Morgunblaðið - 03.11.2014, Page 32
MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Hent fyrir bíl af dyraverði
2. Engu munaði að illa færi …
3. Óveður á Kjalarnesi
4. Eins marks tap í Svartfjallalandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Einn liður í því að opna Borgarleik-
húsið fyrir almenningi er að bjóða
leikhúsáhugafólki að fylgjast með frá
byrjun æfinga á verkum. Í dag kl. 10
verður leiklesið verkið Dúkkuheimili
eftir Henrik Ibsen í forsal leikhúss-
ins. Dúkkuheimili er jólasýning
Borgarleikhússins og fer Unnur Ösp
með aðalhlutverkið. Allir velkomnir.
Opinn samlestur á
Dúkkuheimili Ibsens
Í kvöld verður
afmælisblús-
djamm á blús-
kvöldi Blúsfélags
Reykjavíkur á
Rósenberg kl. 21.
Þar munu helstu
blúsarar landsins
mæta og taka lag-
ið. Ný súper-
grúppa, Blue Wild Angels, kemur
fram í fyrsta skipti, en einnig hljóm-
sveitin Kveinstafir og Jón frændi eða
Uncle John jr.
Afmælisblúsdjamm
á Kaffi Rósenberg
Dagana 3.-15. nóvember er fólki
boðið að fylgjast með ferlinu á leikrit-
inu Ríkharði III. (fyrir eina konu), sem
er unnið upp úr verki Shakespeare.
Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfús-
dóttir og leikari er Emily Carding. Þær
eru komnar í Tjarnarbíó til að rann-
saka verkið, afstöðu
sína til pólitíkusa
og hvort það
breyti einhverju
ef Ríkharður III. er
kona. Nánar á
Arty Hour 3.
nóv.
Breytir einhverju ef
Ríkharður III. er kona?
Á þriðjudag Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 13
stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
Á miðvikudag Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu og
hlýnandi veðri, 10-18 m/s síðdegis. Þurrt á N- og A-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi norðanátt, yfirleitt 5-13 síðdegis
með éljum norðaustantil og kólnandi veður, hægari á Vestfjörðum.
VEÐUR
„Það er að sjálfsögðu mikill
léttir að þetta mál skuli
vera endanlega úr sögunni
og nú getur maður loksins
horft fram á veginn á ný. En
það er búið að valda mér
miklum skaða að standa í
þessu, ekki síst ómakleg
ummæli sem hafa fallið í
minn garð,“ segir Guðjón
Þórðarson knattspyrnu-
þjálfari sem vann mál gegn
knattspyrnudeild Grinda-
víkur fyrir Hæstarétti. »8
Búið að valda mér
miklum skaða
„Þetta er mjög gaman eins og deildin
er núna, jafnt eins og stigataflan sýn-
ir og leikirnir líka jafnir og margir
þeirra farið í framlengingu,“ segir
Ingvar Jónsson, landsliðsmaður í ís-
hokkíi og einn reyndasti leikmaður
Akureyringa, sem unnu ævintýra-
legan sigur á Esju á Íslandsmótinu
um helgina. Þeir eru því með góða
forystu í annars hnífjöfnu móti. »7
Mjög gaman eins og
deildin er núna
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Fullt var út úr dyrum í Vídalínskirkju
í Garðabæ í gær þegar um 700 manns
sóttu Stjörnumessu „með Jesú og
Pollapönkurum“. Var ekki annað að
sjá en að ungir sem aldnir hefðu
skemmt sér vel.
Auk Pollapönks léku liðsmenn
íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garða-
bæ listir sínar en stúlkur í fimleika-
félaginu gengu inn kirkjugólfið á
höndunum á meðan knattspyrnuiðk-
endur héldu bolta á lofti. Í ár flutti svo
Glódís Perla Viggósdóttir, knatt-
spyrnukona, hvatningarræðu fyrir
hönd félagsins.
Samstarfið skapar félagsauð
Við undirbúning guðþjónustunnar
stakk Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar-
prestur Garðabæjar, upp á því við
Heiðar Örn Kristjánsson, Pollapönk-
ara og æskulýðsfulltrúa Vídalíns-
kirkju, að hljómsveitin myndi koma og
skemmta. „Hann hringdi í sína menn
og þeir voru ekki lengi að samþykkja
þetta, en það var stórmannlegt af þeim
því þrír þeirra eru harðir FH-ingar,“
segir Jóna Hrönn kímin en eins og
kunnugt er sigraði Stjarnan FH í úr-
slitaleik um meistaratitillinn í knatt-
spyrnu í ár. „Þeir voru samt í FH-
búningunum undir göllunum sínum.“
Heiðar Örn segir messuna hafa tek-
ist vel. „Þetta var meiriháttar stuð og
gaman að taka þátt í þessu.“ Um ein-
stakan viðburð var að ræða fyrir Polla-
pönk, en Vídalínskirkja hefur haldið
sérstaka guðsþjónustu í samstarfi við
Stjörnuna síðastliðin fimm ár. Sam-
starfið skiptir starfsfólk kirkjunnar
miklu máli og skapar mikinn félagsauð
í bæjarfélaginu að sögn Jónu Hrannar.
Auk þess að skemmta gestum
kynnti hljómsveitin sérstakan sjóð
sem meðlimir hennar stofnuðu hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar þar sem
hægt er að styrkja íslensk börn í tón-
listarnámi.
Í FH-treyjum undir göllunum
700 manns sóttu
Stjörnumessu í
Vídalínskirkju
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stuð Hljómsveitin Pollapönk spilaði mörg þekktustu laga sinna við góðar undirtektir kirkjugesta í messunni.
Flink Knattspyrnuiðkendur Stjörnunnar sýndu listir sínar og héldu á lofti. Flott Jóna Hrönn var í skýjunum.
„Það eru allir hundsvekktir, þetta var
algjörlega á okkar herðum,“ sagði
Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðs-
maður í handknatt-
leik, og segir tap Ís-
lands gegn
Svartfjallalandi í
undankeppni EM í
gær hafa rifjað upp
minningar um HM-
drauminn sem varð
að martröð í vor. »1,2
Rifjaði upp óþægilegar
minningar frá því í vor