Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is E ftir að hafa lesið fær- eysku dagblöðin í mörg ár og fylgst vandlega með útsend- ingum færeyska Kringvarpsins var sannarlega freist- andi að spreyta sig í færeyskunni í viðtali við þremenningana en það varð ekkert úr því. Hvorki skildu þeir íslenskuna né undirrituð tungu þeirra þegar á hólminn var komið. Kannski næst! Viðtalið fór fram á ensku, sem hentaði þeim félögum ljómandi vel enda málamenn miklir þrátt fyrir að þeir hafi ekki lært ís- lenskuna. Þeir eru rúmlega þrítugir og hafa verið í tónlist í fjölmörg ár og vel við hæfi að byrja á andliti sveit- arinnar, Mariusi Ziska. „Ætli ég megi ekki kallast lagahöfundur. Ég hef samið tónlist síðan ég var fimm- tán eða sextán ára gamall og fæst við tónsmíðar dags daglega auk þess að syngja,“ segir Marius sem komið hefur víða við og samið tónlist með tónlistarmönnum frá ýmsum lönd- um, þar á meðal Íslandi. Þeir Marius og Svavar Knútur sömdu saman lag- ið Tokan/Þokan sem verður einmitt á skífunni sem kemur út eftir ára- mótin. Heðin er tónlistarkennari og hefur samið tónlist síðan hann var aðeins tíu ára gamall. Hann spilar á gítar með Marius Ziska en leikur auk þess á ýmis önnur hljóðfæri en lauk námi í gítarleik frá Danmörku. Bassaleikarinn Mikael er líka menntaður í Danmörku og lifir og hrærist í tónlistinni og er fjallað nán- ar um hann í ramma hér til hliðar. Forsætisráðherra í sánabaði Aðspurðir hvernig sé að vera stjarna í Færeyjum segja þeir að það sé nú tiltölulega einfalt. „Fær- eyingar eru nú ekki margir. Við er- um um fimmtíu þúsund talsins og flestir þekkjast. Ef einhver er í tón- listinni þá vita allir af því en í raun- inni breytir það engu því áreitið er ekkert,“ segir Marius. Þeir Mikael og Heðin taka undir þetta. „Fær- eyingar virða einkalíf annarra. Til dæmis fer maður í sund og forsætis- ráðherrann situr kannski í sánab- aðinu og fréttamaðurinn úr sjón- Færeysk hljómsveit á Íslandsflandri Marius Ziska er þekkt nafn í Færeyjum. Það er nafn á tónskáldi, söngvara og hljómsveit. Þeir Heðin Ziska Davidsen, Marius Ziska og Mikael Blak eru staddir hér á landi bæði til að leika á fjölmörgum tónleikum og til að hljóðblanda breið- skífu sína sem kemur út í byrjun mars á næsta ári. Þeir kunna vel við sig á Ís- landi og segja Íslendinga opnari en Færeyinga. Þó sé munurinn ekki svo mikill. Ljósmynd/Christian Johannesen Á sviði Ljósmyndarinn Christian Johannesen hefur tekið fjölda mynda af Marius Ziska á tónleikum gegnum tíðina. Þeir hafa spilað býsna víða. Púsl eru ótrúlega vinsæl og hafa lengi verið. Sumir geta dundað sér tím- unum saman við að koma saman púsli sem samanstendur af fleiri hundruð bitum. Hvernig er þetta hægt? Er ein- hver leynileg aðferð við að koma þessu saman? Ef við tökum nýlegt ís- lenskt púsl sem dæmi þá er 150 ára afmælispúsl Akureyrarbæjar með 1.00 bitum. Myndin er lífleg, enda teiknuð af meistaranum Brian Pilk- ington. Á vefsíðunni www.howcast.com eru fjölmörg góð ráð og það fyrsta er ein- mitt það að velja sér mynd sem fang- ar augað. Því gæti myndin af Akureyri virkað vel. Næsta skref væri að finna sér sléttan og stóran flöt þar sem hægt væri að dreifa úr bitunum og að- greina þá sem mynda rammann og þá sem enda inni í púslinu. Í þriðja lagi gildir að best er að koma ramma púslsins saman því þá er maður kom- inn með afmarkað „vinnusvæði“. Fjórða skrefið er að flokka bitana sem eftir eru eftir litum, mynstri og lögun og reyna að koma þeim saman. Þá ætti að vera hægt að koma þeim inn á sjálft vinnusvæðið, inn í rammann og með þolinmæði kemur myndin í ljós. Spil vikunnar: Akureyri í 1.500 bitum Hvernig á að koma saman púsli? Í dag, 8. nóvember, er sérstakur dag- ur gegn einelti. Í lok ársins 2010 skipaði mennta- og menningar- málaráðherra verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta til að fjallað um og fylgja eftir tillögum að aðgerðum gegn ein- elti í íslensku samfélagi. Tæpu ári síðar, 8. nóvember 2011, var dagur gegn einelti haldinn í fyrsta skipti. Markmiðið með deginum er í raun að búa til tilefni til þess að gefa gaum og benda á margt það sem vel er gert í þessum efnum auk þess sem vel er við hæfi að líta yfir farinn veg, þétta raðirnar, ákveða næstu skerf og bretta upp ermarnar hver og einn í sínu umhverfi. Það á ekki síður við um vinnustaði en skóla og eins og kemur fram á vefsíðunni www.geg- neinelti.is er vel við hæfi að taka þátt í baráttunni „með táknrænum við- burðum eða viðfangsefnum sem hafa það að markmiði að beina um- ræðunni að einelti og alvarlegum af- leiðingum þess í samfélaginu og ekki síst mikilvægi jákvæðra og upp- byggilegra samskipta.“ Á síðunni er einnig að finna Þjóð- arsáttmála um baráttu gegn einelti. Hver og einn getur skrifað undir sátt- málann rafrænt á vefnum en með því að gera það skuldbindur viðkomandi sig til að „vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar“. Alls hafa rúmlega 16.000 manns skrifað undir. Ert þú búinn að því? Í dag er prýðilegt tækifæri til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Endilega … … munið eftir degi gegn einelti Morgunblaðið/Kristinn Böl Einelti er samfélagsböl sem má uppræta með fjölmennu átaki. Það er óhætt að fullyrða að Mikael Blak, bassaleikari hljómsveit- arinnar, sé lykilmaður í færeysku tónlistarlífi. Hann er með eindæm- um hógvær og fer lítið fyrir hon- um, rétt eins og öðrum meðlimum Marius Ziska. Hann er fæddur árið 1979 og er sonur danska tónlista- mannsins Kristians Blak. Mikael hefur spilað töluvert með Eivør Pálsdóttur sem Íslendingar þekkja margir hverjir. Auk þess hefur hann komið að upptökustjórn og útsetningum fyrir fjölda færeyskra hljómsveita. Eins og segir á máli frænda okkar þá er hann „tón- leikari, tónaskald og tónleikafram- leiðari“. Spælir á ymisk ljóðføri FJÖLHÆFIR FÉLAGAR MATUROGDRYKKUR ÍLAUGARDALSHÖLLUMHELGINAOPIÐFRÁ1018 „MATARHÁTÍÐIN“ Ég er svakalega spennt að smakka þennan flotta mat, allskonar drykki sem boðið verður upp á og skoða tilboðin. Svo er frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum, annars bara 1.000 kall sem er hræódýrt miðað við sem er þarna í boði og svo gildir miðinn báða dagana. Ég er mjög forvitinn að skoða það sem er á boðstólnum og svo er kannski hægt að kaupa eitthvað á hagstæðu verði, sem er ekki verra fyrir jólin. Hver sleppir svona sýningu? Ekki ég og mín fjölskylda. Við förum öll fjölskyldan ekki spurning og amma líka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.