekk. Nú slítur fólk
sjaldan dekkjunum alveg niður í
kviku,“ segir Ásgeir. Hann segir þó
enn of algengt að fólk sé á lökum
dekkjum. „Við sjáum það á rusla-
haugnum okkar að dekkin eru
mörg hver ansi slitin,“ segir Ásgeir.
„Alveg galin“ dekk fara á haugana
Ný reglugerð um mynsturdýpt sumar- og vetrardekkja hefur tekið gildi
Dýptin er 3 mm yfir veturinn en 1,6 mm á sumrin Fólk meðvitaðra
Þingmenn allra
flokka hafa lagt
fram þingsálykt-
unartillögu um
að seinka klukk-
unni á Íslandi
um eina klukku-
stund. Seinkunin
væri í gildi allt
árið, þannig að
ekki yrði um
sumartíma að ræða.
Í tillögunni, sem var lögð fram á
síðasta degi októbermánaðar, segir
að miðað við gang sólar sé klukkan
á Íslandi rangt skráð. Síðan 1968
hafi hún verið stillt á sumartíma
allt árið og sé því klukkutíma of
fljót miðað við legu landsins. Það
leiði til þess að ljósaskiptum seinki,
bæði dagrenningu og kvöldi.
Í tillögunni er einnig bent á að
með núverandi fyrirkomulagi fái
Íslendingar bjartari kvöld á sumr-
in, en fórnarkostnaðurinn sé að á
veturna styttist birtutíminn um
rúmar sex vikur.
Þingmenn vilja
seinka klukkunni
um einn tíma
Á flokksráðs-
fundi Sjálfstæðis-
flokksins um
helgina var Guð-
laugur Þór Þórð-
arson alþingis-
maður kjörinn
ritari flokksins
með 83%
greiddra at-
kvæða.
„Ég er af-
skaplega þakklátur fyrir þennan
mikla stuðning sem ég fann. Þetta
er spennandi verkefni og ég hlakka
til að vinna með forystu flokksins
og sjálfstæðisfólki um allt land að
því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn
og það sem hann stendur fyrir enn
frekar,“ sagði Guðlaugur Þór við
mbl.is
Kjörinn ritari Sjálf-
stæðisflokksins
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
hefur skipað
Stefán Hauk Jó-
hannesson ráðu-
neytisstjóra í
utanríkisráðu-
neytinu frá 1.
nóvember. Einar
Gunnarsson sem
verið hefur ráðu-
neytisstjóri frá árinu 2009 verður
fastafulltrúi hjá fastanefnd Íslands
í New York frá 1. janúar, segir í
fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu.
Stefán hefur undanfarin ár gegnt
ýmsum ábyrgðarstöðum í utan-
ríkisþjónustunni. Undanfarna mán-
uði var Stefán yfirmaður eins af
eftirlitsteymum Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu í Úkraínu.
Stefán Haukur orð-
inn ráðuneytisstjóri
Stefán Haukur
Jóhannesson