Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda                                     !" #$  #!"% $ %! % $ #$ $! "$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $  % #$ #%% $#" %% $ !! #!" $ ""   %!! #$% #% % $#!$ %!! !$ #!$ $  " " #!! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íslenska krónan veiktist lítillega á móti evru í október. Í lok mánaðar stóð hún í 153,3 á móti evru í samanburði við 152,7 í lok september, sem sam- svarar um 0,7% veikingu. Um þetta er fjallað í Hagsjá hagfræðideildar Lands- bankans. Alls skipti 25,1 milljarður ís- lenskra króna um hendur í mánuðinum. Þar af keypti Seðlabanki Íslands 9,6 milljarða króna, sem samsvarar 38% af veltu mánaðarins. Er bankinn búinn að kaupa evrur fyrir 94,5 milljarða króna á gjaldeyrismarkaði síðan um áramót. Nokkuð rólegur gjald- eyrismarkaður í október ● Fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent spáir því að vísitala neyslu- verðs muni hækka um 0,1-0,2% í nóv- ember. Ef spáin gengur eftir mun verðbólga lækka í 1,7-1,8% í nóv- ember, en hún var 1,9% í október. Þetta er fyrsta spá fjármála- og hag- fræðiráðgjafar Capacent sem hyggst héðan í frá birta mánaðarlegar verð- bólguspár. Auk þess hyggst Capacent fljótlega hefja birtingu á skuldabréfa- greiningum. Capacent spáir lækkun verðbólgu í nóvember STUTTAR FRÉTTIR ... FRÉTTASKÝRING Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Við viljum bregðast við gríðarlegri eftirspurnaraukningu á markaði fyr- ir mjólkurvörur. Allir hvatar verða að virka sem skyldi til að ná fram hámarksframleiðslu,“ segir Sigurð- ur Loftsson, formaður Landssam- bands kúabænda (LK). „Við þurfum einfaldlega allt sem við getum framleitt til að anna eftirspurn.“ LK lagði ný- lega til við land- búnaðarráðherra að tilboðsmarkað- ur á greiðslu- marki í mjólk yrði hvíldur á næsta ári þannig að við- skipti með greiðslumark væru frjáls á tíma- bilinu. Leggja samtökin þetta til vegna lítilla viðskipta með greiðslu- mark undanfarið ár. „Tillagan getur greitt fyrir viðskiptum þar til fram- leiðsluumhverfið nær jafnvægi.“ Sigurður segir ráðherra vera með málið til skoðunar. „Ég á von á því að hann geri að minnsta kosti ein- hverjar breytingar á komandi ári, mér finnst það líklegra en hitt.“ Ráðherra ekki tekið ákvörðun Að sögn Benedikts Sigurðssonar, aðstoðarmanns Sigurðar Inga Jóns- sonar sjávarútvegsráðherra, hefur erindið borist ráðuneytinu en engin ákvörðun verið tekin í málinu. Sigurður segir aðstæður á mark- aði hafa verið mjög óvenjulegar síð- astliðið ár. Áður hafi verið mun meiri eftirspurn en framboð á greiðslumarki en nú sé eftirspurn nánast engin. „Menn mega fram- leiða eins og þeir vilja. Hvatinn til að kaupa greiðslumark verður þar af leiðandi mun minni.“ Hann segir viðskipti á kvótamörk- uðum hafa verið um 40.000 mjólk- urlítra í ár og jafnmargir lítrar hafi verið keyptir fyrir 2015. Verðið sé á hraðri niðurleið. „Við leggjum einvörðungu til að sú aðferð sem hefur verið notuð síð- an 2010 verði gerð óvirk í eitt ár,“ greinir Sigurður frá. Vísar hann til uppboðsfyrirkomulags þar sem við- skipti með greiðslumark mjólkur eiga sér eingöngu stað á svokölluð- um kvótamarkaði, á svokölluðu jafn- vægisverði. Að sögn Sigurðar dregur upp- boðsfyrirkomulagið við núverandi aðstæður úr viðskiptum. „Það er svo lítið greiðslumark sem getur farið í gegnum markaðinn eins og staðan er núna. Ef tilboðin væru fleiri og markaðurinn líflegri myndi hann virka,“ útskýrir Sigurður. Aðspurður hvort kúabændur séu almennt sammála um að hvíla upp- boðskerfið svarar Sigurður: „Menn hafa alla tíð haft mismunandi skoð- anir á greiðslumarksfyrirkomulag- inu. Það er fullkomlega eðlilegt. Af- staða manna til tillögu okkar ræðst líklega mest af því hvar þeir eru staddir í sinni framleiðslustöðu.“ Til hagsbóta fyir nýliða Hann bendir á að tillagan sé fyrst og fremst til hagsbóta fyrir aðila sem vilji koma inn nýir í greinina við núverandi aðstæður. „Við viljum að þeir geti nálgast greiðslumark í beinum viðskiptum við eldri aðila og greiðslumarkið geti flust auðveld- legar á milli jarða. Þetta myndi hjálpa til við að koma framleiðslunni úr gamalli úreltri aðstöðu yfir í betri og nýrri aðstöðu.“ Tillagan eigi að stuðla að því að möguleikar greinarinnar séu nýttir betur. „Greiðslumark verður að komast á milli aðila auðveldlega. Hugsunin með stuðningsgreiðslun- um er sú að þær nýtist þeim sem framleiða mjólkina. Greiðslur eiga sér ekki stað án framleiðslu en greiðslumarkið sjálft getur setið fast á býlum þar sem ekki er verið að framleiða og menn fá ekki greitt.“ Segir hann dæmi þess að bændur sem vilji hætta búskap séu fastir með greiðslumarkið. „Gripirnir og aðstaðan eiga að geta færst yfir til einhvers annars sem hefur vilja, getu og kraft til þess að framleiða.“ Aðspurður hvers vegna tillagan nái bara til eins árs en ekki lengri tíma svarar Sigurður: „Við viljum bara stíga eitt skref í einu. Við vilj- um gera uppboðsfyrirkomulagið óvirkt á meðan aðstæður á markaði eru svona. Þess vegna teljum við rétt að prófa það í eitt ár og í fram- haldinu verður metið hvort menn vilji halda áfram með núverandi fyr- irkomulag eða jafnvel hætta því al- veg.“ Uppboðskerfið hamlar við- skiptum með greiðslumark Morgunblaðið/RAX Mjólkurframleiðsla Sigurður Loftsson segir mikla þörf fyrir mjólkurvörur kalla á aukna framleiðslu.  Formaður Landssambands kúabænda segir framleiðsluaukningu nauðsynlega Verðlagning Já hf. fyrir aðgang að gagnagrunni yfir símanúmer var óhófleg og til þess fallin að útiloka samkeppni, að mati Samkeppnis- eftirlitsins. Vegna þessa er Já gert að greiða stjórnvaldssekt að fjár- hæð 50 milljónir króna í ríkissjóð. Í ákvörðun eftirlitsins frá í gær er komist að þeirri niðurstöðu að Já hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir rekstur og heildsöluaðgang að gagna- grunni yfir símanúmer. Með óhóf- legri verðlagningu hafi Já í raun synjað mögulegum keppinautum um aðgang að ómissandi aðstöðu félagsins og þannig viðhaldið eða styrkt markaðsráðandi stöðu sína. Þeim sem hugðust nýta gagna- grunninn með þeim hætti að leitt gæti til samkeppni við Já hefði verið gert að greiða mun hærra verð en þeim sem engin sam- keppnisógn stóð af. Rannsókn eft- irlitsins grundvallaðist á kvörtun- um frá Miðlun og Loftmyndum. Í samtali við mbl.is segist Sig- ríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, forviða á niðustöðunni. „Ekk- ert sambærilegt félag og Já í Evr- ópu ber kvaðir eins og þær sem ís- lenska Samkeppniseftirlitið hefur nú lagt á Já. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins áttum við að kaupa gögn á 100% verði af símafyrirtækjunum en selja þau aftur á 3%.“ Andri Árnason, framkvæmda- stjóri Miðlunar, sagði í samtali við mbl.is að fyrirtækið hygðist höfða skaðabótamál gegn Já í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlits- ins. Morgunblaðið/Golli Símanúmer Sigríður Oddsdóttir hafnar samkeppnisbrotum Já. Já sektað um 50 milljónir  Samkeppniseftirlitið telur verðlagningu Já hindra aðgang að gagnagrunni yfir símanúmer  Forstjóri Já segist forviða Viðskipti með greiðslumark mjólkur hafa frá árinu 2010 átt sér stað á kvótamarkaði, uppboði þar sem kaupendur og seljendur mætast og verð er ákvarðað. Kaupendur og seljendur leggja inn lokað og órekjanlegt tilboð. Þá er settur upp línuskali og út frá því fæst ákveðið jafnvæg- isverð. Þeir sem vilja selja á verði undir jafnvægisverði fá að selja og þeir sem vilja kaupa yfir verð- inu fá að kaupa. Greiðslumark mjólkur er ákveð- ið magn mjólkur mælt í lítrum, sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Kaup og sala á greiðslumarki mjólkur eru því í raun viðskipti með framleiðslu- rétt. Jafnvægisverð liggur þar sem línur eftirspurnar og framboðs mætast. Það myndast þegar öll sölutilboð eru sett á framboðs- línu eftir hækkandi verði og kauptilboð á eftirspurnarlínu eftir lækkandi verði. Aðeins hægt að kaupa og selja á sérstökum kvótamarkaði VIÐSKIPTI MEÐ GREIÐSLUMARK MJÓLKUR ● Tilkynnt var á fundi Northern Fut- ure Forum, sem lauk í Helsinki í gær, að næsti fundur yrði haldinn árið 2015 á Íslandi. Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands hittast árlega til að eiga skoðanaskipti og hafa með sér fulltrúa úr atvinnulífi og háskóla- samfélaginu. Northern Future Forum haldið á Íslandi 2015 Sigurður Loftsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.