Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt auðvelt með að sannfæra við-
mælendur þína og átt að notfæra þér það til
hins ýtrasta. Eitthvað á eftir að koma þér
ánægjulega á óvart. Sinntu þessu verkefni.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu greinarmun á skoðunum og
staðreyndum. Ekkert er aumkunarverðara en
sá sem gasprar af engu viti. En málið er ekki
að allt sé auðvelt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Af þér fer orðstír sem þú hefur
unnið til og þú munt gera eitthvað til að bæta
hann eða vernda. Minntu fólk ljúflega á það.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú óttast ekki hvað öðrum finnst,
sem gerir þig flinka í því að koma sjónar-
miðum þínum áleiðis á frumlegan máta.
Vertu sérstaklega á verði með það hvað þú
segir öðrum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt bágt með að einbeita þér að
starfinu, þar sem áhyggjur af einkamálum
dreifa athyglinni. Þegar fólk kynnist þér á
einn hátt ætlast það til að þú breytist ekki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú leiðist inn í furðulegar aðstæður.
Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman en
einhver verður að taka það að sér til þess að
efla liðsandann.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur fullt af orku í vinnunni og
kemur miklu í verk. Frábær tækifæri eru í
þann mund að falla þér í skaut.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Aðstæður þínar hafa breyst og
þú sérð að þú þarft að breyta klæðaburði
þínum. Hvort sem þú ætlar þér það eða ekki
verður þú í félagsskap þeirra sem þér eru
kærastir innan tveggja sólarhringa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að vinna með hópi felur ósjálfrátt
í sér málamiðlanir. Gerðu annað í dag; skoð-
aðu þitt nánasta umhverfi betur en áður.
Gættu þín samt á því að verða ekki fyrir-
hyggjuleysinu að bráð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt í mörg horn sé að líta skaltu
ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér
næstir. Ferðalag myndi seðja hungur til æv-
intýra og hrista upp í þér andlega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Settu saman lista í huganum yfir
alla þá sem þig langar til þess að kynnast.
Best er að öðlast vitneskjuna á óformlegan
hátt, með því að tala við fólk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vitneskja þín um orkuflæði bætir
nýrri vídd við líf þitt. Haltu ótrauð áfram, þú
finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu
stöðum.
Sigrún Haraldsdóttir orti þessahringhendu nýhendu og er vel
kveðið:
Lítt fékk í nátt að leita hlés,
líða um máttug draumavengi,
stormur um gáttir bráður blés,
bölvaði hátt og rýtti lengi.
Helgi R. Einarsson orti af því til-
efni að Helgi Hjörvar og forsætis-
ráðherra vor sáu hlutina ekki í
sama ljósi á þingi daginn þann:
Sigmundur Davíð er gildur græðari,
í gjafmildi sinni er flestum skæðari,
en ef loforðin svíkur
hann öðrum er líkur.
Árinni kennir illur ræðari.
Ærist í pontunni Helgi Hjörvar,
í herðar klýfur og blóðþrýsting örvar,
ljúflingnum Simma
líkir við krimma.
Kappar á þingi, hvorugur hörfar.
Davíð Hjálmar Haraldsson vakti
athygli á því á Leirnum á föstudag
að „Héraðsdómur Reykjaness
dæmdi í gær konu til sex mánaða
skilorðsbundinnar fangelsisvistar
fyrir að slá son sinn með stólfæti“:
Oft hún grætur atburð þann
enda mikill skaðinn.
Betur hefð́ún barið́ann
með borðfæti í staðinn.
Dagsetningar verða að vera ná-
kvæmar. Deginum áður, á fimmtu-
daginn, var að sögn vegna meng-
unar frá Holugosi slökkt á kynding-
unni í sjúkrahúsinu á Akureyri.
Davíð Hjálmar orti:
Sjúkrahúsin eiga öll að spara,
umönnun þau minnka vegna skulda.
Eyfirðingar aðra leið þó fara
og aumingjana drepa strax úr kulda.
Ármann Þorgrímsson yrkir og
ekki að ástæðulausu:
Íslensk hagfræði – fyrir hverja?
Hagfræði blárra, hagfræði rauðra,
hagfræði ríkra manna eða snauðra,
hagfræði lifandi, hagfræði dauðra,
hagfræði þúsund blaðsíðna auðra.
Jón Arnljótsson segir ekki gott af
sjálfum sér:
Eftir vegferð vondra hramma,
veikur núna get ég sagst.
Margra þúsund míkrógramma
mengun hefur á mig lagst.
Hallmundur Kristinsson orti á
Boðnarmiði:
Þegar með Lilju frá Lundi
lokið var ástarfundi,
„það endar víst allt
sem aumt er og valt,“
mælti hann Stefán og stundi.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Af veðrabrigðum, erjum á
þingi og lífsins gangi
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„... OG ÞEGAR ÞÚ FERÐ Í KVÖLDGÖNGUNA,
REYNDU AÐ GANGA AÐEINS HRAÐAR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlusta á hjartslátt-
inn hans.
... ÞANNIG AÐ ÞÚ ERT ALDURS-
MARTRÖÐIN MÍN Í NÓTT?
HVAÐ ÁTT ÞÚ AÐ VERA?
ÞESSI KASTALI ER MEÐ STÓRA
DÝFLISSU...
...SEM ER AUÐVELDLEGA HÆGT
AÐ BREYTA Í HERBERGI FYRIR
TENGDAMÆÐUR!
ÉG ER SMÁTT LETUR!
MÚ-HA-HA-HAAAA! MMMMFF!
MMMFFF!
MUN ÖRUGGLEGA
ENDURNÆRA
HÁRIÐ ÞITT.
AÐ ÖÐRU LEYTI
ERTU Á EIGIN
VEGUMA
Tekið skal undir það sem fram komá ráðstefnu í síðustu viku og sagt
var frá í Morgunblaðinu, að frásagnir
um börn og unglinga sem í vanda
lenda séu hættuspil. Það sem fram
komi á opinberum vettvangi, svo sem í
blöðum, ljósvaka og á netinu, lifi þar
um ókomna tíð, sem tæknilega séð er
hárrétt. Hitt ber á að líta að allflestir
fjölmiðlar eru varfærnir í þessum
fréttamálum og munum líka að það
sem ratar á netið fer í svelg þar sem
öllu ægir saman og margt týnist. Vef-
síður eru settar upp og teknar niður
sitt á hvað og í hraða fjölmiðlunar nú-
tímans eru fréttir fljótar að gleymast.
Sama gildir um færslur á Facebook.
Það er hending ef einstaka umfjöll-
unarefni lifir lengur en tvo til þrjá
daga. Því er ástæðulítið að hafa
áhyggjur af að umfjöllunin vari lengi,
þó Víkverji dagsins sýni því skilning
að sár geti sest í sálir fólks, af þessum
sökum.
x x x
Fyrir klaufaskap á yngri árum lendamargir á sakaskrá sem þýðir úti-
lokun í ýmsu tilliti. Það er óréttlátt. Til
er sú óskráða regla að elta ekki ólar
við glappaskot sem fólk gerir fyrir tví-
tugt, hvort sem þau eru færð í saka-
bækur eða eru til í netheimum.
Bernskubrek geta verið manndóms-
merki og upprifjun unnið með fólki
þegar og ef það tekur sér tak svo úr
aulum verður afreksfólk og sannir sig-
urvegarar.
x x x
Það eru önnur mál sem snúa aðungu fólk sem Víkverji hefur
áhyggjur af. Oft heyrum við frásagnir
af afleiðingum eineltis, en fórnar-
lömbin eru einatt varnarlítið fólk og
uppburðarlítið. Gerendur eru oft
skólasystkini sem í ungdæmi Víkverja
voru kölluð hrekkjusvín. Vandinn er
þó ekki bundin við þau. Fullorðið fólk
getur sært krakka hræðilega. Margir
geta sagt slíkar sögur um kennara eða
foreldra eða minnast harðleikinnar
löggu, leiðinlegs karls í næsta húsi og
svo framvegis. Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar, orti Einar Ben. og það tel-
ur Víkverji að fjölmiðlar geri yfirleitt í
umfjöllun um börn. Mörgum öðrum
bregst þó bogalistin þar – því mörgum
eru mannasiðir framandi latína.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut. (Sálmarnir 143:10)
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Gripahúsagluggar
á góðu verði