Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Anna Rósa Böðvarsdóttir er deildarstjóri gæða og öryggis hjáumhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og er núnaað vinna að innleiðingu gæðastjórnunarkerfis fyrir bygging- arfulltrúa Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn með því að vera með vottað kerfi er að geta sýnt fram á að ástunduð séu vönduð vinnu- brögð. „Þau eru til staðar en með vottuninni er komin staðfesting á því að svo sé og um leið tækifæri til að gera enn betur. Sviðið er ný- komið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi fyrir alla starfsemina, en með því erum við búin að ná utan um þá þætti í rekstri sviðsins sem varða umhverfið. Það er t.d. gefið út grænt bókhald, en í því eru umhverfisáhrif sviðsins vöktuð s.s. eldneytisnotkun. Svo er ég einnig að undirbúa fund með öryggisvörðum og trún- aðarmönnum sviðsins um öryggismál, m.a. slysaskráningar og áhættumat. „Það er því nóg að gera en mér finnst þetta mjög skemmtileg starf. Ég er mikið að vinna með starfsfólki sviðsins og það gefur innsýn inn í ólík störf og um leið tækifæri til að kynnast nýju og skemmtilegu fólki.“ Fjölskylda Önnu Rósu á jörð í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu, en Anna Rósa er alin upp þar og er hún dugleg að heimsækja æskuslóð- irnar, ekki síst á veturna. Á vorin hefur svo verið stunduð skógrækt á jörðinni. Foreldrar hennar eru Böðvar Sigvaldason og Eva Thor- stensen og eiginmaður Önnu Rósu er Sigurður Benedikt Stefánsson. Anna Rósa Böðvarsdóttir er 45 ára í dag Við veiðar Anna Rósa stödd við Austurkvísl í Miðfjarðará. Dugleg að fara á æskuslóðirnar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogi Gabríel Elías Snæland Úlfarsson fædd- ist 22. mars 2014 kl. 0.55. Hann vó 4.006 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Suzette Barriga Cui- zon og Úlfar Harri Elías- son. Nýir borgarar L íneik Anna fæddist í Reykjavík 3.11. 1964 en flutti nokkurra mánaða með foreldrum sínum austur á Hérað þar sem þau hófu búskap í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá vorið 1965. „Í Rauðholti var þá sauðfjár- og kúabú. Ég lifði mig snemma inn í sveitastörfin og hafði sérstakan áhuga á sauðfénu og hestunum. Á unglingsárunum komst ég að því að fátt er meira róandi en að mjólka, því þar verður að fylgja nákvæmu verklagi og taktvisst hljóðið í mjalta- vélunum hefur afar sefandi áhrif.“ Líneik Anna var í Barnaskólanum á Eiðum, Alþýðuskólanum á Eiðum og skiptinemi við Midlakes High School í norðanverðu New York-ríki í Bandaríjunum. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntskólanum á Egils- stöðum vorið 1985 og tók síðan ár í að vinna og þvælast um Evrópu. Líneik Anna lauk BS-prófi í líf- fræði við HÍ 1989, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1991, hefur lokið framhaldskúrsum og námskeiðum í kennslufræði og stjórnun og prófi í svæðisleiðsögn. Með náminu vann Líneik Anna við búskapinn í fríum, hjá Kaupfélagi Héraðsbúa í nokkur sumur og kynnt- ist þá mörgum íbúum á Héraði, og síðan sex sumur á Hótel Eddu á Eið- um. Skólastjóri á Fáskrúðsfirði Líneik Anna kenndi og sinnti rann- sóknum 1989-93, var endurmennt- unarstjóri við Bændaskólann á Hvanneyri 1993-96, kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 1996-97, verkefnisstjóri samstarfsnefndar framhaldsskóla á Austurlandi 1998- 2000, starfaði við endurmenntunar- deild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 1998-2002, var fram- kvæmdastjóri Fræðslunets Austur- lands 2002-2004, kennari við Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar 2004-2006, skólastjóri þar 2006-2013 og er alþm. Framsóknarflokksins frá 2013. Líneik Anna sat í sveitarstjórn Búðahrepps og Austurbyggðar 1998- Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður – 50 ára Úti í garði Líneik með börnunum sínum, þeim Ásgeiri Páli, Ingu Sæbjörgu, Ástu Hlín og Jóni Braga. Sækir orku í sveitina Við eyktarvörðu Magnús og Líneik ofan við Ögurvíkina í Ísafjarðadjúpi. Yngsta systkinabarnið Líneik Anna með Almar Frey Sigbjarnarson. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.