Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er nauðsynlegt að skoða svona kosti með jákvæðu hugarfari. Ekki er víst að þetta skip henti best en það sýnir að til eru fleiri möguleikar,“ segir Sigurmundur G. Einarsson, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyj- um. Hann hefur lagt til að skoðuð verði kaup eða leiga á grískri far- þega- og bílferju, í stað þess að láta smíða nýjan Herjólf, og skoðaði ferj- una ásamt hópi úr Eyjum fyrir nokkrum dögum. Sigurmundur gerir úr farþegabát- inn Víking í Vestmannaeyjum og hefur lengi tekið þátt í umræðu um samgöngumál Eyjanna. Hann telur að sú ferja sem stjórnvöld undirbúa smíði á sé of lítil. Hún taki of fáa bíla og farþega. Nefnir til rökstuðnings að Herjólfur sé fullur á sumrin. Nýi Herjólfur verði minni og geti ekki annað flutningunum. „Fólk er ekki tilbúið að láta segja sér að fara á öðr- um tíma en það vill.“ Þá vitnar hann til spár Vegagerðarinnar um að 740 þúsund farþegar fari á milli lands og Eyja á árinu 2017. Ódýrari kostur Gríska ferjan sem Sigurmundur vill að stjórnvöld skoði betur er í sigl- ingum á milli eyja í Grikklandi. Hún tekur 1.000 farþega og er með bíla- brýr í stefni og skut þannig að hún þarf ekki að snúa í höfnum. Fjórar snúningsskrúfur eru á skipinu og tel- ur Sigurmundur að það ætti að tryggja öryggi siglinga inn í Land- eyjahöfn. Þá er skipið mun ódýrara en nýsmíði Herjólfs svo munar millj- örðum. Sigurmundur var að koma úr fríi í Grikklandi með tíu manna hópi Eyjamanna. Hópurinn skoðaði um- rædda ferju og leist vel á. Hann leggur á það áherslu að það sé stjórnvalda að ákveða með sam- göngumál. Hann hefur verið í sam- bandi við fulltrúa stjórnvalda og er að afla frekari pappíra um umrædda ferju til að koma til Vegagerðarinn- ar. Kaupleiga möguleg „Hægt er að fá skipið á kaupleigu. Við viljum fá að prófa það í eitt eða tvö ár og sjá hver þörfin er. Það er óþarfi að borga marga milljarða fyrir nýtt skip og lenda svo í því að það er of lítið,“ segir Sigurmundur og hvet- ur stjórnvöld til að skoða málið með opnum huga. Ljósmyndir/Sigurmundur G. Einarsson Eyjahaf Ferjan sem hópur Vestmannaeyinga skoðaði í Grikklandi er í siglingum á milli grísku eyjanna. Líst vel á ferjuna  Hópur fólks úr Vestmannaeyjum skoðaði gríska bílferju  Lagt er til að stjórnvöld prófi ferjuna í eitt til tvö ár Bíladekk Rúmgott er á bíladekki grísku ferjunnar. Hún getur tekið 170 bíla í hverri ferð. Ekið er inn að aftan og út að framan og öfugt í næstu höfn. Endanlegar tölur um fjölda farþega með skemmtaferðaskipum til Reykjavíkur liggja núna fyrir hjá Faxaflóahöfnum. Með alls 91 skemmtiferðaskipi komu tæplega 105 þúsund farþegar og er þetta í fyrsta sinn sem fjöldinn fer yfir 100 þúsund. Fjöldi skipa hefur heldur ekki verið meiri áður. Aukningin á sér ekki aðeins stað í Reykjavík heldur um allt land, þar sem tekið er á móti skemmti- ferðaskipum, einkum þeim af minni gerðinni. Alls voru 305 skipakomur í sumar en samkvæmt upplýsingm frá samtökunum Cruise Iceland er búið að bóka 415 skipakomur á þessar hafnir næsta sumar, sem er aukning milli ára um 36%. Að því er fram kemur á vef Faxa- flóahafna var heildarfjöldi farþega til Reykjavíkur rúmlega 25 þúsund árið 2000, þannig að frá aldamótum er fjölgunin meira en fjórföld. Flestir gestir með skipunum í sumar voru frá Þýskalandi, eða 35%, 25% voru frá Bretlandi og 18% frá Bandaríkjunum. Samtals stoppuðu 25 skip yfir nótt í Reykjavík og segja Faxaflóahafnir það áframhald á þró- un sem hófst fyrir nokkrum árum. Með þessum skipum komu rúmlega 33 þúsund farþegar, sem höfðu því rýmri tíma til að skoða sig um í borginni. Á næsta ári hafa 103 skip bókað komu sína til Reykjavíkur og í þeim er pláss fyrir um það bil 100 þúsund farþega. Nokkur breyting er á stærð og tegund skipanna en mun fleiri eru af minni gerðinni, stundum kölluð leiðangursskip, að því er segir á vef Faxaflóahafna. bjb@mbl.is Metfjöldi far- þega í sumar  Um 105 þúsund skipafarþegar til Reykjavíkur Morgunblaðið/Ómar Skemmtiferðaskip Stöðug aukn- ing er í þessari ferðaþjónustu. Rekstrarstjóri hjá Jóa Fel - Hringbraut Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra til framtíðarstarfa í bakarí Jóa Fel við Hringbraut (JL húsið) Viðkomandi þarf að sjá um vaktaskipun, starfsmannaráðningar, innkaup og allan daglegan rekstur á bakaríinu. Reynsla af störfum í bakaríi eða á veitingastað er nauðsynleg. Æskilegt að viðkomandi sé ekki yngri en 25 ára. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Vinsamlegast skilið inn umsóknum á joifel@joifel.is Holtagarðar - Smáralind - Kringlan - Garðabær - Hringbraut Hæ sæti, hvað ert þú að borða? Smáralind | Kringlunni | Krossmóa Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – Bragðgott og hollt fóður sem inniheldur 100% náttúruleg efni. – Inniheldur ENGIN gerfiefni – Engin litarefni. – Engin auka bragðefni. – Engin erfðabreytt matvæli eru í fóðrinu. Verð frá 2.49 4 kr. Ekkert verður af því að innanríkis- ráðuneytið festi kaup á ferjunni Baldri sem varaferju fyrir Herjólf. Samningaviðræður Vegagerð- arinnar og Sæferða sigldu í strand eftir að ljóst var að ekki myndi fást úr því skorið í tíma hvort ferjan gæti uppfyllt kröfur um siglingu á svo- kölluðu B-hafsvæði sem er á milli lands og Eyja. Leyfið lá ekki fyrir og því seldu Sæferðir skipið til fyr- irtækis á Grænhöfðaeyjum. Voru Sæferðir bundnar tímamörkum þar sem nú eru síðustu forvöð fyrir skip- ið að sigla suður á bóginn áður en veturinn skellur á af fullum krafti og sjólag breytist. Ferjan fer utan í dag. vidar@mbl.is Baldur seld- ur úr landi Baldur Ferjan Baldur fer úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.