Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Atburðirnir 1989
standa fyrir sigur frels-
isins á kúguninni. Fyrst
og fremst ber að votta
borgurum Þýska al-
þýðulýðveldisins, DDR,
virðingu. Sívaxandi
fjöldi þeirra krafðist
umbóta og frjálsra
kosninga í mótmæla-
göngum og án hug-
rekkis þeirra hefði
múrinn ekki fallið þann 9. nóvember
1989.
Við höfum minnst þessa örlagaríka
dags fyrir 25 árum með sýningu
fjölda kvikmynda undanfarna daga.
Af þessu tilefni hafa einnig nokkrir
Íslendingar, sem upplifðu sjálfir
þennan dramatíska og
ógleymanlega viðburð í
mannkynssögunni á
staðnum, í Berlín, sagt
okkur frá reynslu sinni
af honum með áhrifarík-
um hætti.
25 árum síðar
Flestir Austur-Þjóð-
verjar vonuðust fyrst og
fremst eftir auknu frelsi
við endursameininguna
– ferðafrelsi og tjáning-
arfrelsi, auk betri lífs-
kjara. Flestar vonir þeirra hafa orðið
að veruleika. Framþróun í austurhluta
Þýskalands hefur verið gífurleg.
Hver hefði búist við því fyrir 25 ár-
um að 96 prósent Austur-Þjóðverja 30
ára og yngri segðu í dag að endursam-
einingin hefði orðið þeim til fram-
dráttar? Við getum verið stolt af því.
Þjóðarframleiðsla í Austur-Þýska-
landi hefur meira en tvöfaldast frá því
við upphaf tíunda áratugar síðustu
aldar. Brottflutningur íbúa virðist
vera hættur, árið 2013 flutti í fyrsta
sinn fleira fólk til austurs en vesturs.
Borgir sem þá voru í mikilli niður-
níðslu hafa breytt algjörlega um svip.
Hver sá sem í dag gengur um Brand-
enborgarhliðið eða virðir fyrir sér
gömlu hverfin í Görlitz, Erfurt, Stral-
sund, Quedlinburg eða Potsdam sér
hve mikið hefur breyst til batnaðar
frá 1990.
Vitaskuld afneitum við því ekki að
atvinnuleysi í Austur-Þýskalandi er
enn meira en í vestrinu. En það er
núna um 10% og hefur aldrei verið
minna frá endursameiningu.
Diplómatískt afrek
Eftir fall múrsins og fyrstu frjálsu
kosningarnar til austur-þýska þings-
ins, Volkskammer, gátu Helmut Kohl
og Hans-Dietrich Genscher ásamt
lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Lot-
hars de Maizère lagt grunninn að
endursameiningunni í erfiðum samn-
ingaviðræðum, svokölluðum 2+4-
samningum við Bandamenn úr seinni
heimsstyrjöld. Það sem skömmu áður
þótti óhugsandi var nú staðreynd:
Sovétríkin, sem þá voru, töldu að
bæta mætti upp minni áhrif sín í Mið-
Evrópu með nýjum hætti í samstarfi
við sameinað Þýskaland. Bretar og
Frakkar sannfærðust um að Þýska-
land yrði traust samstarfsríki í
NATO og áfram hluti af Evrópusam-
bandinu og drifi áfram evrópska sam-
runaferlið enn frekar en áður. Ekki
má heldur gleyma að við nutum stór-
fellds stuðnings frá Bandaríkjunum í
ferli þessu öllu.
Og einmitt núna, þegar heimurinn
virðist vera að „leysast upp“, eins og
utanríkisráðherra okkar, Frank-
Walter Steinmeier, orðaði það, og oft
er talað um meintan „vanmátt utan-
ríkissamskipta“, verður að minna á
að í þessu tilviki var unnið diplómat-
ískt afrek.
Eftir Thomas H.
Meister » Þjóðarframleiðsla í
Austur-Þýskalandi
hefur meira en tvöfald-
ast frá því við upphaf
tíunda áratugar
síðustu aldar.
Thomas H. Meister
Höfundur er sendiherra Þýskalands
á Íslandi.
9. nóvember 1989 – fall Berlínarmúrsins
Þegar Berlínarmúr-
inn hrundi fimmtudag-
inn 9. nóvember 1989,
féll kommúnisminn um
leið, þótt dauðastríð
hans í Rússlandi ætti
eftir að taka tvö ár í við-
bót og enn standi tvö
kommúnistaríki uppi
eins og draugabæli,
Kúba og Norður-Kórea.
Talið er, að um hundrað
milljón manns hafi týnt
lífi af völdum kommúnismans, flestir
úr hungri. En hvað olli falli hans?
Hvers vegna var hann áhrifamikill á
Íslandi? Og hvers vegna ættum við að
minnast hans?
Fall kommúnismans
Frá einu sjónarhorni séð sætir
furðu, að kommúnisminn skyldi ekki
falla fyrr, því að hann er tilraun til
þess að gera það, sem er öllum vald-
höfum um megni, að breyta manneðl-
inu. Kommúnistar skildu ekki, að
mannlífið er ekki mauraþúfa, heldur
heild ólíkra einstaklinga. Þegar árið
1922 gaf austurríski hagfræðingurinn
Ludwig von Mises út bókina Sam-
eignarskipulagið (Die Gemeinw-
irtschaft). Þar sagði hann fyrir um
það, að miðstýrður áætlunarbúskap-
ur myndi mistakast. Valdhafar gætu
aldrei safnað saman nægum upplýs-
ingum til að finna framleiðsluöflum
hagkvæmustu farvegi, en á frjálsum
markaði gerist það sjálfkrafa í við-
skiptum, þar sem ólíkir einstaklingar
nýta saman vitneskju, þekkingu og
kunnáttu hver annars. Málið snýst
ekki aðeins um það, að menn keppa
ekki af sama ákafa, þegar þeir fá ekki
sjálfir að hirða ávinninginn, heldur
líka um hitt, að þeir geta ekki vitað,
að hverju þeir eigi að keppa, nema
þeir búi við sífellda upplýsingagjöf
gróða og taps. Samkeppni er umfram
allt aðferð til að afla og miðla vitn-
eskju, þekkingu og kunnáttu.
Kommúnistar brugðust við reynsl-
unni af búskaparlagi sínu með því
einu að herða eftirlit og skjóta
„skemmdarvarga“. Þeir sýndu, að
þeir voru reiðubúnir að gera hvað
sem er til þess að byltingin langþráða
yrði. Gegn harðskeyttum hópi þeirra
máttu fáir sín mikils, eins og reynslan
sýndi í Rússlandi og Kína. Frá öðru
sjónarhorni séð er það því undrunar-
efni, að þeir skyldu með hinni skefja-
lausu grimmd sinni og valdafýsn ekki
ná valdi á allri jarðarkringlunni.
Skýringin á því er sú, að eng-
ilsaxnesku stórveldin tvö, Bandaríkin
annars vegar og breska samveldið
hins vegar, veittu þeim öfluga mót-
spyrnu og urðu þeim að lokum yf-
irsterkari. Hefði þeirra ekki notið við,
þá hefði Stalín líklega lagt undir sig
mestallt meginland Norðurálfunnar,
en Maó eignast Austurálfu óskipta.
Áhrif á Íslandi
Íslendingar fylgdust frá upphafi
áhugasamir með kommúnismanum.
Tveir kornungir menn,
Brynjólfur Bjarnason
og Hendrik Ottósson,
fengu styrk úr sjóðum
Kremlverja til að sækja
annað þing Alþjóða-
sambands kommúnista
í Moskvu sumarið 1920.
Þá mynduðust tengsl
íslenskra kommúnista
við hina alþjóðlegu
kommúnistahreyfingu,
sem heita máttu óslitin
næstu hálfa öld. Brynj-
ólfur Bjarnason var for-
maður komm-
únistaflokksins frá 1930 til 1938, en
þá tókst kommúnistum að kljúfa Al-
þýðuflokkinn og stofna Sósíal-
istaflokkinn, og var Einar Olgeirsson
lengst formaður hans. Alþýðu-
bandalagið tók við af Sósíal-
istaflokknum 1968 og starfaði til
1998, en síðasta verk þess var að
senda nefnd í boðsferð til kúbverska
kommúnistaflokksins. Brynjólfur og
Einar voru báðir í góðu sambandi við
valdhafa í Rússlandi og Kína. Ís-
lenskir kommúnistar hlutu verulega
fjárstyrki frá Kremlverjum, og hefur
það eflaust ráðið miklu um, hversu
valdamiklir þeir voru í verkalýðs-
hreyfingu og menningarlífi um miðja
tuttugustu öld. Um skeið höfðu
menningarpáfar kommúnista það
jafnvel í hendi sér, hverjir töldust
gjaldgengir rithöfundar á Íslandi.
Þó risu margir íslenskir mennta-
menn upp gegn ofríki kommúnista.
Undir öflugri ritstjórn Valtýs Stef-
ánssonar skýrði Morgunblaðið reglu-
lega frá því, sem gerðist í Rússlandi,
meðal annars hungursneyðinni í
Úkraínu 1932-1933. Haustið 1938
komu út tvær bækur um Rússland
kommúnista. Önnur varð illræmd,
Gerska æfintýrið eftir Halldór Kiljan
Laxness, þar sem hann söng stal-
ínismanum lof og lýsti sakborningum
í Moskvuréttarhöldunum eins og
skordýrum. Hin bókin var Þjónusta,
þrælkun, flótti eftir finnska prestinn
Aatami Kuortti, sem hafði setið í
þrælkunarbúðum Stalíns, en tekist að
flýja til Finnlands. Var heldur hljóð-
ara um hana en ferðabók Laxness, en
hún ber aldurinn þeim mun betur.
Árið 1941 kom út bók um undirróð-
ursstarfsemi kommúnista, meðal
annars á Norðurlöndum, eftir Jan
Valtin, öðru nafni Richard Krebs.
Ærðust þá kommúnistar, en Benja-
mín Eiríksson hagfræðingur varði
höfundinn. Bæjarstjórnarkosning-
arnar í Reykjavík 1946 snerust upp í
harðvítugar deilur um stjórnarfar í
Ráðstjórnarríkjunum. Morgunblaðið
dreifði sérstökum blaðauka með þýð-
ingu á lýsingu ungverska rithöfund-
arins Arthurs Koestlers á lífinu í
kommúnistalöndunum. Sagði þá ung-
ur kommúnisti, Jónas H. Haralz hag-
fræðingur (sem síðar skipti um skoð-
un), að Morgunblaðið hefði sett nýtt
met í „siðlausri blaðamennsku“. Gáfu
kommúnistar út sérstakt blað, Ný
menning, sem þeir dreifðu í hvert hús
í Reykjavík, þar sem lýsingum Koest-
lers var mótmælt.
Þeir kusu frelsið
Kalda stríðið, sem hófst af alvöru
eftir valdarán kommúnista í Tékkó-
slóvakíu, gerði suma lýðræðissinna að
betri mönnum, því að það sýndi, að
þeir voru reiðubúnir að berjast fyrir
sannfæringu sinni. Í ársbyrjun 1950
flutti Tómas Guðmundsson skáld
snjalla ræðu á opinberum fundi gegn
alræðistilhneigingum í Rússlandi.
Uppskar hann harðar árásir Þjóðvilj-
ans, málgagns kommúnista. Sama ár
stofnuðu tveir ungir hugsjónamenn,
Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, bókaútgáfuna Stuðla-
berg og gáfu út þrjár bækur um
kommúnismann, Guðinn sem brást
eftir Arthur Koestler og fleiri 1950,
Nítján hundruð áttatíu og fjögur eftir
George Orwell 1951 og Bóndann eftir
Valentin Gonzalez 1952. Lárus Jó-
hannesson, lögfræðingur og alþing-
ismaður, tók sig til, þýddi og gaf út
1951 stórfróðlega bók, Ég kaus frels-
ið, eftir flóttamann frá Úkraínu, Vík-
tor Kravtsjenko. Stefán Pjetursson,
fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins,
sem sjálfur hafði næstum því lent í
þrælkunarbúðum Stalíns, þýddi 1954
bókina Konur í einræðisklóm eftir
þýska rithöfundinn Margarete Bu-
ber-Neumann, sem hafði fyrst verið
fangi Stalíns og síðan Hitlers. Sama
ár flutti Gunnar Gunnarsson rithöf-
undur skörulega ræðu gegn komm-
únisma á fundi Heimdallar, og næstu
ár tóku fleiri menntamenn til máls
um kommúnisma á sama vettvangi,
Guðmundur G. Hagalín, Kristmann
Guðmundsson, séra Sigurður Pálsson
og séra Sigurður Einarsson í Holti.
Tímamót urðu síðan 17. júní 1955,
þegar Almenna bókafélagið var stofn-
að, og höfðu Bjarni Benediktsson,
Geir Hallgrímsson og Gunnar Gunn-
arsson forgöngu um það. Tilgangur
félagsins var að hnekkja ofurvaldi
kommúnista í íslensku menningarlífi.
Sinnti það því vel, á meðan Eyjólfur
Konráð Jónsson var framkvæmda-
stjóri. Fyrsta útgáfurit þess var Ör-
laganótt yfir Eystrasaltsríkjum eftir
eistneska bókmenntaprófessorinn
Ants Oras. Almenna bókafélagið gaf
einnig út Hina nýju stétt 1958 eftir
júgóslavneska andófsmanninn Milov-
an Djilas og Eistland. Smáþjóð undir
oki erlends valds 1973 eftir eistneska
blaðamanninn Anders Küng, en þýð-
andi þeirrar bókar var Davíð Odds-
son, er átti löngu síðar sem forsætis-
ráðherra eftir að endurnýja
viðurkenningu Íslands á sjálfstæði
Eistlands. Hefur verið ákveðið, að Al-
menna bókafélagið endurútgefi þess-
ar bækur og önnur merkileg rit á net-
inu, svo að þau verði aðgengileg nýrri
kynslóð. Er ég ritstjóri þeirrar ritrað-
ar.
Þarf að minnast kommúnismans?
Nú kunna sumir að segja, að ekki
þurfi lengur að deila um komm-
únismann. Hann sé löngu dauður. En
þótt vofa kommúnismans gangi vissu-
lega ekki lengur ljósum logum um
alla Norðurálfuna, er hún enn á
kreiki hér uppi á Íslandi. Til eru þeir
Íslendingar, sem vilja sem minnst
vita af fórnarlömbum kommúnism-
ans. Dæmi um þetta var, þegar
spurðist snemma árs 2007, að verið
væri að þýða stórmerkilega ævisögu
Maós eftir rithöfundana Jung Chang
og Jon Halliday. Þá brá tímarit Sögu-
félagsins, Saga, við og birti langa, nei-
kvæða og ósanngjarna umsögn um
hið óútkomna rit. Eftir að ég hafði
síðan 2009 þýtt Svartbók komm-
únismans, spurði ég Sigrúnu Páls-
dóttur, ritstjóra Sögu, hvort ég ætti
ekki að senda henni bókina til um-
sagnar. Nei, hún vildi það ekki, því að
Saga birti ekki ritdóma um þýðingar!
Var Svartbókin þó sögulegt uppgjör
virtra fræðimanna við áhrifamikla
stjórnmálastefnu, auk þess sem Saga
hafði tveimur árum áður birt ritdóm
um óútgefna þýðingu. Annað dæmi
var, þegar ég skipulagði alþjóðlega
ráðstefnu í Reykjavík haustið 2012
um fórnarlömb kommúnismans, og
voru þau Stéphane Courtois prófess-
or og Anna Funder rithöfundur með-
al fyrirlesara. Þá furðaði Stefán
Ólafsson prófessor sig á því í bloggi
sínu, að ég væri að „halda ráðstefnur
og teboð til að ræða glæpi sem
kommarnir frömdu fyrir 70 til 100 ár-
um“. Þegar Stefán skrifaði þetta,
voru aðeins 23 ár frá hruni Berl-
ínarmúrsins. Þá voru aðeins 50 ár frá
því, að í Kína lauk hungursneyð af
völdum kommúnista, sem kostaði lík-
lega meira en 40 milljónir mannslífa.
Þótt Sovét-Ísland, óskalandið, hafi
ekki orðið að veruleika, eru drauga-
bælin víðar en á Kúbu og í Norður-
Kóreu.
Eftir Hannes Hólm-
stein Gissurarson » Tveir korn-
ungir menn,
Brynjólfur
Bjarnason og
Hendrik Ott-
ósson, fengu
styrk úr sjóðum
Kremlverja til að
sækja annað þing
Alþjóðasam-
bands komm-
únista í Moskvu
sumarið 1920.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
AFP
Berlínarmúrinn Aldarfjórðungur er frá falli múrsins.
Bjarni
Benediktsson
Geir
Hallgrímsson
Valtýr
Stefánsson
Eyjólfur Konráð
Jónsson
Tómas
Guðmundsson
Aldarfjórðungur frá falli kommúnismans