Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýjar reglur um aðgengi að hættu- svæðinu við eldsumbrotin við Holu- hraun tóku gildi 17. október. Gilda reglurnar um fjölmiðla- og vísinda- menn en svæðinu er lokað fyrir al- menning. Er þetta í fyrsta sinn sem sérstakar reglur eru settar um elds- umbrot hér á landi. Þeir vísinda- og fjölmiðlamenn sem vilja fara á eldstöðvarnar þurfa að staðfesta með undirskrift að þeir ábyrgist greiðslu þess kostnaðar sem hlotist getur af björgun þeirra. Þá þurfa þeir að hafa í gildi tryggingu vegna líkams- eða heilsutjóns sem þeir kunna að verða fyrir á meðan. Þá afsala þeir sér öllum rétti á kröf- um á ríkissjóð vegna eigna-, líkams- eða heilsutjóns sem starfsmaðurinn kann að verða fyrir vegna starfa sinna við Holuhraun. Eingöngu sér- stök tímabundin leyfisbréf veita að- gang að svæðinu. Áður útgefin skír- teini ríkislögreglustjóra, svokölluð almannavarnaskírteini sem gáfu fjöl- miðlum aðgang inn fyrir ytri lokanir í almannavarnaástandi, gilda ekki við Holuhraun. Tvo virka daga tekur að afgreiða leyfin og eru fjölmiðlar hér á landi margir afar ósáttir við þessa niður- stöðu enda oft ákveðið að gera frétt samdægurs, ekki með þriggja daga fyrirvara. Einungis 14 aðilar geta verið á lok- aða svæðinu á hverjum tíma auk lög- reglu og starfsmanna Vatnajök- ulsþjóðgarðs sem þurfa ekki að sækja um leyfi til að vera við um- brotin. Vísindamenn Háskóla Íslands og Veðurstofunnar njóta forgangs um dvöl á svæðinu vegna starfa sinna fyrir almannavarnir. Er það byggt á hættumati og björgunaráætlun fyrir svæðið. Þar er gert ráð fyrir því að sú staða komi upp að allir sem á svæð- inu eru verði að dvelja í skálum í Drekagili svo sólarhringum skipti og eru neyðarvistir þar við það miðaðar. Allir sem fá leyfi til að fara inn á lokuð svæði skulu vera á ökutæki sem eru með lágmarksdekkjastærð upp á 38 tommur, gps-búnað og fjar- skiptabúnað. Nýjar reglur um aðgengi við eldgosið í Holuhrauni Morgunblaðið/Eggert Eldgos Margir vilja mynda og skjal- festa söguna en fáir komast.  Nýjar reglur tóku gildi í október Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Í upphafi vildu menn fara varlega og stilla af væntingar. Þá var gert ráð fyrir um 400 manns í vinnu. Nú þegar unnið er að nákvæmum ráðn- ingar- og þjálfunaráætlunum er ljóst að 450 manns þarf fyrir verkefnið,“ segir Davíð Stefánsson, ráðgjafi Sili- cor Materials á Íslandi, um mann- aflsþörf fyrirhugaðs sólarkísilvers fyrirtækisins á Grundartanga. Unnið er að lokafrágangi samn- inga vegna sólarkísilversins. Upp- haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga gætu hafist í október. Þær áætlanir hafa raskast lítillega og eru nú bundnar vonir við að framkvæmdir geti hafist í byrjun næsta árs. Áform fyrirtæk- isins um að framkvæmdum ljúki í júní 2016 eru hins vegar óbreytt. Unnið að lúkningu samninga Davíð segir að hnýta þurfi nokkra lausa enda. „Mál standa þannig að unnið er að fjárhagslegri lúkningu samninga. Það tefst eitthvað fram í desember. Það er vonandi að sú vinna klárist um miðjan desember. Þá þurfa allir samningar að vera klárir út af þessum fyrsta áfanga. Þá vísa ég til orkusamnings, lóðarsamn- ings og ótal annarra samninga. Þá í kjölfarið klárast samningar um eigið fé og lánapakkann. Sé eitthvað úti- standandi væri hægt að klára samn- inga með fyrirvara um þau atriði. En það er mikilvægt að sem flest klárist við undirritunina. Nú eru menn á fullu að loka þessu,“ segir Davíð. Fram hefur komið að Landsvirkj- un og Orka náttúrunnar, dótturfélag OR, muni sjá kísilverinu fyrir orku. Davíð segir kostnað við verkefnið hljóða upp á 90 milljarða króna. Áð- ur hefur verið rætt um 77,5 milljarða króna og segir Davíð langstærstu skýringuna þá að gengi krónu hafi veikst gagnvart Bandaríkjadal. Umfangið hefur aukist Þá verði umfang einstakra liða í fjárfestingunni meira en áður var ráðgert. Þar af eru 48 milljarðar áætlaðir í tækjabúnað, sem að mestu kemur frá hinu þýska fyrirtæki SMS Siemag. Bygging versins skapar fjölda starfa á framkvæmdatíma. Skapar 450 störf á Grundartanga  Silicor Materials hefur endurskoðað mannaflsþörf fyrirhugaðs sólarkísilvers  50 fleiri störf en áður var talið  Kostnaður við verið eykst úr 77,5 í 90 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Í pípunum Sólarkísilverið verður á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Uppgötvaðar hafa verið ljósmyndir frá Íslandi í einka- eigu safnara í Frakklandi. Ljósmyndarinn er franskur og er um að ræða þjóðlífs- og mannamyndir frá 6. ára- tug 19. aldarinnar á Íslandi. Þjóðminjasafnið fékk leyfi til þess að sýna nokkrar myndanna á fyrirlestraröð safnsins klukkan 12 þriðjudaginn 11. nóvember, þar sem Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður Ljós- myndasafns Íslands, mun halda erindi um þessar áður óþekktu ljósmyndir og tvö myndaalbúm sem varðveita þær. Ljósmyndir eru stærsti efnisflokkur Þjóðminja- safnsins og eru þær því á sérsafni. Fyrirlesturinn er öll- um opinn. benedikta@mbl.is Myndir eftir franskan ljósmyndara frá 6. áratug 19. aldar Ljósmynd/Musée de Quai Branly Áður óþekktar ljósmyndir af Íslandi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samningafundur í kjaradeilu Starfs- mannafélags Kópavogs (SK) og samninganefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 16 á morgun. Allsherjarverkfall SK hefst á mánudag náist ekki samningar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, óskaði eftir því í gær að samninganefnd sveitarfélaga legði fram tilboð, fyrir hönd bæjarins, til lausnar kjaradeilunni. SK svaraði með sáttatilboði. Í tilboði Kópavogs- bæjar felst m.a. að aðilar samþykki kjarasamning sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög. Samningurinn gildi frá 1. október 2014. Auk þess greiði Kópavogsbær 105.000 króna eingreiðslu til starfs- manna sem tekur m.a. mið af styttri gildistíma samningsins. Með því verði þeim lægst launuðu tryggð hlutfallslega mest hækkun. Þá tryggi Kópavogsbær ófaglærðum starfsmönnum á leikskólum sömu kjör og ófaglærðir njóta á leikskól- um Reykjavíkur. Þessi störf voru þau einu sem voru lægra borguð í Kópavogi en Reykjavík. Einnig að sérákvæði um háskólamenntaða falli Samningafundur haldinn á morgun  Sáttatilboð í Kópavogsdeilunni Ármann Kr. Ólafsson Jófríður Hanna Sigfúsdóttir brott við lok samningstíma og að bærinn skipi fulltrúa í stjórn Vís- indasjóðs SK. Í sáttatilboði starfsmannafélags- ins felst m.a. að aðilar samþykki fyrrnefndan kjarasamning með sama gildistíma og aðrir eða frá 1. maí 2014. Þeir sem störfuðu hjá bænum frá og með 1. maí sl. fái 50.000 króna eingreiðslu. Ekki verði hreyft við sérákvæði um háskóla- menntaða. Bærinn skipi fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs SK. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, for- maður starfsmannafélagsins, sagði bæinn vilja að háskólamenntaðir færu úr starfsmannafélaginu og í viðkomandi fagfélög. Hún sagði að starfsmenntasjóður SK styrkti marga félagsmenn til mennta. Það væri öfugsnúið að þeir yrðu að fara úr félaginu sem styrkti þá þegar þeir lykju háskólanámi. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Nýr bæklingur á www.ILVA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.