Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Norska þjóðin býr sig núundir heimsmeist-araeinvígi þjóðhetj-unnar Magnúsar Carl- sen við áskorandann Wisvanathan Anand. Einvígið sem fram fer í Sochi við Svartahaf var sett í gær að viðstöddum Pútín Rússlands- forseta og öðrum tignum gestum. Sochi var ekki á óskalista heims- meistarans og hann skrifaði undir einvígisskilmálana með hangandi hendi. Hann var í liði Kasparovs fyrir forsetakjör FIDE í Tromsö á dögunum og ósigurinn þar, stað- arvalið nú og dagsetningin sem upphaf einvígisins miðast við, 7. nóvember – þann sama dag árið 1917 komust bolsévikar til valda í Rússlandi – tákna Pútíns mekt. Saga heimsmeistaraeinvígja í Rússlandi á síðustu öld er full af duldum táknum þar sem hvers- dagslegir hlutir eins og kaffibrúsi eða svört jakkaföt gátu haft djúp- rætta merkingu. En það er ekki búist við neinum uppákomum varð- andi þetta einvígi þar sem annáluð prúðmenni eigast við. Fyrsta skák- in hefst í dag kl. 12 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með skákunum á fjölmörgum vef- svæðum en reikna má með því að beinar útsendingar norska sjón- varpsins, NRK, verði vinsælar meðal íslenskra skákáhugamanna. Undanfarið hefur NRK verið með beinar útsendingar frá þeim mót- um þar sem Magnús hefur verið meðal þátttakenda og það hefur reynst vinsælt sjónvarpsefni í Nor- egi. Þá má einnig benda á slóð ICC, Chessbomb, chess24.com og heimasíðu einvígisins: sochi2014.fide.com/. Þeir munu tefla 12 skákir, fyrst tvær skákir, þá frídagur, aftur tvær skákir, þá frídagur og svo koll af kolli. Einvíginu lýkur í síðasta lagi 28. nóvember nk. Nú er ár síð- an einvígi þessara sömu aðila fór fram í Chennai í Indlandi og lauk með öruggum sigri Magnúsar, 6½:3½. Sigurinn staðfesti yfirburði Norðmannsins yfir keppinautum og flestir búast við því að hann nái að verja titilinn sinn án mikilla erf- iðleika. Þeir sem veðja á Anand að þessu sinni geta gert það gott í veðbönkum – ef Indverjinn vinnur þar verður greitt út í hlutföllunum 1:6. Á þeim er meira en 20 ára ald- ursmunur og líkamlegt úthald get- ur skipt máli því skákir Magnúsar verða oft langar og strangar og tækni hans á því sviði þykir frá- bær. Anand vann áskorunarréttinn sl. vor og í því sambandi rifjast upp tvö einvígi sem Botvinnik háði eftir að hafa tapað heimsmeist- aratitlinum og naut þar einvíg- isskilmála sem hann hafði átt stór- an þátt í að setja inn, hið fyrra við Vasilí Smyslov árið 1958 sem hann vann 12½:10½, hið síðara árið 1961 við Mikhael Tal og aftur vann Botvinnik, 13:8. Smyslov og Tal ríktu því í eitt ár og það sama gæti hent Magnús Carlsen. Kring- umstæðurnar eru aðrar og sál- fræðistaðan líka. Garrí Kasparov hefur gert þetta að umtalsefni og telur að spurning sem brenni á vörum Magnúsar gæti verið: af hverju í fjáranum er ég aftur að tefla við þennan mann? Hann telur að það eina sem Magnús hafi fram yfir Anand sé sú einfalda stað- reynd að hann sé betri skákmaður. Kasparov mætti til Chennai í fyrra og virtist setja Anand úr jafnvægi með stórkarlalegum yfirlýsingum í samtölum við fréttamenn. Ekki er von á honum til Sochi. Vettvangur einvígisins í Sochi minnir á grískt útileikhús, skák- borð á miðju sviði og áhorf- endasæti allt um kring. Magnús lenti með fylgdarliði sínu Sochi sl. miðvikudag en Anand kom nokkr- um dögum fyrr. Heimsmeistaraeinvígið hefst í dag – Magnús ætti að vinna Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Mætast á ný Viswanathan Anand frá Indlandi og Magnus Carlsen frá Noregi tefla eina af skákum sínum í heims- meistaraeinvíginu í Chennai á Indlandi fyrir ári. Einvígini lauk með öruggum sigri Norðmannsins, 6½:3½. Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 12. nov. ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Í Morgunblaðinu 3. nóvember var fjallað stuttlega um tillögu sem fram er komin á Alþingi þess efnis að klukkum á Íslandi skuli seinkað um eina klukkustund árið um kring. Þetta er í þriðja sinn sem slík tillaga er borin fram, en áður hafa komið fram á Al- þingi tillögur sem ganga í öfuga átt við þessa. Í umfjöllun Morg- unblaðsins segir: „Í tillögunni er einnig bent á að með núverandi fyrirkomulagi fái Íslendingar bjartari kvöld á sumrin, en fórn- arkostnaðurinn sé að á veturna styttist birtutíminn um rúmar sex vikur“. Þarna fer eitthvað á milli mála, því að enginn er svo skyni skroppinn að hann haldi að stilling klukkunnar hafi áhrif á lengd birtutímans. Blaðamanninum er hins vegar nokkur vorkunn því að orðalagið í þingsályktunartillög- unni er villandi. Þar segir um still- ingu klukkunnar eins og hún er nú („sumartími“ allt árið): „Sumartími gefur okkur bjartari kvöld á sumrin, en fórnarkostn- aðurinn er sá að á veturna styttist birtutíminn á morgnana um rúmar sex vikur, vegna þess að við færum ekki klukkuna aftur yfir á vetr- artíma.“ Í fljótu bragði mætti skilja þetta svo, að björtum stundum á morgn- ana fækki sem svarar sex vikum, þ.e. um meira en þúsund stundir. Þetta er fjarri lagi. Rétt tala er um 300 stundir fyrir Reykjavík og tæpar 290 fyrir Akureyri. Þarna er um að ræða eina stund fyrir hvern dag ársins þegar eitthvert myrkur er á annað borð. Þessar birt- ustundir færast að sjálfsögðu yfir á síðdegið og auka birtuna þar. Hins vegar má til sanns vegar færa, að með því að seinka klukk- unni myndi okkur finnast skamm- degið styttast um sex vikur eða svo (þrjár að hausti og þrjár að vori) ef eingöngu er litið til þess hvenær birtir að morgni. Til dæm- is telst birting í Reykjavík 5. októ- ber nærri klukkan sjö. Væri klukkunni seinkað myndi birta klukkan sex þennan dag. Við fengjum þá þriggja vikna frest þar til birt- ingin hefði færst til klukkan sjö. En skammdegi er ekki bundið við morgnana. Á kvöldin myndi seinkun klukkunnar hafa gagnstæð áhrif og lengja skammdegið, bæði haust og vor. Valið stendur um það hvort við viljum að fyrr birti á morgnana eða dagsbirtan nái lengra síðdegis. Hér verður ekki rætt um þings- ályktunartillöguna að öðru leyti. Ég hef áður fjallað um sams konar tillögu í blaðagrein (í Mbl. 14. febrúar). Þá grein, ásamt yfirliti um sögu þessa máls, er að finna á vefsíðu Almanaks Háskólans: http://www.almanak.hi.is/ timreikn.html. Klukkan og birtan Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson » Á kvöldin myndi seinkun klukkunnar hafa gagnstæð áhrif og lengja skammdegið, bæði haust og vor. Höfundur er stjörnufræðingur. Siglingu minni um lögstíg lífsins skilaði mér til „Hins myrka hjarta Evrópu“. Þar bjó ég um skeið í heimavist á meðal vís- indamanna frá ýms- um löndum. Nótt eina vaknaði ég nokkrum sinnum við óp frá nágranna mínum í næsta her- bergi. Hæverskum, smávöxnum, rúmlega miðaldra karlmanni. Næstu nótt á eftir hrökk ég upp aftur og ákvað að drepa á dyr nágranna míns. Hann vaknaði upp svitastorkinn og úfinn. Dofinn. Ég bauðst til að hella upp á te fyrir hann sem hann þáði. Kunn- ingsskapur okkar dafnaði í gegnum sameiginleg fræði. Eina vökunótt ræddum við um orsakir vanlíðanar hans. Hann tjáði mér að hann hefði sótt, vestur í gegnum „járntjaldið“, alþjóðlega fræðaráðstefnu er varð tilefni til rannsókna og skrifa hans um ágæti fjölþjóðasamninga um verslunarkaup. Fræði- bókina þurfti hann svo að leggja undir rit- skoðunareftirlit Leyni- lögreglu alræðisrík- isins. Ritskoðun leiddi af sér yfirheyrslur og einangrun vikum sam- an. Næstu ár þar á eft- ir fylgdist leyni- lögreglan með honum – dag og nótt. Ég hugsa oft til þessa forna fræðavin- ar míns sem lifði af þar til frelsið birtist í brotsárum Berlínarmúrs- ins. Óp Berlínarmúrsins Eftir Halldór Eirík S. Jónhildarson Halldór Eiríkur S. Jónhildarson »Fræðibókina þurfti hann svo að leggja und- ir ritskoðunareftirlit leyni- lögreglu alræðisríkisins. Höfundur er sósíaldemókrati og lögfræðingur. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.