Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 26

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einn frægastiblaða-manna- fundur sögunnar var haldinn að kvöldi 9. nóvember í Austur-Berlín fyr- ir 25 árum. Stjórnmálaráðið, æðsta valdastofnun landsins, sat á sérstökum fundi vegna þess að allt var á suðupunkti í landinu vegna þess að yfirvöld í landinu höfðu þráast við að fylgja fordæmi Míkhaíls Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkj- anna, um að slaka á klónni. Til að greina frá gangi funda- haldanna, sem voru í miðjum klíðum, hélt Günter Scha- bowski, sem sat í stjórn- málaráðinu, blaðamannafund. Fundurinn hafði verið lang- dreginn og stofnanaleg svörin allt annað en fréttnæm þegar Riccardo Ehrman, blaðamaður ítölsku fréttastofunnar Ansa, loks komst að: „Var frumvarpið um ferðaleyfi fyrir nokkrum dögum ekki mistök?“ Scha- bowski svaraði í löngu máli, en allt í einu lögðu blaðamennirnir við eyru. „ … því höfum við ákveðið að setja í dag reglu, sem gerir öllum borgurum DDR [Þýska alþýðulýðveld- isins] kleift að ferðast brott um landamærastöðvar DDR,“ sagði hann. Spurningunum rigndi yfir hann og hann dró miða upp úr vasanum, einstaklingar geti sótt um að fara til útlanda í einkaerindum, hægt verði að nota allar landamærastöðvar milli Austur- og Vestur- Þýskalands og svo kom lyk- ilorðið: „Strax.“ Ætlunin var hins vegar alls ekki að opna landamærin strax. Austurþýska fréttastofan ADN sendi út frétt um að fylla yrði út eyðublöð og fylgja forms- atriðum. Ítalska fréttastofan trúði Ehrman ekki í fyrstu þegar hann sagði að múrinn væri fall- inn, en tæpum hálftíma síðar kom fréttin eins og hann vildi hafa hana: Múrinn er fallinn. Þá var klukkan hálfátta. Fjölmiðlar í Vestur-Þýska- landi og Vestur-Berlín fluttu fréttir um að landamærin hefðu verið opnuð án tafar, en aust- urþýskir fjölmiðlar reyndu að bera á móti með fréttum um að sækja þyrfti um leyfi. Harald Jäger var á vakt á landamærastöðinni á Bornhol- mer-götu í Berlín. Hann sá fréttir um yfirlýsingu Scha- bowskis í sjónvarpinu og trúði ekki sínum eigin augum. Mót- mæli höfðu staðið vikum saman, en hann átti von á rólegri vakt. Hann hringdi í yfirboðara sinn, sem skammaði hann fyrir að hringja út af þessari vitleysu og sagði honum að senda fólk heim ef það væri ekki með gögn um að það mætti fara yfir landa- mærin. Brátt dreif að fólk og þegar ekk- ert gerðist hrópaði mannfjöldinn: „Leyfið okkur að fara.“ Jäger hringdi aftur í yfirboðara sinn, sem kvaðst ekki hafa neinar fyr- irskipanir, enda voru allir æðstu ráðamenn landsins lok- aðir á fundi. Hann gæti ekki sagt honum hvað hann ætti að gera. Enn fjölgaði fólkinu og Jäger hringdi í þriðja skiptið og hróp- aði: „Við verðum að gera eitt- hvað!“ Þá var honum sagt að hleypa þeim æstustu í gegn og róa hina. Það hafði þveröfug áhrif. Hann var ekki tilbúinn að beita vopnavaldi og óttaðist að fólk myndi troðast undir ef ekk- ert yrði að gert. Klukkan hálf- tólf gaf hann fyrirskipun: „Opn- ið hliðin.“ „Ég hef aldrei séð aðra eins gleði og aldrei síðan heldur,“ sagði hann í viðtali nú 25 árum síðar. Ítalski blaðamaðurinn Ehrman, sonur pólskra gyðinga sem fyrir tilviljun ákváðu að setjast að á Ítalíu og voru því ekki í Póllandi þegar gyð- ingahreinsanir nasista hófust, og landamæravörðurinn Jäger, sem var dyggur stuðnings- maður kommúnistastjórn- arinnar og liðsmaður Stasi, þýsku öryggislögreglunnar, eru ekki lykilpersónur sögunnar. Múrinn hefði fallið fyrr eða síð- ar þótt Ehrman hefði ekki kom- ist að með spurningu sína. Síð- an þurfti lágt settur yfirmaður á landamærastöð að taka hina sögulegu ákvörðun um að opna múrinn. Hann hefði getað grip- ið til ofbeldis og ógerningur er að segja hvernig þá hefði farið. Fyrir tilviljun áttu þessir tveir menn hins vegar þátt í því að fella mannvirki, sem varð að táknmynd ófrelsis, kúgunar og harðræðis; varð vitnisburður um gjaldþrota hugmyndafræði, sem varð ekki knúin fram nema með kúgun og ógn. Berlínarmúrinn féll 1989 og um leið féll járntjaldið, sem klofið hafði Evrópu í tæpa hálfa öld og Sovétríkin liðuðust í sundur. 1989 hefur líka yfir sér blæ óraunveruleika vegna þess að breytingarnar komu neðan frá og urðu án blóðsúthellinga. Það er allt annað en sjálfsagt. Það sást sama ár þegar kín- versk stjórnvöld brutu mót- mælin á Torgi hins himneska friðar á bak aftur með hervaldi. Það sást aftur í arabaheiminum í ólgunni sem hófst í desember 2010. Þar stóð vorið stutt og við tók harðari vetur en ríkt hafði áður en voraði. Sögunni lauk ekki 1989, en atburðir þess árs sýna að stund- um verður hið ómögulega mögulegt. Birtingarmynd gjaldþrota hug- myndafræði var sópað úr vegi} Fall Berlínarmúrsins A irwavesgestir eru ólíkir öðrum ferðamönnum sem koma til lands- ins. Fyrir það fyrsta eru þeir í versta falli öðruvísi asnalegir. Týpulegir eins og týpur gerast bestar; með skegg sem lætur mitt eigið virðast vel snyrt og hóflegt og að jafnaði áratug eða tveimur undir meðalaldri ferðamanns á Ís- landi. Ferðamennska er fyrir nokkru orðin einn stærsti atvinnuvegur á Íslandi. En sú tegund ferðamanna sem er hvað algengust á Íslandi er, fyrir okkur sem ekki erum að reyna að hagnast sem mest og best á þessu, skelfilega óspennandi. Flestir eru þeir, eins og segir, um það bil miðaldra og með yfirvaraskegg, óháð kyni. Tískuvitið virðist hafa gleymst í Leifsstöð, því á heitum íslenskum júlídegi, þegar hitastigið fer næst- um því í tveggja stafa tölu, veit Íslandsgesturinn ekkert betra en þrjú lög af hnausþykkum útivistarfatnaði. Að- alskemmtunin virðist vera í átt við það sem flestir Íslend- ingar þekkja sem sauðfjárbúskap. Þeim er smalað að morgunverðarhlaðborðinu, síðan upp í rútu og þaðan keyrðir að náttúruperlum sem heimamenn hafa fyrir löngu gefist upp á að heimsækja sökum þessa nýtilkomna sauðfjárbúskapar. Fyrir okkur hin virðist þetta vera ömurleg tilvist, þar sem þessar jarmandi ferðakindur virðast ekki vera þátt- takendur í nokkru sem fyrir augu þeirra ber, heldur teymdir milli staða með myndavélina á lofti, myndandi allt það sem þeim ferðahandbókin segir þeim að sé frábært og æðislegt og sér- íslenskt. Á Airwaves breytist þetta allt. Í nóvember- byrjun er það langt liðið á ferðafjárveiðiárið að litríku miðaldra kindurnar eru flestar horfnar til sinna heima. Í staðinn flykkist hingað fólk úr öllum heimshornum með það að markmiði að upplifa Reykjavík upp á sitt besta, þrátt fyrir myrkur, vind og kulda. Og ólíkt þessum jarmandi rútutúristum vilja Airwavesgestir flestir einmitt upplifa Reykja- vík og íslenska samtímamenningu, ekki bara horfa á grjót og vatn og ganga Laugaveginn vestari í nýju Scarpa-skónum sínum. Þrátt fyrir að gestirnir séu margir hverjir undir áhrifum ýmissa vímugjafa meðan á heimsókninni stendur er reynsla lögreglunnar að jafnaði sú að þessum aukna fjölda miðbæjargesta fylgi ekki auk- in vandræði eða drykkjulæti. Á hinn bóginn virðast sauð- fjárferðamenn standa flestum framar í að festa smábíla í jökulám, keyra á tvöföldum hámarkshraða á þjóðvegum landsins og velta bílum. Það síðasta á að vísu kannski ekki fullkomlega við, því tveir Íslendingar hafa nýlega sýnt fram á ótrúlega færni í að velta bíl með frjálsri aðferð. Þessir ferðamenn virðast því miklu frekar til þess falln- ir að leggja eitthvað til íslenskrar siðmenningar, annað en peninga, heldur en nokkurn tíma litríku útivistarkind- urnar. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Engir jarmandi rútutúristar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kemur í nýjum Pen-ingamálum Seðlabankansað alþjóðlegar hagvaxtar-horfur hafi versnað frá því í ágúst, þegar ritið kom síðast út, og sömuleiðis horfur um innflutning helstu viðskiptalanda Íslands. „Horfur eru tvísýnni en í ágúst og meiri líkur á að hagvexti sé ofspáð fremur en vanspáð,“ segir þar. Bent er á að þriggja ára sam- felldri rýrnun viðskiptakjara Ís- lands hafi lokið á fyrri helmingi árs- ins. Þá segir að leiðandi vísbendingar bendi „til að áfram muni fjara undan efnahagsbata evrusvæðisins á seinni helmingi árs- ins“. Vikið er að lækkandi verði á hrávörum og hvernig viðskiptabann Rússa á Bandaríkin, Ástralíu, Kan- ada, evrusvæðið og Noreg er talið geta haft í för með sér frekari verð- lækkun á hrávörum. Niðurstaða Peningamála er að „þótt viðsnúningur hafi orðið í við- skiptakjörum á öðrum ársfjórðungi þessa árs eftir þriggja ára samfellda rýrnun [hafi] horfur fyrir viðskipta- kjör og útflutning heldur versnað“. Sjávarafurðir hækka í verði Samkvæmt Peningamálum hef- ur verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hækkað um nær 10% frá því í febrúar sl. eftir verðlækk- anir frá því síðla árs 2012. Þá hafi ál- verð hækkað frá miðju ári „og hafði í ágúst ekki verið hærra í 1½ ár“. Jón Bjarki Bentsson, hagfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir viðskiptakjörin hafa áhrif á gengi krónunnar. „Ef viðskipta- kjörin batna ekki meira en Seðla- bankinn gerir ráð fyrir – og ef raun- gengið er áfram að þokast upp á við og viðskiptaafgangur að hverfa – að þá segir það allt saman þá sögu að krónan sé í rauninni í sterkara lagi frekar en hitt, að hún sé að minnsta kosti ekki veik,“ segir Jón Bjarki og útskýrir þetta hagfræðilega. „Betri viðskiptakjör gera hag- kerfinu, að öðru óbreyttu, auðveld- ara að búa við hátt raungengi. Ef viðskiptakjörin batna hratt, t.d. vegna erlendrar verðhækkunar á sjávarafurðum, getur verðlag í land- inu frekar hækkað, án þess að það komi niður á viðskiptajöfnuði. Ef viðskiptakjörin batna ekki mikið frekar og raungengið heldur áfram að þokast upp og þurrka upp við- skiptajöfnuðinn er það til marks um að það væri heppilegra fyrir ytra jafnvægi hagkerfisins að hafa held- ur veikari krónu,“ segir Jón Bjarki sem telur aðspurður að nýjar spár um viðskiptakjör minnki líkurnar á að raungengið styrkist á næstu ár- um. Skerðir samkeppnishæfni Með því að launakostnaður hér hækki umfram það sem gerist í helstu viðskiptalöndum komi það niður á samkeppnishæfni Íslands. „Ef hér verður umtalsvert meiri verðbólga heldur en í lönd- unum í kringum okkur vegna þess að innlendur kostnaður, t.d. launa- kostnaður, er að aukast myndar það meiri þrýsting á gengið. Það er vegna þess að við erum ekki að njóta bata í viðskipta- kjörum sem hjálpar okk- ur að búa við hærra raungengi. Ef við- skiptakjörin vinna með okkur verður töluvert auðveldara að aflétta höftum. Spár um að við- skiptakjörin batni allra næstu ársfjórð- unga eru enn ein vísbendingin um að nú sé rétti tíminn til að stíga þessi skref. Við höfum ekki mik- inn tíma til að hrinda afnámi hafta í fram- kvæmd áður en þjóð- hagslegar aðstæður fara að versna að nýju.“ Horfur hafa versnað fyrir viðskiptakjörin Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði við Háskóla Íslands, telur að Seðlabankinn muni ekki heimila frekari styrkingu á nafn- gengi krónunnar. „Vöruskiptin líta illa út. Við höfum ekki aukið vöruútflutning sem neinu nemur frá hruni. Út frá vöruskiptajöfnuðinum myndi núverandi gengisstig krónunnar ekki ganga upp. Það sem hefur gerst er að það hefur komið nýr áhrifavaldur í hagkerfið sem er ferðaþjónustan. Hún gerir það að verkum að núverandi fast- gengisstefna Seðlabank- ans heldur vatni. Núver- andi gengi krónunnar er algerlega háð ferðaþjón- ustu.“ Spurður um áhrif fjár- festingar í kísilverum á gengið segir Ásgeir að áhrifin verði neikvæð á framkvæmdatímanum. Bæði þurfi að flytja inn tæki fyrir milljarðatugi og þá séu framkvæmdirnar til þess fallnar að örva eft- irspurn og innflutning. Þegar framleiðsla í kís- ilverunum verði komin í fullan gang muni sá út- flutningur styrkja geng- ið. Spáir ekki styrkingu RÝNT Í STÖÐUNA Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2008–2017 PM 2014/4 PM 2014/3 Vísitala, 2005 = 100 ‘09 ‘15‘10 ‘16‘11 ‘17‘12 ‘13‘08 ‘14 Hagstofan birti í fyrsta sinn þjóðhagstölur skv. ESA 2010 19. september sl. Eitt af því sem þá breyttist var að sumt af því sem áður taldist út- og innflutningur á vörum er nú talið til þjónustuviðskipta, kallast framleiðsluþjónusta. Sú breyting hefuráhrif á það hvernig tölur um viðskiptakjör eru reiknaðar út aftur til ársins 2008. 98 96 94 92 90 88 86 84 82 Spá í Peningamálum (PM) Seðlabankans í ágúst (3) og nóvember (4) 2014 Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.