Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 20

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Sólskálar -sælureitur innan seilingar Sigurður Ægisson Siglufirði Íslandsvinurinn og barnabókahöf- undurinn Marjolijn Hof, sem fædd- ist í Amsterdam í Hollandi árið 1956, hefur margoft komið hingað til lands, ferðast um hálendið og dvalið á gestavinnustofum lista- manna, t.d. í Gullkistunni á Laug- arvatni og í Herhúsinu á Siglufirði. Það var einmitt á Síldarminja- safninu á Siglufirði sem hugmyndin að nýjustu bók hennar kviknaði. Og ofan í lúkar í Tý SK 33, einum sýn- ingargripnum í Bátahúsinu, sat hún árið 2010, aflaði sér heimilda og hóf að skrifa söguna De regels van drie eins og hún heitir á frummálinu. Þegar Marjolijn hafði þekkst boð um að koma á barnabókahátíðina Páfugl úti í mýri sem haldin var í Norræna húsinu í október síðast- liðnum gafst henni tækifæri til að lengja dvöl sína hér á landi, skreppa norður og kynna nýju bókina sína fyrir siglfirskum börnum. Nemendur í Grunnskóla Fjalla- byggðar hafa reyndar lesið bók hennar Minni líkur – meiri von, sem kom út hjá Forlaginu fyrir nokkrum árum og fyrr á þessu ári fæddist sú hugmynd að koma á samstarfi milli hollenskra og íslenskra nemenda, þar sem íslensku börnin fræddust um Holland með því að lesa Minni líkur – meiri von og Hollending- arnir lærðu um Ísland í gegnum lestur bókarinnar De regels van drie. Sú bók fjallar um Twan og tví- burasystur hans, Lindu, sem hafa ferðast til Íslands með ömmu sinni og mömmu til þess að sækja langafa þeirra og fara með hann til Hol- lands og koma honum þar á elli- heimili. Langafa grunar að ekki sé allt með felldu og er búinn að gera leynilega flóttaáætlun því frá Ís- landi vill hann ekki fara. Systkinin standa frammi fyrir því að þurfa að taka erfiða ákvörðun – eiga þau að hjálpa honum við flóttann eða segja frá leyndarmálinu? Það er miður vetur og í hinu framandi og snjó- þunga fjallalandi er glímt við vanda sem er ekki daglegt brauð hol- lensku unglinganna. Nýja bókin og bókin Minni líkur – meiri von hafa báðar fengið virt barnabókaverðlaun í Hollandi, sú fyrri hefur verið þýdd á tólf tungu- mál og standa vonir til að De regels van drie verði þýdd á íslensku. Verkefni úr bókunum Nemendur í Het Palet-skólanum, í bænum Hoogeveen, og nemendur 5. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggð- ar byrjuðu í september á þessu ári að lesa bækurnar og vinna verkefni úr þeim. Stofnuð var bloggsíða verkefnisins þar sem krakkarnir spyrja hvert annað spurninga um land og þjóð; sem dæmi höfðu hol- lensku börnin mikinn áhuga á að vita hvernig plokkfiskur væri. Verk- efni eru unnin hjá myndmennta- kennara og krakkarnir læra nokkur orð á hvoru tungumáli. Í heimsókn Marjolijn Hof til Siglufjarðar á dögunum kom hún í kennslustund með góðar gjafir frá Hollandi og til baka fer hún með bækur um Ísland, harðfisk og hraunmola úr Holuhrauni, sem einn nemandinn færði henni handa sam- starfsbekknum í Hollandi. Verkefn- inu lýkur nú í nóvember með skæp- fundi bekkjanna. Á Bókasafni Fjallabyggðar var efnt til kynningarfundar fyrir bæj- arbúa. Sagt var frá samstarfsverk- efninu, börn lásu úr bók höfund- arins og voru verk hennar kynnt að öðru leyti. Kom með barnabók „heim“ til Siglufjarðar  Hollenskur rithöfundur fékk hugmynd að barnabók í Síldarminjasafninu  Hóf að skrifa söguna í skipslúkar Ljósmynd/Guðný Róbertsdóttir Fékk hraunmola Mikael Sigurðsson, einn nemenda í 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, afhendir Marjolijn Hof mola úr Holuhrauni. Boðið verður upp á fræðslugöngu um Hverfisgötu með Guðjóni Frið- rikssyni sagnfræðingi og Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs, í dag, laugardag. Gangan hefst við Safnahúsið klukk- an 13 og henni lýkur við Snorra- braut eða Hverfisgötu 105 þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar endurgerð götukaflans frá Vitastíg að Snorrabraut. Hverfis- gatan hefur nú verið endurnýjuð frá Klapparstíg að Snorrabraut. Hverfisgatan í Reykjavík á sér langa sögu en hún var upphaflega aðalstígurinn í Skuggahverfi, gat- an í hverfinu. Hún lengdist með ár- unum til vesturs og austurs. Gatan hefur gengið í gegnum margar breytingar og nú hefur hún verið endurnýjuð í samræmi við hjól- reiðaáætlun Reykjavíkurborgar, segir í tilkynningu frá borginni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýuppgerð Hverfisgatan hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er opin að nýju. Fræðsluganga um Hverfisgötuna Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í ókeypis mæl- ingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun um helgina 8. og 9. nóvember í SÍBS- húsinu, Síðumúla 6. Opið er á milli klukkan 10 og 16. Á síðasta ári mættu ríflega 700 manns í mælingar og reyndust um 60% þeirra með of háan blóðþrýst- ing. Þar af mældust 43 ein- staklingar á hættusvæði og var í kjölfarið bent á að snúa sér til lækn- is, segir í fréttatilkynningu. Hjúkrunarfræðinemar við Há- skóla Íslands munu framkvæma mælingarnar ásamt starfsfólki Hjartaheilla. Þeir sem aldrei hafa látið mæla gildi sín ættu sérstak- lega að stökkva á þetta tækifæri, segir í tilkynningunni. Bjóða fólki ókeypis heilsumælingar Hin árlega kaffisala Kristniboðs- félags karla verður haldin í Kristni- boðssalnum að Háaleitisbraut 58-60 sunnudaginn 9. nóvember og hefst með stuttri helgistund kl. 14 og lýk- ur kl. 17. Ágóði kaffisölunnar mun renna til kristniboðs- og þróun- arstarfs Kristniboðssambandsins, sem hefur m.a. tekið þátt í að byggja 85 grunn- og framhalds- skóla í Pókothéraði í Keníu. Allir eru velkomnir í kaffið hjá körl- unum og styðja um leið gott mál- efni, segir í tilkynningu. Karlar með kaffisölu STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.