Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 21
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjarðarbær hefur ekki fylgt eftir ákvörðun sinni um að leggja dagsektir á annað af tveimur fyrir- tækjum sem sigla með ferðafólk á Jökulsárlóni. Bæjarstjórinn veltir því fyrir sér hvort sú aðgerð rekstr- araðilans að fjarlægja allan búnað sinn yfir nótt eftir að tilkynnt var um dagsektirnar hafi leitt til þess að hann fái sjálfkrafa nýja tveggja mán- aða undanþágu til að starfa án stöðu- leyfis en bæjarstjórinn tekur fram að sjálfsagt þurfi enn eitt dómsmálið til að fá úr því skorið. Ekkert lát er á deilum á milli land- eigenda austan við Jökulsárlón um uppbyggingu varanlegrar aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu. Hagsmun- ir rekstraraðila þeirra tveggja fyr- irtækja sem bjóða siglingar á lóninu blandast inn í þær sem og bæjar- stjórn Hornafjarðar. Fyrir dómstól- um er rekið mál þar sem meirihluti landeigenda krefst riftunar samn- inga við stærra bátafyrirtækið, Jök- ulsárlón. Baldur Gíslason, formaður Sameigendafélagsins Fells, segir að það fari fyrir Hæstarétt á næstu dögum. Athugað með skiptingu jarðar Sameigendafélagið, sem meiri- hluti landeiganda stendur að, hefur lagt fram hugmyndir um uppbygg- ingu á svæði sem Hornafjarðarbær hefur skipulagt sem þjónustusvæði. Það hefur einnig stór landeigandi gert en hann stendur að Jökulsárlóni hf. Hvorugur samþykkir áform hins en bæjarstjórn telur sig ekki geta veitt leyfi til uppbyggingar nema fyrir liggi leyfi allra landeigenda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Raun- ar hefur minnihlutaeigandinn krafist þess að skipaður verði matsmaður til að kanna hvort jörðin er skiptanleg eða ekki. Komi í ljós að ekki sé hægt að skipta mun þetta ferli væntanlega leiða til kröfu um að sýslumaður bjóði jörðina upp. Kæra ekki á rökum reist Krafa Hornafjarðarbæjar um að Ice Lagoon fjarlægi búnað sem það hefur ekki stöðuleyfi fyrir að viðlögð- um 250 þúsund króna dagsektum leiddi til ásakana um að fyrirtækið Jökulsárlón væri ekki með stöðuleyfi fyrir öllum sínum búnaði. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri segir að það hafi ekki reynst rétt. Búnaðurinn sé tal- inn upp í samningi sem allir eigendur jarðarinnar stóðu að. Það eina sem út af standi sé ruslagámur og ekki sé venjan að sveitarfélög krefjist stöðu- leyfis fyrir ruslagáma. Ice Lagoon kærði ákvörðun sveit- arstjórnar um að hafna stöðuleyfi og setja á dagsektir til úrskurðarnefnd- ar umhverfis- og auðlindamála og til Samkeppniseftirlitsins. Innheimta ekki dagsektir  Engin lausn á deilum um uppbyggingu varanlegrar aðstöðu til að þjóna ferðafólki við Jökulsárlón  Hvorugur landeigendahópurinn samþykkir áform hins  Dómsmál í gangi og kærur á báða bóga Morgunblaðið/Ómar Sigling Jökulsárlón er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins, þangað koma hundruð þúsunda ferðafólks. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 3 9 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 SKOÐAÐU ÞIG UM landrover.is OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Björn Ingi bæjarstjóri segir aðal- atriðið í þessu máli vera það að veita þurfi þeim mikla fjölda ferðafólks sem kemur að lóninu þjónustu. Sú aðstaða sem nú er geti ekki talist viðunandi, til dæmis að hafa aðeins fjögur al- menningsklósett á þessum vin- sæla áningarstað. Sveitarstjórnin sendi í haust öllum eigendum jarðarinnar Fells bréf þar sem þeir voru hvattir til að setja niður deilur og koma sér saman um uppbyggingu á því svæði sem deiliskipulagt hefur verið sem þjónustusvæði. Björn tekur fram að þar sé pláss fyrir alla. Sameigendafélag Fells svar- aði bréfinu með því að skora á alla eigendur jarðarinnar að sameinast um samning við verk- takafyrirtækið Þingvang um uppbyggingu á svæðinu, það yrði öllum til hagsbóta. Hluti landeig- enda hafði áður hafnað þessum samningum. Björn Ingi hefur ekki trú á því að málið leysist með þessum hætti, miðað við það sem á und- an er gengið. Ferðafólkið fái þjónustu HVATT TIL UPPBYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.