Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Tax Foundation í Bandaríkjunumgaf á dögunum út lista þar sem
ríkjunum fimmtíu er raðað eftir
skattaumhverfinu sem þau bjóða
upp á. Þau sem bjóða upp á hóflega
skatta og einfalt
skattkerfi lenda of-
ar á listanum en hin
sem íþyngja borg-
urunum með hærri
álögum og flóknara
kerfi.
Það mætti aðósekju verða
skattheimtu-
mönnum hér á
landi, jafnt ríkisins sem sveit-
arstjórnanna, til umhugsunar
hvernig efstu og neðstu sæti skatta-
listans eru skipuð.
Í efsta sætinu trónir Wyomingmeð einfalda og hóflega skatta.
Þar er hagvöxtur 7,6%.
Í neðstu sætunum húka New York– heimili Frelsisstyttunnar – og
New Jersey, sem leggja á háa
skatta. Hagvöxtur er aðeins 1,1% í
New Jersey og 0,7% í New York.
Skattheimta hefur mikil áhrif áefnahags- og atvinnulíf og að
öðru jöfnu eru afleiðingar hárra
skatta hægari hagvöxtur og minni
velferð en unnt væri að ná með
lægri sköttum.
Íslendingar, fyrirtæki sem al-menningur, líða enn fyrir
skattahækkanir vinstristjórn-
arinnar sem fór frá völdum fyrir
hálfu öðru ári. Langflestir lands-
menn þurfa líka að þola hæsta leyfi-
lega útsvarshlutfall af hálfu sveit-
arstjórna sinna.
Það er löngu tímabært að hvorttveggja verði lagfært í þágu
vaxtar og velferðar í landinu.
Áminning til
skattheimtumanna
STAKSTEINAR
„Breytingarnar leiddu til uppsagna
sautján starfsmanna rekstrarfélags-
ins sem voru flestir í hlutastörfum.
Meðalstarfsaldur var um ellefu ár.
Þær tóku gildi 1. nóvember síðastlið-
inn og er uppsagnarfrestur frá þrem-
ur til sex mánaða,“ segir í svari Guð-
mundar H. Kjærnested,
framkvæmdastjóra rekstrarfélags
Stjórnarráðsins, um ástæður þess að
sautján konum var sagt upp störfum
við ræstingar hjá fjórum ráðuneyt-
um. Um er að ræða fjármála- og efna-
hags-, innanríkis-, mennta- og menn-
ingarmála- og umhverfis- og auð-
lindaráðuneyti. Guðmundur segir að
leitað verði leiða til að starfsmönn-
unum gefist kostur á starfi hjá nýjum
rekstraraðila.
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins hef-
ur að undanförnu unnið að því að gera
rekstur félagsins hagkvæmari og
laga hann að fjárheimildum. Í þeim
tilgangi ákvað stjórn rekstrarfélags-
ins að breyta fyrirkomulagi ræstinga
í þessum fjórum ráðuneytum sem fé-
lagið annast og bjóða þær út. Gert er
ráð fyrir að útboðið verði auglýst í
nóvember og breytt fyrirkomulag
innleitt í upphafi næsta árs.
„Sú breyting mun þá eiga sér stað
að ræsting verður unnin á dagtíma.
Til þessa hefur ræsting verið í flat-
armælingu og yfirvinnu. Breytingin
leiðir til lækkunar kostnaðar en nið-
urstaða útboðsins mun leiða í ljós
hversu mikil hún verður.“
Ráðuneytin nú þrifin á daginn
Breyttar áherslur ráðuneytanna
gagnvart þrifum spara fjármuni
Morgunblaðið/Golli
Þrifið Rekstrarfélag Stjórnarráðs-
ins þurfti að hagræða í rekstri.
Stefnt er að því
að opna Apótek
Hótel í gamla
Reykjavíkur-
apótekinu í Aust-
urstræti í
Reykjavík hinn 1.
desember nk.
Hótelið verður
hluti KEA-
hótelkeðjunnar.
Þetta var
ákveðið á fundi forsvarsmanna
KEA-hótela og fulltrúa fasteigna-
félagsins Regins, sem á húsið, í gær.
Ólafur Ágúst Þorgeirsson, hótel-
stjóri Hótel Borgar og Apótek Hót-
els, segir að byrjað verði að koma
fyrir innanstokksmunum 24. nóv-
ember. Alls verða 43 herbergi í hót-
elinu. Á jarðhæð verður veitinga-
staður og er einnig stefnt að því að
hefja þar rekstur 1. desember.
Eftirspurnin eftir hótelgistingu í
Reykjavík er enn að aukast.
Þannig kemur fram í nýjum tölum
Hagstofunnar að gistinætur á hót-
elum í september voru 199.300 sem
er 19% aukning frá í september
2013. Flestar gistinætur voru á
höfuðborgarsvæðinu, eða um
125.100 sem er 15% aukning miðað
við september 2013. baldura@mbl.is
Reykjavíkur Apó-
tek í Austurstræti.
Opnað 1.
desember
Í Apótek Hóteli
verða 43 herbergi
Hægt er að skoða bílana eftir samkomulagi.
Fólki er frjálst að gera tilboð í blílana.
Þetta er góð fjárfesting, krónan lækkar, bílarnir hækka í verði.
Mögulegi að hafa leigutekjur af þeim t.d. kvikmyndir, brúðkauð.
Auðvelt er að selja bílana erlendis.
Svo er þetta svolítið sérstök jólagjöf.
Með vinsemd og virðingu
Þorsteinn Baldursson
Kadó ehf sími 898 8577
Jæja gott fólk,
minn tími fer að nálgast,
því verða nokkrir af fallegustu
fornbílum Íslands sýndir á Melabraut 19, Hafnarfirði dagana
8. og 9. nóvember frá kl. 13 – 17.
For
nbílasýning
Veður víða um heim 7.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri 2 rigning
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 9 þoka
Ósló -1 snjókoma
Kaupmannahöfn 8 léttskýjað
Stokkhólmur 2 alskýjað
Helsinki 1 alskýjað
Lúxemborg 6 alskýjað
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 8 upplýsingar bárust ekki
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 7 heiðskírt
Berlín 7 skýjað
Vín 10 skúrir
Moskva 6 skúrir
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg 3 alskýjað
Montreal 3 alskýjað
New York 10 skýjað
Chicago 5 skýjað
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:34 16:50
ÍSAFJÖRÐUR 9:55 16:39
SIGLUFJÖRÐUR 9:38 16:21
DJÚPIVOGUR 9:08 16:15