Morgunblaðið - 03.11.2014, Page 29
utan og íslenskan veruleika al-
mennt, sérstaklega ekki eftir fyrri
senur úr Reykjavík.
Persónurnar eru byggðar á erki-
týpum. Perla er hið viðkvæma og
hreina stúlkubarn sem ratar í
óhugnanlegar aðstæður. Sonja
holdgerir melódramatísku móður-
ímyndina sem er undirokuð heft-
andi karlveldi og Gunnar er
breyska, þjakaða hetjan sem skort-
ir því miður alla dýpt í þessu tilviki.
Persónurnar eru mjög ósamstæðar
og ósannfærandi og samtöl þeirra
síður en svo lipur. Sálarangist og
yfirvofandi sturlun þeirra snertir
því áhorfendur lítið svo dramatískir
tilburðir leikara verða afar hjákát-
legir.
Hið óhugnanlega í hrollvekju
verður að þjóna tilgangi, vera í
senn þægilega kunnuglegt og ógn-
vænlega framandi til að áhorfendur
upplifi taugatrekkjandi spennu.
Áhorfandinn þarf að vera hæfilega
óviss um hvort sumir atburðir og
persónur séu raunveruleg, án þess
þó að dramatísk spenna ljái honum
ráðrúm til að velta því mikið fyrir
sér. Myndinni tekst á stöku stað að
framkalla vísa að slíkri spennu.
Persóna Perlu er t.d. fremur ann-
arleg og vel heppnuð, enda segir
hún minnst og tjáning hennar er
yfirveguð og mest líkamleg. Hin
unga Elva María er í raun eini
styrkleiki myndarinnar en óvæntur
flutningur Ellýjar Villhjálms á lag-
inu „Heyr mína bæn“ af plötuspil-
ara er einnig nokkuð magnaður.
Það virka ekki jafnvel tilgerðarlegir
draugar í ofhlöðnum gervum sem
birtast stirðbusalega við rúmgafla
og í speglum og samhengislausum
stældum atriðum eins og af-
skræmdum ljósmyndum og blóð-
ugum fótsporum á stangli, slíkt
verður iðulega hlægilegt og aðeins
til þess fallið að drepa alveg niður
alla spennu.
Það er einstaklega sorglegt að
þessi mynd skyldi hljóta brauðfæt-
ur í vöggugjöf, sérstaklega með til-
liti til þess að flestir sem koma að
henni búa að hæfileikum og reynslu
og því er fall þeirra ansi hátt. Kvik-
myndir þurfa ekki alltaf að kosta
heil ósköp en vanda verður grunn-
inn svo útkoman renni ekki út í
sandinn.
Gunnars í kvikmyndinni Grafir og bein, en margt ágætt fagfólk kemur að myndinni.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Ragnar Kjartansson myndlistar-
maður hratt um helgina nýrri sýningu
sinni í menningarhúsinu Skúrnum af
stað með gjörningi. Á laugardag og
sunnudag var hann í Skúrnum, sem
hefur að þessu sinni verið komið fyrir
við heimili Hrafns Gunnlaugssonar á
Laugarnestanga, og málaði portrett-
myndir af Bjarna Friðrik Jónssyni
sem Ragnar kallar „Bjarna bömmer“.
Meðan á sköpuninni stóð hlustuðu
málarinn og fyrirsætan síendurtekið
á sama gamla lagið með hljómsveit-
inni Eagles, „Take it Easy“.
Sýning Ragnars mun síðan standa
næsta mánuðinn og þá geta gestir
gægst á Glugga og virt málverk
Ragnars fyrir sér.
Ragnar kemur víða við um þessar
mundir, sýnir í Buswick-útibúi gall-
erís síns í New York, LuhringAugust-
ine Gallery, og undirbýr stóra sýn-
ingu fyrir Palais Tokyo í París.
Morgunblaðið/Ómar
List Hægt var að guða á gluggann og sjá hvað fram fór inni í skúrnum.
Ragnar málaði Bjarna bömmer
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In
Control (YAIC) verður haldin í
Reykjavík í sjöunda sinn í dag og á
morgun og fer hún fram í Bíó Para-
dís. Á ráðstefnunni mætast skapandi
greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir,
tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð
og myndlist og sækja hana listamenn
og skapandi frumkvöðlar í bland við
erlenda gesti og þátttakendur á
heimsmælikvarða, eins og segir í til-
kynningu.
Þema ráðstefnunnar í ár er „skap-
andi samsláttur“ (e. creative syn-
ergy) og er áhersla lögð á verkefni og
skapandi fólk sem vinnur þvert á eða
milli listgreina og rýnt í hvaða nýju
tækifæri er að finna í þessum sam-
slætti. Meðal þeirra sem taka þátt í
ráðstefnunni er Ragnar Kjartansson
og mun hann flytja erindi á ráðstefn-
unni auk þess sem verk hans „The
Man“ verður sýnt. Aðrir fyrirlesarar
eru Christine Boland sem er þekkt af
sk. „trend forecasting“ á sviði tísku,
hönnunar og neyslumynsturs, þ.e. að
spá fyrir um hvað muni slá í gegn;
bandaríski tónlistarmaðurinn Zebra
Katz sem hefur unnið þvert á list-
greinar í listsköpun sinni og Nelly
Ben Hayoun sem hefur verið nefnd
„Willy Wonka hönnunar og vísinda“.
Hayoun er sk. upplifunarhönnuður
og þúsundþjalasmiður og vinnur með
vísindamönnum, verkfræðingum og
listamönnum og hefur unnið til
margra verðlauna fyrir verk sín. Ha-
youn er stjórnandi The International
Space Orchestra og vinnur m.a. með
geimferðastofnun Bandaríkjanna,
NASA, The SETI Institute og WeTr-
ansfer.
Vala Halldórsdóttir, innihaldsstýra
QuizUp, frumkvöðull og leikstjóri
mun einnig halda erindi en hún leik-
stýrði meðal annars myndinni The
Startup Kids. Edward Nawotka, rit-
stjóri og stofnandi Publishing Per-
spectives sem er leiðandi tímarit um
útgáfumál og hefur verið nefnt BBC
bókaheimsins, er einnig meðal fyr-
irlesara. Auk dagskrár með fyrirles-
urum verður boðið upp á fjölbreyttar
vinnustofur og uppákomur tengdar
þema ráðstefnunnar í ár.
Fyrirlesari Tónlistarmaðurinn
Zebra Katz með kött í fanginu.
Skapandi samsláttur
á YAIC í Bíó Paradís Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal
POWERSÝNING
KL. 10:10
-H.S., MBL
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
16
L
JOHN WICK Sýnd kl. 8-10:10 (power)
GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 - 8
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 10:10
FURY Sýnd kl. 10:30
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Töff, naglhörð og
dúndurskemmtileg
hefndarmynd sem ætti
alls ekki að valda
hasarunnendum
vonbrigðum.
-T.V. - Bíóvefurinn.is
Hörku spennumynd
Keanu Reeves