Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
2014
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56
2 0207 • perlan@perlan.is • ww
w.perlan.is
Villibráðarhlaðborð Perlunnar er f
rá 23. október til 19. nóvember
10.500 kr. tilboð mánud.-miðvik
ud. 8.500 kr.
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við öll
tækifæri
Þjóðverjar hófu í gær hátíðarhöld í tilefni af því
að á morgun verða 25 ár liðin frá falli Berlínar-
múrsins. Á meðal þeirra sem eru viðstaddir há-
tíðina er Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sov-
étríkjanna, sem er hér í Checkpoint Charlie,
þekktustu landamærastöðinni milli Vestur- og
Austur-Berlínar áður en borgin var sameinuð.
Gorbatsjov, sem er 83 ára, tekur þátt í umræðu í
dag um lok kalda stríðsins og spennuna sem er
nú í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Há-
tíðin nær hámarki á morgun með tónleikum þar
sem margir heimsþekktir listamenn koma fram.
Míkhaíl Gorbatsjov skoðar eitt tákna kalda stríðsins í Berlín
AFP
Aldarfjórðungur frá falli Berlínarmúrsins
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Forsætisráðherrar norrænna ríkja
hafa látið í ljósi áhyggjur af áformum
ríkisstjórnar Bretlands um að tak-
marka innflutning fólks frá aðildar-
löndum Evrópska efnahagssvæðis-
ins. Þeir segja að mikilvægt sé að
halda reglunum um frjálst flæði
vinnuafls milli landanna.
Málið var rætt á fundi Davids
Camerons, forsætisráðherra Bret-
lands, með forsætisráðherrum
Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í
Finnlandi í gær og fyrradag. Erna
Solberg, forsætisráðherra Noregs
og leiðtogi Hægriflokksins, sagði að
reglurnar um frjálst flæði vinnuafls
á Evrópska efnahagssvæðinu væru
„afar mikilvægar fyrir Noreg“. Hún
bætti við að þetta frelsi væri einnig
„hugmyndafræðilega mikilvægt“
fyrir sig sem hægrimann.
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði að afnám reglanna
um frjálst flæði vinnuafls gæti „eyði-
lagt“ innri markaðinn sem Evrópu-
sambandið kom á fót til að auka
frelsi í viðskiptum á milli aðildarríkj-
anna.
Alexander Stubb, forsætisráð-
herra Finnlands og leiðtogi flokks
hægri- og miðjumanna, sagði að
reglurnar um frjálst flæði vinnuafls
væru „fremur heilagar“. Hann bætti
við að það ætti að „umbuna Bret-
landi með ESB-orðu fyrir að bera
fram þann heilaga kaleik“ með því að
opna dyrnar að Austur-Evrópu, að
því er fréttavefur breska ríkisút-
varpsins hafði eftir Stubb.
Cameron hyggst skýra frá áform-
um sínum í innflytjendamálum fyrir
jól. Breskir fjölmiðlar segja að hann
íhugi meðal annars að taka í
„neyðarhemilinn“ til að draga úr inn-
flutningi fólks frá ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins eftir að hann fer
yfir ákveðin mörk, eða takmarka
fjölda nýrra sjúkratrygginganúmera
fyrir innflytjendur.
Angela Merkel hafnar
breytingum á frelsinu
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands og leiðtogi hægriflokksins
Kristilegra demókrata, hefur sagt að
ekki komi til greina að semja um
breytingar á reglunum um frjálst
flæði vinnuafls. Þýska blaðið Spiegel
skýrði frá því í vikunni að Merkel
hefði rætt málið við Cameron á leið-
togafundi ESB í síðasta mánuði og
sagt að hann nálgaðist „vendimörk“ í
samskiptunum við Evrópusamband-
ið með stefnu sinni í innflytjenda-
málum. Héldi hann áfram á sömu
braut myndi þýska stjórnin ekki
lengur beita sér fyrir því að Bretland
yrði áfram í Evrópusambandinu fyr-
ir þjóðaratkvæði sem Cameron hef-
ur boðað um aðildina árið 2017 ef
hann heldur völdunum.
Norræn ríki vilja halda frelsinu
Forsætisráðherrar norrænna ríkja hafa áhyggjur af áformum Camerons í innflytjendamálum og vilja
halda frjálsu flæði vinnuafls Íhugar að nota „neyðarhemilinn“ til að draga úr fjölgun innflytjenda
AFP
Leiðtogafundur Forsætisráðherrarnir Helle Thorning-Schmidt Danmörku,
David Cameron Bretlandi og Alexander Stubb Finnlandi í Espoo.
Græddi 4.000 milljarða
á innflytjendum
» Innflytjendur frá öðrum
ESB-löndum í Bretlandi
greiddu meira í skatta en þeir
fengu í bætur frá ríkinu á ár-
unum 2001 til 2011, sam-
kvæmt nýbirtri rannsókn.
» Munurinn var 20 milljarðar
punda, tæpir 4.000 milljarðar
króna. Innflytjendur frá lönd-
um utan ESB fengu 118 millj-
arða punda í bætur umfram
skattgreiðslur þeirra.
Barack Obama
Bandaríkjaforseti
hefur ákveðið að
senda 1.500
bandaríska her-
menn til Íraks til
viðbótar þeim
sem þegar eru
þar. Hann hefur
og beðið Banda-
ríkjaþing um 5,6
milljarða dala
fjárveitingu. Bandaríkin ætla að
herða baráttuna gegn samtökunum
sem kenna sig við íslamskt ríki.
Hermennirnir eiga ekki að taka
þátt í átökum heldur munu þeir
þjálfa íraskar og eins kúrdískar ör-
yggissveitir, veita þeim ráðgjöf og
styðja í baráttunni gegn íslamska
ríkinu. Josh Earnest, talsmaður
Hvíta hússins, greindi frá þessu í
gærkvöldi, að íslenskum tíma. Hann
sagði að hermennirnir myndu fá
heimild til að starfa á herstöðvum ut-
an við Bagdad og Erbil.
„Bandarískar hersveitir taka ekki
þátt í bardögum en þær verða betur
staðsettar til að styðja við íraskar ör-
yggissveitir þegar þær berjast við
íslamska ríkið,“ sagði Earnest.
Obama óskar
eftir fjárveitingu
Barack
Obama
1.500 her-
menn send-
ir til Íraks