Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 4

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 BIBLÍUMATUR holabok.is • holar@holabok.is Girnilegar og hollar mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs, s.s. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtu- mannsins og Lambakjöts- réttur Rebekku. Úr ritdómi í Akureyri vikublað: „Syndsamlega góður biblíumatur.“ Björn Þorláksson Um helgina fer fram sýningin Matur og drykkur 2014 í Laugardalshöll. Að sýningunni koma 30 íslensk fyrirtæki sem munu kynna nýjungar í mat, drykkjum og eldhústækjum. Sýningin er opin öllum. Meðal annarra mun Arna kynna nýjar mjólk- urvörur og Foss distillery birkisíróp og birki- líkjöra. Þá mun nýtt íslensk viskí verða kynnt. „Þetta er fyrsta íslenska viskíið og hefur vakið mikla athygli,“ segir Ólafur M. Jóhannesson sýn- ingarhaldari. Eins má nefna að Gæðabakstur býður upp á súkkulaðihúðaðar kleinur og Ópal býður meðal annars upp á rétti sem búnir eru til úr makríl. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 10-18. Viskí og kleinur í höllinni Morgunblaðið/Kristinn Matarsýningin Matur og drykkur 2014 fer fram í Laugardalshöll um helgina Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is HF Verðbréf fengu greiddar rúm- lega 116 milljónir króna frá Hafnar- fjarðarbæ fyrir ráðgjöf um fjárhags- lega endurskipulagningu fyrir árin 2013 og 2014. Þetta kom fram á bæj- arráðsfundi Hafnarfjarðarbæjar í fyrradag þar sem lagður var fram listi yfir útgjöld vegna ráðgjafar. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að þessi upphæð hafi komið núverandi meirihluta al- gjörlega í opna skjöldu því þau hafi ekki haft hugmynd um samninginn sem gerður var við HF Verðbréf fyrr en sl. vor. Rósa sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hún vissi nú að fyrrverandi meirihluti gerði samn- ing við HF Verðbréf í maí 2013. „HF Verðbréf vann þessa vinnu í eitt ár, frá vori 2013 til vors 2014. minnihluta bæjarstjórnarinnar höfð- um ekki hugmynd um að svona samningur hefði verið gerður. Hann var hvorki lagður fyrir bæjarráð né bæjarstjórn þegar hann var gerður og fyrir honum var engin fjárheim- ild í fjárhagsáætlun. Ég beinlínis efast um að þetta sé löglegt og hyggst láta kanna það,“ segir Rósa. Rósa segir að það hafi ekki verið fyrr en í ársbyrjun þessa árs sem minnihlutinn hafi fengið upplýsingar um að HF Verðbréf hefðu verið ráð- in til ráðgjafar. Hún hafi beðið um yfirlit um kostnað bæjarins vegna ráðgjafar og þá hafi þessi upphæð bara skotið upp kollinum og verið kynnt á bæj- arráðsfundi í fyrradag. Gunnar Axel Axelsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, var for- maður bæjarráðs á síðasta kjörtíma- bili, þegar samningurinn við HF Verðbréf var gerður. Hann var spurður í gær hvers vegna minni- hlutinn hefði ekki verið upplýstur um gerð samningsins. Segir yfirlitið villandi „Ég tel að bæjarráð Hafnarfjarð- arbæjar hafi á öllum stigum verið upplýst um samninga við HF Verð- bréf. Ég held að fjármálastjóri hafi kynnt samninginn fyrir bæjarráði á sínum tíma. Ég tel að það sé í besta falli vill- andi að setja þetta fram eins og gert er í þessari samantekt um útgjöld vegna ráðgjafar. HF Verðbréf koma tvisvar fyrir á listanum, annars veg- ar upphæðin 11,25 milljónir króna og hins vegar upphæðin 104,96 milljónir króna. Seinni upphæðin er vegna fjármögnunarkostnaðar vegna útgáfu skuldabréfaflokks í tengslum við endurfjármögnun sl. vor, en ekki ráðgjafarlaun eins og yfirlitið gefur til kynna.“ Efast um lögmæti samnings  Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir samning við HF Verðbréf hafa verið gerðan á laun  Gunnar Axel, fyrrverandi formaður, hafnar því Rósa Guðbjartsdóttir Gunnar Axel Axelsson Vinnan var fólgin í ráðgjöf vegna endurfjármögnunar á tólf milljarða skuldum Hafnarfjarðarbæjar,“ sagði Rósa. Tæpt prósent af 12 milljörðum „Að það hafi verið samið við HF Verðbréf um að í þeirra hlut komi tæpt prósent af heildarupphæðinni, kemur mér algjörlega í opna skjöldu. Þetta er algjörlega for- dæmalaust og við í fyrrverandi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er ekki hægt annað en að vera jákvæður og bjartsýnn um að þessi gleðilega þróun haldi áfram,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Íbúum þar hefur fjölg- að um 35 á þessu ári og vonast er til að þeir nái þúsund íbúa markinu fyr- ir áramót. Íbúum Vesturbyggðar hefur verið að fjölga síðustu árin eftir fækkun í áratugi. Þegar sveitarfélagið var stofnað með sameiningu Patreks- fjarðar, Bíldudals og sveitahreppa voru íbúar 1.390 en í lok árs 2011 voru þeir komnir niður í 890. Eftir fjölgun síðan þá voru 949 íbúar í lok síðasta árs og samkvæmt yfirliti í byrjun þessarar viku búa nú 984 í Vesturbyggð. Ásthildur segir að atvinnu- uppbygging sé ástæða fjölgunar- innar, ekki síst í fiskeldinu. Barn- margar fjölskyldur hafi verið að flytja, aðallega til Bíldudals en einn- ig til Patreksfjarðar. Ásthildur segir að innviðir samfélagsins ráði vel við þessa aukningu enda hafi þeir verið byggðir upp fyrir mun fjölmennari byggð. Þó kreppir að í húsnæðismál- unum, erfitt er að finna húsnæði. Bæði hafa íbúðarhús orðið að sumar- húsum og mun færri eru í hverju heimili en áður var. Þúsundasti íbúinn væntanlegur  Stöðug fjölgun í Vesturbyggð Nýtt fasteigna- mat Þjóðskrár Íslands hækkar fasteignamat at- vinnuhúsnæðis í landinu um 12,4% á milli ára. Dæmi eru um allt að 100% hækkun á einstökum fast- eignum eins og undanfarið hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Talið er að breytingarnar skili sveit- arfélögum einum milljarði í viðbót í gegnum fasteignagjöld fari svo að álagningarprósenta fasteignagjalda haldist óbreytt eða að ekki komi til mildunar frá ríkisvaldinu. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga og borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að sveitarfélögin muni væntanlega reyna að minnka það högg sem at- vinnurekendur fá á sig með þessari hækkun. „Innanríkisráðherra kynnti fyrir okkur aðgerðir vegna hækkunarinnar á föstudag. Þetta mun koma inn í þrepum. Ég býst við að umræða verði tekin hjá sveitar- félögum ef þetta nýja mat verður íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Sem borgarfulltrúi mun ég að sjálfsögðu ræða þetta mál í tengslum við fjár- hagsáætlun og í hvaða stöðu fast- eignaeigendur eru. Ef þetta er veru- legt högg, verður borgin að koma til móts við fasteignaeigendur að mínu mati.“ Höggið verði minnkað Halldór Halldórsson  Dæmi um 130% hækkun fasteigna Samningar hafa tekist milli Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) og Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæð- inu. Samningurinn tekur gildi 1. jan- úar 2015 og gildir til sex ára. Á heimasíðu ráðuneytisins er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðis- ráðherra að samningurinn sé kær- kominn eftir langvarandi óvissu. Hann tekur til allra bráðaflutn- inga auk flutninga fyrir Landspítala og aðrar stofnanir. Helsta nýmæli samningsins felst í því að greiðslu- þátttaka sjúkratrygginga og Land- spítala byggist annars vegar á föst- um mánaðarlegum greiðslum og hins vegar á greiðslum fyrir hvern flutning. Tekur greiðsla fyrir þjón- ustuna því að hluta mið af fjölda sjúkraflutninga í stað eingöngu fastra mánaðarlegra greiðslna. Samningar loks í höfn Ásthildur bæjarstjóri er farin að huga að gjöfum fyrir 1000. íbúa Vesturbyggðar sem vonast er til að bætist í hópinn fyrir áramót. Gárungarnir minna bæjar- stjórann þó á hvað gerðist 1970 þegar íbúar Patreksfjarðar voru að nálgast þúsund íbúa markið. Von var á fæðingum nokkurra barna og sum talin líklegri en önnur og bæjarstjórinn keypti barnavagn og fleiri góðar gjafir til að fagna 1000. íbúanum. Hins vegar réðst það svo að þrítugur maður, Gylfi Guð- bjartsson, flutti í bæinn og varð sá þúsundasti. Ekki er vit- að hvað varð um barnavagninn. Gjöfin fór fyr- ir lítið 1970 HVER VERÐUR NR. 1000?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.