Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi |
Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri
| Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í
Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma,
Grindavík | Skóbúðin, Keflavík
Ferðataska miðstærð
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
30% afsláttur
4 hjól, 70 cm
Verð áður 20.500
verð nú 14.350
Meðan birgðir endast
2 hjól, 65 cm
Verð áður 18.200
verð nú 12.700
LAUGARDAGURTIL LISTA
Arion banki býður þér á opnun sýningar á
ljósmyndaverkumHrafnkels Sigurðssonar
frá árunum1996-2014 í höfuðstöðvum
bankans aðBorgartúni 19 í dag, laugardag.
Sýningin verður opnuðmeð fyrirlestri
Gunnars J. Árnasonar listheimspekings um
verkHrafnkels. Fyrirlesturinn, sember heitið
Náttúraog list, en einnig rusl, hefst kl. 13:30.
Allir velkomnir.
Verulegir óvissuþættir eru í verð-
bólguspá Seðlabankans og eru meiri
líkur á því að verðbólgu sé vanspáð á
seinni hluta spátímans en að henni sé
ofspáð, samkvæmt nýjustu útgáfu
Peningamála sem birt var í tengslum
við vaxaákvörðun bankans í vikunni.
Eins og fram kemur í yfirlýsingu
peningamálanefndar byggist ákvörð-
un um vaxalækkun m.a. á því að bank-
inn telur líkur á að verðbólga hjaðni
frekar á næstu mánuðum og verði við
eða undir markmiði fram yfir mitt
næsta ár. Verðbólgan í þriðja árs-
fjórðungi mældist 2,1% og spáir
bankinn því að hún verði 1,7% í fjórða
ársfjórðungi. Hann gerir svo ráð fyrir
að verðbólgan þokist upp á við á ný og
verði á bilinu 2½-3% frá árinu 2016.
Í Peningamálum segir að „verð-
bólguhorfur til næstu þriggja ára
gætu auðveldlega breyst frá því sem
gert er ráð fyrir í grunnspánni“.
Bankinn bendir á nokkra óvissuþætti
í þessu tilliti. Í spánni er gert ráð fyrir
óbreyttu gengi á spátímanum, sem
kunni að vera vanmat í ljósi bata efna-
hags- og viðskiptakjara eða ofmat í
ljósi mögulegs fjármagnsútflæðis við
uppgjör slitabúa og losun fjármangs-
hafta. Þá er gert ráð fyrir þremur kís-
ilverum á spátíma en ekki fjórða kís-
ilverinu eða álveri í Helguvík. Gert er
ráð fyrir umtalsverðum launahækk-
unum í spánni sem þó kunna að reyn-
ast vanmetnar í ljósi óróleika á vinnu-
markaði. Loks bendir bankinn á
hugsanleg áhrif alþjóðlegra efnahags-
mála þar sem blikur eru á lofti, óljósa
þróun verðbólguvæntinga og loks
misvísandi vísbendinga um hvort
slakinn í þjóðarbúinu muni hverfa á
spátíma eða síðar.
Talsverð óvissa í verð-
bólguspá Seðlabankans
Meiri hætta á vanspá en ofspá, samkvæmt Peningamálum
Verðbólguspá og óvissumat
1. ársfj. 2012 – 4. ársfj. 2017
Spá Seðlabankans Verðbólgumarkmið 50% líkindabil
75% líkindabil 90% líkindabil
2013 2013 2013 2013 2013 2013
7
6
5
4
3
2
1
0
Heimild: Hagstófa Íslands, Seðlabanki Íslands
Breyting frá fyrra ári (%)
Opnað hefur verið fyrir umsóknir
í viðskiptahraðlinn Startup
Energy Reykjavík sem bráðlega
hefur göngu sína í annað sinn.
Valin verða sjö orkutengd sprota-
fyrirtæki og þeim veitt tækifæri
til að þróa hugmyndir sínar undir
handleiðslu sérfræðinga. Nú þegar
hafa 20 umsóknir borist.
Að sögn Stefáns Þórs Helgason-
ar, verkefnastjóra Startup Energy
Reykjavík, koma fjölbreyttar hug-
myndir til greina inn í hraðalinn.
„Í rauninni þarf hugmyndin bara
að tengjast orku á einhvern hátt
og getur tengst öllu frá ylrækt og
matvælaframleiðslu til borholu-
tækni og eldsneytisframleiðslu. Í
fyrra tóku til dæmis þátt reyndir
veðurfræðingar með þjónustu til
að spá um ákjósanlegustu stað-
setningu vindmylla, raftæknifræð-
ingur sem bauð bændum og öðr-
um landeigendum að virkja
smálæki, ráðgjafafyrirtæki og
fleiri.“
Segir hann Íslendinga mjög
framarlega á þessu sviði. „Hingað
sækja erlendir aðilar í þá miklu
þekkingu sem byggst hefur upp í
orkugeiranum undanfarna ára-
tugi. Ísland er að mörgu leyti
kjörinn staður fyrir sprotafyrir-
tæki í orkugeiranum.“ Bendir
hann á að íslenski jarðvarma-
klasinn velti milljörðum króna á
hverju ári og að íslenskir sérfræð-
ingar á því sviði séu eftirsóttir um
allan heim. brynja@mbl.is
Hraðall fyrir orkusprota
Startup Energy Reykjavík fer af stað í annað sinn
Ljósmynd/Anton Brink
Startup Stefán segir sjö fyrirtæki
komast inn í viðskiptahraðalinn.