Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN KRISTJÁNSSON leigubílstjóri, lést þriðjudaginn 21. október á Skjóli. Útförin fer fram fram 5. nóvember kl. 15.00 frá Árbæjarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT V. ÞÓRÐARDÓTTIR, Vestursíðu 2c, Akureyri, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. nóvember kl. 10.30. . Grettir Frímannsson, Haukur Grettisson, Sigurbjörg Rún Valgeirsdóttir, Axel Grettisson, Ólöf Harpa Jósefsdóttir, Jenný Grettisdóttir, Georg Gunnlaugsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SKAFTI BJÖRNSSON, lést mánudaginn 13. október á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hefur farið fram. Þökkum samhug og hlýju. Innilegar þakkir til starfsfólks á H-1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir yndislega umhyggju og umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Hrafnistu. Árni Björn Skaftason, Bryndís Erlingsdóttir, Helga Árnadóttir, Davíð Baldursson, Hildur Árnadóttir, Jóhann Hauksson. ✝ Haraldur Sig-urbergsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1928. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 27. október 2014. Foreldrar hans voru Valgerður María Guðnadóttir, f. á Óspaksstöðum í Hrútafirði 28. októ- ber 1894, d. 17. júlí 1966, og Sigurbergur Sigur- bergsson, f. í Fjósakoti í Meðal- landi 18. maí 1892, d. 26. ágúst 1981. Systkini Haralds eru: Mar- grét, f. á Seltjarnarnesi 8. apríl 1921, d. 13. september 2001, Guðrún, f. í Breiðholti við Reykjavík 20. desember 1922, d. 2. maí 2006, Steindór, f. í Reykjavík 21. júní 1930, d. 18. október 1935, og Anna Guðný, f. í Reykja- vík 28. apríl 1935. Haraldur bjó í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni fram á unglingsár þegar þau fluttu að Nethömrum í Ölf- usi. Haraldur bjó í sjö ár í Ölfusi en flutti svo til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Haraldur vann margvísleg störf á sínum yngri árum en stærstan hluta starfs- ævinnar vann hann hjá Vatns- veitu Reykjavíkur. Útför Haralds verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 3. nóvember 2014, klukkan 13. Ástkær frændi okkar, Harald- ur Sigurbergsson, er látinn. Halli frændi var órjúfanlegur hluti fjölskyldunnar frá því að við syst- ur munum eftir okkur, móður- bróðir okkar sem fyrstu árin í okkar lífi bjó með afa, Sigurbergi Sigurbergssyni. Eftir að afi féll frá 1981 flutti Halli af Laugateig í Búðargerði þar sem hann bjó alla tíð þar til hann flutti á hjúkrunar- heimilið Eir. Halli var stríðinn, hafði til dæmis lúmskt gaman af því að hrella okkur systur með heldur ófrýnilegri grýlu sem hann átti í fórum sínum. Hann var frændi sem var gott að eiga að og sýndi því sem við tókum okkur fyrir hendur áhuga. Halli hafði gaman af því að fá fréttir af ferðalögum okkar enda ferðaðist hann sjálfur mikið á meðan heilsan leyfði, fór um Evrópu þegar á sjötta og sjö- unda áratugnum, fór í borgar- ferðir, bændaferðir og sólar- landaferðir. Halli var mikið fyrir að hreyfa sig, hjólaði til dæmis til Þingvalla löngu fyrir tíð fullkominna fjalla- hjóla, stundaði sund og sólböð. Grettissaga var í uppáhaldi hjá Halla sem hafði á sínum yngri ár- um gaman af því að spreyta sig við aflraunir. Það er gaman að segja frá því að Bubbi Morthens vann með Halla í Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir margt löngu og það var ekki síst vegna áhuga Bubba á kraftlyftingum sem Halli hafði gaman af því að rifja upp kynnin við hann. Halli tók upp á ýmsu og reyndi ýmislegt. Þökk sé honum, fjöl- skyldumyndskeið frá 8. áratugn- um hafa varðveist sem Halli tók upp á eigin 8 millimetra mynda- tökuvél. Það er gaman að fylgjast með þeim brosmilda unga manni með blik í auga sem sést bregða fyrir í þessum myndskeiðum, óneitanlega hress frændi þar á ferðinni. Það er óhætt að segja að Halli hafi verið vel að sér um óútreikn- anlegustu hluti og hans sýn á lífið og tilveruna var heiðarleg og sönn. Við minnumst huggulegra heimsókna í Búðargerðið til hans en Halli var mikill höfðingi sem alltaf bauð upp á kók í gleri og gott mjólkursúkkulaði þegar við heimsóttum hann. Við systur og fjölskyldur okk- ar eigum eftir að sakna frænda okkar í fjölskylduboðum, hann hefur verið með okkur á afmæl- um og jólum frá því að við mun- um eftir okkur. En við erum líka þakklátar fyrir að hafa haft hann svona lengi í fjölskyldunni og eig- um eftir að minnast hans með gleði í hjarta. Sigríður Björg Tómasdóttir og Berg- lind María Tómasdóttir. Haraldur Sigurbergsson  Fleiri minningargreinar um Harald Sigurbergs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurður Arn-ar Magnússon fæddist á Akureyri 7. maí 1962. Hann lést á heimili sínu 17. október 2014. Sigurður var sonur hjónanna Magnúsar Stefáns- sonar, f. 14. nóv- ember 1934, og Guðfinnu Sigurðar- dóttur, f. 12. ágúst 1939. Sigurður átti tvö systkini, Hólmstein Rúnar Magnússon, f. 23. febrúar 1966, og Kristínu Elvu Magnúsdóttur, f. 23. febr- úar 1970. Eiginmaður hennar er Örn Guðmundsson, f. 29. júní 1962, og eiga þau tvo drengi, Stefán Atla og Unnar Óla. dóttir, f. 4. júlí 1982, gift Hrafni Jóhannessyni, f. 13. febrúar 1981, og eru börn þeirra þrjú: Dagbjört Rós, f. 21. júní 2007, Karen Hulda, f. 19. apríl 2009, og Víkingur Kári, f. 26. mars 2014. Fóstursonur Sigurðar og Sigurrósar er Erlendur Helgi Jóhannesson, f. 7. apríl 1991. Sigurður ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Ungur fékk hann áhuga á farartækjum, bæði stórum og smáum, og varð akstur hans starf um ævina. Hann starfaði t.d. hjá Höldi bíla- leigu, Möl og sandi, Dreka, Eim- skipum, Skeljungi og síðustu tvö árin hjá SBA Norðurleið. Sig- urður átti sér lengi draum um að gerast félagi í Frímúrara- reglunni og sá draumur varð að veruleika og átti sá félags- skapur hug hans allan og var hann mjög virkur félagi þar. Útför Sigurðar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 3. nóvember 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. Sigurður hóf bú- skap 1982 með Sig- urrós Önnu Gísla- dóttur, f. 30. janúar 1964, og gengu þau í hjónaband 8. sept- ember 2000. Þau skildu. Foreldrar hennar eru Gísli Jónsson, f. 28. sept- ember 1914, d. 3. febrúar 1990, og María Valgerður Sigtryggsdóttir, f. 21. nóvember 1931. Systkini Sigurrósar eru Jón, f. 1951, Sigtryggur, f. 1954, Jóhann, f. 1956, Stefán, f. 1958, Sigurður, f. 1959, Árni, f. 1962, og Sigrún, f. 1965, d. 1967. Dóttir Sigurðar og Sigur- rósar er Sigrún Björk Sigurðar- Hér sit ég og hugsa og hugsa. Af hverju er lífið svona ósann- gjarnt, þú á besta aldri og áttir að eiga svo mörg góð ár framundan en við erum ekki spurð hvar og hvenær kallið kemur. Ég vildi svo að tíminn hefði verið lengri og svo margt hefði verið öðruvísi, en ég fæ víst engu breytt þótt ég vildi. Ég vil þakka þér allar okkar góðu stundir í gegnum árin okkar 32 sem við áttum saman. Ef ég hefði ekki átt þig þá hefði ég ekki átt gullmolann okkar, hana Sigrúnu Björk, bestu dóttur sem ég get hugsað mér, og gullin hennar þrjú, þau Dagbjörtu Rós, Karen Huldu og Víking Kára. Þú varst afskaplega stoltur af henni og barnabörnunum þínum. Ég vildi svo óska að þú hefðir fengið að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Sigrún Björk er að ýmsu leyti mjög lík þér og segir stund- um: „Ohh, ég er alveg eins og pabbi.“ Karen Hulda er alveg jafnstríðin og þú og Dagbjört Rós hefur svolítið af þráanum þínum en það er ekki komið í ljós ennþá hvort Víkingur Kári hefur eitt- hvað frá þér, hann er svo lítill ennþá. Þó svo að við eignuðumst ekki saman fleiri börn þá eignuð- umst við eða eignuðum okkur fjögur til viðbótar; systkini Hrafns tengdasonar okkar, þau Ella, Huldu, Húna og Hermann. Bjó Elli hjá okkur í nokkur ár og hin hafa átt með okkur margar gleði- stundir um jól, áramót, páska og ýmsar fleiri góðar stundir sem við erum þakklát fyrir. Margar gleðistundir áttum við saman tvö og einnig með góðum vinum í ferðalögum innanlands, erlendis, í sumarbústöðum og heimahúsum. Þar fórst þú oft á kostum með hnyttnum athuga- semdum þínum sem komu af stað hlátrasköllum og tilheyrandi vangaveltum. Þú varst stríðinn og hrekkjóttur og fannst mest gaman þegar viðbrögðin hjá viðkomandi voru nógu mikil. Mikill matmaður og sælkeri en ekki þurfti alltaf mikið til að gleðja þig; bara búa til handa þér hetjusamloku, helst svo þykka að ekki væri hægt að bíta í hana, þá varstu sáttur. Þú varst traustur og tryggur þínum en áttir afskaplega erfitt með að tjá tilfinningar þínar og kannski hafði það áhrif á að fór sem fór hjá okkur. Fréttir af veik- indum þínum komu sem reiðars- lag og kipptu fótunum undan allri fjölskyldunni. Þú hélst að þetta væri bara kvef sem ekki vildi fara en lést tilleiðast að fara til læknis, sem þú ekki gerðir fyrr en í fulla hnefana. Krabbamein; þessi ógnvaldur hafði skotið rótum í þér. Greining og aðgerð sem tókst vel og þú varst svo hress á eftir og við vor- um svo vongóð en kallið kom fyrr en varði og við stóðum uppi með svo sára sorg en samt þakklát að þú þurftir ekki að kveljast og þjást. Elsku vinur, ég er svo þakklát fyrir að við vorum vinir og ég fékk að fylgja þér eftir og styðja þig í gegnum þessi stuttu og erfiðu veikindi þín. Stundin okkar saman daginn fyrir andlátið þitt er mér dýrmæt og ég geymi hana í hjarta mér ásamt öllum öðrum góðum stundum í lífi okkar. Minning þín lifir í hjarta mér og skal henni haldið á lofti og talað um þig við gullmolana okkar og vini. Hvíl þú í friði. Þín Sigurrós Anna (Rósa). Sigurður Arnar Magnússon  Fleiri minningargreinar um Sigurð Arnar Magnús- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sverrir fædd-ist 6. mars 1924. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 19. októ- ber 2014. Foreldrar hans voru Jón Bjarni Helgason, fv. kaupmaður, f. 1893, d. 1984, og Charlotta Soffía Albertsdóttir, húsfrú, f. 1893, d. 1947. Systkini Sverris voru þau Alrún Guðný Jónsdóttir (Stúlla), f. 1921, d. 1993. Leif- ur Jónsson, framreiðslumað- ur, f. 1927, d. 1995. Ragnar Jón Jónsson, fv. forstjóri, f. 1929, og Guðný Jónsdóttir (Gígja), ritari, samfeðra, f. 1942, d. 1993. Sverrir hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1948 og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann var í stjórn SMFÍ eða Starfs- mannafélags Flugfélags Ís- lands, 1958-1960, 1961-1966 og 1982-1985, þar af formað- ur FÍ árin 1958-1960 og 1965- 1966. Sverrir var stöðvar- stjóri í Reykjavík, síðan fríði Ásgeirsdóttur, f. 1923, d. 2006. Hólmfríður var fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Valdís Tryggvadóttir, f. 1899, d. 1984, og Ásgeir Guðmunds- son, f. 1894, d. 1965, ættuð frá Seyðisfirði og Fáskrúðs- firði. Ásgeir var símstöðv- arstjóri og Valdís vann á sím- stöðinni ásamt því að vera húsmóðir. Systir Hólmfríðar er María Jónína, f. 1931. Börn Sverris og Hólm- fríðar eru Charlotta Soffía, f. 1950, og Ásgeir, f. 1952. Charlotta var gift Árna Björnssyni, f. 1951, en þau skildu. Þau eiga þrjár dætur, Valdísi, f. 1973, gift Hafsteini Kristinssyni, Kolbrúnu Ýri, f. 1977, hennar sambýlismaður var Einar Rafn Guðmundsson en þau slitu sambúð sinni, og Rósu Amelíu, f. 1984. Ásgeir kvæntist Hildigunni Haraldsdóttur en þau skildu. Þeirra börn eru Sverrir, f. 1977, kvæntur Berglindi Mari Valdimarsdóttur, og María, f. 1982, sambýlismaður hennar er Michael Sauerbrey. Seinni kona Ásgeirs er Guðbjörg María Ingólfsdóttir, f. 1961. Barnabarnabörnin eru orðin fimm og von er á tveimur í vetur. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 3. nóvember 2014, kl. 13. svæðisstjóri. Sverrir unni starfi sínu og sinnti því heils- hugar allan sinn starfsaldur. Sverrir starfaði mikið með kirkj- unni og var með- hjálpari í Breið- holtssókn til fjölda ára auk þess að syngja í kórnum þar. Einnig var hann í stjórn Breiðholtskirkju 1972-1982, formaður árin 1978-1982 og varaformaður árin 1994-1998. Eftir starfs- lok var hann formaður Heldra fólks, klúbbs eldri starfsmanna FÍ frá 1992- 2011. Sverrir var mikill söng- maður og söng í einum 4-5 kórum um tíma og stofnaði kór eldri borgara á Vestur- götu og einnig Frímúrarakór- inn. Auk þess söng hann í Breiðholtskirkjukórnum, KKK, Kór kátra karla en hann hefur sungið inn á marga diska og einnig kór frímúrara. Sverrir var kvæntur Hólm- Ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn sautján ára gömul þegar ég kom með Ásgeiri í Tungubakka. Það er ógleyman- leg sýn, þau voru glerfín á leið á frímúraraball, Sverrir hár og glæsilegur í kjólfötunum, Bíbí nett og falleg í gullslegnum kjól. Það var strax eins og við Sverrir hefðum alltaf þekkst og næstu árin var ég í eins konar rök- ræðuskóla hjá honum. Það var oft talað hátt og andstæð sjónar- mið rædd. Við Sverrir nutum samtalsins, en ekki fannst öllum jafngaman að hlusta á okkur. Sverrir hætti í skóla þegar hann var unglingur til að hjálpa móður sinni að sjá fyrir heim- ilinu eftir skilnað foreldra hans. Með dugnaði vann hann sig upp í starfi hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum. Ég vann hjá Flugfélagi Íslands eitt sumar og var stolt af því hvað hann var góður stjórnandi. Sverrir var einnig flinkur og duglegur hand- verksmaður og lærði ég margt af honum varðandi húsbygging- ar, sem hefur ávallt nýst vel. Hann kom eins og kallaður þeg- ar þurfti að laga gólf í litla hús- inu okkar Ásgeirs í Hafnarfirði og allt lék í höndunum á honum, hvort sem um smíðar eða máln- ingarvinnu var að ræða. Við Ásgeir vorum sem ung- lingar ýmist í Breiðholtinu eða í Vesturbænum og áttum góða foreldra á báðum stöðum. Á þessum árum reistu Bíbí og Sverrir sér fallegt heimili í Akraseli. Þar bjuggu þau í mörg ár og undu sér vel í garðinum, enda hafði Sverrir græna fingur og garðurinn varð yndislegur. Síðustu árin sem heilsa Bíbíar var þokkaleg bjuggu þau í Fornastekk og fljótt varð garð- urinn prýddur fegurstu rósum, dalíum og fjölbreytilegum jurt- um. Þegar ég færði Sverri gróð- ur á svalirnar í fyrra kom í ljós að gróðuráhuginn var enn til staðar. Barnabörnin sóttu mikið í Bíbí og Sverri. Sem smábörn nutu þau þess að kúra í afafangi og þegar þau stækkuðu fengu þau að fara með afa og ömmu til Kaupmannahafnar. Sverrir yngri sótti í góða matinn hjá afa og ömmu og hjólaði oft til þeirra með vini sínum til að fá eitthvað gott að borða. Maja og Rósa gistu oft hjá þeim, mátuðu kjóla ömmu Bíbíar og nutu sæta skyrsins hans afa. Bíbí og Sverrir ferðuðust mikið meðan heilsa Bíbíar leyfði. Þau voru í dansi með frá- bærum vinahópi, Sverrir var frímúrari, í nokkrum kórum, golfi og leiðandi í félagsstarfi fyrrverandi starfsfélaga. Hann var mikil félagsvera og ávallt var líf og fjör í kringum hann. Sverrir hafði skemmtilegan húmor og hélt honum þrátt fyr- ir veikindi síðasta árið. Þegar ég kvaddi hann áður en ég fór í ferðalag snemma í október glotti hann og sagði mér að það væri ekkert varið í þetta lengur, hann nennti þessu ekki. Þá vissi ég að það væri stutt í brottför hans. Sverrir var einstakur fað- ir, tengdafaðir, afi og langafi. Hann gaf mér góð ráð, sem hafa skipt sköpum í mínu lífi. Ég kveð Sverri full þakklætis fyrir að fá að njóta yndislegra samvista við hann um margra áratuga skeið og votta fjöl- skyldu og vinum innilega samúð mína. Hildigunnur Haraldsdóttir. Sverrir Jónsson  Fleiri minningargreinar um Sverri Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.